Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 18
■ HVERT stefnir í atvinnu- málum á Akureyri og Norður- landi? er yfirskrift almenns borg- arafundar sem haldinn verður í Sjallanum á Akureyri annað kvöld, miðvikudagskvöldið 23. febrúar, en hann hefst kl. 20.30. Ríkisútvarpið á Akureyri efnir til fundarins sem útvarpað verður í svæðisútvarpinu á Norður- landi. Framsöguerindi flytja Sig- urður J. Sigurðsson forseti bæj- arstjórnar Akureyrar, Sighvatur Björgvinsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, Halldór Blöndal, samgöngu- og landbúnaðarráð- herra, Björn Snæbjömsson, for- maður Verkalýðsfélagsins Ein- ingar og Ásgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Iðnþróunarfé- lags Eyjafjarðar. Fundarstjóri er Arnar Páll Hauksson deildar- stjóri Ríkisútvarpsins á Akur- eyri. Stöðugt hefur sigið á ógæfu- híiðina í atvinnumálum á Akur- eyri ög víðar á Norðurlandi og er nú svo komið að um 10% vinnu- færra manna er án atvinnu í höf- uðstað Norðurlands. Á fundinum verður fjallað um ástandið og reynt að finna svör við vandanum og leita leiða til að auka atvinnu. ■ FERÐAMÁLAFÉLAG Eyja- fjarðar boðar til ráðstefnu um markaðssókn ferðaþjónustunnar í Eyjafirði næstkomandi föstudag, 25. febrúar, í Alþýðuhúsinu á Akureyri, fjórðu hæð og hefst hún kl. 13.00. Halldór Blöndal sam- gönguráðherra ávarpar ráðstefn- una, en framsöguerindi flytja Sig- fús Erlingsson, Flugleiðum, sem ræðir um markaðssetningu Eyja- fjarðarsvæðisins erlendis, Heiga Haraldsdóttir, Ferðamálaráði, sem talar um markaðssetningu svæðisins innanlands og Tryggvi Árnason, framkvæmdastjóri, sem fjallar um markaðssetningu Jöklaferða, Höfn í Hornafirði. Ráðstefnan er öllum opin, en hags- munaaðilar í ferðaþjónustu, sveitarstjómarmenn og þingmenn eru sérstaklega hvattir til að mæta. (Fréttatilkynning.) Framleiðsla á fjör- mjólk hefst í vor Salan aðeins 1% af mjólk- ursölunni SALA á fjörmjólk hefur verið heldur dræm á Akureyri, en hún er um 1% af heildarmjólkursöl- unni og er það mun lakara hlut- fall en á Reykjavíkurmarkaðnum þar sem fjörmjólkin er með hátt í 20% markaðshlutdeild, að sögn Hólmgeirs Karlssonar, fram- leiðslustjóra Mjólkursamlags KEA á Akureyri. Hólmgeir sagði að erfitt væri að finna skýringu á þessum mikla mun, en eflaust lægi hluti hennar í því að fjörmjólkinni er pakkað í annars konar umbúðir en Norðanmenn ættu að venjast og væru þeir sjálfsagt íhaldssamir í þeim efnum. Byijað - var að dreifa fjörmjólk í verslanir á Akureyri í nóvember síðastliðnum. Framleiðsla á fjörmjólk Fyrirhugað er að hefja framleiðslu á fjörmjólk hjá Mjólkursamlagi KEA einhvern tíma fyrir vorið og sagði Hólmgeir að öll tæki sem til fram- leiðslunnar þyrfti væru til staðar í samlaginu. KEA-fjörmjólkinni yrði þá vitanlega pakkað í gamalkunnar umbúðir og yrði spennandi að sjá hvort kenningin reyndist á rökum reist og viðtökur neytenda yrðu betn. Á samlagssvæðinu er mest selt af nýmjólk, þá kemur léttmjólkin .með vaxandi hlutdeild á kostnað nýmjólkur og í þriðja sæti er undan- renna. Héraðsdómari veitir Slippstöðinni-Odda heimild til að leita nauðasamninga Landsbankinn lýsir yfir vilja ■ DR. HANNES Hólmsteinn Gissurarson dósent í stjómmála- fræði við Háskóla íslands flytur fyrirlestur við Háskólann á Akur- eyri annað kvöld, fimmtudags- kvöldið 24. febrúar kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnist „Hvert stefna íslensk félagsvísindi?“. Hannes Hólmsteinn mun leitast við að gera grein fyrir nýlegum verkum íslenskra félagsvísinda- manna, skýra þau og gagnrýna og velta fyrir sér þróun íslenskra félagsvísinda. Fyrirlesturinn verð- ur haldinn í stofu 24 í aðalbygg- ingu Háskólans á Akureyri. Öllum er heimill aðgangur. (Fréttatilkynning.) ■ FÖSTUMESSA verður í Akureyrarkirkju í kvöld, mið- vikudagskvöldið 23. febrúar, kl. 20.30. Lesið verður úr Píslarsög- unni og sungið úr Passíusálmun- um. Einnig verður flutt fögur lít- anía. til að breyta skuldum í hlutafé SLIPPSTÖÐINNI-Odda hf. var í gær veitt heimild í Héraðsdómi Norð- urlands eystra til að leita nauðasamninga. Samkvæmt frumvarpi að nauðasamningum býðst fyrirtækið til að greiða 30% af samningskröfum sem samtals eru að fjárhæð 333 miHjónir króna. Jón Kr. Sólnes hrl. var skipaður til að hafa umsjón með nauðasamningaumleitunum félags- ins. Hlutafé verður fært niður um 99% eða í 1,2 milljónir króna. Lands- banki íslands mun breyta 10 milljóna króna veðkröfu í hlutafé, en tveir sjóðir taka skrifstofubyggingu fyrirtækisins upp í skuldir. Forsvarsmenn Slippstöðvarinnar- Odda óskuðu eftir því við Héraðsdóm Norðurlands eystra að fá að leita nauðasamninga við lánardrottna sína og var sú heimild veitt síðdegis í gær, en greiðslustöðvun fyrirtækis- inl rann þá út. Á hluthafafundi í gærmorgun var samþykkt að færa hlutafé niður um 99% og verður það um 1,2 milljónir króna. Eignir Slippstöðvarinnar-Ödda eru metnar á 467 milljónir króna, en skuldir á 588 milljónir. í frumvarpi að nauðasamningi fyrirtækisins er lánardrottnum boðin greiðsla 30% samningskrafna sem samtals eru að fjárhæð 333 milljónir króna. Af þeirri upphæð eru 128,5 milljónir almennar viðskiptakröfur, en samkvæmt frum- varpinu verða 10% skuldanna greidd innan 45 daga frá því það er sam- þykkt, en afgangurinn á 5 árum, ein greiðsla á ári með gjalddaga 1. sept- ember ár hvert. Kröfur undir 50 þús- und krónum verða að fullu greiddar. Landsbanki íslands hefur sam- þykkt að veðskuldum félagsins við bankann að upphæð 10 milljónir króna verði breytt í hlutafé. Eftir- stöðvar veðkrafna að fjárhæð um 130 milljónir króna verður skuldbreytt með skuldabréfi til 15 ára og er fyrsti gjalddagi 1. júní árið 1996. Bankinn lýsir því jafnframt yfir að hann muni eftir því sem samþykktir félagsins og hlutafélagalög heimila á hveijum tíma fram til 15. febrúar 1995 breyta skuld sinni í heild eða að hluta í hlutafé. Iðnlánasjóður og Iðnþróunarsjóður leysa til sín skrifstofubyggingu fyrir- tækisins við Hjalteyrargötu 20, en hún er metin á 45 milljónir króna. í rekstraráætlun fyrir árið 1994 er gert ráð fyrir um 25% samdrætti hvað varðar vinnu hjá fyrirtækinu, en samkvæmt áætlunni er gert ráð fyrir að reksturinn verði í járnum. IÁ5KÓLINN . AKUREYRI Fyrirlestur Tfmi: Fimmtudaginn 24. febrúar 1994 kl. 20.30. Staður: Háskólinn á Akureyri við Þingvalla- stræti, stofa 24. Flytjandi: Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla íslands. Efni: Hvert stefna íslensk félagsvísindi? Öllum er heimill aðgangur. íslandsmeistarar ÞAÐ var mikil kátína ríkjandi hjá ungum skautámönnum í Skautafélagi Akureyrar eftir vel heppnaða ferð til Reykjavíkur um helgina, en strákarnir urðu^ íslandsmeistarar í flokki 9 ára og yngri og í flokki 10 til 12 ára í íshokkí. Unglingaflokkar keppa um næstu helgi í Reykjavík og þá hefst úrslitakeppni í meistaraflokki eftir hálfan mánuði. Magnús Finnsson formaður íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar sagði, að eftir þessa góðu bvrjur) væri, ekki hægt apnað én stefna að íslandsmeistaratitli í öllum flokkum. ) ) > ) i > I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.