Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1994 5.000 manns vilja 945 þingsæti á Italíu Margir nýliðar frambjóðenda Rómaborg. The Daily Telegraph. FRESTURINN til að leggja fram framboðslista vegna þingkosning- anna á Ítalíu 27.-28. mars rann út á mánudag og Ijóst er nú að um 5.000 manns verða í framboði. Þeir beijast um 945 sæti í báðum þingdeildunum. Flestir þeirra hafa ekki látið stjórnmálin til sín taka að ráði áður. Kosningabaráttan hefst um helg- ina. Flestir þingmenn gamla þings- ins gefa ekki kost á sér að þessu sinni; nokkrir hafa einfaldlega feng- ið nóg af stjómmálunum en fjöl- margir aðrir, þeirra á meðal fimm fyrrverandi forsætisráðherrar, em viðriðnir spillingarmál og kusu að draga sig í hlé. Margir þeirra sem bjóða sig fram hafa m.a. getið sér frægðarorð í íþróttum og atvinnulífinu, sem sak- sóknarar í spillingarmálunum og skemmtikraftar. Á meðal þeirra er Oliviero Tosc- ani, sem býður sig fram í Bologna. Hann hefur enga reynslu í stjóm- málunum en er þekktur fyrir ljós- myndir sem Benetton hefur notað í djarfar og umdeildar auglýsingar sínar. Reuter Hommar mótmæla HOMMAR á mótmælafundl við þinghúsið í Lundúnum þegar neðri málstofan greiddi atkvæði um hvort bréyta ætti lögum sem kveða á um að refsa megi körlum sem hafa kynmök við karla yngri en 21 árs. Samþykkt var að færa lágmarksaldurinn niður í 18 ár, en ekki 16 eins og hommar vildu. Annar er kvikmyndaleikstjórinn Franco Zeffirelli, sem býður sig fram til öldungadeildarinnar fyrir „Forzá Italia" (Áfram Ítalía), flokk íjölmiðlakóngsins Silvios Berlusc- onis, í Cataníu á Sikiley. Mariella Scirea, ekkja knattspyrnustjörnu, er einnig á meðal frambjóðenda „Forza Italia", sem er nú stærsti flokkurinn, með 25% fylgi sam- kvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Hommar í Bretlandi for- dæma „mannréttindabrot ‘ ‘ Lundúnum, Páfagarði. Reuter. HOMMAR í Bretlandi mótmæltu í gær harðlega þeirri ákvörðun neðri málstofu breska þingsins að færa ekki lágmarksaldur þeirra karla, sem geta veitt samþykki sitt fyrir kynmökum við aðra karla, úr 21 ári í 16. Hommar og stuðningsmenn þeirra í Evrópu mótmæla nú einnig yfirlýsingu Jóhannesar Páls páfa þar sem hann gagnrýndi ályktun Evrópuþingsins um að heimila bæri hommum og lesbíum að ganga í hjónaband og ættleiða börn. Mælt með afskrift- um lána Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdótt ur, fréttaritara Morgunblaðsins. 1 NÝRRI skýrslu um Færeyjar er komist að þeirri niðurstöðu að of seint sé að ætla að leysa vandann á efnahagslegum for- sendum. Aðgerðir Dana hafi ekki dugað og nú verði að grípa til pólitískra aðgerða, þar á meðal að afskrifa stóran hluta af skuld- um Færeyinga, til að hindra fólksflótta og um leið enn verra ástand. Lise Lyck lektor við Verslunarhá- skólann í Kaupmannahöfn hefur skrifað skýrsluna, sem fæst einkum við bankamál eyjanna. í skýrslunni bendir hún meðal annars á að ólíkt íslandi, geti Færeyjar ekki hagrætt genginu, þar sem þeir hafi ekki sjálfstæðan gjaldmiðil. Lyck er einnig mjög gagnrýnin á hlut dönsku bankanna, einkum Den danske bank í færeýskum banka- rekstri og gjaldþrotauppgjöri bank- anna. Breska þingið hafnaði á mánu- dag lagabreytingartillögu er laut að frelsi karla til kynmaka við aðra karla. Samkvæmt breskum lögum er hægt að refsa körlum fyrir að hafa samræði við aðra karla yngri en 21 árs burtséð frá samþykki viðkomandi. Til stóð að lækka þann aldur niður í 16 ár en tillaga um það var felld naumlega í neðri mál- stofunni. Samþykkt var málamiðl- unartillaga um að miða aldurinn við 18 ár. Samkvæmt lögunum er refsivert að hafa samræði við konur yngri en 16 ára og það á við um lesbíur jafnt sem karla. „Lýðræðið veitir enga heimild til að ofsækja minnihlutahópa,“ sagði Peter Tatchell, talsmaður samtaka breskra homma. Hann bætti við að málinu yrði skotið til Mannréttinda- dómstóls Evrópu. 6.000 manns efndu til mótmæla við inngang breska þinghússins þegar atkvæðagreiðslan fór fram og reyndu að komast inn. Hótað var að kveikja í byggingunni og flöskum var kastað í dyrnar. Tals- menn hommasamtakanna vöruðu við því að efnt yrði til „fjölmenn- ari og róstusamari mótmæla" síð- ar. „Siðferðisleg meinsemd" Evrópuþingið samþykkti 8. febr- úar ályktun þar sem hvatt er til þess að hommar og lesbíur njóti sama réttar og aðrir borgarar Evr- ópusambandsríkjanna, fái m.a. að ganga í hjónaband og ættleiða börn. Ályktanir þingsins eru ekki bind- andi fyrir Evrópusambandið. Jóhannes Páll páfi gagnrýndi þessa ályktun í vikulegri ræðu sinni í Páfagarði á sunnudag. „Með þess- ari ályktun er Evrópuþingið að biðja um að siðferðisleg meinsemd verði í lög leidd,“ sagði páfi. Hann kvað það geta haft skaðleg áhrif á börn að alast upp með tveimur körlum eða konum, í stað föður og móður. Páfi áréttaði þetta í bréfi til rjöl- skyldna heimsins sem birt var í gær. „Boðskapur páfa er til marks um fyrirlitningu á grundvallarmann- réttindum," sagði Alessandro Pil- otti, talsmaður hreyfingar ungra vinstrisinnaðra fulltrúa á Evrópu- þinginu. Derjabín, sendiherra Rússa í Finnlandi Mætti endurskoða fríðarsamningana Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. JÚRÍJ Derjabín, sendiherra Rússa í Finnlandi, segist vilja að friðar- samningur Finna og Rússa sem batt enda á seinni heimsstyijöldina verði endurskoðaður. Ummæli Deijabíns birtust í finnsku blaðavið- tali á föstudaginn. Hann lagði samt áherslu á að að þetta væri per- sónuleg skoðun hans, ekki afstaða rússneskra stjórnvalda. AFMÆUSRH tabula gratulatoria til heiðurs dr. Jónasi Kristjánssyni forstöðumanni Arnastofnunar. Á sjötugsafmæli Jónasar, hinn 10. aprfl nk., kemur út tveggja binda afmælisrit með 76 frumsömdum greinum eftir innlenda og erlenda fræðimenn, flestar á sviði íslenskra fombókmennta. Ritið verður um 850 bls. og því stærsta rit af þessu tagi sem komið hefur út hérlendis. Yður er hér með boðið að taka þátt í að heiðra dr. Jónas Kristjánsson og gerast áskrifandi að afmælisritinu. Nafn yðar yrði þá birt með nöfnum annarra áskrifenda á tabula gratulatoria fremst í ritinu. Þeim sem vilja þiggja boðið er bent á að hringja í síma 679060 eða snúa sér til afgreiðslu Hins íslenska bókmenntafélags og tilkynna þátttöku fyrir 1. mars nk. Áskriftarverð fyrir þetta mikla rit er aðeins kr. 4.980.- auk sendingargjalds. HIÐ ÍSLENSKA BÓKMENNTAFÉIAG SÍÐUMÚLA21-108 REYKJAVÍK- SÍMI 91-679060 • FAX 91-6790 95 %1816| \ttri. ^ Friðarsamningurinn frá árinu 1949 þótti á sínum tíma afar harð- ur í garð Finna. Þar sem banda- menn, þ.e. Sovétmenn og Bretar, litu svo á að Finnar hefðu verið samherjar Þjóðvetja var ekki tekið tillit til óska Finna. Samningurinn fól í sér takmörkun á vamargetu Finna og kvað m.a. á um að Kirj- ála-héraðið á suðausturhorni lands- ins tilheyrði Rússlandi. Samningnum val breytt árið 1990 þegar fínnsku ríkisstjórninni fundust ákvæðin um takmörk á varnargetu þjóðarinnar úrelt. Rök Finna byggðust þá á því að samein- ing Þýskalands hefði valdið því að Finnum einum þeirra þjóða sem töpuðu í síðari heimsstyijöldinni væri ennþá refsað fyrir það. Allt frá því stríðinu lauk hefur Finna dreymt um að endurheimta Kirjálahérað. Málið var rætt meðal annars í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar. Deijabín sendiherra undirstrikar að hann telji jákvætt að nýkjörinn forseti Finna, Martti Ahtisaari, hafi ekki krafist endurskoðunar nú þegar. Deijabín harmar það að finnska þjóðin skuli ennþá vera tortryggin gagnvart Rússum. Af þeim sökum telur Deijabín æskilegt að vera opinskár í samskiptum við Finna. Upplausn í Afganistan HÆTTA er á, að valdabaráttan í Afganistan kyndi undir átök- um og borgarastyijöld um land- ið allt að því er fram kemur í skýrslu frá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. „Mikil hætta er á, að borgarastríð bijótist út í norðurhluta lands- ins og í Kandahar- og Nangar- har-héraði,“ segir Felix Ermac- ora, austurrískur lagaprófess- or, í skýrslunni en frá áramót- um hafa að minnsta kosti 900 manns látist og 10.500 særst í valdabaráttunni í Afganistan. Friðarsamstarf við Albaníu SALI Berisha, forseti Albaníu, mun undirrita samning um frið- arsamstarf við NATO í Brussel í dag en Albanía, síðasta vígi stalínismans í Evrópu eins og landið var kallað áður, var fyrsta Austur-Evrópuríkið, sem sótti um fulla aðild að NATO. Umsókninni var þó hafnað að sinni. Albanir hafa léð NATO og Vestur-Evrópusambandinu afnot af flugvöllum og höfnum í iandi sínu vegna refsiaðgerð- anna gegn Serbíu og Svart- fjallalandi. Þvermóðsku- fullir Grikkir GRÍSKA stjórnin hefur hafnað tilmælum annarra aðildarríkja Evrópusambandsins um að af- létta viðskiptabanni á Makedó- níu þrátt fyrir, að þeim hafi verið hótað kæru eða málssókn fyrir Evrópudómstólnum. Hef- ur aístaða Grikkja, sem krefj- ast þess, að Makedóníumenn fjarlægi makedónsku stjörnuna úr þjóðfánanum og breyti stjórnarskránni, vakið mikla reiði í öðrum Evrópusambands- ríkjum en Evangelos Venizelos, utanríkisráðherra Grikklands, segir, að hvergi verði hvikað. Samkynhneigð ekki greind á fósturstigi BANDARÍSKIR vísindamenn, sem uppgötvuðu hugsanlegar, erfðafræðilegar ástæður fyrir samkynhneigð, sögðu í fyrra- dag, að aldrei yrði unnt að finna á fósturstigi hvort viðkomandi einstaklingur yrði samkyn- hneigður. Samkynhneigt fólk fagnaði fyrst uppgötvun vís- indamannanna en síðan hafa vaknað með því áhyggjur af, að unnt verði í framtíðinni að útrýma samkynhneigð með því einu að skoða litninga fósturs- ins og eyða því ef foreldrarnir eru ekki ánægðir með útkom- una. Dýrseldur kaffisopi OPINBERIR starfsmenn á ítal- íu, sem eru frægir fyrir tíðar ferðir á næsta kaffihús í vinnu- tímanum, verða nú látnir borga drykkinn dýru verði. Ríkis- stjórnin hefur nefnilega ákveð- ið að hýrudraga þá í hvert sinn sem þeir yfirgefa skrifborðið sitt. Sabino Cassese, ráðherra opinberrar þjónustu, segir, að ítalir verði að koma opinberri þjónustu í sama horf og annars staðar í Evrópusambandinu og hann segist ekki skilja hvers vegna Ítalía, fimmta stærsta iðnveldið, skuli vera það 50. hvað varðar afköst í opinberri þjónustu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.