Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR 1994 ■ msz $ Loðnufoss LOÐNAN fossar úr dælunni yfir á vörubílspallinn hjá Kristni Arnberg Sigurðssyni sem keyrir aflann til Grindavík meðan hann getur haldið sér vakandi. Morgunblaðið/RAX vinnsluhúsa Fiskimjöls og lýsis í Arna Magnúsdóttir, sem er í 10. bekk skólans. „Mamma hringdi í morgun og fékk frí fyrir mig í skólanum en ég byijaði klukkan fjög- ur í nótt og verð í tvo daga,“ segir Arna. „Það er auðveldara að vera í skólanum og ég mundi nú ekki nenna að vera hérna í mánuð eins og sum- ir eru búnir að vera. Eg verð ekki hérna þegar hrognatakan hefst." Hún segir að andinn sé góður í ioðnu- vinnslunni, þó að jafnaldrar hennar mættu vera fleiri. „Fyrst var vinnan ögn þreytandi en hún batnaði strax og svona tímabundin lota er bara hressandi,“ segir Arna. Fryst fyrir syni sólar Frá færibandinu þar sem loðnan er flokkuð eftir stærð, kyni og gæð- um, fer hún í frystingu, þar sem fimm strákar vinna á hvorri vakt. Plötur með fjórum öskjum af loðnu sem er fr.yst undir þrýstingi eru rifin út úr frystinum af afli og hvolft á bretti. Þegar staflinn er orðinn nægi- lega hár keyra strákarnir brettin til pökkunarinnár. Þar eru þremur öskj- um pakkað í umbúðir til útflutnings og hlaðið á önnur bretti sem fá að bíða í mínus 20 gráðu hita í kæliklef- um þangað til kemur að flutningnum í gámum til Japans. í hverri öskju eru um níu kíló af loðnu. „Okkar verksvið er að sjá alfarið um fryst- inguna á afurðinni, sem tekur yfir- leitt tvo til tvo og hálfan tíma,“ seg- ir Guðjón Asmundsson í frysting- unni. „Þetta eru skorpur en síðaa er stilltara á milli. Við tökum að sjálf- sögðu meira á en stelpurnar í flokk- uninni.“ Á hverjum sólarhring eru fryst tæp 30 tonn af loðnu í húsinu, og hækkar bónus á kaup starfsfólks- ins í samræmi við ösina í vinnsl- unni. „Andinn er góður og hópurinn fínn, og samkeppnin er ekki minni í pásum því þá leikum við lúdó villt og jralið,“ segir Guðjón. Oskar Örn Óskarsson var búinn að vera atvinnulaus síðan í nóvember þegar hann sótti um vinnu í Grinda- vík og segist ekki lengur hafa verið í æfingu þegar vinnan hófst. „Maður var orðinn grútmáttlaus fyrst og gat varla hreyft sig, en það er gaman að prófa eitthvað nýtt. Þetta er kannski ögn einhæft til lengdar en við vinnum í skorpum með góðum hléum, auk þess sem ég verð ekki lengur en æðið stendur yfir, þannig að það kemur ekki að sök. Ég reikna þó með að við í frystingunni fáum vinnu áfram við að frysta hrognin, þannig að þetta endist aðeins leng- ur,“ segir Oskar. „Er á meðan er.“ Morgunblaðið/RAX Hefluð loðna STUNDUM er hlaðið svo mjög á vörubílspallana að hristingurinn veldur skriðuföllum í loðnuhraukunum og þegar það gerðist í Grindavík í gær var brugðið á það ráð að fá snjóhefil til að ryðja loðnunni úr vegi. í fólki og stutt í hláturinn," segir hann. Hressandi lota Velta Fiskimjöls og lýsis var um 500 milljónir króna á seinasta ári í verksmiðjunni, og stefnir fyrirtækið á að auka veltu sína um 20-25% á þessu ári að sögn Finnboga Alfreðs- sonar, framkvæmdastjóra, meðal annars með því að vinna hráefni frekar en gert hefur verið, s.s. með hrognatöku og frystingu. Fyrirtækið selur flokkaða loðnu um allt Reykja- nes og víðar, og þannig voru sendir í gær bílar til Djúpavogs og Raufar- hafnar með loðnu. Yfirleitt starfa um 45 manns hjá Fiskimjöli og lýsi en vegna loðnuvertíðarinnar er búið að bæta við um 100 manns, og er áætlað að tæpur helmingur þeirra fái vinnu áfram við hrognafrystingu. Um helgina skorti enn vinnuafl og falaðist fyrirtækið eftir starfskröft- um úr efstu bekkjum Grunnskóla Grindavíkur sem samþykkti að 10 nemendur fengju leyfi til að vinna við flokkun og frystingu meðan hrot- an væri i hámarki. Meðal þeirra var Arna Magnúsdóttir og Sigurður Grétar Viðarsson. MORGUNBLAÐIÐ MIDVIKUDAGUR 23. FEBRUAR 1994 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar , Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Samhengið í al- þj óðaviðskiptum Tilraunir franskra stjórn- valda til þess að hindra innflutning á íslenzkum fiski til Frakklands með alls kyns tæknilegum aðferðum eins og þeim að rannsaka sýni úr fiskinum, sem tekur 5-10 daga, hafa almennt verið fordæmdar hér á landi og menn spyrja, hvort þátttaka okkar í Evrópska efnahags- svæðinu hafi enga þýðingu. En því miður er ástæða til þess að við lítum í eigin barm eins og glögglega mátti sjá í Morgunblaðinu í gær. íslenzk stjórnvöld hafa gert tilraunir til að fá lækk- un á innflutningstollum á íslenzkum framleiðsluvörum í Kanada. Þar er um að ræða framleiðsluvörur Mar- els og Hampiðjunnar o.fl. Kanadamenn hafa ekki verið til viðræðu um þær óskir m.a. með tilvísun til þess, að íslenzk stjórnvöld hafi lagt 120% jöfnunargjöld á franskar kartöflur, sem fluttar hafa verið hingað frá Kanada. Við annað tækifæri spurðust fulltrúar kanadí- skra stjórnvalda um, hvort þessi jöfnunargjöld á fransk- ar kartöflur hefðu verið lækkuð. Þegar fulltrúar ís- lenzkra stjórnvalda fullyrtu að þau hefðu verið lækkuð í 90% lögðu Kanadamenn fram verklagsreglur frá toll- stjóranum í Reykjavík, þar sem fram kom, að jöfnunar- gjöldin væru enn 120%. Þeir spurðust líka fyrir um kjúkl- ingabringurnar, sem mest voru í fréttum fyrir skömmu og fengu þau svör, að þar væri um heilbrigðikmál að ræða, sem er efnislega sama svarið og frönsk stjórnvöld hafa gefið síðustu daga vegna fisks frá íslandi, sem þau hindra að komist á leiðarenda. Hér er skýrt dæmi um það samhengi, sem nú er orðið í alþjóðlegum viðskiptum. Við leitum eftir tollaívilnun- um í Kanada, sem mundu greiða fyrir íslenzkum fram- leiðsluvörum á kanadískan markað og auka atvinnu hér heima fyrir. Kanadamenn eru ekki til viðtals um það vegna þess, að við höfum lagt jöfnunargjöld á fransk- ar kartöflur, sem fluttar eru inn eða átti að flytja inn frá Kanada og væntanlega er það gert til þess að vernda íslenzka kartöfluframleið- endur. Raunar halda Kanada- menn því fram, að þau jöfn- unargjöld séu brot á gildandi GATT-samningum. Menn geta endalaust velt því fyrir sér, hvort sé þjóð- hagslega hagkvæmara að efla útflutning Marels eða Hampiðjunnar eða vernda íslenzka kartöfluframleiðslu. Kannski er það einfalt reikn- ingsdæmi, kannski ekki. Alla vega er ljóst, áð upplýs- ingastreymið á milli landa er orðið svo mikið, að stjórn- völd á Vesturlöndum a.m.k. og sjálfsagt víðar fylgjast rækilega með hindrunum, sem verða á vegi útflutnings frá viðkomandi landi. Ekkert fæst gefins. Við fáum ekki tollaívilnanir í Kanada ef við göngum of langt í að tolla vörur, sem Kanadamenn flytja hingað til lands. í hvert sinn, sem íslenzk stjórnvöld hugleiða að tak- marka með einum eða öðrum hætti innflutning á vöru eða þjónustu frá einhveiju landi verður að gera ráð fyrir því, að slíkum aðgerðum verði mætt af hálfu viðkomandi lands með einhveijum hindr- unum gagnvart íslenzkum útflutningsvörum. íslenzk stjórnvöld verða þá að vega og meta, hvort meiri hags- munir séu í húfi að vernda starfsemina heima fyrir eða efla útflutningsstarfsemina, sem verður fyrir barðinu á slíkum ákvörðunum. Hagsmunir þjóða heims eru orðnir mjög samtvinnað- ir. Engin þjóð getur ætlast til alls af öðrum án þess að láta nokkuð í staðinn. Við íslendingar getum ekki hag- að okkur að eigin geðþótta í þessum efnum án þess að það komi niður á okkur sjálf- um. Dæmið um framleiðslu- vörur Marels og Hampiðj- unnar, sem mæta tollahindr- unum í Kanada vegna þess, að íslenzk stjórnvöld vilja vernda íslenzka kartöflu- gerð, sýnir í hnotskurn það breytta viðskiptaumhverfi, sem við lifum og störfum í. Loðnuævintýrið setur svip sinn á bæjarlífið í Gríndavík Silfrið sem breytist í gnll MENN óðu loðnu upp að ökklum á bryggjunni í Grindavík í gær þegar aflanum úr Sunnubergi GK var landað og var þá nýbúið að tæma Háberg GK. Skipin landa tvisvar á sólar- hring. Við löndunina á vinnsluloðnunni er notuð öflug laxa- dæla sem skemmir ekki fiskinn á leið hans frá lest og upp á vörubílspall, og er um tilraun að ræða hjá Grindvíkingum sem þeir segja að hafi gefist einstaklega vel. Það óhapp henti í gær að burðarbiti sem heldur dælunni uppi gaf sig þannig að löndun seinkaði um stund meðan bitinn var soðinn saman að nýju. Menn höfðu hraðar hendur, því hver auka mínúta er glatað fé meðan vinnsluhúsin bíða full af fólki eftir loðn- unni. Nú stefnir í að loðnufrystingu verði hætt í dag eða á morgun, enda flestir samningar uppfylltir og ekkert að van- búnaði að hefja hrognafrystingu, en ekki er talið ráðlegt að hrognafylling fari yfir 23%. Hrognafrystingin kallar á færri hendur en sjálf loðnan þrátt fyrir að verðmætasköpunin sé meiri ef vel gengur, eða eins og Finnbogi Alfreðsson, fram- kvæmdastjóri Fiskimjöls og lýsi hf., sem er stærsti móttökuað- ili loðnu í bænum með vinnslu á fjórum stöðum, segir: „Nú erum við að fara frá silfrinu yfir í gullið.“ Kristinn Arnberg Sigurðsson, bíl- stjóri, beið þolinmóður á bryggjunni eftir að viðgerð lyki á bitanum og dælingin hæfist að nýju, og notaði tækifærið til að gleypa í sig sam- loku. Átta vörubílar starfa á vegum Fiskimjöls og lýsi, að jafnaði fimm í einu, en fleiri eru um hituna og þegar mest lætur bíða milli 30 og 40 bílar eftir að fá að komast að. „Það er landað stöðugt. Síðan loðnu- frystingin byijaði er unnið sólar- hringum saman, við keyrum eins lengi og við stöndum uppi. Við ökum með tíu til tólf tonn í ferð eða um þijátíu ferðir í allt ef aflinn er um þijúhundruð tonn, fram og til baka eins óg strætó," segir Kristinn. „Þá sofa menn aðeins og halda síðan áfram. Loðnunni fylgir vikutörn, í mesta lagi einu sinni á ári, þannig að maður lætur sig hafa þetta þó að óneitanlega sé ég orðinn slæptur.“ Loðna upp á læri Vörubílarnir aka með farm sinn til húsanna og sturta honum í loðnu- þrær, þaðan sem fiskurinn fer á færibandi til fyrstu flokkunar eftir stærð. Hver þró tekur um 12-13 tonn. Úrvalið sem á að frysta lendir í ketjum. Barði Siguijónsson stendur sína vakt í og við loðnuþróna og flýt- ir fyrir rennslinu með aðstoð vatns- slöngu. „Það er ágæt tilfinning að standa með loðnu upp á læri allan daginn," segir Barði og hlær. Hann var atvinnulaus og segir það hafa komið sér vel að fá vinnu, þó að lok hennar séu fyrirsjáanleg. „Of margir nenna ekki að vinna við þetta, finnst subbugangurinn í kringum fiskinn ógeðslegur og annað í þeim dúr, en mér finnst þetta afbragðs góð vinna,“ segir Barði. Að þekkja hrygnu frá hæng Jón Þór Hallgrímsson, er verk- stjóri yfir stærsta vinnsluhúsi Fiski- mjöls og lýsi, þar sem vinna nú 60 manns. Þar eru tvískiptar vaktir; annars vegar er unnið í átta tíma á móti átta tíma hvíld, en hins vegar er unnið í hálfan sólarhring á móti jafnlöngum tíma í hvíld. Jón Þór segir að margt nýtt fólk hafi bæst í hóp starfsmanna samfara því að loðnugöngum er mokað upp á leið þeirra vestur, meðal annars frá Keflavík, Reykjavík og jai'nvel lengra að, auk skólanema að næla sér í aukapening. Hann segir að liðsauk- anum hafi ekki fylgt umtalsverð vandkvæði. „Það hefur gengið mjög vel að koma reglu á hópinn þó að Þegar laxadælan í Grindavíkurhöfn, sem notuð er til að dæla loðn- unni milli skips og bíls brást, í gær, höfðu menn hraðar hendur við að logsjóða það saman sem hafði hrokkið í sundur. Eggert Björnsson, Magnús Sigurðsson og Guðjón Ásmundsson hafa hraðann á þegar þeir rífa frystar loðnu- öskjur úr frystinum og hvolfa á bretti til pökkunar. Jón Þór Hallgrímsson hann sé að mörgu leyti sundurleitur, við höfum öll verið að læra að rata bestu leiðina og sjálfur er ég hæst- ánægður með árangurinn,“ segir Jón Þór. „Óneitanlega hefur það hjálpað til að loðnuflokkunin krefst engrar sérmenntunar, fólk þarf bara að tína skemmda loðnu úr og þekkja hæng- Guðjón Ásmundsson inn frá hrygnunni." Jón segir mis- jafnt eftir skipum og aðstæðum veiða hversu mikið af afla fari í frystingu, það geti numið allt frá 20% í meðal- afla til 30% ef loðnan er mjög góð. Nú gangi flokkunin frekar hægt þar sem loðnari sé töluvert blönduðjog smælki hafi aukist. Óskar Örn Óskarsson Jón Þór segir að andrúmsloftið á vinnustað sé allt annað í „gullgrefti" eins og nú tíðkast en hversdags, vaktafyrirkomulagið setji mark sitt á fólk og hin þrotlausa vinna sem innt er af hendi án vitneskju um hvenær öllu er lokið. „Stemmningin er góð, mikil spenna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.