Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1994 Sigþrúður Jóns- ^dóttir - Fædd 1. ágúst 1925 Dáin 14. febrúar 1994 Að morgni 14. febrúar sl. lést á Borgarspítalanum Sigþrúður Jóns- dóttir. Hún var fædd 1. ágúst 1925, dóttir hjónanna Jakobínu Guð- mundsdóttur frá Gijótanes.i á Mel- rakkasléttu og Jóns Björnssonar, kaupmanns í Reykjavík. Sigþrúður var einkadóttir þeirra hjóna og yngst af sex systkinum. Elstur bræðra hennar var Björn, verslun- armaður, en hinir voru Guðmundur, skipstjóri, Hörður, efnafræðingur, Gunnar, verslunarmaður, og Úlfar, læknir. Hörður lifir nú einn eftir af systkinunum auk Nönnu Ágústs- dóttur, uppeldissystur þeirra, en foreldar þeirra tóku hana í fóstur þegár hún var barn að aldri. Sigþrúður ólst upp hjá foreldrum sínum í Grófinni 1, Reykjavík, og var þar til heimilis lengst af til árs- ins 1959. Þá fluttist hún ásamt móður sinni og Herði bróður sínum að Unnarbraut 24, Seltjarnarnesi, þar sem þau höfðu byggt sér einbýl- ishús. Var það heimili hennar upp frá því. Sigþrúður var gædd góðum námsgáfum og því sett til mennta. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík vorið 1945. Hún var við nám við University of North Carolina, Chapel Hill, Norður Karólínu í Bandaríkjunum 1947- 1948 og lagði þar stund á ensku og enskar bókmenntir í eitt og hálft ár. Hún réðst til starfa við Fiski- Minning deild Atvinnudeildar Háskólans (síðar Hafrannsóknastofnun) í árs- byijun 1949. Með fullu starfi sótti hún nám við Háskóla íslands og lauk þaðan BA-prófi í ensku og þýsku árið 1951. Hún hlaut löggild- ingu sem dómtúlkur og skjalaþýð- andi í og úr ensku árið 1962. Sig- þrúður fór í eins árs leyfi frá störf- um við Fiskideild 1959-1960. Dvaldist hún þá hjá Úlfari bróður sínum og fjölskyldu hans í Miami, Bandaríkjunum, og vann þar við University of Miami. Eftir heim- komuna tók hún aftur til starfa hér við hafrannsóknir og vann við þær óslitið þar til fáum vikum áður en hún lést. Sá sem þetta ritar hefur þekkt Sigþrúði í nærfellt hálfan fimmta áratug eða frá því að hún hóf störf hjá okkur á Fiskideild (Hafrann- sóknastofnun). Hún var náinn sam- starfsmaður minn fyrsta aldarfjórð- unginn eða þar til ég réðst til Há- skóla íslands árið 1975, en hefur einnig unnið fjölmörg störf fyrir mig seinustu áratugina. Störf Sig- þrúðar fyrir stofnunina hafa verið fjölbreytt. M.a. vann hún við ýmsar efnagreiningar, einkum á seltu, en sú ákvörðun krefst mikillar ná- kvæmni og vandvirkni. Þá féll það í hennar hlut að fara vandlega gegnum efnivið sem safnað var í sjórannsóknaleiðöngrum, annast útreikninga og skýrslugerðir. Um árabil og allt til starfsloka sá hún um sjórannsóknagögn stofnunar- innar og bjó þau til framlags í gagnabanka Alþjóða hafrannsókna- ráðsins. Hún tók þátt í fjölda sjó- rannsóknaleiðangra og var því gagnkunnug rannsóknum á hafi úti. Þar sem annars staðar reyndist hún sérlega hæf og traust til allra starfa. Sigþrúður var afburða tækni- teiknari, bæði hugvitssöm, smekk- vís, nákvæm og vandvirk. Hæfileika sína á því sviði hefur hún líklega sótt til föður síns, sem var mjög listhneigður og góður teiknari. Hve- nær sem teikna þurfti vandasöm línurit og myndir í greinar til prent- unar í erlend vísindarit var leitað til Sigþrúðar. Og það voru ekki aðeins sérfræðingar á Hafrann- sóknastofnun, sem leituðu ásjár hennar, heldur einnig aðrir þekktir raunvísindamenn. Mér er nær að halda að Sigþrúður hafi á sínum tíma verið færasti tækniteiknari á íslandi. Sigþrúður var góð málamann- eskja. Einkum var þó þekking henn- ar á enskri tungu mikil og örugg, enda hafði hún hlotið viðurkenningu á því sviði, eins og greint var frá hér að framan. Það var því að von- um að til hennar var leitað og hún beðin um að lesa yfir handrit áður en þau voru prentuð í riti stofnunar- innar eða send erlendum vísindarit- um til birtingar. Ábendingar hennar voru ávallt á rökum reistar og eru þeir ófáir sem eiga henni mikið að þakka í því efni. Það var íslenskum hafrannsókn- um mikið lán að Sigþrúður réðst hér til starfa, og ég veit að ég mæli fyrir munn íslenskra hafrann- sóknamanna þegar ég þakka henni frábært ævistarf. í vinahópi var Sigþrúður skemmtileg og naut sín vel. Hún hafði áhuga á list og menningar- málum. Hún hafði mikla ánægju af sígildri tónlist og sótti oft tón- leika. Þá ferðaðist hún mikið með vinkonum sínum í sumarleyfum, bæði um Bretlandseyjar, Mið-Evr- ópu og Miðjarðarhafslönd, skoðaði söfn og sögufræga staði. Sigþrúður Jónsdóttir var vel gef- in og vel gerð kona. Hún hafði til að bera mikla reisn og fágaða fram- komu. Hún naut virðingar sam- starfsmanna og allra sem henni kynntust. Það sem mér fannst sér- staklega einkenna hana var það hve samviskusöm hún var og heiðarleg til orðs og æðis. Hún mátti hvergi vamm sitt vita og henni var ávallt hægt að treysta. Samstarf við hana, hjálp hennar og trygg vinátta hefur verið mér mikils virði á langri starf- sævi. Ég mun ávallt minnast henn- ar með virðingu og þakklæti. Við kona mín sendum bróður hennar, uppeldissystur og vinum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Unnsteinn Stefánsson. In memoriam Sigþrúður Jónsdóttir lést mánu- daginn 14. febrúar sl. eftir stutta sjúkrahúsvist. Nokkur aðdragandi var að veikindum hennar en ekki skal það rakið hér, heldur skal stikl- að á stóru í ferii hennar. Sigþrúður fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1925, nánar tiltekið í Vest- urbænum. Hún var dóttir Jóns Björnssonar kaupmanns Kristjáns- sonar kaupmanns og ráðherra, og Jakobínu S. Guðmundsdóttur. Sig- þrúður var ein systra í störum hópi bræðra. Hún var sannur Vesturbæ- ingur alla sína ævi, einnig eftir að hún fluttist út á Seltjarnarnes, stað- arheiti sem fyrrum átti reyndar við um alit nesið sem Reykjavík stend- ur á nú. Sigþrúður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1945 og hélt síðan til náms til Bandaríkj- anna. Hún lauk svo prófi í enskri tungu og bókmenntum frá Háskóla Islands. Sigþrúður var einnig lög- giltur skjalaþýðandi og dómtúlkur í ensku. Sigþrúður hóf störf á Fiskideild Atvinnudeildar Háskólans 1949. Vann hún við sjórannsóknir undir handleiðslu Unnsteins Stefánssonar prófessors, og átti hún þannig hlut- deild í brautryðjendastarfi Unn- steins á sviði íslenskra sjórann- sókna. Sigþrúður vann síðan sam- fleytt í 45 ár á Fiskideild sem varð að Hafrannsóknastofnuninni 1965. Yann hún ávallt við sjórannsóknir. Á þeim vettvangi skilur Sigþrúður eftir sig djúp spor. Starf Sigþrúðar fólst í efnagrein- ingum á súrefni og seltu sjávar, en þó vann hún ekki síst við gagna- meðferð og gagnavörslu. Á síðast- nefnda sviðinu vann hún ómetan- legt starf. Þúsundir og aftur þús- undir athugana á hitastigi, _ seltu og öðrum efnum sjávarins við ísland fóru um hendur hennar til dyggi- legrar vörslu í svonefndum gagna- bönkum heima og erlendis. Á löng- um ferli gagnasöfnunar og gagna- vinnslu var stöðug tæknileg fram- þróun, allt frá sjótökum, vendihita- mælum og handskrifuðum töflum og gataspjöldum til síritandi ganga- söfnunar á bönd og diska og gagna- vinnslu í tölvum. Gerði Sigþrúður sér jafnan far um að fylgja eftir kröfum nýrra tíma við frágang gagna. Elju Sigþrúðar, nákvæmni, vand- virkni og samviskusemi var við- brugðið. Öll íslensk sjórannsókna- gögn hafa frá fyrstu tíð verið send til gagnabanka Alþjóðahafrann- sóknaráðsins í Kaupmannahöfn, en þar eru gerðar strangar kröfur til ágæti gagna og skilvirkni. Á þeim vettvangi naut Sigþrúður mikillar virðingar fyrir skjóta afgreiðslu og gæði gagna frá íslandi. Nákvæmar seltumælingar Sigþrúðar eru þar með taldar. Svo var alla tíð að ís- lensku sjórannsóknagögnin hlutu bestu viðurkenningu úti þar fyrir áreiðanleika og skilvirkni. I þessum gagnabanka og öðrum mun minn- ing Sigþrúðar vonandi lifa um lang- an aldur. Slík langtímagögn um ástand sjávar frá ári til árs eru dýrmæt bæði frá veðurfarslegu og líffræðilegu sjónarmiði. Greiður að- gangur að gögnunum og traust til þeirra er undirstöðuatriði hafrann- sókna. Sigþrúður lagði sitt af mörk- Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hiaðborð ftillegir salirogmjög g(Kl þjónusta. Upplýsingar ísíma22322 FLUGLEIDIR llTKL LIFTLdllk t Föðursystir mín, ELÍNRÓS SIGMUNDSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 19. þ.m. Fyrir hönd vandamanna, Víkingur Björnsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG ÞÓRARINSDÓTTIR BENDER, lést í St. Jósefsspítala 22. febrúar. Rós Bender, Erlendur Árni Garðarsson, Fjóla Ósk Bender, Sóley S. Bender, Friðrik Kr. Guðbrandsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HERBORG HJÁLMARSDÓTTIR, Rauðarárstig 28, Reykjavík, lést á heimili sínu aðfaranótt 20. febrúar 1994. Börnin. t Þökkum innilega samúð og vinarhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GYÐU KRISTJÁNSDÓTTUR, Lindargötu 18, Siglufirði. María Hansdóttir, Örn Þálsson, Elín Albertsdóttir, Svanur Pálsson, Jóna Halldórsdóttir, Valur Pálsson, Guðrún Pálsdóttir, Guðmundur Pálsson, Friðveig E. Rósadóttir, Björg Pálsdóttir, Guðjón Bjarnason, Kristín Pálsdóttir, Hans Ragnarsson, Gréta Stefánsdóttir, Runóifur Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elsku litla dóttir okkar og bamabarn, MARGRÉT RÓS HENNINGSDÓTTIR, Heiðarvegi 23, Keflavík, andaðist á Barnaspítala Hringsins sunnudaginn 20. febrúar. Henning Ólafsson, Sólveig Björgvinsdóttir, Ólafur Sigurjónsson, Inga Henningsdóttir, Björgvin Hansson, Lára Ingimundardóttir. t Ástkær móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN HULDA JÓNSDÓTTIR, Lækjartungu, Þingeyri, er lést í Landakotsspítala að morgni sunnudagsins 20. febrúar, verður jarðsungin í Fossvogskapellu þriðjudaginn 1. mars kl. 15.00. Ólafur Sigurðsson, Berglind Sigurðardóttir Asdís Gígja, Guðrún Tinna og Margrét Yrsa. t Faðir okkar og sambýlismaður minn, SVERRIR VILHJÁLMSSON flugumferðarstjóri, Akureyri, lést 21. febrúar. Svanbjörg Sverrisdóttir, Halldór Magni Sverrisson, Hanna Margrét Sverrisdóttir, Regfna Kristinsdóttir. Ásfkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUNNÞÓRUNN PÁLSDÓTTIR, lést að kvöldi 13. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á að láta hjúkrunar- og dvalarheimilið Skjól njóta þess. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ólöf Ingibjörg Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.