Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1994 37 Einn mesti sál- fræðiþriller seinni tíma. Hún er hættu- leg - hún heimtar fjölskylduna aftur með góðu eða illu. Jamie Lee Curtis frábær í hlutverki geðveikrar móður. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 14 ára. Afengisvarnaráð Einkavæðing ríkiseinkasölu áfengis eykur dauðsföll SEX heimsþekktir vísindamenn, tveir sænskir og einn frá hverju eftirtalinna landa: Bandaríkjunum, Kanada, Finnlandi og Noregi, hafa kannað hverjar afleiðingar það hefði ef ríkiseinkasala á smásölu áfengis í Svíþjóð yrði einkavædd og færð inn í venju- legar matvöurverslanir og verð lækkað til samræm- is við það sem tíðkast innan Evrópusambandsins. Skýrsla þeirra er 68 blaðsíður auk tilvísana, segir í frétt frá Áfengisvarnaráði. Helstu niðurstöðu skýrsl- unnar eru: „Óhjákvæmilegt er að neysla og tjón af henn- ar völdum eykst hvernig sem að breytingum yrði staðið. Ef miðað er við að verð- lag yrði svipað og í fjöl- mennasta ríki Evrópusam- bandsins, Þýskalandi, fjölg- aði dauðsföllum af völdum áfengisneyslu um 4.000 og ofbeldisverkum sem ekki leiddu til dauða, um 22.000,“ segir í fréttatil- kynningu Áfengisvarna- ráðs. „Ef slíkt gerðist á ísiandi hefði það þannig að för með sér að dauðsföllum af völd- um áfengisneyslu fjölgaði um 110-120 og ofbeldis- árásum um 600-700 á ári. Spurningin er: Höfum við efni á að fórna 110-120 mönnum árlega á altari þeirra sem hagnast á einka- væðingu áfengissölunnar? Er ástæða til að fjölga fórnarlömbum ölvaðra of- beldismanna um 600-700?“ Eru þeir að fá 'ann ? Alþjóðleg fluguhiiýtingarkeppni OPNA Mustad flugu- hnýtingarkeppnin fer nú fram þriðja árið í röð og í fyrsta skipti býðst ís- lenskum hnýturum að spreyta sig. Onglafyrir- tækið stóra Mustad fjár- magnar keppnina eins og nafnið bendir til og sam- starfsaðilarnir eru Skóg- ræktarsafn Noregs og veiði- og útivistartímarit- ið Villmarksliv. Keppni þessi hefur verið ört vax- andi og í fyrra tóku 98 hnýtarar frá 15 löndum þátt, en stefnt er að því að keppnin verði hin stærsta sinnar tegundar. Sérstakir fluguveiðidag- ar Norðurlanda verða haldnir í Skógræktar- safninu daganna 11. og 12. júní og þá sker dóm- nefnd úr um sigvegara. Alls er keppt í átta flokkum. l)Fullklædd laxafluga, skyldutegund sem er Silver Grey að þessu sinni, 2)Fullklædd laxa- fluga að eigin vali, 3)Hár- fluga. Allir keppendur í yósmynd/O.T.Ijöstad Þi^’ár af verðlaunaflugnnum síðasta ár. þremur fyrstu flokkunum verða að hafa samband við mótshaldara til að fá nán- ari leikreglur. Hingað til lands er keppnin komin í gegn um Landssamband stangaveiðifélaga og því geta menn haft samband við formann þess, Jón G. Baldvinsson. í 4. flokki eru nymfur og púpur, í 5. flokki vot- flugur, 6. flokki straum- flugur, 7. flokki þurrflug- ur, eftirlíkingar af full- vöxnum flugum. Loks er 8. flokkur sem er opinn og undir hann heyra þær flug- ur sem passa ekki í hina flokkana sjö. Frestur til marsloka Allir hnýtarar mega taka þátt í keppninni, en aðeins senda eina flugu í hvern flokk. Þátttökugjald hljóðar upp á 50 krónur norskar og gildir einu hvort menn senda í keppnina eina flugu eða átta. Sendist gjaldið til Skógræktar- safnsins, „The Norwegian Forestry Museum" N-2400 í Elverum. Þurfa menn að vera búnir að reiða fram seðlana og senda flugurnar fyrir 30. mars næstkom- andi. Allar flugur sem ber- ast verða eign safnsins og allir þátttakendur fá upp- lýsingar um úrslit þegar þau liggja fyrir. MAÐUR ÁN ANDLITS ★ ★ ★A.I.MBL. Aðalhlutv.: Mel Gib- son. Sýnd kl. 4.50, 6.50,9 Ri© SIMI: 19000 Flótti sakleysingjans „Spennandi, skuggaleg og með stíl. Carlei er orðinn það heitasta í Hollywood, þar sem öll toppnöfnin eru að raða sér upp til að vinna með honum.“ Empire Magazine. „Stórkostleg...þetta er hin ítalska útgáfa af “The Fugitive“.“ WOR Radio. Mögnuð spennumynd, sem fjallar um ungan dreng er verður fyrir því, að fjölskylda hans er öll drepin einn fagran sunnudagsmorgun. Hann einn sleppur og leggur á flótta, en morðingjamir fylgja fast á eftir. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Stranglega bönnuð innan 16 ára. laCarsa (Mfhmocente PIANO Tilnefnd til 8 Óskarsuerðlauna. M.a. besta mynd, besti leikstjóri, besta aðalleikkona og besta aukaleikkona. Sigurvegari Cannes-hatíðarinnar 1993 „Píanó, fimm stjörnur af fjórum mögul.“ ★ ★ ★ ★ ★ G.Ó. Pressan Aðalhlutverk: Holly Hunter, (Golden Globe verðlaunin, besta aðalleikkona), Sam Neill, Harvey Keitel og Anna Paquin. Leikstjóri: Jane Campion. Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og 11.10. „Hrífandi, spennandi og erólísk." (Alþýðubl.) ★ ★★1/2„MÖST“,Pressan „Vngslu leikararnir fara á kostum.“ (Morgunbl.) Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Vegna gífurlegrar aðsóknar setjum við KRYDDLEGIN HJÖRTU í A-sal í tvo daga Aðsóknarmesta erlenda myndin í USA frá upphafi. ★ ★ ★ ★ Hallur Helgason, Pressan. ★ ★ ★Júlíus Kemp, Eintak ★ ★ ★ Hilmar Karlsson, D.V. ★ ★ ★ 1 /2 Sæbjörn Valdimarsson, Mbl. ★ ★★hallarífjórar, ÓiafurTorfason, Rás 2. Aðalhlutverk: Marco Leonardi (Cinema Paradiso) og Lumi Cavazos. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Islenskt - Já takk! Sólný Pálsdóttir ásamt ungum gestum á opnun Þrumunnar. Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Grindavík Æskulýðsmiðstöðin opnuð eftir gagngerar breytingar ÞRUMAN heitir æskulýðsmiðstöðin í Grindavík. Hún var opnuð á ný eftir gagngerar breytingar ný fyrir skömmu og er ekki annað að sjá að vel hafi tekist til. Segja má að þó Þruman hafi starfað um nokkurra ára skeið hefur formleg opnun ekki átt sér stað fyrr en nú þegar hún hefur verið lokuð fyrir almennri starfsemi síðan í desember. Tímanum hefur verið eytt í að gera gagngerar éndurbreytingar á húsnæðinu sem er í félagsheimilinu Festi. Verkið hefur verið unnið í samstarfi við unglinga í elstu bekkjum grunnskólans ásamt félögum í Foreldra- og kenn- arafélagi skólans, íþrótta- og æskulýðsráði, Kiwanis- klúbbnum og fleiri aðilum. Yfírumsjón með verkinu hafði Ásla Fossádal formaður íþrótta- og æskulýðsnefndar en Vilborg Guðjónsdóttir myndlistakona og kennari sá um skreytingar í sal. Sem fjölbreyttast Sólný Pálsdóttir er for- stöðumaður Þrumunnar. „Já, það er stefnt að því að hafa sem ijölbreyttast starf hér í Þrumunni. Það verður byrjað á að kepna félagsvist og keppa og síðan hefst klúbba- starfsemi af fullum krafti svo sem útivistarklúbbur, ljós- myndaklúbbur, skákklúbbur svo eitthvað sé nefnt. Starfmu er ætlað að höfða til unglinga fyrst og fremst en. við ætlum einnig að bjóða upp á ungliða- starf sem er fyrir nemendur í 6. og 7. bekk unglingaskól- ans, kynna þeim starfsemina sem hér fer fram. Tónlistinni verður gert hátt undir höfði á opnum húsum og við reyn- um að koma nýliðum á fram- færi,“ sagði Sólný við Morg- unblaðið. Æskulýðsmiðstöðinni bár- ust margar gjafir frá fyrir- tækjum í bænum. „Þessar breytingar hefðu aldrei geng- ið upp nema með samstilltu átaki þeirra sem stóðu að þessari opnun og nú er það undir krökkunum sjálfum hvernig starfsemin gengur í framtíðinni," sagði Sólný að lokum. FÓ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.