Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1994 BRÉF TIL BLAÐSINS „Ég hélt að þú værir með lyklana.“ Með morgnnkaffijiu Það er ekkert að mér. Mig langar bara að spyrja þig hvaða vítamíntöflur væru í tísku í ár. Áfram nú, dreifðu salti á hal- ann á henni. HÖGNI HREKKVÍSI „ HANN ER AP G'A HVORr HANN FINNU^ EK.KI EITTHVAP UNPlK TREMU'" '/2-25 Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Sköpunarsagan og vísindin Frá Sóley Jónsdóttur: í Morgunblaðinu þann 9. janúar sl. skrifar Hulda Valtýsdóttir um vísindi og trú. Hún segir m.a.: „Mönnum hefir lengi sýnzt sem svo, að raunvísindi séu ósamrýman- leg trú á guðlega forsjón. Raunvís- indamenn hljóti t.d. að afneita sköp- unarsögunni eins og hún birtist í Biblíu kristinna, vegna þess að hún stangast á við raunveruleika nátt- úrulögmálanna." Tilvitnun lýkur. Þeir, sem stunda raunvísindi, þ.e. jarðfræði, eðlisfræði, stærðfræði og fleiri greinar, byggja allar sínar athuganir og þekkingu á verkum Guðs Biblíunnar, sem sköpunarsag- an greinir frá. Það er þess vegna óhugsandi, að raunvísindi séu ósamrýmanleg trú á guðlega for- sjón. Staðreynd er það, að allir beztu og helztu vísindamenn fyrr og síðar hafa verið trúaðir á Guð og Biblíuna, orðið. Nefna má menn eins og Michael Faraday, breskan efnafræðing, sem var brautryðjandi í rafmagnsrannsóknum. Þegar Samúel Morse sendi fyrsta sím- skeytið gaf hann Guði dýrðina og sendi þessi orð: „Hversu mikla hluti hefir Guð gjört.“ (4. Mósebók 23:23.) Kelvin lávarður, frægur eðlisfræðingur, var einlægur krist- inn maður. Meðal annars, er hann sagði um trú og vísindi, er þetta: „Ef þið hugsið nógu kröftuglega um það munuð þið verða knúin af vísindunum til að trúa á Guð.“ Hann sagði líka: „Sönn trú og sönn vísindi samræmast fullkomlega. Eg hefí ekki fundið, að helztu vísinda- mennirnir séu vantrúaðir." Sir Ambrose Fleming var kristinn mað- ur. Hann vann að uppgötvun radíó- lampans. Isaac Newton, vísinda- snillingur 18. aldar, hrópaði, þegar hann var að rannsaka náttúruna: „Ó, Guð! Ég er að rekja feril hugs- ana þinna.“ Dr. Carver, bandarískur vísindamaður,' var sanntrúaður. Bandaríski eðlisfræðingurinn Rob- ert A. Millikan hefir sagt: „Sérhver sá, sem annars hugsar nokkuð, trú- ir á einn eða annan hátt á Guð.“ Fjölmarga fleiri mikilsvirta vísinda- menn mætti nefna. Sköpunarsagan getur ekki stangazt á við raunveruleika nátt- úrulögmálanna vegna þess, að þau eru samöfin verkum Guðs i sköpun hans. Guð hefir ákveðið þunga vindsins og ákvarðað takmörk vatnsins. Hann hefir sett regninu lög og veg eldingunum. (Jobsbók 28:25-26.) Þekkir þú lög himinsins eða ákveður þú yfirráð hans yfír jörðinni?" (Job. 38:33.) „Þinn er dagurinn og þín er nóttin. Þú gjörð- ir ljós og sól. Þú settir öll takmörk jarðarinnar. Sumar og vetur hefír þú gjört." (Sálm. 74:16—17.) „Þú settir takmörk, sem þau (vötnin) mega ekki fara yfír. Þau skulu ekki hylja jörðina framar." (Sálm. 104:9.) „Hversu mörg eru verk þín, Drottinn. Þú gjörðir þau öll með speki. Jörðin er full af því, er þú hefír skapað." (Sálm. 104:24.) Því miður er íslenzka biblíuþýð- ingin á sköpunarsögunni ekki ná- kvæmlega rétt, þar sem hebreska orðið raqia er þýtt festing. En merk- ing þess er ekki festing, eitthvað, sem er fast, heldur þensla, eitt- hvað, sem þanið er út. Þennan fróð- leik fann ég í bókinni Þróun eða sköpun?, sem kom út 1950, og Sæmundur G. Jóhannesson, rit- stjóri, tók saman. Ég vil jafnframt vekja athygli á vandaðri, enskri Biblíu-þýðingu, sem unnin var af hálærðum mönn- um ýmissa kirkjudeilda í Bandaríkj- unum, Kanada, Bretlandi, Ástralíu og Nýja Sjálandi, kölluð New Inter- national Version og kom fyrst út 1978. Þar er hebreska orðið raqia einnig þýtt expanse, þ.e. útþensla. Guð blessi ykkur öll, sem þetta lesið. Með þökk fyrir birtinguna. SÓLEY JÓNSDÓTTIR, Akureyri. Hver er ástæðan fyrir trúleysi Islendinga? Frá Jóhanni Þórhallssyni Gray: Dag nokkum hitti ég íslending sem hafði dvalið hálfa æfína sína í Bandaríkjunum og hálfa æfína sína á íslandi. Ég spurði hann hver væri munurinn á Islendingum og Amerík- önum. Hann svaraði: „Á Islandi er kapitalisminn rekin sem trúarbrögð, en í Bandaríkjunum er kapitalisminn rekinn sem „business“.“ Þetta svar lýsir nokkuð vel muninum á íslensku þjóðfélagi og bandarísku. Einnig er annar mikili munur. Helmingurinn af vinnufélögum mínum hérna fyrir vestan fer í kirkju á hvetjum sunnu- degi. Ameríkanar eru mjög trúaðir og hið besta fólk, hjálpsamir og kurt- eisir. Annað fyrirbrigði hérna sem þekkist ekki heima á íslandi er áherslan á hjónabandið og fjölskyld- una. Héma gildir hjónabandið mikið. Héma er ekki hægt að skrá sig í sambúð, annaðhvort er það hjóna- band eða einvera. Sem sagt héma býr fólk ekki saman ógift nema þá hómosexualískt fólk og hefur það engin réttindi nema í örfáum borg- um, Minnesapolis, New York, eða borgunum í Kalifomíu. Er ■ það kannski refsing Guðs yfír hinum syndugu Kolifomíubúum að láta alls- konar plágur ganga yfir þá. Hver er ástæðan fyrir trúleysi Is- lendinga. Ég held að það sé þjóðkirkj- an sem er rekin af ríkir.u. Á íslandi em trúarbrögðin að mestu leyti rekin af ríkinu. íslenska ríkiskirkjan þar sem æðsti yfirmaðurinn er forseti þjóðarinnar er dauf og sofandi. Bisk- up íslands og prestahjörð hans hafa aldrei mótmælt því að guðlaus stjórn- völd á íslandi hafa gert skráða jsam- búð að ígildi hjónabandsins. Á ís- landi borgar sig sem sagt að vera ógiftur. Á Íslandi hafa stjórnvöld eyðilagt hjónabandið einn aðalgrund- völl kristinnar trúar og þar með kast- að í burtu kristindóminum. JÓHANN ÞÓRHALLSSON GRAY, 209 5th Street Southeast, Minneapolis, Minnesota, Bandaríkjunum. Víkveiji skrifar Við lestur Morgunblaðsins í gær gat Víkveiji ekki að sér gert að staldra við greinar sem þrír fram- bjóðendur Vöku skrifuðu, í tilefni þess að í gær var kosið til stúdenta- ráðs Háskóla íslands. Burtséð frá efni greinanna, sem Víkverja fannst einkennast af sérhagsmunagæslu og málefnafátækt, varð Víkveiji bókstaflega agndofa yfír því máli sem greinarnar voru skrifaðar á — öllu heldur málleysunni sem ein- kenndi þær allar. Það er alvarlegt áhyggjuefni ef það er staðreynd að íslenskir háskólaborgarar hafa ekki betra vald á íslenskri tungu, en þess- ir þrír greinarhöfundar hafa. Þekk- ingarleysi^ höfundanna á íslenskri tungu, skortur á tilfinningu fyrir stílbrögðum og algjör fjarvera mál- tilfinningar vom einkenni allra greinanna. Sem dæmi má nefna úr greininni um menntamál: „Við í Vöku gemm okkur grein fyrir að góð laun spila þama stóra „mllu“ en einnig er nauðsynlegt að stöðugt mat fari fram á kennslunni svo kennarar geri sér grein fyrir kostum sínum og göllum, geti lagað það sem slæmt er og viðhaldið því sem gott er.“ Hvílík málleysa! Af handahófi, annað dæmi úr greininni „Dagvistun fyrir stúdenta", sem er jú fyrirsögn grein- arinnar, og segir kannski allt sem segja þarf, þ.e. að þörf sé á dagvist- un fyrir háskólaborgara okkar! „Það var því Vökumönnum og stúdentum öllum mikið gleðiefni þegar FS opn- aði þessi pláss fyrir stúdentum á síðasta ári.“ Hvað vildi greinarhöf- undur segja? Eru tvennskonar stúd- entar í HI — Vökumenn og stúdent- ar allir? Voru pláss opnuð? Voru pláss opnuð fyrir „stúdentum"? Em það menntaðar fóstmr sem gæta stúdentanna? XXX Ekki kættist Víkverji heldur yfir íslenskuþekkingu greinarhöf- undarins um atvinnumál: „í kjölfar- ið stóðu Vökumenn fyrir risastórri atvinnumálaráðstefnu sem yfir þús- und stúdentar mættu á og vakti athygli alls þjóðfélagsins ... Hann hafí um langan tíma safnað sér tengslum við fyrirtæki og hugmynd- um að verkefnum sem hægt væri að setja í þennan gagnabanka.“(!) Hvaða ósköp eru hér á ferð? xxx Víkveiji óttast að í þessum þrem- ur greinarkornum felist enn ein staðfestingin á því að grunn- og framhaldsskólar landsins séu alls ekki því hlutverki sínu vaxnir að undirbúa nema sína fyrir æðra nám. Sá sem ekki ræður við framsetningu hugsunar sinnar á móðurmálinu, á að mati Víkveija ekkert erindi í nám á háskólastigi. Vel má vera að eina leiðin til þess að stemma stigu við þessari þróun, sé sú að taka upp skyldunám í íslensku á háskóla- stigi. Raunar telur Víkveiji að ís- lenskuþekking og tilfínning fyrir máli og stíl sé hveijum manni, há- skólaborgara sem öðrum, mun mik- ilvægara og hollara veganesti út í lífið, en skyldunámsgreinin „for- spjallsvísindi", sem ávallt gengur undir nafninu „fýlan“ á meðal nem- enda. Víkverji hefur auðvitað ekkert á móti því, að Háskóli íslands reyni með slíku fornámi að veita stúdent- um innsýn í heimspekilega hugsun. Ákjósanlegast væri þó að heim- spekileg hugsunin væri á íslensku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.