Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1994 39 Ekkí kreddufélag, heldur rannsóknarfélag Frá Sveini Baldurssyni: ÞRIÐJUDAGINN 1. febrúar skrif- aði Ingvar Agnarsson bréf til blaðs- ins þar sem skilja mátti að áhuga- mennska um fljúgandi furðuhluti ætti ekki rétt á sér. Sem formaður hins nýstofnaða Félags áhuga- manna um fljúgandi furðuhluti er mér ljúft og skylt að svara bréfinu og árétta nokkur atriði. Skoðanir Ingvars virðast þær að ekki beri að hafa samband við vits- munaverur ólíkar okkur mönnun- um, heldur beri okkur að hafa sam- band við æðri verur í mannsmynd; æðri mannkyn annarra hnatta. Ljóst er á skrifum Ingvars að honum geðjast alls ekki að verum sem ólíkar eru okkur í útliti og i bréfinu segir m.a.: „Til þess [að hafa náin samskipti við þær] munu þær vera okkur of ólíkar í útliti, háttum og eðli.“ Mér þykir nú þessi orð og allur tónninn í bréfinu lykta um of af útvíkkaðri kynþáttastefnu, því með þessum sömu rökum ættum við að forðast náin samskipti við aðra kynþætti og þá sem hafa allt aðra menningu og hætti en við. Ég held að það sé einmitt mjög hollt fyrir okkur að kynnast þankagangi annarra hugsanlegra vitsmunavera og hvernig þær kunna að vera í háttum og eðli. Sá sem hefur þrjá fingur (eða fjóra eins og þær geim- verur sem sagðar eru hafa verið í brotlenta geimdisknum í Roswell í Nýju Mexíkó aðfaranótt 3- júlí 1947 — atburður, sem fjöldi manna varð vitni að) þarf ekki að vera verri á nokkurn hátt en sá sem hefur fimm fingur og samskipti við slíka veru þurfa alls ekki að vera óæskileg. I þessum orðum mínum felst ekki á nokkurn hátt sú skoðun að sam- skipti við verur okkur líkar séu okkur óholl, heldur það að ekki eigi að mismuna vitsmunaverum eftir ytra útliti. Hitt er svo annað mál að megin- tilgangur félagsins er ekki sá að hafa samband við vitsmunaverur annarra hnatta, heldur sá að reyna að átta sig á meintum ferðum geim- vera hingað til jarðar. Félaginu er m.a. ætlað að vera fordómalaus rannsóknar- og umræðuvettvangur um hvaðeina sem tengist fljúgandi furðuhlutum. Það hefur einnig þann tilgang að skrásetja íslenskar frá- sagnir af fljúgandi furðuhlutum og tengdum atburðum og afla fróðleiks um slíkar frásagnir og atburði er- lendis. Ekkert annað félag og engin stofnun sinnir þessu hlutverki í dag. Sér í lagi hefur Háskólinn ekki sinnt þessu verkefni og leggur þar með blessun sína yfir að sögur af bráðmerkilegum fyrirbærum fari óskráðar í gröfína með eigendum sínum. Ef til vill finnst háskólamönnum erfitt að skrá lýsingar af fyrirbær- um sem þeir geta ekki skýrt, en afkomendur okkar munu sennilega geta skýrt fyrirbærin og þeir munu þá álasa okkur fyrir að hafa lokað augunum og haldið fyrir eyrun. Svona rannsóknartabú eiga ekki að fyrirfinnast hjá víðsýnum vísinda- mönnum. Púslunum verður að bytja að safna saman þótt heildarmyndin fáist ekki strax. Eftir stofnun félagsins hafa margir komið fram og sagt sögu sína af fljúgandi furðuhlutum. Þess- ar sögur eru perlur, sem eiga sér fullan tilverurétt í fjársjóði íslenskr- ar menningar. Að safna þessum perlum saman, varðveita þær og láta aðra njóta þeirra, er kappnóg verkefni fyrir eitt félag. SVEINN BALDURSSON, formaður Félags áhugamanna um fljúgandi furðuhluti, Hörgshlíð 18, Reykjavík. Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Pennavinir EINHLEYPUR 41 árs bandarískur karlmaður sem getur ekki um áhugamál: Larry Gregor, 230 North 6th Street, Lindenhurst, New York 11757, U.S.A. TÉKKI, 23 ára, með mikinn ís- landsáhuga: Peter Simek, Stefanikova 1093, 908 01 Slovakia. ÞRÍTUG finnsk kona með margvís- leg áhugamál: Hannele Peippo, Karhitie 1 A7, 75530 Nurmes, Finland. LEIÐRÉTTIN G AR Föðurnafn misritaðist RANGT var farið með föðurnafn prófessors Gunnars Guðmundsson- ar í frétt blaðsins um meðhöndlun parkinsonsjúklinga á laugardag. Beðist er velvirðingar á þessu. Myndatextar víxlast TEXTAR með tveimur myndum af mislægum gatnamótum Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar, sem birtust í blaðinu í gær, víxluð- ust. Myndartexti til vinstri á við myndina til hægri og öfugt. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. VELVAKANDI GJAFMILD BORN FYRIR nokkrum dögum var ég stödd niðri í Þingholtum. Þar komu til mín þrjú börn á aldrinum 5-7 ára. Þau vildu endilega gefa mér peninga sem þeim höfðu áskotnast. Eg vildi að sjálfsögðu ekki þiggja. Þau höfðu áður boð- ið öðrum og fengið sömu svör. Ég bað þau að gefa einhveijum sem þyrftu þessarra peninga með, þeir væru margir. Þau kváðust engan þekkja og vissu ekki hvert þau ættu að snúa sér. Mér fannst hugsun barnanna svo hlý og falleg, að ég vildi ekki láta hana fyrirfarast. Ég bauðst því til að koma peningunum á góðan stað og hef nú lagt þá inn í Barnaspítalasjóð Hringsins. Upphæðin var ekki há, en hugs- unin því stærri og safnast þegar saman kemur. Ég óska gefendunum heilla, en þeir eru: Páll Zophoníasson, Skúli Theodór Ólafsson og Ásdís Guðmundsdóttir. ÁJ ÞAKKIRTILSVR MÓÐIR hringdi og vildi þakka vagnstjórum SVR fyrir góða þjónustu og viðmót. Dóttir henn- ar hafði fengið blóðnasir í vagn- inum og tók vagnstjórinn hana að sér og aðstoðaði hana vegna þessa og hringdi í móðurina. Einnig sá hann um að koma henni í réttan vagn til þess að hún kæmist sem fyrst heim. Þetta finnst henni hrósvert og þakkar vagnstjórunum liðleg- heitin. TAPAÐ/FUNDIÐ Eyrnalokkur tapaðist SILFUREYRNALOKKUR með svörtum steini tapaðist á Kringlukránni sl. föstudags- kvöld. Eiganda er annt um lokk- inn og er skilvís finnandi vinsam- lega beðinn að hringja í síma 681262 á dagvinnutíma. Mar- grét. Eyrnalokkur tapaðist EYRNALOKKUR með bleikum steinum tapaðist í strætisvagni á leiðinni frá Hlemmi og upp í Maríubakka. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 24031. Sjal STÓRT marglitt ullarsjal fannst vestan við Suðurgötu á lóð HI. Upplýsingar í síma 15301. Lykill ASSA-lykill fannst í nágrenni Odda. Lykillinn hangir á fjólu- bláu plastpjaldi. Upplýsingar í síma 15301. Lyklabudda tapaðist SVÖRT leðurbudda með sex lykl- um tapaðist að morgni föstu- dagsins 18. febrúar í námunda við Glæsibae. Skilvís finnandi er beðinn að hafa samband í síma 39845. Seðlaveski tapaðist HVÍTT seðlaveski með skilríkjum tapaðist fyrir rúmri viku. Finnandi vinsamlega hringi i síma 679258. Fjallahjól tapaðist FJÓLUBLÁTT og appelsínugult Voltage-fjallahjól hvarf úr skúr við Fjólugötu aðfaranótt sl. sunnudags. Viti einhver hvað af hjólinu hefur orðið er hann vin- samlega beðinn að hringja í síma 26835. GÆLUDYR Páfagaukar TVEIR páfagaukar óskast. Upp- lýsingar í síma 658517. Köttur í heimilisleit TVEGGJA ára síamshögni, geld- ur, óskar eftir nýju heimili. Fall- egur og blíður. Upplýsingar í síma 626722 á dagvinnutíma eða 28128 á kvöldin. Jakobína. Kattavinir VEGNA ofnæmis leitar eins árs gömul læða eftir nýju heimili. Er blíð og góð, af blönduðu kyni (loðin). Vönuð og eyrnamerkt. Upplýsingar í síma 624148. GóÖir œttingjar og vinir! Innilegt þakklœti fyrir vindttu og hlýju á afmœl- isdaginn minn 16. febrúar. Þorsteinn Eiríksson, Teigaseli 1. t v -T SAMSTARFSVERKEFNIÐ TÓMUSTFtmALLA 23. febrúar, kl. 20.00 íþróttahúsinu v/ Vesturgötu 24. febrúar, kl. 20.00 íþróttahúsi Sólvallaskóla v0^\,W 26. febrúar, kl. 14.00 íþróttahúsinu Digranesi Hljómsveitarstjóri: Juha Nikkola Einleikari: Sigrún Eðvaldsdóttir Kynnir: Sverrir Guðjónsson Danshöfundur: David Greenall Listdansflokkur æskunnar EFNISSKRÁ I Richard Wagner: Forspil að 3. þætti Lohengrin Pjotr Tsjajkofskíj: Fiðlukonsert Sigvaldi Kaldalónsl úts: P.P.P.: Á Sprengisandi Fjöldasöngur: Hver á sér fegra föðurland Ó blessuð yertu sumarsól Island ögrum skorið Maurice Ravel: Bolero SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS H 11 ó m s v e 11 allra-lslendlnga Sími 622255 I / hreingerriingum! Hringið og pantið ókeypis kynningu á þráðlausri og hljóðlátri þveglavél sem sparar tíma og peninga! SVOPPER er fyrsta vél sinnar tegundar T heiminum sem skúrar allar gerðir gólfefna og teppahreinsar. SVOPPER er létt og handhæg og hentar öllum, jafnt fyrirtækjum, stofnunum sem og heimilum. Hættiö að sulla! Byrjlö að „svoppa"! Biðjið um ókeypis kynningu í síma (91) 887760. Símsendir: (91) 37634. UMBOÐS- S HEILDVERSLUN SVOPPER þrífur margfalt betur og hraðar án nokkurs erfiðis fyrir hreingerningarmanninn. ATH! Kaupendur í febrúar og mars fá aukalega 2 gerðir þvegla frítt með í kaupunum. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.