Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 44
'sím^ei'im^slMBKÉF^mm, VósthólVsZo'/ akureyrf. hafnarstrætiss MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Hampiðjan Tilrauna- troll sent i til Banda- ríkjanna SÍÐASTLIÐINN föstudag fór frá íslandi skip í eigu Arctic Alaska skipafélagsins með fyrsta til- raunatrollið sem Hampiðjan er að reyna að koma á markað í Bandaríkjunum, en um er að ræða troll af þeirri gerð sem hannað var til úthafskarfaveiða. Að sögn Gunnars Svavarssonar forsljóra Hampiðjunnar hafa trollin fyrir löngu sannað ágæti sitt við karfaveiðarnar, en í Bandaríkjunum verður hins veg- ar gerð tilraun með þau við veið- ar á Alaskaufsa. Hann sagði troll af þessu tagi kosta um sex millj- ónir króna. Að sögn Gunnars hefur til þessa ekki verið flutt mikið út af veiðar- færum tii Bandaríkjanna frá ís- landi. „Við erum að reyna að marka ‘ okkur sérstöðu með að fara út í fullbúin veiðarfæri þar sem eitthvað meira fylgir heldur en hreinlega efni, en það er þá hönnun og reynsla til viðbótar. Við teljum það vera eina möguleikann á innflutningi í Bandaríkjunum,“ sagði Gunnar. ----» ♦ ♦ Viðbrögð við flugráni æfð VÍKINGASVEIT lögreglunnar í Reykjavík æfði í gærkvöldi við- brögð við flugráni á Keflavíkur- tlugvelli og fékk til þess lánaða Boeing 737 vél Flugleiða. Viðbúnaður var í Leifsstöð vegna æfingarinnar og auk víkingarsveit- armanna tóku þátt í henni lögreglu- menn af Keflavíkurflugvelli ásamt fleirum. Ungnr maður komst lífs af þegar bíll valt niður Kyrruvíkurskriður Slysstaður í Kyrruvíkurskriðum Morgunblaðið/Albert Kemp BÍLLINN er mjög illa farinn eftir veltur niður stórgrýtta urð. Hann stöðvaðist 115 metra frá veginum. Ökumaðurinn kastaðist út á miðri leið og náði að skriða upp á veg. A myndinni til hægri sést niður gilið sem bíllinn valt, hann er í hvarfi niður við sjó. Skreið stórslasaður tugi metra upp á veg Kyrruvíkurskriður i7 Eskifjörður ’ Búðar- eyn UNGUR maður komst lífs af í gær þegar bíll sem hann ók fór út af veginum í Kyrruvíkurskriðum í Fáskrúðsfirði og hrapaði og valt 115 metra niður stórgiýtta urð. Maðurinn kastaðist út úr bílnum á miðri leið og tókst honum, mikið slösuðum, að skríða upp á veginn og gera vart við sig. Talið er líklegt að þá hafi verið liðnir nokkrir klukkutímar frá því slysið varð. Hann var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og lagður inn á Landspítalann, en er ekki talinn í lífshættu. Ferðir bíisins og tæplega tvítugs ökumanns hans voru ekki með öllu ljósar í gær. Talið er að hann hafi komið af Fljótsdalshéraði og verið á leið til baka þegar slysið varð. Kyrruskriður eru utarlega í Fá- skrúðsfirði norðanverðum og eru hluti af Vattarnesskriðum. Hlykk- ur er á veginum í gili þar sem skriðurnar liggja hæst og þar fór bíllinn útaf. Að sögn lögreglunnar á Fáskrúðsfirði hrapaði hann fyrst 10-20 metra í lausu lofti, lenti á framendanum og valt síðan niður stórgrýtta urð. Hann stöðvaðist á stað sem er um 115 metrum frá veginum og er hæðarmismunur á þeim stað og veginum tæplega 80 metrar. Talið er að ökumaðurinn hafi kastast út á miðri leið. Óvíst hvenær slysið varð Bíllinn var á bak við stóran stein og sást ekki frá veginum. Lögregl- an á Fáskrúðsfirði fékk tilkynn- ingu um atburðinn á milli klukkan 14 og 14.30 eftir að vegfarandi ók fram á slasaða ökumanninn liggjandi í vegkantinum. Lögregl- an segist ekki vita hvenær slysið varð, en telur líklegt að það hafi orðið nokkru fyrr og hugsanlega fyrir hádegið. Málið er í rannsókn. Maðurinn er illa brotinn á báð- um fótum og með fieiri áverka en ekki talinn í lífshættu. Lögreglan segir, að hann hafi verið með með- vitund allan tímann. Hann var fluttur með sjúkrabíl á heilsu- 'REYÐA^, Fáskrúösfjörður Seley Vattarnes a * y-jy, ^ Skrúður Hafnarnes PFA/tFJÖHÐIlR Kambanes /^Breiðdals- 0 10km V wílr l***-4— 1 gæslustöðina á Fáskrúðsfirði og síðan með sjúkraflugi til Reykja- víkur þar sem hann var lagður inn á Landspítalann. Þar gekkst hann undir aðgerð í gærkvöldi. Bíllinn er gjörónýtur. Var hann fluttur af staðnum í gærkvöldi. Heildareignir lífeyrissjóð- anna 209 milljarðar króna HEILDAREIGNIR lífeyrissjóða námu samkvæmt áætlunum 209 millj- örðum króna í árslok 1993 og hafa fjórfaldast á síðustu tíu árum, en í árslok 1983 námu þær 52 milljörðum króna reiknað á föstu verð- lagi. Hlutdeild lífeyrissparnaðar í peningalegum sparnaði hefur vax- ið á sama tímabili og nam rúmum 40% í fyrra, en var rúmur fjórð- Eignir lífeyrissjóða Útlán og verðbréf 1980: 33,9 milljarðar kr. (á verðlagi I árslok 1993) Fjárfestingar- lánasjóðir 3,0% Ríkissjóður 0,2% Sveitarfélög 1,6% Fyrirtæki Lántil sjóðsfélaga 1980 og 1992 1993: 187,2 milljarðar kr. Fjárfestingar- lánasjóðir (Húsbréf og byggingarsjóðir) — Rfkissjóður - 2,0% Sveitarfélög - Fjármálastofnanir — 3,5% Fyrirtæki 2,2% Hlutabréf Lán til sjóðsfélaga ungur fyrir tíu árum. Ef litið er á hlutfallslega skipt- ingu eigna lífeyrissjóðanna og breytingar á henni kemur fram að lán til sjóðféiaga hafa minnkað jafnt og þétt á síðustu 10 árum og voru árið 1992 orðin innan við 20% af 'heildareignum, en var rúmlega helmingur heildareigna árið 1983. Á sama tíma hafa eignir í skulda- bréfum fjárfestingarlánasjóða þar sem einkum er um byggingasjóðina að ræða vaxið úr 45 í 55%. Þessar upplýsingar koma meðal annars fram í samantekt Böðvars Þórðar- sonar, hagfræðings hjá Seðlabanka íslands. Verðbréf fjármálastofnana námu tæpum 10% eigna sjóðanna á árinu 1992 og skuldabréf ríkis- sjóðs tæpum 8%. Hlutabréfaeign nam 2,2% 1992 og hafði vaxið úr 0,2% árið 1987. Þó hafa kaup sjóð- anna á hlutabréfum dregist saman síðustu tvö ár. Keypt voru hlutabréf fyrir tæpar 1.200 milljónir króna 1991, en fyrir tæpan milljarð árið eftir og í fyrra er áætlað að keypt hafi verið hlutabréf fyrir 900 millj- ónir. Iðgjöld 17 milljarðar Inngreidd iðgjöld voru rúmir 17 milljarðar í fyrra og iífeyrisgreiðslur tæpir átta milljarðar. Innborgaðar afborganir og vextir námu hins vegar rúmum 29 milljörðum og hækka um tæpa fimm milljarða frá árinu 1992 þegar þær voru 24,6 milljarðar. Af því voru vaxtatekjur tæpir 11,5 milljarðar en afborganir rúmir 13 milljarðar króna. Vaxta- tekjur sjóðanna í heild eru því hærri en iðgjöldin að frádregnum lífeyris- greiðslunum og þannig hefur það verið í nokkur ár. Rækjan skilar miklu í þjóðarbúið VERÐMÆTI útflutningsfram- leiðslu rækjuafurða jókst um tæpa tvo miHjarða á síðasta ári miðað við 1992 og skilaði rækju- útflutningur næstmestu útflutn- ingsverðmætum sjávarafurða. Verðmæti útfluttrar rækju nam tæpum 10 milljörðum króna á síðasta ári. Alls voru flutt út 23.731,7 tonn af rækjuafurðutn á síðasta ári að verðmæti 9.591 miiljón kr. Árið 1992 nam útflutningurinn 20.275,3 tonnum að verðmæti 7.678,6 milljónir kr. Hlutur rækju- afurða í heildarverðmætum sjáv- arafurða hefur vaxið töluvert á milli ára. Rækjuafurðir skiluðu næst- mestum útflutningsverðmætum sjávarafurða á síðasta ári, eða 9,74 milljörðum kr. Útflutnings- verðmæti þorsks nam 27.239 milljónum kr. Sjá nánar I Úr verinu bls. B2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.