Morgunblaðið - 02.03.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994
21
Fundur Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta með forseta Dúmunnar
IIpp reisnarleið tog-arnir fá
ekki að æsa til ófriðar á ný
Moskvu. Reuter.
BORÍS N. Jeltsín Rússlandsforseti varaði í gær leiðtoga uppreisn-
ar þingsins í fyrra við að ögra stjórnvöldum, sagði að þeir yrðu
handteknir umsvifalaust á ný ef þeir reyndu að æsa til óeirða.
Talsmaður forsetans, Vjatsjeslav Kostíkov, sagði að þetta hefði
komið fram í samtali forsetans við ívan Rybkín, forseta Dúmunn-
ar. „Forsetinn lagði á það áherslu að sakborningarnir hefðu
tekið boðinu um sakaruppgjöf og með því viðurkennt að hafa
drýgt glæpi“, sagði Kostíkov.
Kostíkov hafði eftir forsetanum
að hann sæi að svo stöddu ekki
að nein hætta steðjaði að almanna-
friði í landinu og hann teldi sig
hafa fulla stjórn á ástandinu.
Rybkín, sem er kommúnisti,
sagði eftir fundinn með Jeltsín að
þeir sem reyndu að æsa til ófriðar
og misnota þannig „mannúðlega
ákvörðun" þingsins yrðu stöðvaðir
með sameiginlegu átaki þings og
forseta. „Við töpuðum öll í október
[í uppreisn þingsins gegn Jeltsín]
og erum öll að leita að lausn á
vandanum", sagði forseti Dúmunn-
ar. Hann sagði að leiðtogar upp-
reisnarinnar hefðu verið látnir of
fljótt úr haldi, ætlunin hefði verið
Reuter
Dularfull sprenging í íbúðablokk
AÐ MINNSTA kosti fjórir létu lífið og átján slösuðust, sumir alvar-
lega, í sprengingu sem varð í íbúðablokk í Brussel í fyrrinótt. Fjög-
urra er enn saknað. Ekki er vitað hvað olli sprengingunni, sem eyði-
lagði með öllu átta íbúðir og olli skemmdum í fleirum. 106 íbúðir voru
í blokkinni. Getum hefur verið leitt að gasleka en eldur kviknaði ekki
í kjölfar sprengingarinnar. Um var að ræða félagslegt húsnæði en
blokkin er í Berchem Sainte-Agathe hverfinu í norðvestur-hluta
Brussel.
en Links - vinstrisinnaðra græn-
ingja.
Aukið fylgi öfgamanna
Aðaláhyggjuefni margra í þessum
kosningum sem og í kosningunum í
maí er aukið fyígi CD-flokksins.
Flokksmenn kveðast vera „mið-
demókratar“ en mörgum þykir mál-
flutningur þeirra frekar minna á fas-
ista. Þeir hafa nýtt sér erfíðleika í
atvinnumálum og versnandi hag elli-
lífeyris-, atvinnu- og örorkubótaþega
til að skella skuldinni á innflytjend-
ur. Aukna glæpatíðni skýra þeir einn-
ig með sama hætti. Flokkur þessi er
því einnig andvígur að pólitískum
flóttamönnum sé veitt dvalarleyfi í
Hollandi. Talið er að margir kjósend-
ur muni greiða CD atkvæði sitt til
að láta í ljós andúð á meintu úrræða-
leysi róttgrónu flokkanna á þeim for-
sendum að flokkurinn muni hvort eð
er engin áhrif hafa eftir kosningarn-
ar. Miklum áróðri hefur verið haldið
uppi gegn þessu hugarfari og því
greinilegt að áhyggjur af auknu fylgi
CD eru raunverulegar.
að ræða betur á þingi hugsanlegar
afleiðingar sakaruppgjafarinnar.
Rúslan Khasbúlatov, fyrrver-
andi þingforseti, var látinn laus
úr fangelsi um helgina ásamt Alex-
ander Rútskoj, fyrrverandi vara-
forseta, og fleiri andstæðingum
Jeltsíns eftir að Dúman hafði sam-
þykkt sakaruppgjöf þeim til handa.
Khasbúlatov varði í gær aðgerðir
þingmanna gegn Jeltsín í uppreisn-
inni. Hann sagði að Jeltsín hefði
verið búinn að fremja valdarán.
„Hvað átti Æðsta ráðið [þingið]
að gera? Það átti að haga sér í
fullu samræmi við stjórnarskrána
sem í gildi var og það gerðu stjórn-
endur þingsins“. Hann sagði að
þingið hefði haft fullan rétt til að
kalla á herinn sér til hjálpar; skýrt
væri kveðið á um í lögum að þing-
ið hefði æðstu völd yfir hernum.
Hæstiréttur Rússlands ákvað í
gær að hætta málarekstri gegn
leiðtogum valdaránsins 1991 er
reynt var að steypa Míkhaíl S.
Gorbatsjov, síðasta forseta Sovét-
ríkjanna gömlu. Itar-Tass-irétta-
stofan rússneska hafði eftir full-
trúa heryfirvalda í dóminum að
þetta hefði verið gert með hliðsjón
af sakaruppgjöf Dúmunnar sem
einnig náði til valdaránsmannanna
frá 1991. Jeltsín og stuðningsmenn
róttækrar umbótastefnu í Rúss-
landi segja ákvörðun þingsins um
sakaruppgjöf ólöglega en allt bend-
ir nú til þess að forsetinn ætli að
sætta sig við orðinn hlut.
Verkföll námumanna
Efnt var til sólarhringsverkfalla
í mörgum rússneskum kolanámum
í gær til að mótmæla töfum á út-
borgun launa, sums staðar var
þess krafist að ríkisstjórnin segði
af sér og jafnframt að forsetakosn-
ingum, sem eiga að verða 1996,
yrði flýtt. Talsmaður sambands
námumanna sagði að héldi rikis-
. stjórnin áfram að hundsa vanda
námumanna yrði næsta krafa
þeirra afsögn stjómarinnar.
Starfsmenn í olíu- og gasiðnaði
hótuðu að taka þátt í verkföllunum
en engin ákvörðun í þá veru var
tekin á fundi fulltrúa þeirra í
Níznevartovsk í Síberíu.
Zhírí-
novskíj til
Strasbourg
VLADÍMÍR Zhírínovskíj, leið-
togi rússneskra þjóðernissinna,
verður í rússnesku þingmanna-
nefndinni sem verður viðstödd
þing Evrópuráðsins 11.-15.
apríl. Zhírínovskíj hefur verið
úthýst úr mörgum Evrópulönd-
um, þar á meðal Frakklandi,
en Frakkar eiga þó ekki ann-
arra kosta völ en veita honum
vegabréfsáritun samkvæmt
reglum Evrópuráðsins.
Hefja eftirlit í
Norður-Kóreu
SEX eftirlitsmenn Alþjóða-
kj arnorkumálastofnunarinnar
komu í gær til Pyongyang,
höfuðborgar Norður-Kóreu, til
þess að kanna kjarnorku-
vinnslustöðvar þar í landi. Hafa
Norður-Kóreumenn verið grun-
aðir um að vinna að smíði
kjarnorkuvopna.
Kýrnar fengu
raflost
BILUN í mjaltavélum á býlinu
Chart Bottom í Kent í Englandi
varð þess valdandi að 48 kýr
fengu raflost við mjaltir í gær-
morgun og drápust.
Kona Ames
studdi hann
Washington, Moskvu. Reuter.
EIGINKONA bandaríska njósnar-
ans Aldrichs Ames, Rosario Ames,
hefur viðurkennt að hafa verið í
vitorði með manni sinum, að sögn
dagblaðsins Wall Street Journal.
Blaðið hefur eftir heimildarmönn-
um sínum hjá dómsyfírvöldum að
hún segist hafa hvatt hann til að
eiga fundi með útsendurum Rússa
og stutt hann við njósnirnar.
Rússnesk stjórnvöld vísuðu á
mánudag bandarískum stjórnarer-
indreka, James Morris, úr landi og
er ljóst að með þessu er verið að
svara brottvísun Rússans Alexanders
Lysenkos frá Washington. Stjórn
Bills Clintons Bandaríkjaforseta seg-
ir að Lysenko hafí verið helsti tengi-
liður Ames sem talinn er hafa njósn-
að fyrir Rússland og þar áður Sovét-
ríkin um langa hríð. Ames var hátt-
settur starfsmaður bandarísku leyni-
þjónustunnar, CIA.
I i*. 1
r Iml
iABSIMS
Nám & framtíb
Laugardagsblaði Morgunblaösins, 12. mars nk., fylgir blaðauki sem heitir
Nám & framtíð. í þessum blaðauka verður fjallað um Námskynningu 1994,
sameiginlega námskynningu skólanna, sem haldin verður sunnudaginn 13. mars
á þremur stöðum í Reykjavík. Tilgangurinn með þessum blaðauka er að auðvelda
nemendum að átta sig á þeim námsmöguleikum sem boðið er upp á
eftir að skyldunámi lýkur.
Þeim sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blabauka er bent á
að tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00 mánudaginn 7. mars
Nánari upplýsingar veita Agnes Erlingsdótir, Helga Guðmundsdóttir
og Petrína Olafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar í síma 691111 eba
símbréfi 691110.
- kjarni málsins!