Morgunblaðið - 02.03.1994, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994
39
DOMSDAGUR
A leið út á lífið tóku þeir ranga beygju inn í martröð. Þá hófst æsilegur
flótti upp á líf og dauða þar sem enginn getur verið öruggur um líf sitt.
Aðalhlutverkið er í höndum Emilio Esteves (Loaded Weapon 1) og leik-
stjóri er Stephen Hopkins sem leikstýrði m.a. Predator 2.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.15. Bönnuð innan 16 ára.
BAWÆM MÓÐIR
Einn mesti sálfræðiþriller seinni tima.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð i. 14 ára.
★ ★ ★ a.i. Mbi. Rómantísk gamanmynd
Aðalhlutv. Matt Dillon, Annabella Sciorra, Marie-Louise Parker
09 William Hurt. Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
Doktorsritgerð
í sagnfræði
SIGURÐUR Gylfi Magnússon varði doktorsritgerð í
sagnfræði við Camegie Mellon University í Pittsburgh
í Bandaríkjunum 10. desember sl.
Ritgerðin ber heitið „The
Continuity of Everyday Life.
Popular Culture in Iceland
1850-1940“. Þar er gerð
tilraun til að meta þær
breytingar sem áttu sér stað
á íslandi seinni hluta 19.
aldar og í upphafi 20. aldar
og hvaða áhrif þær höfðu á
hversdagslíf fólks, einkum
barna og unglinga. Aðal-
áherslan er lögð á bænda-
samfelagið, en þó er einnig
gerður lauslegur saman-
burður á því og þéttbýlinu.
Athyglinni er beint að lífs-
ferli einstaklinga og hvernig
þeir náðu að sameina vinnu
og menntun, oft við erfiðar
Alls sóttu 32 um starf
slökkviliðsstjórans en Egg-
ert Vigfússon fráfarandi
aðstæður. Aðrir efnisþættir
eins og ungbarnadauði,
áhrif íslenskra bókmennta,
samskipti barna og foreldra,
trúmál, hjátrú og óformleg
menntun eru einnig til um-
fjöllunar í ritgerðinni og
mótun þeirra á lífsviðhorfi
fólks.
Tilsjónarmaður doktors-
ritgerðarinnar var dr. Peter
Stearns, en að auki voru í
doktorsnefndinni dr. John
Modeil og dr. Mary Linde-
mann. Við vinnslu ritgerðar'-
innar naut Sigurður styrkja
bæði frá íslandi og Banda-
ríkjunum, m.a. frá Vísindar-
áði íslands og Sagnfræði-
slökkvistjóri, sem hættir
vegna aldurs, lætur af störf-
um 1. maí.
Dr. Sigurður Gylfi Magn-
ússon
stofnun Háskóla íslands.
Hann hefur birt niðurstöður
rannsókna sinna í fagtíma-
ritum beggja vegna Atlants-
hafsins. Hann er m.a. höf-
undur bókarinnar Lífshættir
í Reykjavík 1930-1940.
Sigurður Gylfi er sonur
hjónanna Katrínar Sig-
urðardóttur og Magnúsar
Helgasonar, stjórnarform-
anns í Hörpu hf. í Reykja-
vík. Hann lauk stúdentsprófi
frá Verslunarskóla íslands
1980, BA-prófi í sagnfræði
og heimspeki frá Háskóla
íslands 1984 og MA-prófi
frá Carnegie Mellon Uni-
versity í Bandaríkjunum
1987. Sigurður Gylfi stund-
ar um þessar mundir
kennslu og framhaldsrann-
sóknir við Camegie Mellon
háskólann í Pittsburgh.
Brunavarnir Árnessýslu
Kristján Einarsson
slökkviliðsstj óri
FRAMKVÆMDASTJÓRN Brunavarna Árnessýslu hef-
ur ráðið Kristján Einarsson húsasmíðameistara sem
slökkviliðsstjóra frá 1. maí næstkomandi.
SÍMI: 19000
Far vel frilla min
Myndin sem hefur farið sigurför um allan heim
F A R I W F. 1 L M V
CONCUBlNE
- /*■/- if ct,m x.,f.
Rosin besta myndin í Cannes '93 ásamt Píanó
Kosin besta erlenda myndin á Golden Globe '94
Tilnefnd til ÓskarsverMauna '94 sem besta erlenda myndin
„Ein sterkasta og vandaðast mynd síiarí ára“,
★ ★★★ Rás 2.
Farewell my Concubine
Sýnd kl. 5 og 9.
Bönnuð innan 12 ára.
KRYDDLEGIN HJÖRTU
Aðsóknarmesta erlenda myndin í USA fré upphafi.
★ ★★★ Hallur Helgason, Pressan. ★★★Júlíus Kemp, Eintak.
★ ★★Hilmar Karlsson, D.V. ★★★1/2Sæbjörn Valdimarsson, Mbl.
★ ★★hallar i fjórar, Ólafur Torfason, Rás 2.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Flótti
sakleysingjans
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
HVfTATJALDEB
Stranglega bönnuö i. 16 ára.
MAÐUR AIM ANDLiTS
★ ★ ★ A.l. MBL. Aðalhlutv.: Mel Gibson.
Tilnefnd til 8 Óskarsverðlauna.
M.a. besta myndin.
PÍAfMÓ
Sigurvegari Cannes-hátið-
arinnar 1993
„Píanó, fimm stjörnur
af fjórum mögul.“
★ ★ ★ ★ ★ G.Ó. Pressan
Sýnd kl. 4,55, 6.55, 9 og 11.15.
Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og 11.10.
Héraðsdómur Reykjaness dæmir í árásarmáli
Sex mánaða fangelsi
og 4 milljónir í bætur
19 ÁRA piltur hefur verið dæmdur í 6 mánaða óskilorðs-
bundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að reka
ölkrús í andlit manns með þeim afleiðingum að hann
missti sjón á öðru auga og hlaut alvarlega áverka í
andliti. Pilturinn var einnig dæmdur til að greiða þeim
sem hann réðst á rúmlega 3,9 milljónir króna í bætur.
Árásin átti sér stað í
miðbæ Hafnarfjarðar um
klukkan þrjú aðfaranótt
laugardagsins 31. júlí sl. þar
sem sá sem fyrir árásinni
varð var á gangi á leið frá
skemmtistað. Hann mætti
nokkrum piltum sem höfðu
rifið upp tré úr beði, lét í
ljós vanþóknun sína og lenti
í stimpingum við einn pilt-
anna en síðan hélt hver sína
leið. Þeir mættust aftur og
þegar átök virtust í aðsigi
kom árásarmaðurinn, vatt
sér formálalaust að mannin-
um og sló hann í andlitið
með 840 gramma þungri
bjórkrús. Krúsin brotnaði á
andliti mannsins og hlaut
hann níu skurði og þijár
minni skrámur í andliti. Einn
skurðurinn var sýnu dýpstur
og stærstur og náði m.a.
yfir og inn í vinstra augað.
Árásarmaðurinn skarst á
hendi.
Árásarmaðurinn og aðrir
viðstaddir forðuðu sér á
brott en maðurinn meðvit-
undarlítill skjögraði einn á
brott og mætti vegfaranda
sem kallaði til lögreglu og
sjúkrabíl.
Sjónlaus á vinstra auga
Maðurinn hefur gengist
undir nokkrar aðgerðir
vegna áverkans á auganu
og vegna lýta í andliti og
er niðurstaða meðferðarinn-
ar sú að hann er sjónlaus á
vinstra auganu. Af þeim
sökum hefur maðurinn m.a.
ekki getað sinnt stýrimanns-
starfi sem hann er menntað-
ur til og er varanleg örorka
hans metin 25%.
í niðurstöðu Más Péturs-
sonar héraðsdómara segir
að um hafi verið að ræða
tilefnislausa, vísvitandi lík-
amsárás, sem var sérstak-
lega hættuleg vegna þess
tækis sem notað var enda
hafi hlotist stórfellt líkams-
tjón af árásinni. Þá orki það
til þyngingar refsingar að
árásarmaðurinn hvarf af
vettvangi í stað þess' að
koma manninum til hjálpar
en hann hafi strax getað
gert sér grein fyrir hvað
vopnið hafði reynst hættu-
legt. Hæfileg refsing var
talin 6 mánaða fangelsi,
óskilorðsbundið. Þá var
bótakrafa árásarþolans tek-
in til greina að fullu og hon-
um dæmdar tæplega 4 millj-
ónir króna í bætur úr hendi
árásarmannsins.
Kjör vígslubiskups Skáiholtsstiftis á komandi vori
Kennarar guðfræði-
deildar eru á kjörskrá
KJÖRSKRÁ vegna kosningar vígslubiskups í Skálholts-
stifti hefur verið lögð fram. Á henni er 131 prestlærð-
ur maður og hafa kennarar guðfræðideildar Háskóla
Islands og starfsmenn biskupsstofu nú kosningarétt.
Kærufrestur til breytinga er til 7. mars.
Kjörskráin liggur frammi
á biskupsstofu og í umdæmi
vígslubiskups í Skálholti,
það er Múla-, Austfjarða-,
Skaftafells-, Rangárvalla-,
Árness-, Kjalarness-, Borg-
arfjarðar-, Snæfellsness-, og
Dala-, Barðastrandar-, ísa-
fjarðar-, og Reykjavíkur-
prófastdæmum.
Hinn 11. febrúar síðast-
liðinn leitaði dómsmálaráðu-
neytið lögfræðiálits um
kosningarétt kennara guð-
fræðideildar HÍ og starfs-
manna biskupsstofu og var
komist að þeirri niðurstöðu
að þeir ættu að njóta kosn-
ingaréttar við vígslubiskups-
kjör í Skálholtsstifti á kom-
andi vori. Kærur til breyt-
inga á kjörskrá þurfa að
hafa borist formanni kjör-
stjórnar í dóms- og kirkju-
málaráðuneyti fyrir kl.
13.30, 7. mars næstkom-
andi.