Morgunblaðið - 08.03.1994, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994
43
TymrT
1 í WM
Á leið út á lífíð tóku þeir ranga beygju inn í martröð. Þá hófst æsilegur
flótti upp á líf og dauða þar sem enginn getur verið öruggur um líf sitt.
Aðalhlutverkið er í höndum Emilio Esteves (Loaded Weapon 1) og leik-
stjóri er Stephen Hopkins sem leikstýrði m.a. Predator 2.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.15. Bönnuð innan 16 ára.
BANVÆN MÓÐIR
SKILNAÐURINN
-í ATTIEFTIRAÐ
, Æ BREYTASTI
MARTRÖÐ
Einn mesti sálfræðiþriller seinni tíma.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð i. 14 ára.
* * * a.i. Mbi. Rómantísk gamanmynd
Aðalhlutv. Matt Dillon, Annabella Sciorra, Marie-Louise Parker
og Wllllam Hurt Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
SÍMI: 19000
Loksins er hún komin
Arizona Dream
Einhver athyglisverðasta
mynd sem gerð
heffur verið.
Aðalhl.: Johnny Depp, Jerry
Lewis, Fay Dunaway og Lili
Taylor.
Leikstjóri: Emir Kusturica.
Sýnd kl. 5 og 9.
FAREWELL MV
CONCUBINE
a [,íjg £u GÁrn _ ..
Far vel frilla min
Kosin besta myndin í Cannes ’93 ásamt Píanó.
Tilnefnd til Óskarsverðlauna ’94 sem besta erlenda
myndin.
„Ein sterkasta og vandaðasta mynd síðari ára.“
★ ★★★ Rás 2.
„Mynd sem enginn má missa af.“
★ ★★★ S.V. Mbl.
„Einhver mikilfenglegasta mynd sem sést hefur á
hvíta tjaldinu.“ ★ ★ ★ ★ H. H„ Pressan.
Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 12 ára.
KRYDDLEGIN HJÖRTU
AAsóknarmesta erlsnda myndin í USA frá upphafl.
★ ★★★ H. H., Pressan. ★★★.!. K., Eintak. ★★★H. K., D.V.
★ ★★1/2 S. V., Mbl. ★ ★ ★hallar í fjórar, Ó. T., Rás 2.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
FlÓMi
saklcysingjans
Sýnd kl. 5, 7, 9 óg 11.
Stranglega b. i. 16 ára.
Miðav. kr. 350
PlANÓ
Tilnefnd til 8 Óskarsverðlauna
m.a. besta myndin.
„Píanó, fimm stjörnur af fjórum mögul.
★ ★ ★ ★ ★ Q.Ó. Pressan
Sýnd kl. 4.55, 6.50, 9 og 11.05.
Þéttsetin íbúð
Kvikmyndir
Amaldur Indriðason
Nóttin sem við aldrei hittumst
(„The Night We Never Met“).
Sýnd í Sagabíó. Leikstjórn og
handrit: Warren Leight. Aðal-
hlutverk: Matthew Broderick,
Annabella Sciorra, Kevin And-
erson, Jeanne Tripplehorn.
í gamanmyndinni Nóttin sem
við aldrei hittumst leikur Matthew
Broderick einhleypan ostasölu-
mann sem leigir íbúð tvo daga í
viku. Annabella Sciorra er frí-
stundamálari og gift eiganda
þvottahúss og leigir sömu íbúð
aðra tvo daga í viku. Kevin Ander-
son er uppastrákur sem á íbúðina
og notar hana hina daga vikunnar
fyrir sig og uppavini sína til að
fíflast í og forðast dauðyflislega
verðandi eiginkonu sína.
Sciorra er dauðleið í þrautleið-
inlegu hjónabandi en líst vel á
Broderick, sem hefur íbúðina á
undan henni, þótt hún hafi aldrei
séð hann. Broderick skilur eftir
fyrir hana gómsætan mat og blóm
og annað slíkt en á annars í mest-
um brösum með sitt ástarlíf. Þeg-
ar hún afræður að halda framhjá
manninum sínum bankar hún
uppá hjá honum í íbúðinni. Nema
þá hefur hann skipt um daga við
uppagerpið Anderson, sem er eins
gallaður og Broderick er fullkom-
inn, en hún veit ekki meir því hún
hefur hvorugan séð og skellir sér
útí tóma vitleysu.
Og þannig er myndin nokkurn
veginn, tóm vitleysa, sem fer allt
of seint í gang; ef það væri ekki
fyrir þrælskemmtilega túlkun
Andersons á uppatittinum færi
hún sennilega aldrei í gang. Þetta
er lítt merkileg rómantísk gaman-
mynd sem er alltaf við það að
fara út í misskilningsfarsa án
þess þó að stíga skrefið til fulls
og reiðir sig á þijár ólíkar sögur
sem eiga þessa einu íbúð sameig-
inlega en aðeins ein þeirra er nógu
athyglisverð og fyndin til að
smella og það er sagan af uppan-
um óþolandi, sem Anderson leikur
með allar réttu áherslurnar í lýs-
ingu á vita hugsunarlausum dek-
urdreng.
Handrit og leikstjórn er á
ábyrgð Warren Leight sem virðist
stefna á fjölbreytilegar mannlýs-
ingar en hefur ekki erindi sem
erfiði. Stjarna myndarinnar,
Matthew Broderick, hefur dauf-
legasta hlutverkið ostasölu-
mannsins sem ekkert gengur í
kvennamálum og þegar saga hans
hverfur af tjaldinu um miðbikið
til að gefa hinum sögunum tveim-
ur pláss til að smella saman í
misheppnaða framhjáhaldinu,
saknar maður hans ekki hið
minnsta. Hann er svo litlaus per-
sóna að jafnvel hinn þekkilegi og
ágæti gamanleikari Broderick
getur ekki lyft henni upp. Og saga
Sciorra er svo drungaleg, hennar
hjónaband svo ömurlegt, að mað-
ur veltir því fyrir sér hvort það
eigi yfirleitt heima í gríni eins og
þessu því Sciorra virðist sífellt
vera með tárvot augun. Fjórða
persóna myndarinnar skýrir
ágætlega af hveiju megnið af
gamninu í myndinni er ófyndið.
Það er frönsk listakona og fyrrum
kærasta Brodericks en Jeanne
Tripplehorn ofleikur hana hrylli-
lega og franski hreimurinn hennar
er í einu orði sagt ægilegur.
Nóttin sem við aldrei hittumst
nær sér nokkuð á Strik undir lok-
in áður en snyrtileg.og löngu fyrir-
séð málalok eru hnýtt á sögurnar
en það kemur of seint til bjargar.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Fegurð á Reykjanesi
STÚLKURNAR sem taka þátt í fegurðarsamkeppni Suðurnesja í ár. í aftari röð frá vinstri eru: Birg-
itta ína Unnsteinsdóttir, Sunneva Sigurðardóttir, Rakel Þorsteinsdóttir, Lovísa Aðalheiður Guðmunds-
dóttir og Gunnur Magnúsdóttir. í miðröðinni eru: Birgitta María Vilbergsdóttir, Sigríður Margrét
Oddsóttir, Sólrún Björk Guðmundsdóttir og Karlotta Bryndís Maloney. Fremst eru: Helga Dögg Jó-
hannsdóttir og María Erla Pálsdóttir.
11 þátttakendur í fegurð-
arsamkeppni Suðumesja
Keflavík.
FEGURÐARSAMKEPPNI Suðurnesja fer fram í Stapa í Njarðvík
nk. laugardag og að þessu sinni taka 11 stúlkur þátt í keppninni.
Þær eru: Gunnur Magnúsdóttir 18 ára, Sunneva Sigurðardóttir 19
ára, Sólrún Björk Guðmundsdóttir 19 ára, Birgitta María Vilbergs-
dóttir 18 ára, Karlotta Bryndís Maloney 20 ára, Rakel Þorsteins-
dóttir 19 ára, allar úr Keflavík. Lovísa Aðalheiður Guðmundsdótt-
ir 18 ára og María Erla Pálsdóttir 18 ára úr Innri-Njarðvík, Sigríð-
ur Margrét Oddsdóttir 17 ára úr Njarðvík, Birgitta Ina Unnarsdótt-
ir 18 ára úr Garði og Helga Dögg Jóhannsdóttir 19 ára úr Grindavík.
Ágústa Jónsdóttir, umboðsmað- sagði í samtali við Morgunblaðið
ur keppninnar á, Suðurnesjum, að stúlkurnar hefðu verið valdar
eftir ábendingum í janúar og síðan
hefði sjálfur undirbúningurinn haf-
ist í febrúar. Ágústa sér sjálf um
þjálfun og sviðsframkomu, en einn-
ig koma við sögu Anna Lea Björns-
dóttir hjá Líkamsrækt Önnu Leu
og Bróa, Þel hárhús og snyrtistof-
an Smart. Að sögn Ágústu er mik-
ill áhugi fyrir keppninni og útlit
fyrir að færri komist að en vilja
til að fylgjast með henni.
-BB