Morgunblaðið - 09.04.1994, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.04.1994, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRIL 1994 Morgunblaðið/Árni Sæberg Á leið á Eiríksjökul TUTTUGU manna hópur á sex jeppum og tveimur vélsieðum hélt frá Reykjavík skömmu eftir miðnætti og stefna leiðangursmenn að því að fara akandi á efsta tind Eiríksjökuls í 1.672ja metra hæð á einum jeppanna, sérstaklega breyttum Mitsubishi Pajero. Þangað hefur ekki verið farið fyrr á bíl. Hafþór Ferdinandsson, leiðangursstjóri og frumkvöðull ferð- arinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að tveir sólarhringar væru ætlaðir til ferðarinnar og reikni menn með að ferðin verði erfið, ef hún takist á ann- að borð. „Fari allt að óskum, verður ferðin góð þjálf- un og undirbúningur fyrir Grænlandsleiðangur sem er í bígerð hjá mér og fleirum," segir Hafþór. í leið- angrinum eru m.a. viðgerðarmenn, kvikmyndatöku- menn, ljósmyndarar, rafvirkjar og trésmiðír, eða „góð blanda af hraustum mönnum sem vilja takast á við þetta verkefni og leysa það eftir bestu getu“, segir Hafþór. Matvælaverð lækkaði um 6,7% um áramót ASI segir að matar- skattslækkun hafi skilað sér til neytenda KÖNNUN sem Samkeppnisstofnun gerði fyrir ASÍ, BSRB og Neyt- endasamtökin bendir til að lækkun virðisaukaskatts, sem kom til framkvæmda um áramót, hafi skilað sér að fullu til neytenda, segir í frétt frá ASÍ. Könnunin sýnir að verð á þeim vörum sem skoðaðar voru hefur lækkað um 6,7%, en áætlað hafði verið að skattalækkun gæfi forsendu til 7% lækkunar. Áður en endanleg ákvörðun var tekin um að lækka virðisaukaskatt á matvælum lýstu allmargir yfir efa- semdum um að lækkunin myndi skila sér til neytenda. ASÍ, sem barð- ist fyrir lækkuninni, hefur því lagt mikla áherslu á að fylgja verðlækk- uninni fast eftir í verslunum. Að beiðni ASÍ, BSRB og Neyt- endasamtakanna gerði Samkeppn- isstofnun verðkönnun í yfir 100 verslunum í nóvember sl. og svo á sömu vörum í sömu verslunum síð- ari hluta janúar og í febrúar. Þessar verslanir eru staðsettar út um allt land. í Meðaltalslækkun í þessum versl- unum var 6,7%. Ætla má að forsend- ur til verðlækkunar á þeim vörum sem komu til skoðunar hafi verið að meðaltali um 7% sem er lítillega hærri tala en niðurstöður úr könnun Samkeppnisstofnunar. Athyglisvert er að verð á landsbyggðinni virðist ekki hafa lækkað minna en á höfuð- borgarsvæðinu þvert á spár þar um. Aætlað var að matvæli í fram- færsluvísitölunni myndu lækka um 4,5% að meðaltali við virðisauka- skattslækkunina. Miðað við saman- burð á matvælum í framfærsluvísi- tölunni frá nóvember 1993 til mars 1994 hafa matvæli lækkað í verði sem nemur 4,67%. Ef tekið er til.lit til þekktra verðbreytinga á nokkrum matvælategundum má rekja þangað um 0,5% verðlækkun. Þar með stendur eftir um 4,2% verðlækkun sem skal bera saman við áðurnefnd- ar forsendur til lækkunar á 4,5%. Hér stendur því út af um 0,3% sem er svipaður mismunur í prósentustig- um og var í niðurstöðum úr könnun Samkeppnisstofnunar. 20 eru sakaðir uni aðild að stærsta ffloiiefnahring hér Sakaðir um innflutning á 48 kg af hassi og 6 kg af amfetamíni fyrir um 100 milli. í HÉRAÐSDÓMI Reykjavíkur var í gær þingfest mál sem ríkis- saksóknari hefur höfðað gegn 20 manns, 18 körlum og 2 kon- um á aldrinum 23-55 ára, í um- fangsmesta fíkniefnamáli sem komið hefur upp hér á landi og snýst um innflutning á allt að 48,3 kg af hassi og tæpum 6 kg af amfetamíni í 21 smyglferð á í dag Rússlandssérfræöingur Christopher N. Donnelly segir að alls ekki megi hægja á umbót- um í Rússlandi 11 Litil sala húsnæðisbréfa Húsnæðisstofnun hefur undan- farna mánuði fengið tæpa fjóra milljarða að láni hjá ríkissjóði 22 16% af kvóta töpuö rúmlega tveggja ára tímabili frá árinu 1992 og fram til júlímán- aðar í fyrra. Um þijár ákærur er að ræða, í einni eru 18 manns ákærðir fyrir innflutning á allt að 46,3 kg af hassi og tæpum sex kg af ætluðu amfetamíni. Þar er talið að um fíkniefna- hring hafi verið að ræða og er meintur höfuðpaur hringsins, 28 ára gamall maður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi frá 1. september sl., talinn eiga aðild að innflutningi á allt að 34,2 kg af hassi og 5 kg af ætluðu amfet- amíni í 13 smyglferðum. Flestir 18-menninganna eru taldir eiga aðild að fleiri en einni smygl- ferð, þar af nokkrir sem burðar- dýr er tekið hafi að sér að bera efnin inn til landsins gegn greiðslu. Við rannsókn málsins lagði lög- regla hald á um 14 kg af hassi og tæp 2 kg af ætluðu amfetam- íni, en við efnagreiningu kom í ljós að þar af reyndust um það bil 900 grömm vera glúkósi og koffín. Áætla má að markaðsvírði allra þeirra fíkniefna sem við sögu koma í máli þessu hafi verið um það bil 100 milljónir króna. Samhliða var í gær þingfest mál sem höfðað hefur verið með tveim- ur ákærum gegn tveimur mönnum til viðbótar þar sem annar er ákærður fyrir innflutning á 2 kg af hassi og hinn á 170 grömmum af amfetamíni. Mál þeirra tengjast málum hinna. Meðferð þessa umfangsmesta fíkniefnamáls sem komið hefur upp hérlendis, svokölluð aðalmeðferð með yfirheyrslum, vitnaleiðslum og málflutningi, hefst í Héraðs- dómi Reykjavíkur 2. maí næstkom- andi. Búist er við að hún standi í nokkrar vikur. Sakborningar fái að sjá málsgögn Við þingfestingu málsins í gær óskuðu veijendur eftir því að af- létt yrði banni sem verið hefur við því að sakborningum verði sýnd gögn málsins. Afstaða ákæru- valdsins er sú að sakborningum verði ekki sýnd málsgögn fyrr en þeir hafi verið yfirheyrðir þar sem hætt sé við að ella byggi þeir fram- burð sinn á því sem þar kemur fram. Urskurður um það hvort bannið standi eða verði fellt niður verður kveðinn upp eftir helgi. Hinn svokallaði höfuðpaur máls- ins hefur eins og fyrr sagði setið í gæsluvarðhaldi frá 1. september síðastliðnum. Síðast var gæslu- varðhaldsúrskurður hans fram- lengdur allt til þess tíma er dómur gengur en þó ekki lengur en til 15. júní næstkomandi. Við rann- sókn málsins sat alls hálfur annar tugur manna í gæsluvarðhaldi um lengri eða skemmri tíma og voru tveir menn, sem ákærðir eru í málinu, framseldir til landsins frá Svíþjóð. Sveinbjöm endurkjör- inn rektor SVEINBJÖRN Björnsson var í gær endurkjörinn rektor Há- skóla íslands. Sveinbjörn hlaut 196 atkvæði kennara og 183 atkvæði stúd- enta, eða 80,8% atkvæða alls sem er tilskilinn meirihluti. Sveinbjörn verður því rektor Háskóla íslands til þriggja ára frá og með byijun næsta skólaárs, 5. september nk. Þrjár brugg- verksmiðjur upprættar LÖGREGLAN á Húsavík stöðv- aði brugg á þremur stöðum á Húsavík og nágrenni í fyrradag. Alls var um 1.400 lítrum af gambra hellt niður. Hald var lagt á rúmlega 80 lítra alls af landa auk tækja og tóla á öllum stöðunum þremur. Úr tveimur stærri verk- smiðjunum hafði landi verið seldur til Reykjavíkur og Akureyrar. í þriðju verksmiðjunni virtist ein- göngu hafa verið bruggað til heima- nota. Norðlensk fískiskip hafa tapað um 16% af þorskvóta sínum frá 1991 25 Leiðari Vísindi, tækni, nýsköpun 28 Hrísey verður i.iaatfig ► Verkefni í húsafriðun um allt land - Hraunþúfuklaustur í Vesturdal - Rannsóknarþátt- ur um heimilisgarðrækt - Kvæði eftir Verlaine - Heim- spekiþáttur Atla Harðarsonar jWorgtmbCaMb —HW6 ► Tónlistarmenn á Akureyri - Listasafnið á Akureyri - Norræn menningarhátíð í Stokkhólmi - Hulda Hákon á Kjarvalsstöðum áfram á Höfn BÆJ ARSTJORN Hafnar í Hornafirði ákvað á fundi í fyrradag að neyta forkaupsréttar síns á bátnum Hrísey SF 48. Gengið var frá kaupunum við Ríkisábyrgðasjóð í gær og er kaupverðið 205 milljónir. Að sögn Sturlaugs Þorsteinsson- ar bæjarstjóra varð útgerð bátsins gjaldþrota síðasta haust og átti þá að selja bátinn til Þorlákshafnar. Lögum samkvæmt var bæjarfélag- inu boðið að neyta forkaupsréttar síns og var í fyrradag tekin ákvörð- un um að gera það. Sturlaugur sagði að þegar hefði verið auglýst eftir útgerðaraðilum og sagðist hann hafa vissu fyrir því að menn á Höfn hefðu áhuga á að ganga inn í forkaupsréttinn en það væri þó ekki endanlega ákveðið. Bæjarfé- Iagið ætlaði a.m.k. ekki að fara að reka bæjarútgerð. Sturlaugur sagði að bátnum fylgdu 900 þorskígildi í blönduðum kvóta þorsks, ýsu, ufsa, rækju og humars myndi Hrísey sennilega fara á humarveiðar í sumar. Forsvarsmenn bæjarstjórnarinn- ar héldu til Reykjavíkur í fyrrinótt til að ganga frá kaupunum og sigldu bátnum síðan úr höfn í Reykjavík áleiðis £il Hafnar í gærkvöldi. Morgunblaðið/Sverrir Hrísey SF á leið til Hafnar HRÍSEY í Reykjavíkurhöfn áður en lagt var af stað til Hafnar. Bæjarsljórn Hafnar neytti forkaupsréttar og keypti skipið af Ríkis- ábyrgðasjóði á 205 milljónir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.