Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 33 Alþjóðlega Kópavogs- mótið hefst í dag Skák Margeir Pétursson SJÖ stórmeistarar tefla á al- þjóðlega skákmótinu í Kópa- vogi, sem hefst í dag kl. 17 í Digranesskóla. Mótið tekur níu daga og er teflt á hverjum degi kl. 17 fram til sunnudags- ins 17. apríl. Þátttakendur eru 22 talsins, þar af átta erlendir skákmenn. Fjórir þátttakenda á mótinu hafa unnið heims- meistaratitil í flokki 16 ára og yngri, Jón L. Árnason, Hannes Hlífar Stefánsson, Kumaran frá Englandi og geysisterkur Ungveiji, Zoltan Almasi, 17 ára, sem er langstigahæsti keppandinn. Af öðrum öflugum gestum má nefna Grikkjann Skembris, sem burstaði Jan Timman í einvígi á Korfu í sumar, og Mark Hebden, sem tefldi á alþjóðlega mótinu við ísafjarðardjúp 1992 og sigr- aði. Honum hefur vegnað vel það .sem af er árinu. Þátttakendalistinn: Z. Almasi, Ungveijal. SM 2.610. Helgi Ólafsson SM 2.535 M. Hebden, Englandi SM 2.530 Hannes H. Stefánsson SM 2.525 S. Skembris, Grikklandi SM 2.525 J. Emms, Englandi AM 2.525 Jón L. Árnason SM 2.520 E. Grivas, Grikklandi SM 2.505 P. Wells, Englandi AM 2.490 Þröstur Þórhallsson AM 2.470 D. Kumaran, Englandi AM 2.465 B. Kristensen, Danm. AM 2.465 Helgi Ass Grétarsson 2.415 Andri Áss Grétarsson 2.355 Guðmundur Gíslason 2.325 Jón Garðar Viðarsson 2.315 Benedikt Jónasson 2.280 Tómas Björnsson 2.260 Guðmundur Halldórsson 2.260 Bragi Halldórsson 2.225 Áskell Örn Kárason 2.225 Ólafur B. Þórsson 2.180 í dag tefla saman: Kristensen- Almasi, Helgi Ól.-Helgi Áss, Andri Áss-Hebden, Skembris- Guðm. Gíslason, Jón Garðar- Hannes, Emms-Benedikt, Tóm- as-Jón L., Grivas-Guðm. Halld., Bragi-Wells, Þröstur-Áskell og Ólafur-Kumaran. Af íslensku þátttakendunum hljóta augu manna fyrst og fremst að beinast að Hannesi Hlífari- Stefánssyni, sem varð efstur á Reykjavíkurskákmótinu um daginn, og Þresti Þórhalls- syni, sem vantar einn áfanga upp á stórmeistaratitil, og Helga Áss Grétarssyni, sem einnig vantar aðeins einn áfanga upp á alþjóð- legan meistaratitil. Ein stutt frá New York Það hafa margir íslenskir skák- menn dálæti á skoska leiknum. Þessi skák var tefld á opna mót- inu í New York um páskana: Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Moulin, Belgíu Skoski leikurinn 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. d4 - exd4 4. Rxd4 — Dh4!? Djarfasta svarið við skoska leiknum, en ekki hátt skrifað í fræðunum. 5. Rc3 - Bb4 6. Be2! Fórnar peði. í framhaldinu festist svarti kóngurinn á miðborðinu og það gefur hvíti góð færi. 6. - Dxe4 7. Rdb5 - Bxc3+ 8. bxc3 - Kd8 9. 0-0 - Rf6 10. Hbl!? í þekktri skák stórmeistaranna Azmajparashvili, Georgíu, og Svíans Jonny Hectors í San Se- bastian 1991 varð framhaldið 10. Be3 - He8 11. Hel - Dd5 12. Dcl - Df5 13. Da3 með góðum sóknarfærum og hvítur vann í aðeins 24 leikjum. 10. - He8 11. Bf3 - Dc4 12. Bg5 - He5 13. Dd2! - a6 14. Rd4 - Hc5? Afspyrnulélegur leikur. Hvítur hefur meira en nægar bætur fyr- ir peð, en 14. - d6 var nauðsyn- legt. a b c d e I g h 15. Bxf6+ - gxf6 16. Dh6 - Ke7 17. Hfel+ - Re5 18. Rf5+ Ungveijinn Zoltan Almasi, 17 ára, er stigahæsti keppandinn á Kópavogsmótinu. - Ke6 19. Be4 - d5 20. Bd3 - Da4 21. Df8 og svartur gafst upp. Skákþing Norðlendinga á Sauðárkróki Skákþing Norðlendinga 1994 verður haldið á Sauðárkróki dag- ana 14.-17. apríl, um næstu helgi. í opnum flokki er teflt um sæmd- arheitið „Skákmeistari Norður- lands“ og að auki um eitt sæti í landsliðSflokki á Skákþingi ís- lands í haust. Öllum er heimil þátttaka í opna flokknum og má jafnvel búast við því að skákmenn af höfuðborgarsvæðinu mæti til leiks og geri tilraun til að krækja sér í landsliðssætið. Veitt eru fimm peningaverðlaun í opna flokknum, þar af 20 þúsund krón- ur fyrir efsta sætið. Teflt verðut- í Safnaðarheimil- inu, Aðalgötu 1, og verður mótið sett fimmtudaginn 14. apríl kl. 13.45. Keppni í unglinga- og kvennaflokki héfst laugardaginn 16. apríl kl. 13. Sunnudaginn 17. apríl kl. 14 fer fram Hraðskák- mót Norðurlands. Þátttaka til- kynnist í síma 95-35509 (Harald- ur Hermannsson) og 95-35978 (Guðmundur Gunnarsson). Skólaskákmót Reykjavíkur, einstaklingskeppni Úrslitakeppnin fer fram í fé- lagsheimili Taflfélags Reykjavík- ur í Faxafeni 12 dagana 11.-13. apríl næstkomandi. Taflið hefst alla dagana kl. 19. Keppninni er skipt í tvo flokka, eldri flokk fyrir nemendur í 8.-10. bekk grunnskólans og yngri flokk fyrir nemendur 1.-7. bekkjar. Tefldar verða níu umferðir eftir i Monrad-kerfi í báðum flokkum. Umhugsunartíminn er hálftími á' skák fyrir hvern keppanda. Rétt til þátttöku í þessum Reykjavíkurúrslitum eiga tveir efstu menn í skákmótum hvers grunnskóla í hvorum aldursflokki fyrir sig. Þátttökutilkynningum þurfa að fylgja úrslit í skólaskák- mótum. Þeim má skila til Taflfé- lags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Umsjónarmenn Reykjavíkurúr- slitanna eru Ólafur H. Ólafsson og Ríkharður Sveinsson. Þrír efstu menn í hvorum ald- ursflokki vinna sér rétt til þátt- töku í Landsmóti skólaskákar, sem fram fer á Húsavík 5.-8. maí næstkomandi. Voratskákmót Hellis Taflfélagið Hellir í Reykjavík verður með opið Voratskákmót mánudagana 11. og 18. apríl. Tefldar verða sex umferðir eftir Monrad-kerfi. Mótið fer fram í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi í Breiðholti og hefst kl. 20 báða dagana. Félagsmenn í Helli greiða ekkert þátttökugjald en i fyrir aðra er það kr. 500 fyrir fullorðna og kr. 300 fyrir 15 ára og yngri. Rit um hreppstjórnar- menn í Kelduneshreppi Húsavík. SIGURÐUR Jónsson bóndi í Garði hefur nýlega sent frá sér fróðlegt rit um þreppstjórnar- menn í Kelduneshreppi í Norður- Þingeyjarsýslu . Þar er afar fróðleg samantekt um frammámenn í Kelduneshreppi í rúm 200 ár, hreppstjóra frá 1790 til 1993 og hreppsnefndarmenn og oddvita frá árinu 1874 til vorra daga og stutt æviágrip þeirra. í fróðlegum inngangi getur Sigurður þess að fyrst sé minnst á starfsheit- ið hreppstjóri 1245 og í Jónsbók sé gert ráð fyrir tveim hreppssam- komum á ári og allir bændur hafi þá verið skyldugir að sækja þessar samkomur. Sigurður sem á þessu ári verður 75 ára segist að mestu vera hættur búskap og við hafi tekið Jón sonur hans svo margar tómstundir hafa skapast, sem hann hefur notað til að skrá ýmsan óskráðan fróðleik, sem fullyrða má að annars hefði gleymst og glatast. I sambandi við þetta lofsverða framtak, kemur mér í hug umræðu- þáttur „Ingó og Völu“ í sjónvarpinu nýlega, þar sem efri árin voru til umræðu og tómstundir eldri borg- ara voru rædd. Svo til eingöngu var rætt um hvernig þeir eldri gætu ejdt tímanum við skemmtanir en ekki bent á ýmis störf sem þeir gætu tekið sér fyrir hendur. Hér er eftirtektarverð fyrirmynd hjá bónda sem er að hætta eða hættur búskap og tekur sér fyrir- hendur skráningu gamalla heimilda við erfiðar aðstæður því heimilda þarf hann að afla meðal annars hjá Þjóðskjalasafninu. En hann býr það langt frá því, að ekki eru margir bæir á íslandi í meiri fjarlægð. „Það er enginn vandi að finna sér verkefni," segir Sigurður bóndi. „Ég þekki mann sem hefur tekið sér fyrir hendur teikningu og skrán- ingu heimagrafreita og kirkju- garða, í hans nágrenni, en kirkju- garðar eru víða á landinu illa eða svo til óskráðir en hægt að fá heim- ildir um nú sem eru óðum að hverfa. Annan þekki ég sem lagt hefur fyrir sig að skrá örnefni í landar- Fyrirlestur um heim- speki Díógenes NICHOLAS Denyer heldur í dag, laugardag, fyrirlestur í Fclagi áhugamanna um heimspeki. Fyrirlesturinn nefnist „Diogenes the Dog“ eða Hundurinn Díógenes og fjallar hann um gríska heimspek- inginn Díógenes sem uppi var á 4. öld f.Kr. og afstöðu hans til heim- spekinnar. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 101 í Lögbergi og hefst hann kl. 14. Öllum er heimill aðgangur. j. Aðgangur er ókeypis. Nicholas Denyer er staddur hér á landi á vegum Erasmus-samkipta- nets í fornaldarheimspeki sem heimspekiskor heimspekideildar Háskóla íslands á aðild að. Hann kennir heimspeki og fornfræði á Þrenningargarði (Trinity College) í Cambridge-háskóia. Hann hefur gefið út bókina „Language, Thought and Falsehood" (Mál, hugsun og ósannindi), Routledge 1992, óg Qallar þar m.a. um áhuga grískra heimspekinga á ósannind- um. Morgunblaðið/Silli Höfundurinn Signrður Jónsson, höfundur rits- ins. t • eign sinni og enn annar, sem skráð hefur nöfn gamalla miða til sjós, en nú eru nöfn þeirra að gleymast og aðeins talað um dýpið á staðn- um. Svo er aldrei gert nóg af því að skrá ýmsa atburði og heimildir fyrir þeim, sem þeir eldri muna, en með þeim hverfa. Sumir læra bók- band, aðrir útskurð og fleira mætti til telja. En mikilsvert er að finna sér önnur viðfangsefni en spil og því um líkt, finna sér einhver verk- efni fyrir hug og hönd, það er starf- sömu eldra fólki fyrir mestu liafi það heilsu til.“ - Fréttaritari. ■ TAFLFÉLA GIÐ Hellir verður með opið Voratskákmót mánudag- ana 11. og 18. apríl. Tefldar verða 6 umferðir efitr Monradkerfi. Teflt verður í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Taflið hefst kl. 20 báða dagana. Frítt fyrir félags- menn, 500 kr. fyrir fullorðna, 300 kr. fyrir fimmtán ára og yngri. Allir velkomnir. ■ LISTI Jafnaðarmanna við kosningar til bæjarstjórnar Húsa- víkur á komandi vori hefur verið þannig skipaður: 1. Jón Ásberg Salomonsson, bæjarfulltrúi, 2. Pálmi Björn Jakobsson, kennari, 3. Guðrún Kr. Jóhannsdóttir, kennari, 4. Brynjar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri, 5. Þorgrímur Sigurjónsson, bifreiðastjóri, 6. Árni Grétar Árnason, rafvirki, 7. Dóra Fjóla Guðmundsdóttir, fóstra, 8. Ólafur Hafsteinn Kára- son, verkstjóri, 9. Árni Sigurðs- son, sjómaður, 10. Ingunn Hall- dórsdóttir, fóstra, 11. Geirfinnur Svavarsson, iðnrekandi, 12. Guð- rún Kristinsdóttir, íþróttakennari, 13. Magnús Andrésson, sjómaður, 14. Óskar Þ. Kristjánsson, bif- reiðastjóri, 15. Guðmundur A. Aðalsteinsson, sjómaður, 16. Helgi Þór Kárason, afgreiðslu- maður, 17. Herdís Guðmundsdótt- ir, húsmóðir, og 18. Ólafur Er- lendsson, framkvæmdastjóri. í nú- verandi bæjai-stjórn eiga jafnaðar^ menn einn fulltrúa sem nú leiðir þennan lista. - Fréttaritari. ■ MAX-MÓTIÐ sem er íslands- mót í innanhússknattspyrnu at- vinnulökkviliða 1994 verður hald- ið í íþróttahúsinu Austurbergi í boði lþróttafélags Slökkvistöðvar- innar í Reykjavík. Keppt er í A- og B-riðli og hefst keppni kl. 13.30 og lýkur um kl. 17. MAN 10,150, árg. '90, 6 cyl., 150 hö, ek. 127.000, 34 rrúkassi. Á bílnum er 1500 kg. Z-lyfta með 190 cm álpalli. Nýskoðaður. Hlutabréf í Sendibílastöðinni hf. getur fylgt. Uppl. í símum 674406 og 985-23006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.