Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.04.1994, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994 Minning Selma Gunnhild- ur Guðnadóttír Mig langar til að minnast vin- konu minnar, Selmu í Gunnhildar- gerði. Kynni okkar hófust fyrir mörgum árum og æ síðan hef ég átt hana að vini. Það var svo gam- an að ræða við hana, enda var hún bæði skynug og skemmtileg. Orða- tiltæki hennar voru kapituli út af fyrir sig. Og hún nefndi hlutina sín- um nöfnum. Hún talaði um fyrir flóð og eftir flóð og þar átti hún við þegar flæddi inn um allt Gunn- hildargerði. Og við fórum í drífó og penuðum og pússuðum. Hún talaði líka um að setja rétta merki- miða á hlutina og átti svör við flestu. Við drógum mannakorn úr boxinu hennar er við sátum í eld- húskróknum. Oft áttu þau við það, sem efst var á baugi þá stundina. Og hún sagði: Pældu í því, við hljót- um að vera í hávegum hafðar hjá Guði, hefðarkonumar. Við gátum setið og rætt lífsins gang og mann- legan breyskleika fram og til baka. Það var enginn sem átti neitt inni hjá Selmu. Þeir sem ekki þekktu hana, vissu ekki alltaf hvernig þeir áttu að taka hrein- skilni hennar, en við hin höfðum oft gaman af, því að við vissum hve réttlætiskennd hennar var sterk. Já, hún átti engan sinn líka. Þakklát er ég fyrir að hafa fengið að kynn- ast henni og allar stundir okkar saman. Aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Megi Guð og allir englarnir geyma þig elsku Selma. „Drottinn, lát mig vera farveg friðar þíns - að ég megi flytja kærieika þangað sem hatur ér - að ég megi flytja anda fyrirgefningar þangað sem ranglæti er - að ég megi samhug þangað sem sundrung er - að ég megi flytja sannleika þangað sem villa- er - að ég megi flytja trú þangað sem efí er - að ég megi flytja von þangað sem örvænting er - að ég megi flytja bitu þangað sem myrkur er - að ég megi flytja gleði þangað sem hryggð er. - Drottinn, veittu að ég megi fremur leit- ast við að hugga en vera huggaður - að skilja fremur en vera skilinn - að elska fremur en að vera elskaður. - Því með því að gleyma sjálfum mér, auðnast mér að fínna. - Með því að fyrirgefa öðlast ég fyrirgefningu. - Með því að deyja vakna ég til eilífs lífs. Arnen." (Bæn Frans frá Assissí.) Margrét Sumarliðadóttir. Selma Guðnadóttir, systir mín, varð bráðkvödd á heimili sínu að morgni 25. mars sl. Hún var fædd í Keflavík, næst yngsta barn hjón- anna Karólínu Kristjánsdóttur og Guðna Jónssonar vélstjóra. Ég var sjö ára gömul þegar Selma fæddist svo oft kom það í minn hlut að passa hana. Mér fannst ég bera talsverða ábyrgð á henni sem barni og var stolt af því að eiga þessa litlu systur. Hún var bráðþroska og fróðleiksfús og því var hún síspyijandi. Ég man hvað mér leiddust stundum þessar spurn- ingar, einkum þegar ég átti engin svör við þeim. Selma var snemma læs og mikill lestrarhestur. Allt sitt líf las hún bækur um hin ólíkustu efni, hún hafði mikið yndi af ljóðum og kunni mikið af þeim. í skóla var hún góður nemandi og sóttist nám- ið vel en skólagangan varð ekki löng. Selma var fjórtán ára þegar fað- ir okkar lést af slysförum. Fráfall hans var okkur öllum mikið áfall, ekki síst Selmu sem var á viðkæm- um aldri og mjög hænd að honum. Föðurmissirinn hafði mikil og djúp áhnf á hana. Ég gifti mig og fluttist burt, fyrst til útlanda og síðan austur á land. Sambandið milli okkar rofnaði nokkuð eins og gengur en endurnýj- aðist þegar hún kom til okkar í Egilsstaði og var þar í nokkra mán- uði. Þá voru börnin lítil og nóg að gera á stóru heimili. Hún lét ekki sitt eftir liggja við heimilisstörfín enda dugleg og bráðmyndarleg í Minning Þorbjörg Jónsdóttir Fædd 22. september 1916 | Dáin 28. mars 1994 .i I Mig langar að minnast Þorbjarg- ar Jónsdóttur, en hún lést á Vífils- stöðum þann 28. mars síðastliðinn eftir erfið veikindi. Þorbjörgu kynntist ég fyrir um einu og hálfu ári er ég kom á heimili hennar og Óskars, eftirlifandi manns hennar, til þess að vinna við heimilishjálp hjá þeim. Það var alltaf gaman að koma til Þorbjargar, en ég var tvisvar í viku hjá henni og reyndi að gera allt sem ég gat til þess að hún yrði ánægð og glöð. Hún vildi alltaf hafa hreint og fínt í kringum sig. Þorbjörg var búin að vita hvað veikindi voru, hún fór oft á spítala síðustu árin, en ekki var hún að kvarta þótt eitthvað væri að. Óskar, þú ert nú búinn að vera stoð og stytta konu þinnar og ert búinn að reynast konu þinni vel í hennar veikindum. Ég kynntist nú ekki neinu af hennar fólki eða ástvinum sem ekki er kannski von, því ég var alltaf á morgnana hjá henni. Eina konan sem ég hitti hjá Þorbjörgu var Lilja hjúkrunarfræðingur, en hún kom og baðaði hana tvisvar í viku og kunni hún vel að meta það. Lilja var ætíð góð við hana og vil ég nota tækifærið og þakka henni fyr- ir allt sem hún gerði fyrir Þor- björgu. Óskar, það er sárt að sjá á eftir ástvinum, en ég veit að það er al- góður Guð sem tekur við hinum megin og leiðir Þorbjörgu til nýrra heimkynna. Að lokum vil ég þakka henni fyrir allar samverustundirnar og bið góðan Guð að blessa Óskar og alla hennar ástvini. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég ykkur öllum. Guð blessi ykkur. Guðrún Jóhannsdóttir. verkum sínum þegar hún tók sig til. Frá þessum tíma eigum við öll góðar minningar tengdar henni sem nú ylja. Selma bjó allan sinn búskap í Keflavík og kom sér upp notalegu heimili at' litlum efnum. Hún kunni vel að meta fallega hluti og vildi hafa snyrtilegt í kringum sig. Hún hafði líka smekk fyrir fallegum föt- um, hafði gaman af að punta sig og vera vel til fara. Hún eignaðist fáa vini en var vinföst og mundi þá sem reyndust henni vel. Það var ríkt í fari hennar að standa við sín- ar skuldbindingar og láta engan eiga neitt hjá sér. Ég ætla.ekki að rekja lífshlaup Selmu systur minar en ævi hennar ver enginn dans á rósum. Hún átti lengst af við heilsuleysi að stríða og hin síðari ár dvaldi hún langdvöl- um á sjúkrahúsum. Hún gerðist meðlimur í AA-samtökunum og þar vann hún mikið og gott starf. Hún var boðin og búin að aðstoða aðra sem áttu við sama vandamál að stríða og hún og þeir voru margir sem til hennar leituðu. A erfiðum stundum leitaði hún að styrk í trúni á Jesúm Krist og var sannfærð um að líf væri að þessu loknu. Ég kveð systur mína í þeirri vissu að nú sé hún.komin til Guðs og laus við allar þjáningar. Guðna Þór, syni hennar, og kon- unni hans vottum við, ég og fjöl- skylda mín, innilega samúð, einnig Dodda vini hennar, sem reyndist henni svo vel. Jóhanna. Kær vinkona er farin í ferðina miklu og það vannst ekki tími til að kveðja. Við álítum oft að við Fæddur 18. september 1929 Dáinn 29. mars 1994 í dag er til moldar borinn faðir okkar, Guðjón S. Öfjörð, sem fékk hvfldina sína eftir langa og erfiða baráttu við illvíga sjúkdóma. Við ólumst upp á Eyrarbakka, þar sem pabbi átti og rak vélaverk- stæði, og það rifjast upp margar ljúfar minningar frá bernskuárun- um á Bakkanum. Það er eins og þar hafí alltaf verið sól. Pabbi var mikill laxveiðimaður og var orðinn „goðsögn“ í Ölfus- ánni því alltaf fékk hann pabbi lax og honum leið hvergi betur en úti að veiða. Þó var það ekki síst félags- skapurinn sem gaf honum svo mik- ið. Að fá að vera með sínum veiðifé- lögum sem voru honum svo tryggir og góðir vinir. Það var svo fyrir rúmum tíu árum að pabbi og mamma fluttust búferl- um á Selfoss. Allt gekk vel eða þar til fyrir nokkrum árum að baráttan við illvígan sjúkdóm hófst. Það tókst þó að komast í veg fyrir hann en í kjölfarið fylgdu fleiri sjukdómar. Veikindi pabba öftruðu honum ekki frá því að stunda vinnu og áhuga- mál, því að gefast upp var ekki í hans huga. Það var svo fyrir rúmri viku að pabbi veiktist skyndilega og baráttan var búin, hann lést í Landspítalanum hinn 29. mars síð- astliðinn. Pabbi var í okkar huga afskap- lega hlýr og yfirvegaður maður. Að hann hastaði á okkur var frem- ur fátítt, en hann lét okkur samt vita ef honum mislíkaði það sem við höfðum gert eða ætluðum að framkvæma. Bamabömunum sínum var hann góður og fylgdist hann jafnan vel með þeim. Og þau eiga eftir að sakna þess að fá ekki að hitta „afa Gaua“. Það er erfitt ða sætta sig við það að hann pabbi skuli vera farinn frá okkur. Við þökkum honum innilega fyrir samvemna sem var í raun allt of stutt og þá góðvidl og hlýju sem hann sýndi okkur í gegnum árin. Við trúum því að eitthvað betra bíði hans og honum líði vel þar sem hann er nú. Við eigum þó alltaf minningarnar um hann sem eru svo höfum nægan tíma, en fyrr en var- ir er sandurinn í stundaglasinu runninn sitt skeið og við sitjum eft- ir með sorg í hjarta og ósvaraðar spurningar. Selma mín, minningarnar hrann- ast upp þegar ég hugsa til baka. Við saman í skóla, stór strákur að stríða mér, ég volandi af hræðslu. Þá birtist þú eins og frelsandi eng- ill og bjargaðir mér. Svona varstu, máttir ekkert aumt sjá, þá varstu farin að hjálpa. Árið sem við fermd- umst, þú misstir pabba þinn sem þér þótti svo mikið vænt um, það breytti þér. Þetta var töff heimur og þú skyldir þá bara vera töff líka. Við saman í frystihúsi sumarið eftir fermingu, þú varst farin að reykja, ég varð að prófa það líka. Stuttu seinna skildu leiðir, það var svo mikill hraði á þér á þessum árum að ég hafði ekki við þér, þú þurftir að prófa allt. Við eignumst drengi á sama árinu. Þeir verða góðir vinir og Guðni kemur oft heim með Gunna, þá fæ ég fréttir af þér, en því miður ekki alltaf góðar. En svo fer að birta til hjá þér, þú leitar þér hjálpar til að halda niðri sjúkdómnum sem herjaði á þig. í mörg ár gastu haldið þessum sjúkdómi niðri og við hittumst oft á þessum árum og þá var mikið spjallað. Eitt atvik stendur upp úr. Vinir þínir gáfu þér hjól í sumar- gjöf. Þú varst alsæl að geta komist allra þinna ferða. Einn daginn komstu hjólandi í rigningu og roki, alveg komin í þrot því sjúkdómurinn heijaði á þig. Þú hlóst mikið og talaðir oft um það þegar ég benti þér á að þú fórst lengri leiðina til okkar að leita þér hjálpar frekar en að skreppa bara í búðina og byija aftur. Ég man líka eftir þér úti á yndislegar og enginn getur tekið frá okkur. Elsku mamma, það að hann skyldi eiga þig að var honum mik- ill styrkur í hans veikindastríði. Sama var á hveiju gekk, alltaf stóðst þú þig eins og hetja. Enginn hefði getað verið betri við hann og hugsað eins vel um hann og þú gerðir. Megi góður Guð styrkja þig við þennan missi. Einnig viljum við þakka O.llE Landspítalanum og gjörgæsludeild fyrir frábæra umönnun allan tímann og svo í lok- in: Legg ég nú bæði líf og önd, , ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H.P.) Jóhanna, Guðlaug, Birgitta og fjölskyldur. Það var í upphafi árlegs páska- leyfis starfsmanna sem okkur barst fregnin um lát Guðjóns. Slíkar fregnir koma ávallt róti á huga hinna efirlifandi, ekki síst í andrúmi hátíðisdaga þegar hægir á kapp- hlaupi daglegrar lísbaráttu. I gönguför um mannlausan verk- smiðjusal á páskum hrannast upp minningr og orðtakið þúsund þjala smiður öðlast skýra merkingu við innlit í verkfæraskáp hagleiks- manns. Það var fyrir rúmum áratug að Guðjón S. Öfjörð hóf störf hjá fyrirtæici okkar. Með þeim liðsauka bættist okkur traustur starfsmaður til margra ára. Viðgerðir, nýsmíði, og fram- leiðsla flókinna afurða varð krefj- andi starfsvettvangur fyrir hinn reynda verkstæðisfomann af Bakk- anum. Iðn sína nam hann hjá Kaupfé- lagi Árnesinga, en síðan stofnði hann eigin vélsmiðju á Eyrarbakka sem hann rak í mörg ár. Margþætt og erfið verkefni Guðjóns á þeim árum sem hann rak smiðjuna voru grundvöllur þekkingar hans á við- haldi véla og tækja. Guðjón sagði fátt af sjálfum sér, en stöku sinnum minntist hann at- burða frá árunum á Eyrarbakka, Ítalíu með vinkonu þinni sem átti stutt eftir, þú fórst með henni til að gleðja hana og gera henni dvöl- ina sem ánægjulegasta. Eitt síðasta samtal okkar snerist um það hvað tæki við eftir dauðann. Það varst þú sem á sínum tíma fékkst mig til að hugsa um þessi mál og við rædd- um oft um karma og skyld efni. Við erum búnar að fara langan veg, Selma mín, oft var erfitt hjá þér, en þú stóðst upp aftur, burstað- ir af þér rykið og hélst áfram. Ég varð mjög glöð þegar ég frétti að þú værir komin í sambúð með manni sem bæri þig á höndum sér. Ég var alltaf á leiðinni til ykkar með blóm, það varð ekkert af því, þú varst farin áður. Þú sagðir líka oft: „Það er of seint að færa vinum sínum blóm þegar þeir eru farnir.“ Elsku Selma mín, samferð okkar hérna megin er lokið, ég mun sakna þín, en ég á margar góðar minningar að ylja mér við og ég er sannfærð um að þegar minn tími kemur að fara í ferðina miklu þá stendur þú á ströndinni og tekur á móti mér og þá verður spjallað eins og í gamla daga. Nú ert þú laus við þjáningar þínar og fyrr en varir verður þú farin að hjálpa þeim sem minna mega sín hinum megin. Um leið og ég votta syni þínum, tengdadóttur, sambýlismanni og öðrum ættingjum innilega samúð ætla ég að kveðja þig með bæninni sem var okkur báðum svo kær. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Guð blessi þig um alla eilífð elsku Selma og hafðu þökk fyrir allt. Sigga. uppgangstíma lífs síns og fjölskyld- unnar. Ekki er að efa að uppvöxtur Guðjóns hafði áhrif á starfsval hans, en faðir hans, Sigfús Þ. Öfjörð á Lækjarmóti, var frumkvöðull um rekstur vinnuvéla á Suðurlandi. Guðjón var ljúfmenni í umgengni og janflyndi hans var einstakt. Þeir eðliskostir nutu sín best við erfið verkefni þar sem þolinmæði og þrautseigja giltu. Þessir eiginleikar áttu áræðanlega einnig þátt í þeirri velgengni sem Guðjón naut við aðal- áhugamál sitt, stangveiðarnar. Fyrir nokkrum árum gekkst Guð- jón undir erfiða aðgerð sem raskaði nokkuð daglegum högum hans. Hann komst til sæmilegrar heilsu um sinn, en síðar tók heilsu hans að hraka. Það var honum mikilvægt að sinna störfum sínum áfram eftir því sem aðstæður leyfðu og víst er, að í þeim efnum gekk hann ávallt lengra en samræmdist getu hans og aðstæðum. Barátta Guðjóns ein- kenndist af miklu þolgæði og að- dáunarvert var að fylgjast með honum óbuguðum í erfiðleikum sín- um. Samstarfsmenn og forráðamenn Set hf. minnast trausts vinar og félaga og víst er að hann markaði dijúg spor í sögu fyrirtækis okkar á liðnum árum. Eiginkonu Guðjóns og fjölskyldu sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Bergsteinn Einarsson. Minning Guðjón S. Öfjörð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.