Morgunblaðið - 09.04.1994, Síða 6

Morgunblaðið - 09.04.1994, Síða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRIL 1994 Hugsað og skrifaö á íslensku GUÐMUNDUR Einarsson frá Mið- dal kemur mörgu ungu fólki á óvart, það þekkir ekki þennan listamann að neinu ráði. Þó var hann áberandi í listalífi landsins yfir fjóra ára- tugi, frá 1919 til 1963, en það ár lést hann 67 ára að aldri. Guð- mundur var afkasta- maður: Listmálari, myndhöggvari og leir- listamaður, listhönn- uður, Ijósmyndari og kvikmyndagerðarmað- ur, útivistar- og nátt- úrulífsmaður. Hann var frumkvöð- ull í grafíklist hérlendis og einn af fyrstu ís- lensku málurunum til að vinna að ráði með vatnsliti. Eftir hann liggja húsgögn, skart- gripir og húsaskreyt- ingar og nægir þar að nefna stuðlabergsloft- ið í Þjóðleikhúsinu, silfurbergshvelfingu Háskólans og lág- myndina á Landspítalanum. Þetta vann Guðmundur í samráði við Guðjón Samúelsson húsameistara en fáir vita að þeir hönnuðu í sam- einingu háborg Reykjavíkur efst á Skólavörðuholti. Guðmundur lét mikið að sér kveða í umræðu um listir. Hann stofnaði Bandalag íslenskra lista- manna með Jóni Leifs og Gunnari Gunnarssyni, en aðrir ávextir atorku hans á þessum vettvangi voru súrari. Deilur við starfsbræð- ur yfirskyggðu list hans og hafa líklega valdið því að honum var ýtt til hliðar. Afkomendum Guðmund- ar hefur af þessum sökum þótt hann vanmetinn og efna nú og á næstu misserum til sýninga á verkum hans í samvinnu við ýmsa aðila. Á næsta ári verður öld liðin frá fæðingarári listamannsins. Hafin er í Listasafninu á Akur- eyri sýning á náttúrustemmning- um Guömundar, oliumálverkum og vatnslitamyndum. Þar eru sýn- ir úr Ölpunum, frá Grænlandi og íslandi. Þetta er fyrsta sýningin af fjórum til fimm sem fyrirhugað- ar eru. í maí verður opnuö í Reykja- vík önnur sýning, í Listhúsinu í Laugardal, hugsanlega á myndum frá fyrstu árunum í list Guðmund- ar, 1918-1929. Ætlunin er síðan að sýna í Ammassalik á Græn- landi í haust, málverk og leimuni. Loks er í ráði að halda í Reykjavík yfirlitssýningu á verkum Guð- mundar. Það yrði á Kjarvalsstöð- um 1995. Ari Trausti Guð- mundsson jarðfræð- ingur, einn sona lista- mannsins, hefur staðið fyrir skipulagi sýninganna. Hann segir að deilur Guð- mundar og fleiri myndlistarmanna hafi staðið um ára- tuga skeið og fígúra- tívir málarar eins og Guðmundur, Gunn- laugur Blöndal og Finnur Jónsson orðið undir. „Klisjur komu upp eins og algengt er í myndlist og menn voru skilgreindir," segir Ari Trausti. „Þetta þokaði þeim svolítið út af sviðinu, úr umræðunni, af samsýningum heima og erlendis og frá kaupum til listasafna. Merkimið- arnir hafa setið fastir á list Guð- mundar og þess vegna hafa verk hans lítið sést. Þetta hefur fyrst farið að breytast á allra síðustu árum, sýning á landslagsmyndum hans á Kjarvalsstöðum vakti til að mynda mikla athygli." Guðmundur var þrátt fyrir þetta einn fárra sem lifðu af list sinni hérlendis. Hann hélt fjölda sýn- inga á íslandi og erlendis raunar líka. Olíuverk hans fram undir sjötta áratuginn einkenndust af dimmum litum eða jarðlitum og mikilli teikningu. Þetta voru kröft- ugar víðáttumyndir úr náttúrunni. Síðar urðu þær bjartari og stund- um lauslega málaðar. Með árun- um sneri hann sér að vatnslita- myndum fyrst og fremst og högg- myndum. Vatnslitamyndirnar hafa lííið sést á sýningum þar sem þær seldust beint úr vinnustofu Guð- mundar. „Þeirra á meðal," segir Ari Trausti, „eru margar óvenju- legar myndir sem sýna vel hvað hann var miklu lausbeislaöri lista- maður og áræðnari en deilurnar gáfu tilefni til að halda. Það verður mjög skemmtilegt að leiða í Ijós alla breiddina í því sem eftir Guð- mund liggur." Þ.Þ. Eftir Jóhann Hjálmarssen STÍLVERÐLAUN Þórbergs Þórðar- sonar voru veitt í þriðja sinn f lok mars. Að þessu sinni fékk Þor- steinn Gylfason heimspekingur og prófessor verðlaunin, en áður hafa þau runnið til skáldanna Gyrðis Elíassonar og Þorsteins frá Hamri. ♦ Ireglum um verðlaunin segir: „Verðlaunin eru veitt fyrir óvenjulega stílgáfu og frumleik í meðferð íslensks máls. Þau geta hlotnast hverjum þeim sem vekur athygli fyrir góðan stíl, hvort sem viðkomandi er skáld, blaðamaður, stjórnmálamaður eða fæst af öðr- um ástæðum við ritstörf." Þorsteinn Gylfason hefur birt Ijóð og sent frá sér safn Ijóðaþýðinga, en er kunnastur fyrir ritgerðir, eink- um um heimspekileg efni. Þor- steinn hefur löngum vakið athygli með skrifum sínum og fyrsta bók hans, Tilraun um manninn, var nýj- ung á sínum tíma. Það var ekki síst hinn skorinorði stíll sem gerði bók- ina eftirtektarverða, en hreinskilni og djarfleiki ásamt mátulegri ill- kvittni hafa einkennt Þorstein. Ekki verður heldur annað sagt en Þor- steinn hafi vandað mál sitt og agað. Nauðsyn þess að skemmta Bergljót S. Kristjánsdóttir sem hafði orð fyrir nefndinni sem lagði til að Þorsteini Gylfasyni yrðu veitt stílverðlaunin vitnaði í orð Þórbergs Þórðarsonar um nauðsyn þess að skemmta fólki. Hún komst hnytti- lega að orði í ummælum sínum um fundi samtakanna fyrirtveimur árum var ákveðið að hrinda í framkvæmd gamalli hugmynd um að koma á fót hljómsveitarmóti sem haldið yrði annaðhvert ár til skiptis á Norðurlöndunum og nú er fyrsta mótið að verða að veruleika. Upp- setning mótsins er í stuttu máli þannig að hver hljómsveit leikur tvisvar í borginni Kolding og síðan verða sameiginlegir tónleikar allra hljómsveitanna í leikhúsinu þar. Hljómsveitirnar leika verk byggt á lögum frá þátttökulöndunum sem tónskáldið Butch Lacy hefur samið sérstaklega fyrir mótið. Þátt taka um 1.000 ungir hljóðfæraleikarar frá öllum Norðurlöndunum, Græn- landi og Álandseyjum einnig. Frá íslandi verða þrjár hljóm- sveitir með samtals um níutíu hljóð- færaleikurum. Ein er mynduð af samstarfi tónlistarskólanna í Kefla- vík, Hafnarfirði, Garðabæ, Seltjarn- arnesi og Akranesi. Hún hefur hlot- ið nafnið ÍS-KOLD sinfóníuhljóm- sveit. í henni eru 35 nemendur sem hafa frá áramótum æft undir stjórn Bernarðar Wilkinssonar. Hljóm- sveitin mun í Danmörku leika verk Þorstein þegar hún sagði að hann tæki „vísvitandi stærra upp í sig en hann getur staðið við, og síðast en ekki síst leitast hann við að hugsa í „líkingum", segir vanahugs- uninni stríð á hendur og tengir sam- an fyrirbæri sem virðast óskyld en eru það ekki, þannig að hlutirnir birtast fólki í nýju samhengi og óvaentu Ijósi". Á það ber ekki að líta sem að- finnslur af einhverju tagi þegar Bergljót sagði við þetta hátíðlega tækifæri að í stíl Þorsteins „mætist grallaraskapur og grafalvara, sprell- lifandi frásagnarlist og ærleg fræði- mennska". Ritgerðin sem listgrein „í fæstum orðum virðist mér eina vonin til þess að íslendingur geti hugsað og skrifað yfirleitt vera sú að hann geti hugsað og skrifað á íslénsku." Þetta eru orð sem Þorsteinn Gylfason lét falla um vanda þess að skrifa um fræðileg efni á ís- lensku. Ritgerðin hefur í höndum einstakra manna orðið listgrein. í íslenskum blöðum og tímaritum má öðru hverju rekast á vel skrifað- ar og hugsaðar greinar þótt ekki séu þær ýkja margar. I Skírni til að mynda hafa birst ritgerðir eftir Þorstein og fleiri höf- unda sem eru í senn vel uppbyggð- ar og ágætlega stílaðar. Þessar greinar eru oftar um heimspekileg efni en skáldskap. Bókmennta- menn eru veikir fyrir skilgreiningum sem stundum geta flokkast undir það sem Þorsteinn kallar „skilgrein- ingarveikina", þeir eru margir háðir eftir Berlioz, Bartók, Bizet og Jón Leifs. Til að gefa íbúum þeirra bæja sem áður er getið kost á að heyra í hljómsveitinni áður en hún heldur til Danmerkur hefur verið ákveðið að sveitin haldi tónleika í samvinnu við tónlistarskólana á hverjum stað sem hér segir: í Kirkjuhvoli Garðabæ mánudag- inn 11. apríl kl. 20.00, á Akranesi í sal Tónlistarskólans þriðjudaginn 12. apríl kl. 20.00 og á Seltjarnar- nesi (tími óákveðinn). Hljómsveitin leikur svo í Keflavík miðvikudaginn 20. apríl kl. 18.00. Á öllum þessum tónleikum leikur hljómsveitin verk þau sem hún mun flytja í Danmörku en auk þess verða tónlistarskólarnir á hverjum stað með tónlistaratriði. Aðgangur verð- ur kr. 500 sem renna mun í ferða- kostnað hljómsveitarinnar. Auk áðurnefndrar hljómsveitar fara utan Kammersveit Tónlistar- skólans á Akureyri undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar og Bossa Nova bandið frá Tónlistar- skólanum á Seltjarnarnesi. Sýningar á verkum Guómundar frá Miödal hef jast i Listasafn- inu á Akur- eyri Norrænt hljómsveitamót í Kolding, Danmðrku NORRÆNT hljómsveitamót verður haldið f Kolding f Danmörku dagana 22.-24. apríl. Að þvf standa samtök tónlistarskólastjóra á Norðurlönd- um en íslendingar hafa verið aðilar að þeim frá upphafi, í um tuttugu ár. Þorsteinn Gylfason er heint- spekingur sem eins og Þórberg- ur Þóróarson laetur sér annt um aó skemmta fólki. pólitísku veðurfari. Þegar marxismi er orðinn úreltur að boða tekur við femínismi eða jafnvel umhverfis- vernd svo að unnt sé að æsa sig út af einhverju. Strúktúralismi og ýmsar lærðar kenningar hafa ekki að marki fest rætur í bókmennta- fræðinni. í smiðju til rithöfunda Til þess að listrænar ritgerðir hverfi ekki þurfa menn að fara í smiðju til rithöfunda, jafnt heim- spekingar sem aðrir. Við móttöku stílverðlaunanna rifjaði Þorsteinn Gylfason upp að Páll Melsteð mannkynssöguhöfundur hefði kunnað það ráð að glugga í Njálu áður en hann settist við skriftir. Sjálfur sagðist Þorsteinn lesa Snor- ra Sturluson, Þórberg og Voltaire í því skyni að efla sig í ritlistinni. Snorri var eins og Þorsteinn drap á meistari hins einfalda og að því er virðist áreynslulausa stíls. En til þess að geta skrifað „hversdags- lega“ veðurlýsingu sem í raun er um heimsenda (drífur snær úr öllum áttum), þarf ögun sem er á fárra færi. Haukur Halldórs- son sýnir í Hallgrímskirkiu NÚ stendur yfir sýning Hauks Halldórssonar í Hallgrímskirkju, en hann sýnir þar emeleraðar gljámyndir. Yfirskrift sýningarinn- ar er „Trú og tákn í tveim heim- um“. Haukur gerði frummyndirnar en fékk kínverska listiðnaðarmenn til að vinna myndirnar. Þetta er í fyrsta skipti sem vest- rænn listamaður stendur að sýn- ingu með þessum hætti, segir í kynningu. Myndefnið er m.a. sótt í teiknibókina á Árnasafni sem sýn- ir kirkjuskreytingar á íslandi á mið- öldum, auk gamalla víkinga- og indíánamynda. Sýningin er opin á opnunartíma kirkjunnar og stendur til 24. apríl. ------» ♦ »------ Maraþontönleikar LÚÐRASVEIT Tónslistarskólans í Keflavík heldur maraþontónleika í dag, laugardaginn 9. apríl, kl. 13-19 á sal Tónlistarskólans við Austurgötu. Lúðrasveitin er 27 manna sveit undir stjórn Karenar Sturlaugsson. Þetta er liður í fjáröflunarstarfi sveitarinnar vegna fyrirhugaðrar ferðar til Frakklands í maí nk. Þeg- ar er ákveðið að lúðraveitin leiki í Euro-Disney fimmtudaginn 26. maí og einnig á tónleikum í Pontcharra laugardaginn 28. maí. Þá mun sveitin spila fyrir íslendingafélagið í París 31. maí. Foreldrafélag lúðrasveitarinnar veður með kaffisölu á meðan á tónleikunum stendur. Hægt verður að kaupa sér lag, stjórna sveitinni og fleira í þeim dúr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.