Morgunblaðið - 09.04.1994, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994
C 7
MENNING OG LISTIR
NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Norræna húsið
Olav Ch. Jensen og Bodil Kaalund
sýna til 17; apr.
Listasafn íslands
Verk Barböru Árnason til 8. maí.
Safn Ásgríms Jónssonar
Skólasýn. í 30 ár fram í maí.
Gallerí Sólon íslandus
Guðrún Kristjánsd. sýnir til 12. apr.
Gerðuberg
Ósk Vilhjálmsd. sýnir til 24. apr.
Gallerí Onnur hæð
Karin Sander sýnir til 30. apr.
Hafnarborg
Henrik V. Jensen, Ásdís Sigurþórsd.
sýna til 11. apr.
Mokka kaffi
Steingrímur Eyfjörð Kristmundss.
sýnir til 14. apr.
Listasafn Sigurjóns
Hugmynd-Höggmynd til 1. maí.
Listasafn ASI
Dröfn Friðfinnsd. sýnir til 24. apr.
Hallgrímskirkja
Haukur Halldór sýnir til 24. apr.
Gallerí Úmbra
Dominique Ambroise sýnir til 20. apr.
Nýlistasafnið
Veggspjaldasýn. Guerilla Girls og
Haraldur Jónsson sýnir til 24. apr.
Portið
Samsýn. fimm listakvenna til 24. apr.
Galleri 11
Margrét Sveinsdóttir sýnir til 25. apr.
Galleríið „Hjá þeim“
Soffía Sæmundsdóttirs sýnir til 28.
apr.
Slunkaríki ísaf.
Ólafur Már sýnir til 17. apr.
TONLIST
Laugardagur 9. apríl
Lúðrasv. Tónlistarsk. í Keflavík á
maraþontónl. kl. 13. Vortónl. Lúðra-
sv. Verkalýðsins í Bústaðakirkju kl.
17.
Mánudagur 11. apríl
Ntna Margret Grímsd. píanól. t Nor-
ræna húsinu kl. 20.30. Sólveig A.
Jónsd., Hólmfríður Þóroddsd. og
Danner Stonham á tónleikum í Skjól-
brekku kl. 21.
Þriðjudagur 12. apríl
Sönghópurinn Sólarmegin á tónl. í
Safnaðarh. Selfosskirkju kl. 20.30.
Gítarl. David Russell á einleikstónl.
í Áskirkju ki. 20.30.
Miðvikudagur 13. apríl
Kammersveit Hafnarfjarðar heldur
tónl. í Víðistaðakirkju íd. 20.30. Sól-
veig A. Jónsd., Hólmfríður Þóroddsd.
og Darren Stonham á tónleikum í
Safnaðarh. Akureyrarkirkju kl.
20.30. Karlak. Fóstbræður í Lang-
holtskirkju kl. 20.30.
Fimmtudagur 14. apríl
Karlakórinn Fóstbræður í Langholts-
kirkju kl. 20.30.
Föstudagur 15. apríl
Karlakórinn Fóstbræður t Langholts-
kirkju kl. 20.30.
Laugardagur 16. apríl
Karlakórinn Fóstbræður t Langholts-
kirkju kl. 15.
LEIKLIST
Borgarleikhúsið
Gleðigjafarnir kl. 20; fim. 14. apr.,
sun.
Eva Luna kl. 20; lau. 9. apr., sun.,
mið., fös., lau.
Leiklestur á grískum harmleikjum
lau. 9. apr. kl. 16., sun. kl. 16.
Þjóðleikhúsið
Gauragangur kl. 20; sun. 10. apr.
Allir synir mínir kl. 20; fös. 15. apr.
Skilaboðaskjóðan sun. 10. apr. ki. 14.
Blóðbrullaup kl. 20; lau. 9. apr., fös.
íslenska leikhúsið - Hitt húsið
Vörulyftan kl. 20; lau. 9. apr. Leik-
félag Akureyrar
Óperudraugurinn kl. 20.30; lau. 9.
apr., fös., lau.
Bar Par kl. 20.3Ö; sun. 10. apr., fnn.
Nemendaleikhúsið
Sumargestir kl. 20; þri. 12. apr., fim.
KVIKMYNDIR
MÍR
Uppsprettan sun. 10. apr. kl. 16.
Norræna húsið
Kvikm. „Sigurd Drakedreper" lau.
9. apr. kl. 14.
Umsjónarmenn listastofnana og
sýningarsala!
Upplýsingar um listviðburði sem
óskað er eftir að birtar verði í þessum
dálki verða að hafa borist bréflega
fyrir kl. 16 á miðvikudögum merkt-
ar: Morgunblaðið, menning/ listir,
Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir:
91-691181.
METRÓPÓLITAN SAFNIÐ Í NEWYORK
ÞEIR ERU ófáir íslensku mynd-
listarmennirnir sem hafa numið
við Konungiega akademilð f
Kaupmannahöfn. Þar innrituð-
ust flestir sem teljast til fyrstu
kynslóðar fslenskra myndlistar-
manna, til að mynda Þórarinn
B. Þorláksson, Asgrfmur Jóns-
son og Kjarval. Akademfið hafði
vitaskuld ákaflega mótandi
áhrif á danskt listalíf og þar
námu allir þeir málarar sem f
dag eru taldir til gullaldarinnar
f dönsku málverki, en hún er
sögð standa frá 1816 til 1848.
Um þessar mundir hangir uppi
í Metrópólitan safninu f New
York sýning á mörgum helstu
verkum þessa tímabils, og hef-
ur hún notið allnokkrar athygli.
rátt fyrir sterk tengsl íslenskra
myndlistarmanna við Aka-
demíið í Kaupmmannahöfn er ekki
hægt að segja að danskir málarar
frá síðustu öld séu kunnir á ís-
landi; franskir og enskir samtíma-
menn eru mun þekktari. Þannig
hefur það líka verið hér í Bandaríkj-
unum, listasagan er byggð um-
hverfis listamenn stórþjóðanna og
aðrir komast varla að. Og þá stór-
þjóðir dagsins í dag ber á góma,
þá teljast Danir seint þar með, í
það minnsta í landfræðilegu tilliti.
En á nítjándu öldinni höfðu Danir
þó nokkur áhrif; þeir áttu nýlendur
og þeir áttu Kirkegaard, H.C. And-
ersen, Bertel Thorvaldsen — sem
íslendingar reyna árangurslítið að
minna á að þeir eigi helminginn í,
það sannar þessi eina setning þar
að lútandi í Thorvaldsensafninu —
og þeir áttu góðan myndlistarskóla
sem dró að nemendur víðsvegar
úr Evrópu. Kunnasti málarinn til
að útskrifast frá Akademíinu er lík-
lega þýski rómantíkerinn Caspar
David Friedrich, en það má spyrja
hverjir þekki Martinus Rorbye,
Wilhelm Bendz, Carl Dahl, Jens
Juel, P.C. Skovgaard, J.T. Lundbye,
C.W. Eckersberg og Christen
Kobke. Og hina átta málarana sem
eiga myndir á Gullaldarsýningunni.
Nöfnin eru ekki kunnugleg, fyrir
utan kannski tvö þau síðast-
nefndu, en myndirnar gefa fyllilega
tilefni til að kynnast þeim betur
og sannfærast um að danskir lista-
menn voru ekki að gera síðri hluti
á þessum tíma en kollegar sunnar
í Evrópu.
Á árunum 1790 til 1850 var
Kaupmannahöfn ein helsta lista-
miðstöð Evrópu og átti Konung-
lega akademíið stóran þátt í því. Á
þessum tíma þróaðist myndlistin
frá nýklassískum hugmyndum um
túlkun goðsagna og sögulegra fyr-
irmynda, til aukinnar tilfinningar
fyrir náttúrunni og því sem henni
tilheyrði, þar sem listamennirnir
hylltu samtímamann og heiminn
sem þeir hrærðust í. í Danmörku
var breytingin til þessa nýja veru-
leika og túlkunar að miklu leyti
skrifuð á reikning Christoffer Wil-
helm Eckerbergs (1783-1853).
Hann hafði hlotið nýklassíska skól-
un á vinnustofu Davids í París, en
hélt þaðan til Rómar og kynntist
öðrum og frjálsari flötum á tilver-
unni. Upphaf gullaldarinnar
dönsku er talin koma Eckerbergs
frá Ítalíu árið 1816, en í farteskinu
hafði hann nýja tegund af mál-
verki; léttan og leikandi stíl, mynd-
ir sem sóttu í venjulegar daglegar
fyrirmyndir, litirnir bjartir og pensil-
skriftin nákvæm. Auk þess að vera
virtur og afkastamikill málari, þá
tók Eckersberg þegar að kenna
við Akademíið og varð fljótt ákaf-
lega áhrifamikill. Þannig voru flest-
ir hinir málararnir sem kenndir eru
við gullöldina nemendur hans í ein-
hvern tíma. Þetta tímabil er talið
enda árið 1848, með ótímabærum
dauða tveggja bestu og efnileg-
ustu listamannanna, Kobke og
Lundbye.
Á sýningunni í Metrópólitan
safninu eru rúmlega 100 málverk
eftir 17 listamenn. Sumir þeirra
eiga einungis tvö eða þrjú verk,
meðan heilu herbergin eru lögð
undirtvo þeirra: foringjann Eckers-
berg og síðan Kobke. Og sá síðar-
nefndi er eiginlega í heiðurssæt-
inu, og eðlilega, enda kenna Danir
sjálfir myndlist þessa tima við
Christen Kobke, mann sem dó 37
ára gamall en náði engu að síður
að skapa nokkrar helstu myndlist-
arperlur sem þeir eiga.
Sýningin er fallega hengd upp.
Herbergin hafa verið máluð í sömu
mildu Pompei-litunum og eru í
Thorvaldsensafninu og myndirnar
njóta sín vel þrátt fyrir smæð
þeirra flestra. Ólíkt því sem gerðist
nefnilega á þessum tíma í öðrum
Evrópulöndum, þar sem kirkjur,
efnamenn og stofnanir styrktu
listamenn til að gera stór verk fyr-
ir sali sína, þá unnu danskir lista-
menn aðallega fyrir litla en vaxandi
kaupmannastétt og þeir virðast
ekki hafa viljað stórar myndir á
heimili sín (nokkur stærstu mál-
verk sýningarinnar voru gerð eftir
pöntun Berten Thorvaldsens og í
eigu hans, enda hafði hann drjúg
salarkynni til umráða). Michael
Kimmelman, gagnrýnandi New
York Times, fjallar í lofsamlegri
umsögn sinni um það hversu inni-
legar þessar myndir séu; þær voru
gerðar til að hanga á heimilum
borgarastéttarinnar og hann segir
að þetta séu einmitt myndir sem
allir geta hugsað sér að lifa með,
„málverk eins og dýrgripur Bendz
af dönsku herbergi, litlar fínlegar
og mjúkar skissur Lundbye sem
upphefja danska tandslagið og
þortrett Jensens, þar sem fyrir-
myndirnar virðist vera fólk sem þú
þekkir eða vilt þekkja.11
Kimmelman beinir athyglinni
sérstaklega að Eckersberger og
Kobke. Hann dáist að björtum og
skörpum Rómarmyndum þess
fyrrnefnda og sumum módel- og
landslagsmyndunum, en þykir
hann í öðrum full kuldalegur; of
tengdur uppruna sínum í formlegri
nýklassíkinni. Annar bandarískur
gagnrýnandi, Schwartz að nafni,
hefur haldið nafni Kobke mjög á
lofti og skrifaði í bók um hann á
síðasta ári að „þegar farið er í
gegnum listasöguna þá hafi eng-
inn listamaður á undan Kobke náð
að spegla heiminn með svona
miklum léttleika í andrúmsloftinu".
Kimmelman er sammála þessu og
talar um að málverk hans séu
mjúk, undarlega nákvæm, litirnir
aðdáunarlega þyngdarlausir og að
þau séu máluð með ofurfínni ná-
kvæmni.
Danir eru að vonum stoltir yfir
þessum fulltrúum menningar sinn-
ar og hafa fjallað mikið um sýning-
una og viðtökurnar. Reyndar hafa
ekki allir verið sáttir við heitið og
benda á að fleiri hópar danskra
listamanna hafi skapað álíka hæð-
ir í sinni list, þar eru Skagenmálar-
arnir nefndir, Den frie og Gronnig-
en hóparnir. Myndirnar á sýning-
unni koma frá öllum helstu lista-
söfnum Danmerkur og vitaskuld
er þeirra saknað af veggjunum þar
sem þær hanga venjulega. En
Peter Hornung, gagnrýnandi Poli-
tiken, bendir á að í New York sjá
að minnsta kosti 250 þúsund
manns sýninguna og hafi hún þeg-
ar náð að vekja athygli á listsköpun
Dana gegnum tíðina og komið
þeim inn á síður listasögubóka þar
sem þeir eiga óneitanlega heima.
Sýning sem þessi geti glætt áhuga
erlendra gesta á að sækja dönsk
söfn heim og sjá meira og þá telur
hann að hún hafi einnig hvetjandi
áhrif heima fyrir. En Kornung bæt-
ir við að nú megi búast við því að
verðgildi verka þessara málara
aukist verulega, þegar megi sjá
það á markaðinum og stór söfn
séu farin að falast eftir lykilverkum
eftir þá Kobke og félaga. En hvað
skyldum við íslendingar þurfa að
bíða í marga áratugi eftir því að
stór erlend söfn fari að fá áhuga
á okkar gullaldarmálurum?
Einar Falur Ingólfsson.