Morgunblaðið - 13.04.1994, Síða 15

Morgunblaðið - 13.04.1994, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1994 15 i I \ ) > > > > i í > > > I : i i i i > h ÞJÓÐARÁTAK í ATVINNUMÁLUM eftir Áma Björn Guðjónsson Staða atvinnumála hefur verið vaxandi áhyggjuefni þjóðarinnar að undanfömu og sú staðreynd að fjöldi atvinnulausra fer vaxandi. Atvinnu- leysi er í öllum atvinnugreinum en alvarlegast er það hjá ófaglærðu fólki. Astand þetta hefur gríðarleg áhrif á stöðu fólks í þjóðfélaginu, flestir höfðu áður spennt greiðslu- getu sína í hámark og mikið meir en það vegna lítils kaupmáttar. Lágt hlutfall atvinnuleysisbóta rétt- ir ekki hlut atvinnulausra heldur eykur enn á launamisrétti í landinu. Þeir sem hafa verið að koma sér þaki yfir höfuðið og misst síðan vinnuna eru ilia staddir, því atvinnu- leysisbætur hér eru í engu samræmi við það sem gerist í nágrannalönd- um og í sumum tilfellum alls engar, staða fjölda fólks er því vægast sagt hrikaleg, framtíðin svört nema úr rætist með vinnu. Á undanförnum árum hefur mik- ill fjöldi fyrirtækja orðið gjaldþrota, og ekki hafa komið ný í staðinn. Iðnaðarframleiðsla hefur dregist vemlega saman og fískvinnslan flust út í frystiskipin og fullvinnsla sjávarafurða hefur ekki hafist að neinu marki. Að hvetja til þjóðarátaks Um síðustu áramót fluttu frammámenn í þjóðfélaginu ávörp sín og hlustaði þjóðin með andakt og athygli á forsetann okkar hvetja þjóðina til að snúa bökum saman og finna lausnir og aðgerðir gegn þessu alvarlega ástandi. Orð Bjarkar Guðmundsdóttur í sjónvarpsþætti, er hún benti á hver væri ímynd nútíma íslendings, og spurði hvort við ættum ekki að hætta að veifa þorskhaus og sviða- kjamma, hugsa öðravísi og skapa okkur nýja ímynd. Þessi orð vora í tíma töluð og það er ástæða til að spyija hvort hin mjög svo menntaða þjóð þurfí ekki að doka við og huga að undirstöðum velferðarinnar, verðmætasköpun- inni sem er undirstaða þess að þjóð- in geti brauðfætt sig og allir hafí atvinnu sem atvinnu geta stundað. Vöxtur atvinnulífsins sé í takt við vöxt þjóðarinnar og betur en það. Er það ekki skylda okkar að snúa bökum saman og vinna að því að búa börnum okkar bjarta framtíð og mynda okkur framtíðarsýn um hag þjóðarinnar? Samráð um málefni Það var um áramótin að ég hafði samband við nokkra aðila í þjóðfé- laginu og fór þess á leit að komið yrði saman til að ræða þessi mál. Mér var vel tekið enda málið brenn- andi á vöram margra. Boðað var til fundar á Hótel Borg 7. janúar sl. undir nafninu markmið og leiðir í atvinnumálum. Síðan hafa verið haldnir fjórir fundir, síðast 24. febrúar i Perl- unni. Um 30 aðilar vora boðaðir til fundanna og mættu fulltráar hinna ýmsu aðila fullir áhuga á málefninu. Málin voru rædd svo að segja frá öllum hliðum, og kom í ljós að víða er verið að vinna, aðilar vinnumark- aðarins, stofnanir og fleiri. Ýmsar aðgerðir í nýsköpun og vöruþróun eru í gangi en áhrif ekki nærtæk heldur árangur í framtíðinni. Allir á fundunum voru einhuga um að markmiðið væri að fínna til- lögur um aðgerðir sem allir væru sammala .um að leggja til og einnig að ná til sem flestra í þjóðfélaginu sem stæðu með og að baki tillögun- um ef árangur ætti að nást. Brýnast væri að fínna nærtækar aðgerðir sem gætu dregið úr at- vinnuleysi á næstu mánuðum. Voru menn hvattir til að gera þessa tilraun án tillits til stjómmála- skoðana og annarrar aðstöðu í þjóð- félaginu, enda komu þama fulltráar stjómmálaflokka, atvinnulausra. stofnana og fyrirtækja, aðilar vinnu- markaðarins o.fl. Atvinnumálastefna Það kom fljótlega í ljós í umræð- unum að margir höfðu sína atvinnu- málastefnu eða í það minnsta tillög- ur í þá átt. En annað var að fram kom að atvinnumálastefna þjóðar- innar lægi ekki á lausu, og nauðsyn- legt væri að móta slíka stefnu til að hægt væri að byggja undirstöðu hennar með nærtækum aðgerðum. Davíð Lúðvíksson, verkfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins, kynnti aðferðir sem beita má við slíka stefnumótun. Davíð er formaður félags sem heitir Gæðastjórnunar- félag íslands, hann sannfærði fund- armenn um að aðferðir þær sem gæðastjórnunarfélagið notar era vænlegar til árangurs í stefnumótun af þessu tagi. I fáum orðum byggist þessi að- ferð á einföldu vinnulagi við að ná samstöðu um framtíðarsýn og skil- greina afgerandi árangursþætti. Framtíðarsýninni og forsendum hennar er síðan lýst með stuttum hnitmiðuðum setningum sem sam- staða næst um. Þessum setningum er síðan beint á sérstakan hátt sem mælikvarða við forgangsröðun að- gerða. Hugmyndirnar era sem sagt settar í gæðamat áður en ráðist er til atlögu. Hægt er að reikna út þjóðhags- legt gildi og hraða áhrifanna. Með þessu er hægt að fínna raunhæft safn aðgerða sem væru bæði undir- staða fyrir atvinnulífið og grunnur að mótun atvinnumálastefnu. Allir stjórnmálaflokkar og aðilar vinnu- markaðarins ættu að koma á slíkri stefnumótun, þjóðin á það skilið að unnið sé að því markvisst að bæta ástandið í atvinnumálunum og byggja upp grandvöll til framtíðar. Ég fullyrði að allir vilja bæta þjóðfé- lagið en þá greinir á um leiðir, það gengur ekki lengur í okkar litla þjóð- félagi að ef einhver flokkur kemur með hugmyndir sem gætu reynst árangursríkar þá kemur annar og rífur þær niður. Nú er kominn tími til að þjóðin hafni slíkum vinnubrögðum. Ég hvet alla til að koma og leggja sitt af mörkum til að þessi vinna beri árangur og með því verði komið á þjóðarátaki í atvinnumálum íslend- inga. Eftirfarandi hugmyndir komu fram á fundum samstarfsvettvangs um atvinnumál. 1. Skráð verði félag undir heit- inu: Samstarfsvettvangur um at- vinnumál sem komi af stað þjóðar- átaki í atvinnumálum. 2. Höfuðverkefni Samstarfsvett- vangs úm atvinnumál væri að ná saman sem allra flestum aðilum þjóðfélagsins í það verkefni að móta íslenska atvinnumálastefnu og framtíðarsýn. 3. Að atvinnulausir hefji störf í framleiðslu og útflutningsgreinum undir umsjá Iðntæknistofnunar og Útflutningsráðs. Síðan verði ráðnir til starfa í fyrirtækjum. 4. Að fyrirtæki bjóði atvinnulaus- um sölustörf með því að þeir fái atvinnu og prósentur af sölu. 5. Að hafa til reiðu veralegt magn af hugmyndum til nýsköpunar sem menn fengju að spreyta sig á (vöra- þróun og sala). 6. Verkefni samfélagsins, þ.e. rík- is og sveitarfélaga, verði sett í upp- lýsingarbanka og afhent atvinnu- lausum með skipulegum hætti. 7. Átak sé gert til að einstakling- ar (atvinnulausir) geti stofnað til eigin átvinnurekstrar í smáiðnaði og fleiri greinum. 8. Að tæknimenntaðir menn hefji störf í litlum fyrirtækjum með vaxt- armöguleika undir umsjá Iðntækni- stofnunarinnar með því markmiði að þeir verði síðan ráðnir til starfa. Þeir haldi sínum atvinnuleysisbótum í eitt eða tvö ár. 9. Örvun íslenskrar atvinnustarf- semi með því að lækka kostnað vegna aðfanga, s.s rafmagns, tolla af aðföngum og annarra gjalda. 10. Að lögum um Atvinnnuleysis- tryggingasjóð verði breytt þannig að greiðslumar geti farið til fólks sem vinni að atvinnuskapandi verk- efnum í fyrirtækjum og á vegum ríkis og sveitarfélaga. Sjóðurinn verði þannig atvinnutryggingarsjóð- ur. 11. Útvegað verði nú þegar áhættufjármagn sem notað sé til nýsköpunar í útflutningsgreinum á vegum atvinnulausra. 12. Að innkaupastofnanir ríkis og sveitarfélaga verði skyldaðar til að kaupa svo til eingöngu íslenskar vörar. 13. Að stórefld verði markaðs- starfsemi íslenskra fyrirtækja á Is- landsmarkaði. 14. Koma af stað almennings- hlutafélögum til að fjármagna ný fyrirtæki og markaðssókn íslenskra fyrirtækja. 15. Gert verði átak til að fá til landsins erlenda fjármagnseigendur „Er það ekki skylda okkar að snúa bökum saman og vinna að því að búa börnum okkar bjarta framtíð og mynda okkur framtíð- arsýn um hag þjóðar- innar?“ til að fjárfesta í almennum fram- leiðsluiðnaði. 16. Gert verði átak í markaðs- könnunum fyrir íslenskar vörar er- lendis með þátttöku fólks sem er i dag atvinnulaust. 17. Sameiginlegt átak í markaðs- málum á erlendri grund undir ís- lenskum vörumerkjum. 18. Eftirvinna hjá opinberam stofnunum verði afnumin og sköpuð verði ný störf. 19. Hvetja fyrirtæki til fjárfest- inga innanlands í framleiðslutækj- um í útflutningsgreinum. 20. Hefja átak í endurmenntun og verkþjálfun fólks með þátttöku Iðnskólans og annarra verkmennta- skóla sem hefði að markmiði að stór- auka verkmennt þjóðarinnar. 21. Starfsskilyrði iðnfyrirtækja verði á öllum sviðum sambærileg við það sem gerist í samkeppnislönd- um. 22. Flutningar á vöram til og frá landinu verði boðnir út á alþjóða- markaði. 23. Reynt verði að fá erlenda banka til að opna útibú hér á landi. 24. íslenskir lífeyrissjóðir verði skyldaðir til að kaupa hlutabréf í íslenskum framleiðslufyrirtækjum. 25. Samtök atvinnulausra stofni félagsskap og setji af stað vinnu- miðlun fyrir meðlimi sína. 26. Kraftar sjúkraþjálfara verði nýttir með það að markmiði að skipuleggja forvarnir. 27. Ráðið verði í fleiri stöður lækna með það að markmiði að stytta biðlista vegna aðgerða á spít- ölum. 28. Þau skip sem hafa veiðiheim- ildir innan ísl. landhelginnar verði skylduð til að nota ísl. skipasmíða- iðnað til viðgerða. 29. Sett verði lög sem banna frystitoguram að henda afgangsafla í sjóinn. 30. Sett verði í gang áætlun um fullvinnslu þess sjávarfangs sem veiðist innan ísl. landhelginnar (átt er við fiskrétti o.fl.) Ég tek sérstaklega fram að 'hug- myndir þessar era hér með lagðar fram til gæðamats. Guð blessi ísland og íslendinga. Höfundur er hvatamaður um þjóðarátak í atvinnumálum. oeisia ý Jíeimsj-erða á álíóíeíööju sunnucfaysÁuöícfiÓ 17. aprif Heimsferöir þakka viðskiptavinum sínum frábærar undirtektir í vetur og sumar og bjóða til glæsilegrar Mexíkóveislu í tilefni Mexíkóviku Heimsferða, Hótels Sögu og Ferðamálaráðs Mexíkó. Glæsileg dagskrá með listamönnum sem komnir eru alla leið frá Mexíkó til að kynna þetta heillandi land með tónlist, dans, mat og drykk. Um leið kynnum við einstakt tilboð í beinu flugi frá íslandi til Mexíkó í tilefni Mexíkóviku. JlCaJseðiflJt'J öícfsins Fordrykkur - Margarita Forréttur - Cancun lystauki Aöalréttur - Delicias Colonial Kaffi Alejandro Caloca frá Mexíkó Verð aðeins kr. 1.950, abgangseyrir og kvöldverOur ^ \ VILTU KOMAST ÓKEYPIS TIL MEXÍKÓ í SUMAR? Glæsilegir ferbavinningar f bobi. ^ Gjafir frá Mexíkó. Æ Pétur jónasson, gítarleikari UR DAÓSKRA MEXÍKÓVEISLU Húsið opnaö kl. 19.00. Mexíkótónlistarstemmningar Mariachi hljómsveit frá Mexíkó með magnaða stemmningu Mexíkóskir dansarar Atriði úr dansinum Draumar Mexíkó heillar o.m.fl. Pétur Jónasson, gítarleikari Hermann Gunnarsson Alejandro Caloca frá Mexíkó Model 79 með glæsilegasumartísku frá versl. 17 Húsinu lokað kl. 1.00 Bor&apantanir og miðasala á Hótel Sögu kl. 9.00-17.00 alla daga í síma 29900 Blóöhiti og fegurö: Islenski dansflokkurinn: Myndasýning: Heilllandi klassík: Veislustjóri: Matreiöslumeistari kvöldsins: Tískusýning: HEIMSFERÐIR Ferðamálarnð Mexíkó

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.