Morgunblaðið - 13.04.1994, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 13.04.1994, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1994 Hvað er svæðanudd? eftir Sigurósk H. Svanhólm Svæðanudd er gömul aðferð sem hefur verið notuð í mörg þúsund ár. Dr. William H Fitzgerald, bandarískur læknir, og aðstoðar- kona hans, Eunice Ingham, lögðu grunn að og þróuðu þá aðferð sem svæðanudd á iljum byggir á í dag. Svæðanudd byggist á þeirri kenningu að á fætinum séu svæði sem svari til sérhvers líffæris og allrar starfsemi líkamans. Með því að nudda og/eða þrýsta á þessi viðbragðssvæði getur nuddari dregið verulega úr spennu í líkama þess sem hann nuddar. Þannig stuðlar svæðanudd að endurnýjun líkamsþróttar og eflir sjálfshjálp- arhæfni líkamans. Svæðanudd er að mestu nudd á fætur og undir iijum. Þar er þumlum og öðrum fingrum þrýst á tiltekna punkta og svo nefnd viðbragðssvæði. Við það næst svörun um allan líkaman. Nudd á fótum hefur vakið undr- un og tortryggni margra, sérstak- lega þegar óþægindi sem ekki tengdust neitt fótunum voru tekin Jtil meðferðar. Þó almennt sé vitað í dag vegna aukinnar þekkingar á nálastungumeðhöndlun að undra- vert samband er á milli ákveðinna staða á líkamanum og líffæra sem liggja langt frá fótunum. Aðalávinningur svæðanudds er slökun og vellíðan og með því að draga úr spennu örvast blóðrás, jafnvægi líkamsstarfseminnar verður meiri og úthreinsun eykst. Rekja má marga kvilla nútíma- mannsins til streitu. Þannig getur nudd þjálfaðs svæðanuddara kom- ið að gagni í sumum tilfellum. Það krefst bæði tíma og æfingar að finna svæðin sem eru aum á fætin- um. Svæðanudd stendur venjulega í 45 til 50 mín. í nóvember 1977 kom hingað til landa Norðmaðurinn Harald Thiis og hélt fyrsta námskeiðið í svæðanuddi, sem mikill áhugi var fyrir. Boðað var til fundar 28. apríl 1978 sem varð til þess að samtök um „svæðameðferð og heilsu- vernd“ voru stofnuð. Á aðalfundi 21. maí 1981 varð breyting á starfsemi félagsins og var ákveðið að stofna nýtt félag upp úr því gamla og var það nefnt „Félagið svæðameðferð" og hefur það starfað undir því heiti síðan. Það var mikið um námskeið á þess- um árum alveg til ársins 1989, þá var ákveðið að stofna skóla sem var nefndur Svæðameðferðarskóli íslands. Útskrifaðir voru tveir ár- gangar úr þessum skóla en þessi skóli starfar ekki lengur. í dag rekur Félag íslenskra nuddara skóla sem nefndur er Nuddskóli Íslands. Tilgangurinn Tilangur félagsins er að sameina í félaginu það fóik sem starfar að svæðanuddi og uppfyllir þau skil- yrði um kunnáttu sem félagið fer fram á og haldi uppi upplýsinga- þjónustu til félagsmanna. Félagið gefur út fréttabréf, einnig eru fræðslufundir einu sinni í mánuði þar sem ýmislegt er tek- ið fyrir og haldin eru námskeið fyrir þá sem vilja auka þekkingu sína. Innan félagsins er starfandi sérstök deild á Akureyri. Félagið var stofnað til að stuðla að því að þeir sem þarfnast nudds fái þá bestu þjónustu sem völ er á, en góð grunnmenntun er trygg- ing fyrir rétíri meðhöndlun og ráð- gjöf. Þess vegna er meðhöndlun af viðurkenndum svæðanuddara trygging fyrir þá sem nudd þurfa. Athugaðu vel hvort þú sjáir merki félagsins á hurð eða glugga hjá svæðanuddaranum þínum. Félagið svæðameðferð og Félag Sigurósk H. Svanhólm „Aðalávinningur svæðanudds er slökun og vellíðan og með því að draga úr spennu örv- ast blóðrás, jafnvægi líkamsstarfseminnar verður meiri og út- hreinsun eykst.“ íslenskra nuddara hafa tekið hönd- um saman og leigja sameiginlegt skrifstofuhúsnæði í Asparfelli 12 í Reykjavík. Þar er rekin starfsemi félaganna og hefur það starf geng- ið með ágætum. Einnig er þar til húsa Nuddskóli íslands. Verða félögin með sameiginlega kynningu á nuddi á ráðstefnu sem verður í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Hefst hún á sumardag- inn fyrsta, 21. apríl, og stendur til 24. apríl. Einnig verðum við með snyrtisérfræðingum á norrænu þingi á Hótel Loftleiðum 24. til 28. maí næstkomandi. Verðum við með sýningarbás þar sem við kynnum störf félaganna og hinar ýmsu teg- undir af nuddi. Kröfur um menntun Fullgildir svæðanuddarar geta þeir einir orðið sem lokið hafa námi í eftirtöldum greinum: Fornám að svæðanuddnámi. Sjúkraliðabraut 2 annir 35 ein. 1. Móðurmál íslenska ÍSL 103-203 6 ein. 2. Erlend tungumál Danska DAN 102-202 4 ein. 3. Samfélagsgreinar Sálfræði SAL 103 3 ein. 4. Raungreinar Efnafræði EFN 103 Líffræði LÍF 103 Líffæra og lífeðlisfr. LOL 103-203 12 ein. 5. Sérgreinar Heilbrigðisfr. HBF 102-203 Líkamsbeiting LIB 101 Næringarfræði NÆR 103 Skyndihjálp SKY 101 10 ein. Sérnám í svæðanuddi Bóklegt svæðanudd 60 klst. Verklegt svæðanudd 200 klst. Verklegt svæðanudd 10 klst. Samtals 270 klst. Höfundur er formaður Félagsins svæðameðferðar. Landið og- tilveran eftir Jens í Kaldalóni Einn nokkuð torkennilegan ský- hnoðra sáu Sunnlendingar fyrir nokkrum árum, svífa um loftið áustur með Suðurlandinu og setj- ast í Vestmannaeyjum. Kom þar í ljós, þá betur var að gáð, að þarna var á ferðinni „loftbelgur" mikill, og þóttust menn bera á hánn nokk- ur kennsl, þar sem hann í öllu sínu mikla veldi svifið hafði kringum landið til frekari eftirgrennslan um það, hver ætti ísland. En nú var aftur á móti erindið þau glæsitíð- indi, að hver einasti bóndasauður á Islandi ætti ekki einungis landið allt, heldur og ekki síður að hver einasti bóndi fengi vel útilátin ráð- herralaun send heim til sín á rúm- stokkinn frá höfuðborgarskatt- kóngunum og þar með upplýsa hina, að hans mati, fáfróðu Vest- manneyinga, um það, hversu ógegndar fjármálum þjóðarinnar væri í allri óstjórn sóað á altari hinna dáðlausu vesalinga, út um allar byggðir þessa lands í auðnu- leysi þeirra og aumingjaskap og sýna þar með Vestmönnum talandi dæmi um þann munað, auð og velsæld sem á borðin borin væru til allra gæludýranna hans Jónas- ar, vinar okkar á Dagblaðinu, það er bændanna. En „loftbelgurinn" hélt áfram norður um land allt þar til í þeirri samkundu lenti að þar í loft upp var sprengdur, svo hismið eitt ve- sælt og visið til sinna heimkynna flögraði við illan leik með skælandi umkvörtun um þann ófögnuð sem að honum stefnt hafði verið af illa gerðum samtökum sem síst hefðu mæla mátt gegn þeim heilaga boð- skap, sem þar á borð borinn hafði verið, af hans helgu trú og kær- leika. En þegar nú hinir fjallháu brimskaflar fjármálaóreiðu okkar þjóðar bijóta svo við fætur okkar, að milljarðatugi verði að borga í vexti af erlendum skuldum, er það æðsta trú og kenning þeirra mann- leysingja sem þjóðin í angurgapa- hætti sínum trúað hefur fyrir vegi hennar og velmegun utanlands og innan, að nú sé um að gera að hætta allri framleiðslu matvæla henni til handa, sem og öðrum þörfum hennar sem mest mætti henni að gagni koma, en flytja inn, og aftur og aftur frá útlönd- um, sem allra mestan andsk... ófögnuð, lifandi bæði og dautt og óætt, bara það sé frá útlöndum, þá fyrst er sama hvað það kostar, og hvað einskisnýtt sem það er. Þetta eru hin nýjustu þjóðfræðin sem við eigum að trúa á. Einn var sá mikilsmetnasti ráð- herra sem mikið sig teygði fram í sjónvarpinu í vetur, boðandi þá alsælu munaðarins, að bændur fengju mánaðarlega einnig heim á rúmstokkinn senda 3 og 4 hundruð þúsund krónur sem hreina náðar- gjöf í öllu falli, að skilja mátti, að kostnaðarlausu í öllum gjöldum eða tilkostnaði vegna búrekstrar. En hver skyldi geta forsvarað manngildi, virðingu og eða siðprýði slíkra manna bæði fyrir sjálfum sér og öðrum? Ef þetta væri rétt fram sett, mættu þessir dátar rassskella sjálfa sig fyrir þá forsmán og vit- leysu að koma þessu á stokkinn og ráðskast með það. Allar þessar Gættu gagnanna þinna! Bjoðum traustan og öruggan afritunarbunað iBOÐEIND Austurströnd 12. Síini612061.Fax612081 niðurgreiðslur til bænda eru beint og krókalaust hannaðar, stjórnað og stýrt af þeim glapræðislegu fádæma fáráðlingum sem stjórnað hafa þessu landi um tugaára skeið. Hækka vexti, lækka gengi æ ofan í æ árum saman, auka skatta, borga niður landbúnaðarvörur, svo vísitalan hækki ekki eins mikið. En eina fyrirtækið í landinu sem trúandi var til að misnota ekki slík- ar greiðslur var landbúnaðarfram- leiðslan valin, en margbúið að reyna þetta á ótal öðrum sviðum, sem alltaf var misnotað á herfileg- an hátt. I raun og sannleika var verið að borga niður kaupið, svo ekki allt spenntist upp jafnóðum í óendanlegum píramída. En þarna vantar þessa vísu menn dreng- skapinn og heiðarleikann til að greina þjóð sinni rétt og satt frá gerð þeirra hluta sem fyrir þeirra misvitru gerðir hafa og eru að koma þessari þjóð á vonarvöl. Eða hver gerir það nema fádæmalegir vitleysingar að hækka vexti allt í einu um 5% sem gerðist á sl. ári ef ég man rétt, svo allt í einu voru komnir í 20%, en voru þá er best lét 47% og uppí 63% dráttarvextir. Þeir standa svo gapandi yfir því VEGLA Glersteinn á góðu verði í< ÁLFAÐORG ? KNARRARVOGI4 • « 686755 að fyrirtækin fari á hausinn í hundraða og þúsunda tali, já, án þess að hreyfa við hendi eða fæti og æmta svo og veina um innflutn- ing í öllum mæli á öllu því er þjóð- in þarf og þarf ekki og hefur raun- ar ekkert með að gera. Og hver hefur orðið þessari elskulegu þjóð sinni meira til skapraunar og skammar en þeir sem svo lítilsigld- ir geta læðst í smáninni að flytja inn nokkrar kalkúnalappir, skinku- bita og annað eins dót undir því verðuga yfirskyni eða hitt þó held- ur að með því sé verið að seðja þá fátæku og smáu í því ófor- skammasta matarverðsokri sem bændur þessa lands stundað geti með framleiðslu sinni? En séu svo þar að auki þeir aumustu auðnu- leysingjar sem hér nokkurn tímann lifað hafi og þeir dýrustu ómagar sem þjóðin ali, kennt er af Sumum. Það er ekkert elskulegt eða að- laðandi að þurfa að segja mönnum til syndanna, en það er þó betra stundum að segja en þegja, og þegar slíkar holskeflur af rógi og svívirðingum hafa dunið yfir þá stétt þessarar þjóðar, sem bændur nefnast, hefur það alltof lítið verið tekið þeim tökum sem virkilega hefði átt fullan rétt á sér og sýnt það og sannað, að án bændastétt- arinnar á íslandi yrði engin þjóð hér til, því án búskapar yrði hér engin byggð og ekkert mannlíf. Og að okkar dreifðu byggðir lifi á náðarbrauði höfuðborgarbúa er sú dæmalausasta öfugmælapólitík sem til er. Að búa sem mest og best að sinni eigin framleiðslu er íslendingum einn sá dýrasti mátt- arstólpi sem við eigum kost á að veita okkur og án þeirra matvæla sem þaðan koma værum við ekki til. Hitt er allt annað mál, að verð- lag bæði á þeim hlutum sem öðrum er í okkar eigin hendi að ráðskast með, sem ekki verða gerð skil í þessu spjalli, en er eins og allt annað að hér hefur verið undanfar- in ár, stjórnlaust og vitlaust í þeim hörmulega og pólitíska hráskinna- leik sem umlukið hefur þessa bless- uðu þjóð okkar eins og blindsvart- asti þokumökkur undanfarna ára- tugi og líkist því einu einna helst, þá er rammvilltir auðnuleysingjar flakka um tilveruna án þess að hafa nokkurn minnsta leiðarpunkt til að stefna að. Höfuhdur cr bóndi í Kaldalóni. • Sjálfstyrking • Námskeið þar sem á 30 stundum er unnið markvisst með nemendum að eftirtöldum markmiðum: • Kynnast betur eigin styrk og kostum • Koma sjálfum sér og eigin hugmyndum á framfæri • Læra að þola mótlæti og taka gagnrýni • Standa á rétti sínum og bregðast við yfirgangi • Laða það besta fram í sjálfum sér og öðrum • Læra að gefa af sér og gera eðlilegar kröfur • Móta eigin lífsstíl og persónuleika Leiðbeinandi er: Sœmundur Hafsteinsson sálfrœðingur Stiórntækniskóli íslands sími 67 14 66 • opið til kl. 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.