Morgunblaðið - 13.04.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.04.1994, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1994 „J01=£ar fyrirtatid d 5trhvtr StarfsmaÖur r'ett d þrigqja. t/ikriói. frU cL Lru/num." Með morgnnkaffinu Okkur finnst báðum alveg yndislegt að þú skulir ætla að vera hjá okkur í sumar, mamma mín... manmia... MAMMA. Geturðu ekki reynt að ná svo- Iitlum lit, Jonni minn. Allir nágrannarnir halda að þú sért á Mallorca. HÖGNI HREKKVÍSI // L'ATTU þBTTA VERA SVOAÐ ÉG &£Tt LOKIE? \/IB> /V1YNP/WA MÍSIA- " BRÉF HL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Seltjarnarnesbær vill eignast Gróttu Frá Heimi Þorleifssyni: í SÍÐASTA Morgunblaði fyrir páska birtist frétt um það, að rík- ið ætlaði að selja Seitjarnarnesbæ Gróttu. í viðtali við bæjarstjóra okkar Seltirninga kom fram, að Grótta hafði verið „tákn Sel- tjarnarness í gegnum aldirnar“. Þetta er að vísu mjög ofsagt, því Grótta hefur í mesta lagi verið tákn Seltjarnarness, síðan viti var reistur þar, en síðan er ekki einu sinni ein öld. Það var kveikt á vit- anum í fyrsta sinn 1. september 1897. En sé Grótta nú tákn Sel- tjarnarness, er það ekki bara fyrir vitann heldur líka fyrir bæjarhús- in, sem þar standa og minna á vitavörðinn, Þorvarð Einarsson og fjöiskyldu hans, sem voru síðustu ábúendur í Gróttu. Þessi hús verða að fá að standa og þeim þarf að sýna sóma. En þá er komið að þeim aðila, bæjarstjórn Seltjarnar- ness, sem ætlar sér að kaupa Gróttu, bæði land og hús. Hefur hún sýnt áhuga á verndun gam- alla húsa? Lítum á ferilinn síðustu tvo áratugi, tímabil húsfriðunar víða á landinu. Árið 1979 lét Sel- tjarnarnesbær rífa og brenna bæj- arhús á Eiði. Árið 1984 var rifið Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunbiaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. og brennt laglegt bæjarhús í Bygggarði, en þar bjó áður hinn kunni sjósóknari Ólafur Ingimund- arson, sem kallaður var „veðurviti Seltirninga". Á sömu leið fór með Nýjabæ árið 1988. Og loks skal nefna Ráðagerði, næsta bæ við Gróttu. í Ráðagerði keypti Seltjarnar- nesbær land og bæjarhús fyrir fimm árum, 1989. Uppi voru þá áætlanir um að nota land Ráða- gerðis undir ný hús, götur og vegi. Hins vegar voru engar áætlanir uppi um að varðveita húsið, sem þó er elzta timburhús á Seltjarnar- nesi, reist af Þórði útvegsbónda Jónssyni upp úr 1880. Þetta hús ásamt útihúsum voru í raun beztu minjarnar um sjósókn útvegs- bænda á Seltjarnarnesi á síðustu öld. Meðferð Seltjarnarnesbæjar á þeim var með þeim hætti, að íbúð- arhúsið var iátið standa opið heilan vetur og stórskemmdist því af vatni og útihúsin fuku að hluta og voru rifin. Eftir að bæjarstjórn hafði verið bent á, að íbúðarhúsið væri vegna aldurs friðað að nokkru, var sett. smáupphæð í að loka því, svo að ekki yrðu frekari skemmdir. Við það situr nú, 1994, og liggja engar ákvarðanir fyrir um nýtingu íbúðarhússins í Ráða- gerði og nauðsynlegar viðgerðir á því, ef það yfirleitt fær að standa áfram. Og nú ætlar bæjarstjórn Seltjarnarness að taka við húsun- um í Gróttu. Hver verður framtíð þeirra? Bæjarstjóri segir í áðurnefndu viðtali, að Grótta sé verðmæt fyrir Seltirninga og höfuðstaðarbúa til útivistar, enda er þaðan víðsýnt um sund og eyjar. En Seltirningar og höfuðstaðarbúar áttu sér annan útivistarstað, sem margir telja að hafi verið og sé raunar nú verið að spilla gróflega með ýmsum framkvæmdum á vegum Seltjarn- arnesbæjar. Þetta er Valhúsahæð, einn kunnasti útsýnisstaður á öllu Reykjavíkursvæðinu. Og hvað skyldi vera að gerast þar? Jú, það er verið að byija framkvæmdir við átta íbúðarhús, sem sum hver eru í aðeins 50-60 skrefa fjarlægð frá útsýnisskífunni á hinni nafnkunnu Valhúsahæð. HEIMIR ÞORLEIFSSON, Skólabraut 14, Seltjamarnesi. Ex oríente lux Frá Úlfi Ragnarssyni: ÞAÐ ER svo sem ekki það versta að deyja. - Verra er að lifa sjálfan sig. Eg varð fyrir því láni að starfa nokkur ár sem læknir við Vernd, þegar Þóra dreif þar allt áfram eins og hvítur hvirfilbylur. Sé ég það nú eftir liðlega 20 ár að það starf var mjög vel borgað. Kaupið að vísu ekkert, en launin ríkuleg, Ég fékk að vinna með Þóru Vernd, séra Árelíusi Níelssyni Bjarka Elíassyni, lögreglumanni, séra Jóni Bjarman og fleira úrvals- fólki, sem allt var haldið þeirri heilögu áráttu að vilja bjarga því sem bjargað verður. Það er leiðin til ríkidæmis, sem ekki glatast, þó allt annað fari í gjaldþrot. I frábærlega vel gerðum sjón- varpsþætti á páskadag heyrði ég Þóru segja með mikilli áherslu: „Menning Vesturlanda hefur ekk- ert að gera til Indlands!" - Hár- rétt hjá Þóru! Hún veit hvað hún syngur. Það er vitlegra að flytja hingað að austan verðmæti, sem engin gjaldþrot fá grandað. - Ex Oriente Lux! ÚLFUR RAGNARSSON, læknir. Víkverji skrifar Þær verða líklega ekki margar helgarnar úr þessu, sem skíðaiðkendum gefst færi á að iðka íþrótt sína, þetta vorið. Veðurguð- irnir bættu skíðafólki upp meðferð- ina frá því á páskum, síðastliðinn laugardag, með frábæru veðri og færið var eins og best verður á kosið. í glaðasólskini og brakandi færi, hefði mátt ætla að skíðalönd í nágrenni höfuðborgarinnar fyllt- ust af fólki, en sú var alls ekki raunin nú á laugardag. Það var hreint ótrúlega fátt fólk sem sótti til ijalla, til þess að njóta útivistar- innar. Það ríkti eiginlega sólar- landastemmning í Bláfjöllum: að flestir fækkuðu fötum eitthvað, sjá mátti skíðamenn renna sér á erma- stuttum bolum, starfsmenn svæðis- ins voru um hádaginn einnig létt- klæddir, fólk reyndi að setjast utan- dyra, hvar sem færi gafst, og ef ekki gafst laus stóll, þá var bara lagst í snjóinn, kaffi sötrað, nartað í brauð og spjallað saman. Það var einungis um miðbik dagsins sem svolitlar biðraðir mynduðust við stólalyfturnar í Kóngsgili og Suð- urgili, en að öðru leyti var hægt að renna sér viðstöðulaust allan daginn. XXX Víkveija hefur komið það nokk- uð á óvart, hversu margir skíðaiðkendur sem sækja Bláfjöllin reglulega heim, virðast leggja lítið á sig til þess að kynnast skíðasvæð- inu. Sannast sagna er það bara nokkuð fjölbreytilegt, ef farið er um allt svæðið. Ýmsir virðast ekki vita að það er hægt að renna sér á milli svæðanna, heldur halda sig ávallt á einu skíðasvæði. Skíðadeild Fram er með frábæra aðstöðu í Eldborgargili, þar sem skipta má skíðabrekkunum í þijá flokka, eftir getu. Löng og góð barnalyfta, í hæfilegum halla er hin prýðilegasta byijendabrekka, en þar er að jafn- aði fremur fátt fólk. T-lyfta upp gilið er í hæfilegri brekku, fyrir þá sem hafa náð góðum tökum á byij- unaratriðum skíðaíþróttarinnar og loks er það sjálf Framlyftan, sem Víkveiji telur einna skemmtilegustu brekku alls Bláfjallasvæðisins, en segja má að iðkendur þurfi að vera komnir nokkuð vel á veg í íþrótt- inni, til þess að geta notið þeirrar brekku til fulls. XXX Tilvalið er eftir að hafa rennt sér um hríð á Framsvæðinu, að taka T-lyftuna upp á topp, sem gerir manni kleift að komast inn á stólalyftusvæðið, í Kóngsgili og þar gefast ýmsir kostir, eins og stóla- lyftan sjálf, Borgarlyftan, Gil-lyftan og svo sjálf Topplyftan. Þaðan er aftur auðvelt að renna sér yfir á svæði Skíðadeildar Ármanns í Sól- skinsbrekku, þar sem gömul og afkastalítil Pumalyfta sér um að koma iðkendum upp í hæðirnar og aðeins sunnan við Sólskinsbrekku er svo önnur ágæt barnalyfta, sem Víkveija virðist hafa mun meiri nýtingu en barnalyftan á Fram- svæðinu, sem þó er að mati Vík- veija í skemmtilegri brekku og lengri. Enn sunnar er svo hið ágæta Suðurgil, þar sem hin stólalyftan á Bláfjallasvæðinu er. Iðulega er lítil biðröð í stólinn í Suðurgili, þótt langar raðir hafi myndast við stóla- lyftuna í Kóngsgili. Víkverji telur að það sé einkum vegna þess að fólk hafi takmarkaða þekkingu á svæðinu og viti lítið um Suðurgilið og Sólskinsbrekkuna. Skiðaiðkend- ur ættu síðustu helgarnar sem þeir hafa á þessu vori til skíðaferða, að gera sér far um að kynnast svæð- inu, ef þeir á annað borð þekkja það að takmörkuðu leyti, því það er ólíkt skemmtilegra að flakka um og renna sér á milli svæða, en að vera bundinn við sömu brekkuna, allan liðlangan daginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.