Morgunblaðið - 15.04.1994, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1991
19
Sambíóin sýna nýjustu
mynd Olivers Stone
SAMBÍÓIN eru að hefja sýningar á nýjustu mynd Olivers Stone,
„Heaven and Earth“, með óskarsverðlaunahafanum Tommy Lee
Jones í aðalhlutverki og auk hans leika Joan Chen, Haing S. Ngor
og Hiep Thi Le meðal annarra í myndinni. Þetta er síðasti hluti í
Víetnam-trílógiu hans og gerist hún að hluta í Víetnam og að hluta
í Bandaríkjunum.
Þetta er sönn saga víetnamskrar
konu, Le Ly, sem upplifir nýlendu-
tíma Frakka og frelsisstríð Víet-
nama í Indókína, skiptingu landsins
í Suður- og Norður-Víetnam. í Víet-
50 fyrir-
lestrar á
skurðlækn-
ingaþingi
ÁRLEGT þing Skurðlækninga-
félag íslands hefst í dag, 15.
apríl, á hótel Holiday Inn og
verður fram haldið á morgun.
Um 50 fyrirlestrar verða fluttir
auk veggspjaldasýningar. I
tengslum við þingið sýna einnig
mörg fyrirtæki nýjungar í tækj-
um og öðru sem tengist skurð-
aðgerðum.
A skurðlækningaþinginu gefst
íslenskum skurðlæknum kostur á
að kynna nýjungar í meðferð, kynna
árangur aðgerða og rannsókna sem
eru framkvæmdar hér á landi og
erlendis. Sem dæmi má nefna nýj-
ungar hér á landi í þvagfæraskurð-
lækningum, lýtalækningum og al-
mennum skurðlækningum, þ.e. ör-
bylgjumeðferð við blöðruhálskirt-
ilsstækkun, flutningur á stórum
húð-/vöðvaflipum og mörgum að-
gerðum með kviksjá. Auk þess
verða fluttir fyrirlestrar um bækl-
unarlækningar, slysalækningar og
hjartaskurðlækningar og um fleiri
greinar skurðlækninga.
Fyrirlestrum á skurðlækninga-
þingi hefur fjölgað undanfarin ár
og virðist sem íslenskir skurðlækn-
ar séu virkir í rannsóknum og fljót-
ir að taka upp nýjungar innan sinna
sérgreina.
-----» ♦ ♦----
namstríðinu gerist hún njósnari fyr-
ir víetkong en er tekin höndum og
fangelsuð. Þegar hún er látin laus
treystir víetkong henni ekki lengur
og segir hana handbendi Bandaríkj-
anna, svo að hún yfirgefur víetkong
og fer til Hanoi þar sem hún kynn-
ist Bandaríkjamanni sem hún giftist
og flytur með honum til Bandaríkj-
anna.
Leikstjóri er Oliver Stone og
framleiðandi Mario Kesser.
Áhöfn aldrei í hættu
Djúpavogi.
FÆREYSKA trollskipið Vestmenningur VM 181 strandaði um mið-
nætti sl.við innsiglinguna að Djúpavogi. Háfjara var þegar skipið strand-
aði. Það var mat manna að áhöfnin hefði aldrei verið í hættu.
Kallað var til nærstaddra skipa og
lagði Sigurvík af Fáskrúðsfirði þegar
af stað til hjálpar. Suðvestan kaldi
var, 5-6 vindstig og dálítið hreyfíng
í sjó. Hætta var talin á því að skipið
gæti snúist á skerinu og voru tveir
Sómabátar látnir toga í það til að
halda því réttu. Eftir um 1 ‘/2 klst.
þegar flæða tók losnaði skipið.
Skipstjórinn á færeyska skipinu
tók þá ákvörðun að halda beint ti!
Færeyja þar sem engra skemmda
varð vart. . Skipið hafði landað fiski
á Djúpavogi og tók lóðs þegar það
kom inn en fór út án hafnsögumanns.
- Ingimar.
Tommy Lee Jones í hlutverki
sínu í myndinni „Heaven and
Earth“.
Innilegarþakkir tilþeirra sem sýndu mér vinar-
hug á 90 ára afmœli mínu.
Guð blessi ykkur.
Hólmfríður Þorleifsdóttir
frá Efra-Firði.
Forstjóri Sam-
keppnisstofnunar
Viðbrögð
Verslunar-
ráðseru
óskiljanleg
SAMKEPPNISSTOFNUN telur
viðbrögð Verslunarráðs við
könnun á stjórnunar- og eigna-
tengslum fyrirtækja óskiljan-
leg, „nema verið sé að tefja
eðlilega framkvæmd þessarar
könnunar sem Alþingi hefur
falið okkur að gera,“ segir Ge-
org Ólafsson, forstjóri Sam-
keppnisstofnunar.
Samkeppnisstofnun vísar alger-
lega á bug þeirri túlkun Verslunar-
ráðs að 39. grein samkeppnislaga
gefi stofnuninni ekki heimild til
svo víðtækrar könnunar sem þess-
arar. Georg Ólafsson sagði stofn-
unina hafa snúið sér beint til fyrir-
tækjanna og óskað eftir upplýsing-
um og góðri samvinnu. „Það sem
af er hafa viðbrögð verið góð og
mikið þegar borist af upplýsing-
um.“
Georg óttast að neikvæð við-
brögð Verslunarráðs við könnun-
inni geti truflað framkvæmd henn-
ar. „Vonandi kemur ekki til þess
að við verðum að grípa til ýtrustu
heimilda til, að afla upplýs-
inganna/.‘n sagðiúGeorgi'p iiioriiöi-r,
...hvergi betraverð...
Vorum að fá nýja sendingu af þessum vinsælu SYLLING beddum
sem við bjóðum á ótrúlega lágu verði.
Komdu og gerðu góð kaup.
SYLLING beddi 80x195 4.900,
NÝIT KORTATÍMABIL
IKEA
KRINGLUNNI7 - SÍMI91-686650
* fyrtr fólkið í landinu.
•ij> 6í;c1.. .tilóvánflu ilaemiril £ nu_____,'iá iii'isinshnu 11 01 •go
nitefmal 000.1 mfa; mu te 5iv nnqb bfi 'inbnela lij go unil