Morgunblaðið - 15.04.1994, Síða 33

Morgunblaðið - 15.04.1994, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1994 33 Flogaveiki ekki lengiir feimnismál Þórey V. Olafsdóttir segir frá ýmsum gerðum flogaveiki og ráðstefnu um þau mál F.v. Þórey V. Ólafsdóttir formaður LAUF, Katrín Guðjónsdóttir, Ásdís Halldórsdóttir framkvæmda- sljóri LAUF. Á morgun er haldin ráðstefna á Hótel Sögu um flogaveiki í til- efni af tíu ára afmæli LAUF - Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki. Formaður samtak- anna er Þórey Vigdís Ólafsdóttir sálfræðingur. I samtali við blaðamann sagði Þórey að floga- veiki kæmi fyrir hjá fólki á öllum aldri án tillits til greindarfars, kynferðis eða atvinnu. Ekki væri um neinn eiginlegan sjúkdóm að ræða lieldur einkenni sem gætu haft margvíslegar orsakir. Hún sagði að mikið hefði þegar áunn- ist við að kynna krampaflog, sem löngum hefur verið þekktasta gerð flogaveiki. Mjög mörgum væri nú kunnugt um hvernig þau lýstu sér og hvernig ætti að bregðast við þeim. Við krampaflog verður viðkom- andi skyndilega stífur, missir með- vitund, fellur til jarðar, blánar og taktfastir kippir eða krampar fara um líkamann. Oft sést froða í munnvikum sem stundum er blóð- lituð ef tunga eða gómur særist. í byijun getur heyrst óp sem stafar af því að kröftugur vöðvasams- dráttur þrýstir lofti úr lungum. Af sömu ástæðu getur þvagblaðra og ristill tæmst. Krampaflog varir sjaldan lengur en 4-5 mínútur en flestir sofa í um hálfa klukkustund á eftir og geta verið syfjaðir eða ruglaðir er þeir vakna. Vari flogið lengur en 5 mínútur eða ef um endurtekin flog er að ræða er nauð- syniegt að koma sjúklingnum undir læknishendur. Þegar krampastigið er liðið hjá á að hagræða sjúklingn- um í læsta hliðarlegu og reyna að verja höfuð hans. Ekki skal troða neinu upp í munn sjúklingsins og ekki halda honum föstum eða að reyna að hindra eða stöðva kramp- ann. Veita skal sjúklingnum stuðn- ing og aðhlynningu þegar kramp- anum er lokið. Að sögn Þóreyjar vantar hins vegar mikið upp á að einkenni annars konar floga séu almenningi eins kunn, t.d. einkenni ráðvillu- floga, sem eru raunar algengari en krampaflog. Ráðvilluflog geta lýst sér á afar íjölbreytilegan hátt. Oft er um að ræða fitl og fálm. Sjúkiingurinn ráfar um og er annað hvort óvitandi um umhverfi sitt eða skynjar það á draumkenndan hátt. Fólk í umhverfinu heldur stundum að sjúklingur með ráðvilluflog sé drukkinn eða undir áhrifum lyfja. Viðbrögð við ráðvilluflogum eru að gæta þess að hinn sjúki fari sér ekki að voða. Sjúklingar í ráðvillu- flogi eiga það til að bregðast við með ofsa sé haldið aftur af þeim, en slíkt er sjaldgæft. Störuflog eru enn ein gerð af flogum sem almenningur þarf að kunna skil á að sögn Þóreyjar. Þau standa stutt, 5-30 sekúndur og eru algengust meðal barna og lýsa sér þannig að barnið verður skyndilega fjarrænt og starir fram fyrir sig, án þess að falla til jarðar. Stundum_ deplar barnið augunum ótt og títt eða að kippir sjást í andliti eða útlimum. Köstin geta komið mörg- um sinnum á dag og trufla þá barn- ið í námi og eða leik. Mikilvægt er að foreldar og kennarar þekki Fann sárt fyrir fordæmingu Katrín Guðjónsdóttir fyrrverandi ballettkennari segir frá áhrifum flogaveiki á líf sitt „Hjá mér byrjaði flogaveikin þegar ég 27 ára,“ segir Katrín Guðjónsdóttir sem nú er komin fast að sextugu. „Þá var ég starf- andi ballettkennari, hafði lært hér á landi og tekið einkatíma til þess að öðlast kennsluréttindi. Eg var ófrísk að yngri syni mínum og stóð í skilnaði þegar ég veiktist. Það byrjaði með því að ég datt fram fyrir mig og braut aðra framtönnina í mér, var flutt á Slysavarðstofuna og svo send strax heim. Eg hafði fengið heila- hristing og ég er viss um að þetta höfuðhögg kallaði fram sjúk- dóminn. Eg fékk hvert krampaflogið af öðru eftir þetta. Veikindin breyttu lífi mínu mikið. Ég átti í erfiðleikum með að annast um börnin mín, mér er t.d. minnisstætt að ég fékk einu sinni krampa einmitt þegar ég hélt um upphandlegg yngri sonar míns. Takið varð svo hast- arlegt að hann fór að gráta. Ég vann við ballettkennslu, gítar- kennslu og við vélritun til þess að framfleyta mér og börnunum. Þetta var alltof mikið álag og kom niður á heilsu minni þannig að kramparnir héldu áfram. Um tíma fékk ég lyf til þess að reyna að halda krömpunum niðri, það tókst ekki þá og hefur að fullu ekki tekist enn í dag. Ég fæ að vísu ekki lengur krampaflog, heldur það sem kallað er ráðvillu- flog. Viðbrögð fólks í umhverfinu við veikindum mínum hafa mikið breyst. Áður einkenndust þau af vantrú. Fólk sagði við mig: Þú ert ekkert veik, þú ert móður- sjúk. Núna er þetta allt annað, fólk skilur hvað þarna er á ferð- inni og dæmir ekki. Ég minnist ýmissa viðbragða sem mér sárnuðu. Einu sinni var ég t.d. á ferðalagi með tveimur konum sem gáfu sig út fyrir að vera rauðsokkur og eldrauðir kommúnistar. Þegar þær sáu Katrín Guðjónsdóttir mig í kasti trúðu þær því ekki að ég'væri veik. Þær hrópuðu á Guð, sem þær trúðu þó ekki á, störðu á mig en komu mér ekki til hjálpar. Ég fann sárt til for- dæmingar þeirra og hef aldrei talað við þær síðan. Ótal önnur atvik sitja enn í mér frá liðnum árum, þegar ég var álitin langt frá því að vera venjuleg mann- eskja, glápt á mig og hvíslast á um mig. Þá var ekki rætt upp- hátt um flogaveiki en þess meira talað á bak við. Flogaveikin var þungbært hlutskipti í þeim árum. Víst er hún erfið enn í dag, en nú er þó meira vitað og minna dæmt. í dag lifi ég ágætu lífi, ég er á lyfjum sem halda flogunum að mestu niðri. Ég fæ bætur úr tryggingum og lífeyrissjóði og hef stundum tekjur af sölu gítar- bóka sem ég samdi. Ég starfa mikið í Landssamtökum áhuga- fólks um flogaveiki. Ég átti sæti í fyrstu stjórn samtakanna og hef unnið með þeim æ síðan.“ störuflog og séu á verði gagnvart þeim einkennum sem benda til þeirra. Engra sérstakra viðbragða er þörf annarra en að láta lækni greina sjúkdóminn þegar hans verður fyrst vart. Á ráðstefnu LAUF á Hótel Sögu sem fram fer á morgun verður fjall- að um flestar hliðar flogaveikinn- ar. Þórey kvað sérstaka ástæðu til að benda á erindi sem Peter Rogan kennari frá Bretlandi fljtur þar og fjallar um umönnun og stuðning við böm í almennum skólum sem haldin eru flogaveiki.„„Landssam- tök áhugamanna um flogaveiki voru stofnuð af brýnni þörf fyrir tíu árum,“ sagði Þórey.„Fyrir þann tíma var eins og ekki væri til floga- veiki á íslandi, ekkert var um hana fjallað og ekkert um hana skrifað. Fólk með flogaveiki var einangrað hvert í sínu horni með erfiðleika sína og vandamál vegna fordóma og vanþekkingar samfélagsins. Nú veit fólk að hægt er að halda floga- veiki niðri með lyfjum og að þeir sem haldnir eru flogaveiki geta margir lifað nokkurn veginn eðli- legu lífi, unnið sín störf og sinnt sinni fjölskyldu. Á tíu ára ferli LAUF hafa félag- ið einbeitt sér að fræðslu um floga- veiki meðal almennings og félags- manna, m.a. með útgáfu fræðslu- rita og fyrirlestrum, einnig hafa samtökin í sí auknum mæli sinnt fræðslu um þessi mál í skólum og á dagvistarstofnunum. Starfsemi samtakanna hefur þó takmarkast nokkuð af fjárskorti enda hafa samtökin ekki aðra fasta tekju- stofna en árgjöld félagsmanna. Öryrkjabandalagið hefur þó fram að þessu veitt samtökunum árlegan styrk, og önnur félög af og til.“ Þrátt fyrir óvissa tekjumögu- leika kvað Þórey starfsemi LAUF blómlega um þessar mundir og margvísleg verkefni framundan, m.a. væri fyrirhugað að standa að fræðsluherferð á nokkrum stöðum úti á landi, afmæliseintak Lauf- blaðsins, blaðs samtakanna, verður gefið út í sumar og daganna 1.-3. júní nk. verður LAUF með kynn- ingarbás á alþjóðlegri ráðstefnu í Reykjavík undir yfirskriftinni: Eitt samfélag fyrir alla. Ráðstefnan verður haldin á vegum hagsmuna- samtaka fatlaðra hér á landi og Sameinuðu þjóðanna. „Þýðingar- mesti ávinningur LAUF-samtak- anna er þó tvímælalaust sá að flogaveiki er ekjci lengur það feimn- ismál sem húh var áður,“ sagði Þórey að lokum. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir REYKVIKINGAR! NÚ ER KOMINN TÍMI NAGLADEKKIN AF FYRIR SUMARDEKKIN SUMARDEKKIN Á GATNAMÁLASTJÓRI |fl m

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.