Morgunblaðið - 15.04.1994, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1994
35
Þórarinn St Sig-
urðsson — Minning
Fæddur 31. janúar 1922
Dáinn 8. apríl 1994
Það er morgunn hér í Logan,
Utah. Síminn hringir. Selma systir
mín er í símanum og vill tala við
mig. Þórarinn Sigurðsson, frændi
okkar, er látinn, aðeins 72 ára að
aldri.
Mér flýgur í hug Kvisthaginn,
þar sem ég og fleiri áttum athvarf
þegar við komum í bæinn. í fyrsta
skipti sem ég kom til Reykjavíkur,
17 ára sveitapiltur, var að sjálf-
sögðu farið á Kvisthagann til Þórar-
ins og Þorbjargar. Annað kom ekki
til greina. Hvers vegna vissi ég að
sjálfsögðu ekki þá, hugsaði ekki út
í það fremur en aðrir á þessum aldri.
Síðan var Kvisthaginn mitt annað
heimili. Ég kom við haust og vor á
leið úr eða í skóla eða ef ég af ein-
hverjum ástæðum þurfti að dvelja
í bænum í lengri eða skemmri tíma.
Ekki man ég til að nokkurn tíma
hafi komið til að ekki væri hægt
að hýsa mig, enda datt mér slíkt
ekki í hug og varð ekki var við að
þeim hjónum dytti það í hug held-
ur. Sjálfsagt hefði það á stundum
hentað betur að ég færi eitthvert
annað, einkum eftir að börnunum
fjölgaði, en mér datt það bara ekki
í hug. Fannst ég alltaf vera velkom-
inn_ á Kvisthagann.
Ég man reyndar fyrst eftir Þór-
arni og Þorbjörgu er þau komu í
heimsókn til Halldórs, bróður Þór-
arins, vestur í Dali, þá nýlega trú-
lofuð. Það mun hafa verið um jólin
1946. Það var siður að spila Lander
á annan í jólum og meira að segja
upp á peninga. Ekki þannig að pen-
ingarnir skiptu um eigendur, eins
og gerist í alvöru peningaspilum,
en pottinum var skipt eftir hvert
spil. Það skapaði spennu, og éjg,
rollingurinn, fékk að vera með. Eg
sat við hliðina á Þórarni og hann
hældi mér fyrir góða spilamennsku.
Við spiluðum langt fram eftir nóttu.
Ég var afar hreykinn af þessum
heimsborgarlega frænda mínum og
hans glæsilegu heitmey.
Ég minnist Þórarins með ánægju
og virðingu fyrir hæfileika hans til
að miðla og veita forystu oftast án
margra orða. Hæfileikann til að
auka sjálfsvirðingu. Ég vil einnig
þakka fyrir rausnarlegar móttökur
og húsaskjól, bæði á Kvisthaganum
og annars staðar. Mér fannst alltaf
vera jól þar sem Þórarinn og Þor-
þjörg voru. Það er aðdáunarvert
hversu myndarlegt og rausnarlegt
heimili Þórarins og Þorbjargar hef-
ur alltaf verið, þrátt fyrir stóran
barnahóp og mikinn gestagang.
Þeirra heimili var mitt í fjölda ára.
Fyrir það þakka ég af heilum hug.
Við Gerður sendum þér, Þor-
björg, börnum, tengdabörnum og
barnabörnum hugheilar samúðar-
kveðjur og biðjum ykkur allrar
blessunar í sorg ykkar.
Því það er annað að óska
að eiga sér líf og vor
en hitt að geta gengið
glaður og heill sín spor.
(Jóh. G. Sigurðsson.)
Sveinn Hallgrímsson.
I dag verður jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju Þórarinn Stefán
Sigurðsson fyrrverandi sveitarstjóri
í Höfnum, hann lést að morgni
föstudagsins áttunda apríl síðastlið-
inn.
Þórarinn var fæddur 31. janúar
1922 á Syðri-Bár í Eyrarsveit í
Grundarfirði, sonur hjónanna Sig-
urðar Eggertssonar bónda og skip-
stjóra og konu hans Ingibjargar
Pétursdóttur. Föður sinn missti
Þórarinn ungur, en móðir hans,
annáluð dugnaðarkona, hélt saman
heimilinu og ól upp stóran bamahóp
af miklum myndarbrag.
Ungur fór Þórarinn að heiman,
fýrst í héraðsskóla til að afla sér
frekari menntunar en hægt var að
fá í heimabyggðinni. Síðan fór hann
til náms í ljósmyndaiðn og starfaði
síðan í þeirri grein árum saman og
þótti mjög fær í því starfi.
Ekki dugði þó ljósmyndastarfið
til að fullnægja athafnaþrá Þórar-
ins. Hann var framkvæmdamaður
og lét að sér kveða á mörgum svið-
um þjóðlífsins. Hann var virkur
þátttakandi í þeim miklu umskipt-
um þegar land okkar breyttist úr
fátækri hjáleigu erlends valds og
gerðist sjálstætt ríki með traustan
efnahag sem byggðist á framtaki
og dugnaði landsmanna.
Þórarinn starfaði lengi við útgerð
og fiskvinnslu. Hann var mörg ár
framkvæmdastjóri hraðfrystihúss
Grundarijarðar og fórst það vel úr
hendi. Hann var framsýnn og góður
skipuleggjandi. Honum tókst að ná
góðum árangri með dugnaði og
þrautseigju og skilaði hann góðu
fyrirtæki þegar hann hætti þar
störfum.
Hann gerði út eigin fiskiskip og
rak einnig fiskverkun í Grindavík
og í Höfnum þar sem hann átti og
rak hraðfrystihús.
Þó störf Þórarins á sviðum at-
vinnulífsins þættu ærið dagsverk
þá voru störf hans á sviði félags-
mála stór hluti af ævistarfi hans.
Hann hafði mikinn metnað fyrir
hönd íslensks þjóðfélags. Hann vildi
leita leiða til að byggja upp samfé-
lag sem skapaði þegnum sem best
lífsskilyrði, þar sem hlutur þeirra
minni máttar væri ekki fyrir borð
borinn.
Þessari lífsskoðun sinni fann
hann farveg í stefnu og starfi Fram-
sóknarflokksins, enda átti hann
sinn þátt í stefnumótun flokksins
um langan aldur. Hann starfaði á
skrifstofu flokksins í Reykjavík um
tíma auk starfa við uppbyggingu
og að _ viðgangi flokksins víða um
land. Áhugi hans á stjórnmálum og
löngun til að láta gott af sér leiða
í þágu samfélagsins var slíkur að
þegar hann var kominn á aldur sem
venja er að fólk dragi sig í hlé frá
harðri lífsbaráttu þá fer hann í
harða kosningabaráttu í sinni
heimabyggð, vinnur þar glæstan
sigur og gerist sveitarstjóri þá kom-
inn hátt á sjötugsaldur. Sú aðgerð
lýsir vel skapgerð hans. Krafturinn
og atorkan var slík að honum fannst
ekki nokkur ástæða til að slaka á
fyrr en á lokadegi. Eftirlifandi eig-
inkona hans er Þoi-björg Daníels-
dóttir. Hún var hans trausti lífsföru-
nautur og mikilhæf mannkosta-
kona. Þau bjuggu sér fagurt heim-
ili þar sem þau ólu upp börnin sín
átta sem upp komust, öll hin mann-
vænlegustu og bera foreldrunum
og uppeldi sínu fagurt vitni. Hlutur
húsmóðurinnar er mikill á svo stóru
heimili. Eflaust hefur oft mætt mik-
ið á henni vegna annríkis hans við
hin ótalmörgu verkefni sem hann
þurfti að sinna.
En þegar stundaglas Þórarins
vinar míns er runnið út þá leita á
hugann minningar frá liðnum sam-
verustundum. Ég minnist þegar
hann bauð mér í mína fyrstu lax-
veiðiferð. Undir hans leiðsögn er
það hátíðleg athöfn að renna fyrir
laxinn. Konungi djúpanna nýkomn-
um úr hafinu skyldi sýna fyllstu
virðingu, fara eftir ströngum regl-
um svo veiðimaðurinn og laxinn
hefðu sem jafnasta möguleika í tafl-
inu.
Ég minnist samstarfs okkar að
félagsmálum. Þar komu fram sömu
eiginleikar hans og við laxveiðina.
Þar gilti sama reglan, vinna að
hveiju máli af drengskap og virða
skoðanir annarra en fylgja þó mál-
um eftir af einurð og myndugleika.
Hann var fjótur að greina aðal-
atriðin í hverju máli, draga fram
það sem væri til bóta, finna leið sem
væri líkleg til að skila árangri og
var síðan óstöðvandi við að koma
málefninu í höfn.
Þó hann hafi eflaust ekki ætlast
til þakklætis vegna starfa sinna að
félagsmálum þá hygg ég að nokkuð
margir hafi ástæðu til að minnast
hans með hlýhug nú þegar hans
jarðnesku dvöl lýkur. Líf okkar sem
dveljum hér enn um stund verður
ekki það sama þegar nánir vinir
hverfa úr okkar samfélagi. Getum
við aðeins hugsað með þakklæti til
liðinna samverustunda og vinátt-
unnar á liðnum árum.
Við Halldóra vottum eiginkonu,
ættingjum og vinum Þórarins okkar
dýpstu samúð. Blessuð sé minning
hans.
Ari Sigurðsson.
Nú þegar afi er allur rifjast upp
svo margar minningar um hann og
allar góðar. Minningar um mann
sem alltaf horfði fram á veginn og
engin hindrun var óyfirstíganleg í
starfi eða leik. Minningar sem
tengjast árunum sem ég bjó með
móður minni hjá ömmu og afa í
Höfnum. Hvað afi var áhugasamur
um störf sín sem sveitarstjóri Hafn-
arhrepps. Ekkert var of gott eða
of stórt fyrir þetta litla sveitarfélag.
Alltaf gat maður leitað til afa sem
var afar bóngóður maður og úr-
ræðagóður.
Með þessum fáu orðum kveð ég
afa minn og sendi um leið samúðar-
kveðjur til ömmu sem misst hefur
svo mikið, mömmu, Adda, Palla
bróður og allra sem eiga nú um svo
sárt að binda.
Stefán Þór.
Að morgni 8. apríl hringir Þor-
björg mágkona mín og tilkynnir
okkur lát manns síns, Þórarins Stef-
áns Sigurðssonar. Hafði hann látist
síðla nætur eftir nokkurra klukku-
tíma dvöl á sjúkrahúsi Keflavíkur.
Varð honum að þeirri ósk sinni að
fá að fara snöggt er að því kæmi.
Þórarinn var ættaður frá Suður-
Bár í Grundarfirði. Yngsta barn
Ingibjargar Pétursdóttur og Sigurð-
ar Éggertssonar, skipstjóra og
bónda. 25 ára kvæntist hann eftir-
lifandi konu sinni, Þorbjörgu Daní-
elsdóttur, f. 5. október 1923 í
Reykjavík. Eignuðust þau níu
mannvænleg börn, en misstu eitt
þeirra nokkurra mánaða gamalt.
Ungur lærði Þórarinn ljósmyndun
og starfrækti ljósmyndastofu í
Reykjavík í nokkur ár, en hugur
hans stóð meira til annarra starfa ’
og fann hann athafnaþrá sinni betri
stað í útgerð og fiskvinnslu sem
hann starfaði að af miklum áhuga -
mestan hluta ævinnar.
Þórarinn var mjög áhugasamur
um stjórnmál og tók virkan þátt í
þeim frá unga aldri og á þeim vett-
vangi vann hann marga sigra með
ómældri vinnu og fórnfysi.
Eftir að hann hætti að mestu
útgerð og fiskvinnslu var hann
sveitarstjóri í Höfnum í 12 ár og
gerði einnig út trillu síðustu árin,
svo sterk voru tengslin við útgerð-
ina að þau gat hann aldrei slitið.
Þórarinn var hamingjusamur
fjölskyldufaðir. Hann elskaði konu
sína og börn og þau elskuðu hann
og virtu. Hann gerði ávallt það sem
hann gat til að hlynna sem best að
heimilinu og ráku þau hjónin það
með mikilli reisn alla tíð, enda það
gestrisnasta fólk sem ég hef nokk-
urn tíma kynnst. Öllum var tekið
opnum örmum sem að þeirra garð
bar og ekkert til sparað.
Þórarinn var skemmtilegur mað-
ur, galvaskur og léttur í lund og
alltaf stutt í hláturinn. Hann var
hlýr og tilfinninganæmur, en víl og
vol voru honum víðs fjarri. Ef á
móti blés færðist hann allur í auk-
ana og tókst á við erfiðleikana af
miklum krafti og hjálpaði oft þeim
sem á þurftu að halda. Hann hafði
gaman af spilamennsku og spilaði
brids í áratugi í Breiðfirðingafélag-
inu og með vinum 'sínum og félög-
um.
Líka var hann glúrinn laxveiði-
maður og stundaði það töluvert;
sérstaklega á fyrri árum ævinnar.
Eitt sinn fórum við með Þórarni
vestur í Búðardal með fullan bíl af
laxaseiðum sem við slepptum í ána
með hjálp dóttur hans og tengda-
sonar úr Grundarfirði. Það var góð-
ur og skemmtilegur dagur.
Við þökkum Þórarni allar þær
skemmtilegu samverustundir sem
við höfum átt saman með honum
og fjölskyldu hans.
Elsku Þorbjörg mín, sem alltaf
stóðst sem klettur við hlið Þórarins
í blíðu og stríðu. Við biðjum guð
að styðja þig og styrkja í þessum
erfiðleikum, einnig börnin og barna-
börnin og alla þá sem um sárt eiga
að binda.
Við kveðjum Þórarin með þessari
vísu:
Vinur minn er vikinn frá
veröld fínna og kanna.
Góða kynning geyma hjá
geislum minninganna.
(S.K.S.)
Jónas G. Sigurðsson,
Gróa Magnúsdóttir.
Kristín Jónsdóttir
— Minningarorð
Fædd 14. júlí 1913
Dáin 9. apríl 1994
Jarðarför móður okkar, Kristínar
Jónsdóttur frá Vattarnesi, fer fram
í dag frá Neskirkju kl. 15.
Kristín fæddist á Baldursgötu 1
í Reykjavík og var dóttir hjónanna
Jóns Þorvarðarsonar frá Núpi á
Beruíjarðarströnd og Sólveigar
Jakobínu Ólafsdóttur frá Vík, Fá-
skrúðsfirði. Hún var yngst sjö
systkina og á eina systur á lífi,
Guðrúnu Jónsdóttur, Kópavogi.
Látin eru Höskuldur, Kristján á
Djúpavogi, Sólveig í Drangsnesi,
Magnús og Jón Austmann á Vattar-
nesi.
Á barnsaldri var Kristínu komið
í fóstur að Eyjólfsstöðum í Fossár-
dal þar sem hún ólst upp við öll
sveitastörf til 16 ára aldurs er hún
fer að Tungu í Fáskrúðsfirði. Þar
kynntist hún fyrri manni sínum,
Sigbirni Guðjónssyni frá Búðum.
Þau hófu sambúð í Vestmannaeyj-
um og þar eignuðust þau fyrsta
barn sitt, Margréti. Þá fluttust þau
að Hafranesi við Reyðarfjörð og
1940 að Vattarnesi, er þau tóku
við hluta af búi Þórarins Grímsson-
ar Víkings. Þá kom í heimilið móð-
ir Kristínar, Sólveig Jakobína, og
var hún hjá Kristínu dóttur sinni í
fimmtán ár, þar til hún lést í hárri
elli, á áttugasta og sjötta aldursári.
Á Vattarnesi eignuðust þau þrjú
börn, Bjarnveigu, Magnús Jón og
Guðleifu, en hún var aðeins á fyrsta
aldursári er Sigbjörn féll frá af slys-
förum 1947. Áður hafði Kristín
misst tvo bræður sína, Magnús og
Jón Austmann, í sjóslysi í róðri frá
Vattarnesi. Kristín hélt ótrauð
áfram búskap ásamt börnum sínum
og með góðri aðstoð sambýlinganna
á Vattarnesi. Að níu árum liðnum
hóf Kristín sambúð með Þorsteini
Stefánssyni, eftirlifandi eigin-
manni. Þau bjuggu fyrst á Vattar-
nesi í nokkur ár en fluttust þá suð-
ur og settust að á Seltjarnarnesi,
þar sem þau hafa búið síðan, en
Þorsteinn vann um árabil í Vél-
smiðjunni Héðni. Lengst af bjuggu
þau að Stór-Ási og þá í nánu sam-
bandi við fjölskyldu dóttur Kristín-
ar, Bjarnveigar. Nú síðustu ár hafa
þau búið á Skjólvegi 3, í íbúðum
aldraðra. Með þeim hjónum var
ætíð jafnræði og ástúð til síðustu
stundar.
Kristín hefur eignast 40 afkom-
endur til þessa: 1) Margrét, gift
Guðmundi Óla Ólafssyni, hefur
eignast sex börn og átta barna-
börn: Sigurður Óli á tvo syni, Guð-
mund Grétar með fyrri sambýlis-
konu og Gísla með Hrönn Gísladótt-
ur; Kristbjörn Óli, giftur Hildi Vals-
dóttur, á Önnu Björk, Evu Kristínu
og Kristin Óla; Ólafía, gift Davíð
Hermannssyni, á írisi og tvíburana
Hermann Öla og Margréti Ósk;
Kristín er í sambúð með Benedikt
Gústavssyni og Hafdís Dögg í for-
eldrahúsum. Áður hafði Margrét
eignast soninn Sigbjörn sem dó á
fyrsta aldursári.
2) Bjarnveig (d. 1990) var gift
Einari Brynjólfssyni, eignaðist þrjá
syni og eru barnabörnin orðin fimm:
Kristinn Þór, giftur Margréti Daní-
elsdóttur, á Daníel og Kristínu;
Ásgeir, í sambýli með Lindu Björk
Hávarðardóttur, átti áður Þorstein
Rúnar; Brynjar, í sambýli með Sig-
rúnu Pálsdóttur, á Berglindi og
Arnar Pál (Ásgeir og Brynjar eru
tvíburar); Magnús Jón, giftur Þóru
Grétu Pálsdóttur, á fjögur börn og
tvö barnabörn: Pálmar Óli, giftur
Hildi Karlsdóttur, á Smára og Þóru
Grétu; Bjarki Þór, ívar Smári og
Alma Björk eru í foreldrahúsum.
3) Guðleif, nú gift Jóni Má Smith,
hefur eignast fjögur börn og þrj ú
barnabörn: Sigbjörn Steinþórsson
sem á Söndru Dögg; Rósa Krist-
borg Steinþórsdóttir, gift Borgþóri
Harðarsyni, á tvíburana Brynjar
Örn og Bryndísi Örnu; Þórunn Stef-
anía Steinþórsdóttir og Jósef Már
Smith.
Kristín annaðist vel um heimili
sitt og studdi börn sín við þröngan
kost. Hún var hagsýn og nýtti vel
það sem til féll. Var glaðsinna,
söngelsk og kunni ógrynni af ljóð-
um og vísum sem hún kenndi okk-
ur. Síðustu ár hrjáði hana sjóndepra
sem hún hafði fengið nokkra bót
á. Það var því hennar heitasta ósk
að fá að sjá aftur æskuslóðirnar í
Fossárdálnum. Af því varð ekki.
Kristín fékk heilablæðingu á föstu-
daginn langa og lést aðfaranótt 9.
apríl.
Elsku mamma. Við þökkum þér
fyrir árin sem við áttum saman,
fyrir ást og umhyggju á erfiðum
tímum og biðjum Guð að vernda
þig í nýjum heimkynnum, þar sem »<■
verður tekið vel á móti þér.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Margrét, Magnús Jón
og Guðleif.