Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994 Karl Bretaprins heiðrar Orra Vigfús- son fyrir laxavernd London. Frá Ólafi Þ. Stephensen, fréttaritara Morgunblaðsins. KARL prins af Wales heiðraði Orra Vigfússon framkvæmdastjóra með fátíðum hætti fyrir störf hans að vernd Atlantshafslaxins, síðast- liðið fimmtudagskvöld. Prinsinn hélt móttöku í höll sinni, St. James's Palace, til heiðurs Orra og Norður-Atlantshafslaxasjóðnum, sem starfað hefur að því að stöðva laxveiðar í sjó meðal annars með því að kaupa upp laxakvóta. Ríkisarfinn afhenti Orra styttu í viðurkenn- ingarskyni fyrir brautryðjendastarf hans á þessu sviði, en Orri er stofnandi og helzti frumkvöðull sjóðsins. Karl prins Orri Vigfússon hefur haft frum- kvæði um það síðastliðin fimm ár að laxveiði- menn frá löndum, þar sem Atlants- hafslax gengur í ár, sameinist um að kaupa upp laxakvóta Fær- eyinga og Grænlendinga. Norður- Atlantshafslaxasjóðurinn beitti sér einnig fyrir því að laxveiðar danskra báta undir hentifána á alþjóðlegum hafsvæðum yrðu stöðvaðar, og að lagningu rekneta við Bretland yrði hætt. Prinsinrt af Wales er mikill lax- veiðimaður og hefur meðal annars margoft veitt lax á íslandi. Hann er verndari tvennra helztu samtaka stangveiðimanna í Bretlandi, The Salmon and Trout Association og The Atlantic Salmon Trust. Til móttökunnar í St. James's Palace var boðið um 100 manns, sem tengzt hafa átakinu um að stöðva laxveiðar í sjó, þar á meðal sendi- herrum flestra aðildarlanda Norð- ur-Atlantshafslaxasjóðsins, en þeirraá meðal eru Kanada, Bret- land, írland, Rússland og Norður- löndin. Einstakur árangur Karl prins hélt ræðu, þar sem hann þakkaði Orra Vigfússyni fyrir störf hans að laxavernd. Prinsinn lét svo um mælt að einstakur árang- ur hefði náðst á þeim fimm árum, sem Norður-Atlantshafslaxveiði- sjóðurinn hefði starfað. Um væri að ræða nýtt og óvenjulegt form umhverfisverndar, þar sem tveir hagsmunaaðilar ræddust við og gerðu með sér viðskiptasamning um vernd ákveðins náttúrufyrirbæris. Orri Vigfússon / dag Sjávarútvegur Deilt um áhrif á skiptakjör 20 Samkeppnisstofnun - bank- amir Bréfleg tilmæli eða ábendingar 28-29 Leiðari NATO setur Serbum úrslitakosti 28 IttargunMatob MENNING LISTIR ? Hverjir fengu listamanna- Iaun og hvers vegna - Tónleika- hald næstu viku - Myndlistar- sýningar sem opna um helgina - og margt fleira r^» 1 • ? Vitffal við Bodil Kaalund- Gránufélagshúsin í nýju hlul- verki - Bragi Skúlason um hlufr- verk sjúkrahúspresta- Ný Jjóð Jóhanns Hjálmarssonar- Rabb: Þórður Helgason. Prinsinn lét í ljós þá von að aðrir myndu fylgja þessu fordæmi. Karl afhjúpaði því næst styttu af tveimur löx- um, sem hann afhenti Orra fyrir hönd brezku lax- veiðisamtakanna, í viðurkenningarskyni fyrir forystu hans um stöðvun laxveiða í sjó. Sjaldgæfur heiður Orri Vigfússon þakkaði þann heiður, sem honum væri sýndur. Að sögn Helga Ágústssonar, sendi- herra íslands í London, sem var viðstaddur móttökuna, er mjög fá- títt að Karl prins haldi móttökur í höll sinni og heiðri einstaklinga eða samtök með þessum hætti. „Prins- inn gerir slíkt aðeins í þágu þeirra málefna, sem eru honum sérstak- lega kær og hugleikin. Það er í sjálfu sér vísbending um þann heið- ur, sem Orra er sýndur," sagði Helgi í samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Magnús Stefánsson og Jóhann ísleifsson ganga frá plöntum til Færeyinga. Trjáplöntur seldar til Færeyja Hveragerði. RÆKTUNARMIÐSTÖÐIN í Hveragerði er þessa dagana að búa til flutnings 11.000 trjáplöntur sem flytja á til Færeyja. Að sögn Jóhanns ísleifssonar, eiganda Ræktun- armiðstöðvarinnar, er það aðallega birki og fura sem Færeyingar sækjast eftir. Einnig eru fluttar út nokkrar trjátegundir sem Ræktunarmiðstöðin rækt- ar sérstaklega fyrir Færeyinga. Þar er um að ræða sérstök afbrigði trjáa sem flutt voru frá Eldlandi og hafa reynst vel í Færeyjum. Ræktunarmiðstöðin hefur selt Færeyingum trjá- plöntur undanfarin fjögur ár. Þessi viðskipti hafa reynst mjög vel og eru orðin fastur liður í vorverkun- um hjá Ræktunarmiðstöðinni. - A.H. Undirbúningur fjárlagafrumvarps 1995 Aætlun um jöfnuð í ríkisrekstri eftir 3 ár Útgjöld í heilbrígðis- og tryggingamálum stefna fram úr fjárlögum VINNA að gerð fjárlagafrumvarps fyrir næsta ár er nú komin af stað af fullum þunga. Jafnframt vinna sérfræðingar fjármála- ráðuneytisins, í samvinnu við Þjóðhagsstofnun og Seðlabanka, að langtímaáætlun í tengslum við fjárlagagerðina, sem miðar að því að eyða fjárlagahallanum í þrepum á næstu þremur árum. Á fyrst og fremst að ná því markmiði með enn frekari niðurskurði og sparnaði. Fjárlög yfirstandandi árs gera ráð fyrir rúmlega 9 milljarða kr. halla á þessu ári en ýmis veikleika- merki hafa komið fram að undan- förnu sem stefna því markmiði í hættu á sviði heilbrigðis- og trygg- ingamála en þar stefnir í nokkur hundruð milljória kr. umframútgjöld ef ekkert verður að gert, skv. upp- lýsingum sem fengust í fjármala- ráðuneytinu. Hefur þegar verið sett í gang vinna við ráðstafanir til að koma í veg fyrir það, og stefnir Dorgaðí Arnarvatni Hvammstanga. ÍSLANDSMÓTIÐ í dorgveiði fer fram á Arnarvatnsheiði í dag, en þá munu tugir þátttak- enda dorga í gegnum ís á Arn- arvatni stóra. Dorgveiðifélag íslands ásamt Staðarskála, björgunarsveitinni í V-Húnavatnssýslu og veiðiréttar- höfum á Arnarvatnsheiði standa að íslandsmótinu í dorgveiði að þessu sinni. Verðlaun verða veitt fyrir bestan árangur og verða þau afhent að mótinu loknu síðdegis í dag. Karl ríkisstjórnin erin að því að hallinn verði ekki meiri á þessu ári en fjár- lög gera ráð fyrir. Ljóst er að fjár- lagafrumvarpið fyrir næsta ár verð- ur lagt fram með umtalsverðum halla en ríkisstjórnin hefur sam- þykkt að stefna að því á næsta ári að hallatala frumvarpsins verði undir 9 milljörðum kr. og svo verði áfram unnið að því að ná honum niður á núll skv. þriggja ára áætlun- inni. Ekkert kosninga- sjónvarp á Stöð 2 ? STJÓRN íslenska útvarpsfélagsins hefur hafnað beiðni frétta- stofu Stöðvar 2 um sérstakt fjárframlag til að standa straum af kostnaði við kosningasjónvarp vegna sveitarstjórnakosning- anna í vor. Elín Hirst, fréttasrjóri Stöðvar 2, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að á þessari stundu liti út fyrir að ekkert kosningasjónvarp yrði á vegum Stöðvar 2. Aðspurð sagði hún ekki fjarri lagi að áætlaður kostnaður vegna kosningasjónvarps- ins hefði numið 5-6 miiljónuni króna. Elín sagði að verið væri að leita gildi 1. maí. Það er mikill sparnað- leiða til að leysa málið en að óbreyttu stefndi í að kosningaúr- slitunum yrði eingöngu gerð skil í fréttum daginn eftir kjördag. Hún sagði að í fjárhagsáætlun frétta- stofunnar hefði ekki verið gert ráð fyrir kosningasjónvarpi heldur ákveðið að skoða það mál sérstak- lega. Elín Hirst er nýtekin við fréttastjórastarfinu og sagði að þetta væru sér vonbrigði. „I svona stöðu reynir maður að skoða allar leiðir. Það er mikill samdráttur í þessu fyrirtæki og uppsagnir sem fóru fram 1. febrúar eru að taka arhugur í fyrirtækinu og menn setjast niður og ráða ráðum sínum hvort hægt sé að finna leið út úr þessu. En þegar búið er að skera niður eins og hér var nauðsynlegt þá sér maður ekki alveg fyrir sér hvar er hægt að finna þessa pen- inga. Við erum að skoða málið en það verður engin sérstök fjárveit- ing til kosningasjónvarps," sagði Elin. Aðrar niðurskurðaraðgerðir hjá fréttastofunni hafa m.a. birst í því umræðuþátturinn Á slaginu sem sendur var út á sunnudögum hefur verið tekinn af dagskrá. Anatoíj Karpov Karpov teflirhér ANATOLIJ Karpov, heims- meistari FIDE í skák, etur kappi við þrjá íslenska stór- ' meistara á atskákmóti í sjón- varpssal að kvöldi 2. maí. Hermann Gunnarsson, um- sjónarmaður skákmótsins, sagði í samtali við Morgun- blaðið að það væri mikill feng- ur fyrir íslenska skákáhuga- menn að fá Karpov hingað til lands. „Karpov vann nýlega með miklum yfirburðum á sterku móti í Linares á Spáni," sagði Hermann. „Hann kemur hingað þann 1. maí í boði Rík- issjónvarpsins og teflir við þrjá íslenska stórmeistara í beinni útsendingu í sjónvarpssal að kvöldi 2. maí. Ekki hefur verið ákveðið hvaða stórmeistarar tefla við heimsmeistarann, en þeir sem ekki komast að nú munu taka þátt í næsta at- skákmóti sjónvarpsins." Hermann sagði að atskák- mót sem sjónvarpið hélt á síð- asta ári og Judit Polgar tefldi á, hefði spurst út meðal skák- manna. „Sumir gengu svo langt að fullyrða að mótið væri eitt það besta sem sýnt hefði verið í sjónvarpi, enda tókst Agli Eðvarðssyni að gera það mjög myndrænt og skemmtilegt. Þetta varð til þess að Karpov samþykkti að koma hingað nú."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.