Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994
2.000 manns æfa viðbrögð
við Suðurlandsskjálfta í dag
UMFANGSMESTA almanna-
varnaæfing sem fram hefur
farið á landinu stendur yfir á
Suðurlandi i dag undir stjórn
Almannavarna ríkisins. Um
2.000 manns taka þátt í æfing-
unni og er verkefni þeirra að
bregðast við eftir að jarð-
Starfsmenn í höfuðstöðvum Almannavarna ríkisins í Reykjavík að
stðrfum í gær.
VEÐUR
skjálfti sem mælist 7.0 á Ric-
hterkvarða hefur riðið yfír í
Holtum og Landssveit í Rangár-
vallasýslu um klukkan 6 í morg-
un. Um 2.000 manns búa á þvi
svæði þar sem áhrifa „skjálft-
ans" gætir mest en miðað við 7
stiga skjálfta á þessum slóðum
yrðu áhrifin á höfuðborgar-
svæðinu vart alvarlegri en þau
að hlutir féllu úr hillum, að
sögn talsmanna Almannavarna.
Á hamfarasvæðinu er hins veg-
ar gert ráð fyrir umtalsverðum
skemmdum á raflínum, sima-
sambandi, þremur brúm og 85
byggingum.
Æfingin miðast við að 80 manns
slasist vegna jarðhræringanna og
af þeim látist allt að 30. Búið er
að merkja tilteknar brýr og línu-
stæður sem eiga að hafa hrunið
og útbúa rústir þaðan sem ætlun
er að æfa björgun slasaðra. Ekki
er ætlunin, að sögn forsvarsmanna
ÍDAG kl. 12.00
HeimSkl: Veöurstofa íslamis
f f f {Byggtáveöurepákl. 18.30 fgær}
VEÐURHORFUR I DAG, 23. APRIL
YFiRLlT: Yfir norðausturströnd Graenlands er víðattumikil 1032 mb heað. Suðauð-
vestur af Irlandi er víðáttumfkfl og vaxandi lægð og mun hún hreyfast norður og fer
að hafa áhrif hór við land siödegis é morgun.
SPA: Norðauatanátt, atthvöss með siyddu eða rigningu við suðausturströndina en
annarsstaðar mun hasgarf norðaustan og úrkomulaust.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR A SUNNUDAG OG MÁNUOAG: Austan- og norðauatanátt, viðast kaldi.
Léttskýjað úm vestan- og norðveatánvert landið, eh annars skyjað og smó skúrir
austanlands. Hro' 3til 7 stig yfirdaginn en hsatt viö næturfrostí vestan- og norð-
^vestanlands.
HORFUR Á ÞRIÐiUDAG. Norðaustan gola eða kaldi og kótnandi veður. Smá éi
norðaniands en þurrt og víðast féttskýjað syðra. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn en
nasturfroet um near attt land.
o £
Heiðskírt Léttskýjað
r r r * /• *
f r * r
r r r r * r
Rigning Slydda
Hálfskýjað Skýjað
V V
* * *
* * *
Snjókoma
Skúrír Slydduél
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
Alskýjað heil tjöður er 2 vindstig.
* 10° Hitastig
V V Súld
Él m Þoka
sUg..
FÆRDA VEGUM;
(Kt.17.30fgær)
P>að er góð fasrð ð öllum hetstu þjóðvegum landsins, en hálka er sumstaðar ð
fieiðum, einkum ð norðanverðu landinu.
Upplýsingar um fesrð eru veittar hjá VegaeftirHti í sima 81-631500 og í grænni
Ifnu 99-631B. Vegagerftin.
* '»
% 1 . /
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.001 gær að ísl. tíma
Mtl voður
Akureyri +3 skýjað
Reykjavfk +1 skýjað
Bérgen S alskýjað
Hetsinki 8 úrkomat'grennd
Kaupmannahöfn 14 pokumðða
Narssarssuaq 2 aiskýjað
Nuuk 2 héMskýjað
Ósló ð alskýjað
Stokkhólmur 12 iéttskýjað
Þórshðfn 2 úrkomaígrennd
Aígarve 18 rigníng
Amsterdam 1$ tnlstur
Bsrcetona 17 mistur
Berlín 17 iéttskýjað
Chicago 3 heiðskfrt
Feneyjar 20 heiðskirt
Frankfurt 19 léttskýjað
Gtasgow 6 súld
Hamborg 14 léttskýjoft
London 15 skýjað
LosAngeles 13 léttskýjað
Lúxemborg 16 léttskyjað
Madríd 15 skýjað
Malaga 18 skýjað
Mallorca 19 léttskýjað
Montreal 1 iéttskýjað
NewYork 8 téttskýjað
Orlando 20 skýjað
Parfa 18 léttskýjað
Madelra 18 skýjað
Róm 17 léttskýjað
Vfn 18 léttskýjað
Washington 10 alskýjað
Winnipeg 2 heiðskírt
Hlutfall
skemmdra
mannvirkja
Þykkvibæ^/
Almannavarnaæfing^„Krisa '94"
20kmJ
Almannavarna, að aðrir en þeir
sem taka þátt í æfíngunni og
dvelja eða eru aferð um svæðið
verði fyrir neinum töfum eða
óþægindum vegna hennar en með-
al verkefna björgunarliðs verður
að fara á hvern bæ á svæðinu að
kanna tjón og meiðsli.
Fjölmargir þátttakendur
Auk almannavarnarráðs og 40
manna starfsliðs í stjórnstöð Al-
mannavarna í Reykjavík taka þátt
í æfiungunni fjórar almannavarna-
nefndir í viðkomandi sveitarfélög-
um, lögregla frá fjórum lögsagnar-
umdæmum, liðsafli og tæki frá
fímm slökkviliðum, læknar og
hjúkrunarlið frá 5 sjúkrahúsum,
Landhelgisgæslan, RARIK, Flug-
málastjórn, Póstur og sími, Vega-
gerð ríkisins, Varnarliðið á Kefla-
víkurflugvelli og sendiráð Banda-
ríkjanna, auk þess sem allar björg-
unarsveitir allt frá Kirkjubæjar-
klaustri og vestur um í Borgar-
fjörð taka þátt í æfingunum.
Niu mánaða undirbúningur
Æfíngin hefur verið í undirbún-
ingi í 9 mánuði, að sögn Guðjóns
Petersen framkvæmdastjóra Al-
mannavarna ríkisins, og var öllum
íbúm svæðisins tilkynnt um æfíng-
arnar með bréfí sem sent var um
páska. Guðjón sagði að ekki væri
verið að prófa viðbragðsflýti með
æfingunni heldur verið að þjálfa
lið manna í að vinna með skipuleg-
um og samræmdum hætti við
neyðarástand til að kanna áreiðan-
leika og skilvirkni neyðaráætlana.
Mikilvægi æfingarinnar fælist
ekki síst í þeim undirbúningi sem
inntur væri af hendi og tryggði
að nauðsynleg tæki og búnaður
væru til staðar ef til alvörunnar
kæmi, auk þess sem mikilvægt
væri að vekja fólk til umhugsunar
um málið. Hann sagði íbúa svæðis-
ins hafa sýnt málinu skilning, vel-
vild og áhuga.
í upphafi æfingarinnar verður
flogið yfir hamfarasvæðið til þess
að kanna áhrif skjálftans og meta
m.a. tjón á raflínum og brúm.
Ráðgert er að 5 þyrlur verði við
æfingarnar að flytja slasaða og
ferja björgunarlið yfir ár þar sem
brýr hafa skemmst.
Bækistöðvar á Qórum stöðum
Hinir slösuðu verða fluttir á
bækistöðvar sem komið verður upp
á Hellu, Flúðum og á Brautarholti
á Skeiðum en þaðan er gert ráð
fyrir að flogið verði með þá til
Reykjavíkur verði ástæða til. Höf-
uðtöðvar verða á Laugalandi í
Holtum, á miðju hamfarasvæðinu.
Guðjón Petersen sagði að al-
menn sé gert ráð fyrir að Suður-
landsskjálfti muni ríða yf;r á
næstu áratugum. Aðspurður hvort
æfíngin væri staðsett með þann
stað í huga þar sem mestar líkur
eru á Suðurlandsskjálfta sagði
Guðjón Petersen að líklegustu
upptökin væru talin 2 km. vestan
við æfíngasvæðið.
Auk fyrrgreindra skemmda á
byggingum er gert ráð fyrir að
raflínur falli en að sögn Hafþórs
Jónssonar Hafþórs Jónssonar, að-
alfulltrúa hjá Almannavörnum rík-
isins og æfingarstjóra, eru virkj-
unarmannvirki á þessu svæði ekki
talin í mikilli hættu. Fram kom
að við hönnun allra húsa sem
byggð hafi verið á þessu svæði
eftir árið 1976 hafi verið tekið
sérstakt mið af jarðskjálftahættu
en óljóst væri hve vel eldri bygg-
ingar væru í stakk búnar til að
þola sterka jarðskjálfta.
Æfíngin í dag er lokapunktur
fjögurra daga æfínga hjá Al-
mannavörnum. Fyrri dagana var
ekki um vettvangsaðgerðir að
ræða en þá var m.a æft úr stjórn-
stöðvum viðbrögð vegna vísbend-
inga um auknar líkur á eldsum-
brotum í Vestmananeyjum og við-
brögð við vísbendingum um elds-
umbrot þar og jarðhræringar á
Suðurlandi.
Hagsmunasamtök
fiskvinnslustöðva
NOKKRIR aðUar í fiskvinnslu ætla að stofna um helgina ný
hagsmunasamtök fiskvinnslustöðva. Jón Ásbjörnsson, fiskverk-
andi og einn af þeim sem undirbúið hafa stofnun félagsins, seg-
ir að Samtök fiskvinnslustöðva séu ekki raunverulegir fulltrúar
fiskvinnslunnar í landinu. Samtökin séu fyrst og fremst hags-
munasamtök útgerðarmanna því að innan þeirra séu aðilar sem
séu bæði í vinnslu og útgerð. Þess vegna sé þörf fyrir hagsmuna-
samtök fyrirtækja sem eingðngu sinni fiskvinnsíu.
bolfísksvinnslu á grunnmiðum.
Allir sem stunda fískvinnslu
geta gerst aðilar að samtökunum
að því undanskyldu að 9Q% af
hráefni þeirra byggist á, viðskipt-
um óskyldra aðila. Jón sagðist
hafa fundið fyrir miklum áhuga> á
stofnun samtakanna. Hann sagð-
ist reikna með að stofnfélagar
verði aðallega smáfyrirtæki í físk-
vinnslu, fyrirtæki sem kaupi mikið
af fiskmörkuðum og smábátum.
Stofnfundurinn verður haldinn
næstkomandi sunnudag kl. 14.00
í veitingahúsinu Gaflinum í Hafn-
arfirði.
Jón sagði brýnt að efla íslenska
fiskvinnslu. Hagsmunum hennar
hefði oftar en ekki verið ýtt til
hliðar fyrir hagsmunum útgerðar-
innar. Frumvarp um breytingar á
lögum um stjórn fiskveiða sé dæmi
þar um. Hann sagði að félagið
vilji beita sér fyrir því að mótuð
verði á íslandi fiskvinnslustefna
sem taki mið af heildarhagsmun-
um þjóðarinnar. Félagið vilji einnig
beita sér fyrir því að öll viðskipti
með fisk fari um innlenda físk-
markaði, auka atvinnuöryggi físk-
vinnslufólks, hamla á móti útflutn-
ingi á óunnum fiski og vaxandi