Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994 FASTEICNAMIÐLUN. Síðumúla 33 S: 679490 OG 679499 Símatími í dag kl. 11-13 Einbýli/radhús Stuðlasel. Nýkomið í sölu fallegt og vandað einb. á einni hæð, 162 fm m. innb. bílsk. ásamt ca 18 fm sól- stofu. Húsið stendur á besta stað við opið svæði. Verð 13,9 millj. Mánabraut — Kóp. Faiiegt 170 fm einb. neðan götu ásamt 40 fm á neðri hæð svo og 30 fm bílsk. Arinn, parket, nýl. eldh. og bað. Húsið mikið endurn. Áhv. ca 7,0 millj. {húsbr.). Lækkað verð. Tunguvegur. I einkasöiu mjög góð eign ca 110 fm raðh. á tveimur hæðum og hl. kj. Verð 7,5 millj. 4ra-7 herb. Fornhagi. Nýkomin í sölu sérl. falleg 125 fm efri hæð ásamt góðum bílsk. Útsýni. Áhv. hagst. ca 5 millj. Verð 11,9 millj. Smáíbúðahverfi. Nýkomin i sölu sérl. vönduð rishæð í nýl. húsi við Skálagerði. 3 svefnherb., vinnuherb. Bílsk. Áhv. 5,6 millj. Verð 10,5 millj. Háaleitisbraut. Nýkomin i sölu falleg 5 herb. íb. á 2. hæð. 4 stór svefn- herb. Parket. Áhv. byggsj. ca 3,3 millj. Verö aðeins 7,8 millj. Maríubakki. Nýkomin í sölu ca 90 fm íb. ásamt aukaherb. í kj. Áhv. ca 4,3 millj. hagst. lán. Verð 7,5 millj. Hraunbær. Nýkomin í sölu mjög góð 95 fm íb. á 2. hæð. 10 rása kapal- kerfi f. sjónvarp. Áhv. ca 4,0 millj. Verð 7,2 millj. 3ja herb. Vesturberg. Nýkomin I sölu 78 fm falleg íb. á efstu hæð. Parket á allri fb. Útsýni. Áhv. Byggsj. ca 3,9 millj. Verð 6,3 millj. Dvergabakki. Gullfalleg íb. á 1. hæð. Parket. Tvennar svalir. Nýtt eldh. 2 rúmg. svefnherb. Áhv. Byggsj. 3,3 m. Verð 6,7 millj. Laus strax. Miðleiti. í sölu glæsil. 121 fm fb. á efstu hæð. Mjög vönduð eign. Stæði í bílgeymslu. Áhv. ca 1,3 millj. Byggsj. Verð 10,1 millj. Ath. mögul. elgna- sklpti nýl. einbhúsi eða mlnni elgn. Hraunteigur. Nýkominísölugóð risíb. Áhv. ca 1.300 þús. V. 4,9 m. Zja herb. Kóngsbakki. Nýkominísölusérl. falleg ca 67 fm íb. á 3. hæð. Parket. Verð 5,7 millj. Ásvallagata. Falleg 2ja herb. íb. á 1. hæð ásamt herb. í kj. Áhv. ca 2,0 m. Laus strax. Verð 4,8 millj. Kaupendur athugið Pjöldifasteigna á söluskrá. Ármann H. Benediktss., sölustj., lögg. fasteigna- og sklpasall. Geir Sigurðsson, lögg. fasteigna- og skipasali. Málþing um textatengsl og viðtöku- rannsóknir STOFNUN Sigurðar Nordals gengst fyrir málþingi um texta- tengsl og viðtökurannsóknir laug- ardaginn 23. apríl kl. 13.15 í stofu 101 \r Odda, hugvísindahúsi Há- skóla íslands. Ráðstefnustjóri verð- ur Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals. Erindi flytja Soffía Auður Birgis- dóttir um textatengsl, tvítyngi og tvíburatexta, Jón Helgason um hetj- ur íslands og innflytjendur í Banda- ríkjunum. Um þýðingar og texta- tengsl. Torfi Tulinius um textatengsl og túlkun Egils sögu, Matthew J. Driscoll: Sólun sagna á 19. öld, Sveinn Yngvi Egilsson: Hulduljóð sem pastoral elegía og Margrét Eg- gertsdóttir flytur erindið Hefðin og hlutverk skálds á 17. öld. Að erindum loknum verða umræð- ur og þingslit um kl. 17.30. ? ? ? Listakosn- ingar í Laug- ardalshreppi í fyrsta skipti Laugarvatni. í FYRSTA skipti í sögu sveitar- stjórnarkosninga í Laugardals- hreppi verður nú kosið um mis- munandi lista. Það nýmæli blasir nú við íbúum Laugardalshrepps að boðnir verða fram a.m.k. tveir listar til næstu sveitarstjórnarkosninga. Mikil um- ræða hefur verið um sveitarstjórn- armál í hreppnum í vor eftir að fram kom beiðni frá kjósendum um að kosningar yrðu hlutbundnar. Nú hafa komið fram tveir listar, L-listi áhuga- fólks um „mannvænt og vistvænt" samfélag og K-listi sitjandi hrepps- nefndar sem setið hefur óbreytt sl. tvö kjörtímabil. Þessir tveir listar verða með opið prófkjör nú um helg- ina, L-listinn á sunnudagskvöld en K-listinn á sunnudag og mánudags- kvöld. Endanleg röð framboðslist- anna verður gerð kunnug í næstu viku. - Kári. JltaáM œdé] Umsjónarmaður Gísli Jónsson Björn Arnórsson í Reykjavík sendir þættinum ágætt bréf, og birtir umsjónarmaður það óstytt: „Kæri Gísli! Þakka þér alla þættina þína, sem svo sannarlega eru bæði áhugaverðir og gagnlegir. Það er orðið ansi tímabært að fjalla aðeins um landafræði- þekkingu þá, er ræður ferðinni á fjölmiðlum. Þannig heyrist ráðherra, sem vígir nýja flug- braut á Egilsstöðum, tala um að hún muni auka og auðvelda flutninga á vörum og fólki til og frá Evrópu. Mun hann ekki hafa átt við flutninga til og frá meginlandi Evrópu, eða til og frá öðrum löndum Evrópu? En mér finnst þetta langt frá því að vera einsdæmi, að talað er eins og ísland sé utan Evrópu. Sömu sögu er að segja um Norðurlöndin. Það líður nánast ekki fréttatími án þess að við séum upplýst um eitt-eða annað á hinum Nocðurlöndunum. í minni landafræði fundust ekki nema ein Norðurlönd. Hins veg- ar voru margar þjóðir á Norður- löndum. Því geta atburðir átt sér stað meðal annarra þjóða á Norðurlöndum eða einfaldlega annars staðar á Norðurlöndum. I krossgátu var skýringin „til útlanda" og svarið tveggja stafa. Á ég að hætta að láta fara í taugarnar á mér aðsvarið var „út" í stað „utan"? Ég hef lent í því að panta farmiða til út- landa og allt gekk vel uns kom að því að ég vildi panta miða út aftur. Viðmælandi minn taldi umhugsunarlaust að ég væri farinn að tala um aðra ferð til útlanda. Hvað hefur þú um þetta að segja? Merkir „út" nú orðið það sama og „utan"? Með bestu kveðjum." Umsjónarmaður^ víkur fyrst að hinu síðasta. Út merkir að vísu í sumra manna máli „til útlanda", það sem áður var tíð- ast sagt utan. Ekki held ég þó að sömu menn tali um *útlands- ferðir, heldur utanlandsferðir. Skýring á þessu er sú, að út getur táknað vestur, og þegar menn fóru frá Noregi til ís- lands, var stefnan út. „Út vil eg", sagði Snorri. Frá Islandi, gagnstætt út, var þá utan, og enn langar margan íslending til þess að fara utan, fara í utan- landsferðir. Um Norðurlöndin fer um- sjónarmaður enn í smiðju Ara Páls Kristinssonar og tekur upp úr Tungutaki, nr. 67 í sl. jan- úar, máli bréfritara til enn frek- ari styrktar: „Rétt er að vekja á því at- hygli, og ekki í fyrsta sinn, að það eru bara til ein Norðurlönd í heiminum. Þess vegna telst ekki gott að segja sem svo: „það þrengir nokkuð stöðuna fyrir þau Norðurlönd sem sótt hafa um inngöngu" eins og heyrðist í Utvarpinu í nóvember, rétt eins og einhvers staðar annars staðar í heiminum væru Norðurlönd sem ekki hefðu sótt um inn- göngu. Þarna hefði frekar átt að segja eitthvað á þessa leið: fyrir þau ríki á Norðuriöndum sem sótt hafa um inngöngu." Mér þykir vænt um að bréfrit- ari skuli minnast á, hversu menn taka stundum til orða um Evr- ópu, rétt eins og ísland sé ekki í henni. Kannski eru menn að stytta mál sitt og sleppa orðinu meginland. En auðvitað er firra að stilla upp Evrópu og íslandi, rétt eins og andstæður væru. ísland er í Evrópu, eins og Kúba er í Ameríku, þó hún sé ekki á meginlandi þeirrar miklu álfu. Mig langar svo til þess að nota tækifærið og andæfa enn hinum enska framburði „júró". Við tök- um þátt í söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva, evró- vísjón, ekki „júróvísjón", og margir nota evrókort. Burt með ómyndina „júrókard"! 741.þáttur Hlymrekur handan kvað: Jóngeir og Geirjón grétu, því Geirjón og Jóngeir létu meina sér náðir að þeir máttu ekki báðir, ' Geirjón og Jóngeir, fá Grétu. Margir kunna eftirfarandi vísupart: Orkin sat á Ararat, út um gat leit Nói. Ungur þykist ég hafa lært fyrri hlutann þannig: Stilltist hvata strauma at, styggðarhrat svo grói. Ekki skal fullyrt að rétt hafí verið numið, enda ber þessi fyrri partur ljós merki þess að vera hortittshnoð til þess að koma saman oddhendu. Og má með góðum vilja skýra fyrri hlutann. Hvata er þarná vafalítið lýsing- arorð í veikri beygingu = hið hvata, og á við straumaatið = straumflóðið. Styggðarhrat er væntanlega nafnorðsauki = styggð, en styggð getur þýtt sundurlyndi eða óþægð. Hall- grímur Pétursson tók börnum vara fyrir því, að veita foreldrum sínum styggð. Hér er um að ræða guð föður og börn „hans mennina, og skyldi nú gróa um heilt á milli. Reiði guðs var þorr- in, straumurinn stilltist, flóðið sjatnaði, og sátt varð. Þá gat Nói farið að skima út um arkar- gluggann, svo hann mátti um síðir hugga sólarljóma birtan þekk. Og var þarna aftur vitnað í blessaðan Hallgrím. Anonymus sendir frá Strass- borg: „Megi hefjast á himin upp lofský," mælti Helena röddinni sposk í, berandi bakkana, þegar bíaði út Frakkana sá svíngalni Zírínovskíj. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Skammt frá Fossvogsskóla Glæsilegt steinhús, ein hæö, 153,8 fm auk bílskúrs 46 fm. Byggt um 1980. Innréttingar og tæki af bestu gerð. Glæsileg lóð. Úrvalsstaður. Góð eign á góðu verði Mjög gott timburhús, ein hæð, um 150 fm á vinsælum stað í Skerja- firði. Húsi er nýlega endurbyggt og stækkað. Ný sólstofa. Eignarlóð 816 fm. Tilboð óskast. Góð íbúð á góðu verði 3ja herb. íbúð á 1. hæð 85,3 fm við Álfheima. Sólrík með suðursv. Sérþvaðstaða. Húsið nýmálað og sprunguþétt að utan. Geymsla í kjall- ara. Verð aðeins kr. 6,3 millj. 3ja herb. íbúð á 3. hæð í suðurenda við Dvergabakka. Parket. Stórar svalir. Ágæt sameign. 40 ára húsnæðislán kr. 3,3 millj. Verð aðeins kr. 5,8 millj. Úrvalsíbúð við Rekagranda 2ja herb. íbúð á 1. hæð. Öll eins og ný. Rúmg. sérlóð. Skipti mögul. á 3ja herb. góðri íbúð í nágr. Góð íbúð á góðu verði 3ja-4ra herb. góð rishæð í Smáíbúöahverfi. Nokkuð endurbætt. Sér- hiti. Svalir á suðurhlið. Þríbýli. Verð aðeins kr. 4,9 millj. Á söluskrá óskast Suðuríbúð með útsýni í lyftuhúsi við Austurbrún. Skipti mógul. á 3ja herb. úrvalsíb. í nýja miðbænum. Ennfremur óskast góð húseign meö tveimur 120-140 fm sérhæðum. Traustir kaupendur. • • • Opiðídagkl. 10-14. Teikn. á skrifstofunni. Almenna fasteignasalan sf. var stof nuð 12. júlí 1944. AIMENNA FASTEJGNASALAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Metsölublað á hverjum degi! DAGBÓK ARNAÐ HEILLA ^7/\ára afmæli. Mánudaginn I vF 25. apríl nk. verður sjö- tugur Þorgrímur Jónsson, málmsteypumeistari, Rauða- læk 19. Eiginkona hans er Guðný Árnadóttir. Þau hjónin.taka á móti gestum í dag, laugardaginn 23. apríl, frá kl. 20 í Veislurisinu, Hverfisgötu 105, Reykjavík. f* f\ára, afmæli. Hilmar Frið- vJvf rik Guðjónsson, bú- fræðingur, Vesturási 51, Reykjavík, bifreiðastjóri hjá Osta- og smjörsölunni, verður sextugur í dag, laugardag. Eigin- kona hans er Guðrún Guð- mundsdóttir. Þau hjónin verða með heitt á könnunni og taka á móti gestum á heimili sínu eftir kl. 15 á afmælisdaginn. MINNINGARSPJOLD MINNINGARKORT Safn- aðarfélags Áskirkju eru seld hjá eftirtöldum: Kirkjuhúsinu, Kirkjubergi 4, Holtsapóteki, Langholtsvegi 84, Þjónustu- íbúðum aldraðra, Dalbraut 27, Pélags- og þjónustumið- stöð, Norðurbrún 1, Guðrúnu Jónsdóttur, Kleifarvegi 5, s. 681984, Rögnu Jónsdóttur, Kambsvegi 5, s. 812775, Áskrkju, Vesturbrún 30, s. 814035. Þá gefst þeim, sem ekki eiga heimangengt, kostur á að hringja í Áskirkju, sími 84035 milli kl. 17.00 og 19.00. /*/\ára afmæli. í dag, 23. Xj\j apríl, er sextugur Karl Jóhannsson, Jöklafold 8, Reykja- vík. Eiginkona hans er Unnur Óskarsdóttir. Þau eru að heiman. ff /f\ára afmæli. Idag, 23. apríl, tþ \J er fimmtug Ólöf Magnús- dóttir, Holtsbúð 48, Garðabæ. Hún tekur á móti gestum milli kl. 16-19 á afmælisdaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.