Morgunblaðið - 23.04.1994, Page 12

Morgunblaðið - 23.04.1994, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994 Menntun í þágu lífskjara eftirÁrna Ragnar Arnason Á vegum menntamálaráðherra hefur starfað nefnd um mótun menntastefnu. Frumvarp hennar til laga um framhaldsskóla hefur verið lagt fram, hún undirbýr einnig frumvarp til laga um grunnskóla og mun í lokaskýrslu gera grein fyrir þeirri menntastefnu sem hún hefur mótað og frumvörpin byggja á. Nefndin vinnur mikið verk sem leggur grundvöll að nýjum starfs- háttum og áherslum í skólastarfi. Með eflingu starfsnáms og verk- menntunar, auknum gagnkvæmum tengslum skóla og atvinnulífs, sam- spili skólanáms og vinnustaðaþjálf- unar verður atvinnulífið gert sjáan- legt uppvaxandi æskufólki og þann- ig áréttað mikilvægi námsins fyrir lífsstarfið sem framundan er. Af efnahagslegum árangri þeirra þjóða sem lagt hafa öðrum fremur áherslu á starfsnám og tengsl skóla og at- vinnulífs má álykta að það leiði til árangursríkara náms og skólastarfs í þágu atvinnumöguleika náms- manna og efnahagslegrar afkomu þjóðarbúsins. Þær sem bestum árangri hafa náð eru ekki allar auðugar að náttúruauðlindum en leggja á hinn bóginn mikla áhersiu á verkmenntun, tæknikunnáttu, samstarf og markaðssetningu. Eflum framhaldsskólanám á sviði sjávarútvegs og matvælaiðnaðar Með nýjum áherslum og starfs- háttum í framhaldsskólum skapast færi á að auka veg og virðingu þekkingar og þjálfunar til starfa við nýtingu auðlinda okkar í hafinu. Til þess þarf menntun á sviði sjávar- útvegs og matvælaiðnaðar að njóta sérstaks forgangs í þeirri endur- mótun námsframboðs og skóla- starfs sem hafin verður með nýrri löggjöf um framhaldsskóla og hrint í framkvæmd á grundvelli hennar. Námið hljóti sess sem hæfir mikil- vægi þessara starfsgreina með hæfnisprófun að loknum tilteknum áfÖngum og að námi loknu með réttindum til starfs og framhalds- náms. Almennir náms- og þjálfun- aráfangar búi nemendur undir al- menn störf og framhaldsáfangar veiti kunnáttu til nokkurrar ábyrgð- ar og fióknari starfa svo sem við stjórn framleiðsluvéla og -tækja. Fullt nám og starfsþjálfun veiti rétt- indi til framleiðslueftirlits, verk- stjórnar og annarra ámóta ábyrgð- arstarfa. Lokapróf veiti meistara- réttindi og samfelldar námsleiðir liggi til stúdentsprófs og háskóla- náms. Allt frá 1986 hefur afkoma þjóð- arbúsins versnað og lífskjör okkar rýrnað, í efnahagslífmu hefur ríkt stöðnun og samdráttur í sjávarút- vegi. Tvær helstu orsakir þessa eru verðlækkun afurða á mörkuðum helstu viðskiptalanda okkar vegna versnandi efnahagsástands og versnandi afrakstur þorsksins á ís- landsmiðum, sem er helsti og verð- mætasti nytjastofn okkar. Við þess- ar aðstæður hefur athyglin beinst að því hvernig við getum bætt hag okkar við ríkjandi ytri aðstæður, t.d. með aukinni hagkvæmni og víða í sjávarútvegi hafa verið gerð stórátök til hagræðingar á síðustu árum. Ekki síst hafa augu okkar opnast fyrir aukinni og bættri nýt- ingu auðlindarinnar með veiðum og nýtingu áður ónýttra tegunda og með aukinni vinnslu sjávarfangs og fullvinnslu allt upp í framleiðslu til- búinna rétta. Þrátt fyrir þetta erum við enn að stærstum hluta útflytj- endur hráefnis og flest fiskvinnslu- fyrirtæki okkar stunda í raun að- eins frumvinnslu - verkun hráefnis í geymsluhæft ástand. Fullvinnslan fer fram erlendis - atvinnan er flutt út. Fiskiðnaður fullvinnur hráefni bæði ferskt og í geymsluhæfu ástandi. ísfisk, heilfrystan fisk, frystar flaka- og marningsblokkir, blautverkaðan og þurrkaðan salt- fisk, saltsíld og -hrogn, frá hvers konar veiðiskipum, vinnsluskipum og verkunarstöðvum í landi. Afurð- ir fiskiðnaðar eru tilbúnar til neyslu, allt frá verslunarvörum fyrir mats- eld til tilbúinna rétta sem bregða má í ofn og beint á borð. Við höfum mikla reynslu af fiskvinnslu og því staðgóða grunnþekkingu á mat- vælaframleiðslu. Á síðustu áratug- um hefur ííeygt fram kunnáttu okkar sem nær lengra en til þess að gera hráefni geymsluhæft. Þó enn séum við framleiðendur hrá- efna, höfum við mikla þekkingu á mörkuðum, kröfum og neysluvenj- um, sem nýtist okkur við matvæla- iðnað og framleiðslu tilbúinna rétta. Við höfum granninn til að byggja á iðnvæðingu í sjávarútvegi. Al- menn menntun í fiskiðnaði og mat- vælaiðnaði mun leiða til iðnvæðing- Árni Ragnar Árnason „Góð og raunhæf menntun er undirstaða framfara og vel laun- aðra starfa við arðbær atvinnufyrirtæki.“ ar við sjávarsíðuna, útfiutnings full- unninna afurða og meiri verðmæta- sköpunar. Menntun er undirstaða framfara og góðra lífskjara Flest okkar hafa unnið við fisk- veiðar eða fiskvinnslu og skynjum hve mikilvægt er að sjávarafli verði vel nýttur og sköpuð sem mest verð- mæti. Nú horfir hins vegar til þess, sökum minnkandi atvinnu, að ungt fólk alist upp án þess nokkru sinni að komast í beina snertingu við sjó- sókn eða fiskvinnslu. Þá gætir þess\ nú að störf við sjávarútveg fái ein- ungis þeir sem hafa nokkra þjálfun. Því er mikilvægt að uppvaxandi æskufólki bjóðist í námi kynni af atvinnugreinum og störfum, ekki síst nám og verkþjálfun til undir- búnings fyrír störf eða starfsferil við svo stóran og mikilvægan at- vinnuveg. Með því styrkist ímynd sjávarútvegs og annarra starfs- greina sem honum tengjast vegna þjónustu og annarra viðskipta við hann. Það mun treysta í sessi þann skilning að fiskveiðar, fiskiðnaður og framleiðsla matvæla og tilbúinna neyslurétta úr sjávarfangi er at- vinnuvegur sem beitir nýjustu að- ferðum og tækni, viðhefur ströng- ustu kröfur um hreinlæti og gæði, framleiðir einungis fyrsta flokks vörur fyrir kröfuharða kaupendur. Gott nám til undirbúnings lífs- starfi við sjávarútveg, við sjósókn og fiskveiðar, við fiskvinnslu og fiskiðnað, þ.e. framleiðslu full- gerðra matvæla og tilbúinna rétta úr sjávarfangi er okkur nauðsyn. Námsefni þarf að vera fjölbreytt til að þjóna margvíslegum þörfum nemenda og atvinnuvegar sem er mjög margbrotinn. Góð og raunhæf menntun er undirstaða framfara og vel launaðra starfa við arðbær at- vinnufyrirtæki, sem eru-undirstaða velmegunar og góðra lífskjara. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjaneskjördæmi. „TOYOTAN VAR EKKIEIN í KÖLN“ eftir Jón Baldur Þorbjörnsson Þar sem hlutafélagið íslensk farartæki hefur átt mjög gott sam- starf við P. Samúelsson hf. og aukahlutadeild Toyota um mark- aðssetningu „Islánder" í Þýska- landi sjá aðstandendur þess ástæðu til að gera nokkrar athugasemdir við ofannefnda grein, sem birtist í Morgunblaðinu 13.4. sl. Það er hárrétt sem kemur fram hjá greinarhöfundi að á torfæru- bíla- og ferðasýningunni (IOR) í Köln í sl. marsmánuði var „Islánd- er“-bíll okkar hvorki skráður á þýsk númer né seldur. Það stóð heldur ekki til að skrá hann fyrr en hann seldist, af þeirri einföldu ástæðu að við skráningu þarf að leggja út fyrir tolli og virðisauka- skatti. Samkvæmt orðum verkfræðinga hjá DEKRA AG, sem hafa unnið að prófunum og úttektum á bíl okkar vikum saman, átti aðeins eftir að taka út tvö atriði til þess að hann teldist skráningarhæfur. Þessi atriði mátti nánast því líta á sem formsatriði og sjálfgefið að bíllinn myndi uppfylla kröfurnar. Eins og bíllinn stóð þarna á sýning- unni var hann því ekki skráður, en í raun skráningarhæfur á þýskri grundu. Ekki er víst að margir sem tengjast þessu máli, sölumenn jafnt sem blaðamenn, hafi áttað sig á muninum sem í því felst. En það er einnig staðreynd að sala bíls okkar til ungra hjóna sem skrifa fyrir ferða- og bílatímarit í Þýskalandi var handsöluð og frá- gengin að svo miklu leyti sem hægt var við þessar aðstæður. Því miður drógu þau tilboð sitt til baka eftir sýninguna. Ekkert varð því af sölunni og því heldur ekki af skráningunni. Þar með varð heldur ekkert af þeim fyrstu tekjum sem þjóðarbúið hefði haft af þessari nýbreytni í útflutningsverslun ís- lendinga; nýjum brejdtum bílum. í sambandi við fréttaflutning af málinu er greinilegt að í góðri trú og von hefur verið fullyrt heldur meira en síðan var hægt að standa við. Þrátt fyrir það er erfitt að koma auga á þær hvatir sem liggja að baki skrifum Snorra Ingimars- sonar á þessum vettvangi. Greini- legt er að einhverra hluta vegna getur hann ekki unnt Toyota á Islandi eða aukahlutadeildinni þess að frægja sig á þennan hátt. En lái þeim það hver sem vill. P. Samúelsson hf. hefur nú einu sinni kostað til veralegum fjármunum og vinnu til þess að þessi sérstaka tilraun til bílaútflutnings mætti takast. Umsetja þannig íslenskt hugvit og handverk á sviði bíla- breytinga í beinar gjaldeyristekjur. Ég efast ekki um að önnur jepp- aumboð á Islandi hefðu gert ná- kvæmlega það sama í þeirra spor- um ef við hjá ísfari hf. hefðum valið aðra bíltegund til að ríða á vaðið. Þegar til lengri tíma er litið erum Jón Baldur Þorbjörnsson „...erum við með þessu framtaki hugsanlega að stuðla að stefnubreyt- ingu í jeppatísku meg- inlandsins “ við með þessu framtaki hugsanlega að stuðla að stefnubreytingu í jeppatísku meginlandsins og nýjum áherslum í markaðsmálum ákveð- inna bílaframleiðenda. Grein Snor- ra Ingimarssonar hefði verið ágæt og fróðleg sem fréttabirting af þessum gangi mála á IOR-sýning- unni. Varpað ljósi á tengingu sýn- ingarinnar við nýjan hápunkt í sögu áratugalangrar áráttu og baráttu ferðafíkinna Islendinga við að vilja breyta jeppum og bæta þá. En einhverra hluta vegna urðu persónulegar ávirðingar megininn- tak greinarinnar. Þessi hnjóðsyrði greinarhöfundar í garð ákveðins starfsmanns aukahlutadeildar Toyota eru okkur illskiljanleg og greinarhöfundi mjög til vansa. Við fáum ekki með hokkru móti séð að þessi starfsmaður hafi á sýningunni gert nokkuð á hluta greinarhöfundar. Það þarf vart að vekja undrun hans að umræddur starfsmaður Toyota Aukahluta skuli ekki hafa séð sér sérstakan akk í því að færa blaðamanni Morgunblaðsins fréttir af öðrum íslenskum bíl þarna á sýningunni. Sá bíll er, eins og fram kemur í greininni, í eigu félaga í Ferða- klúbbi 4x4. En þannig vill nú til að þessi ákveðni félagi í Ferða- klúbbnum er beinn samkeppnisað- ili Toyota á aukahluta- og breyt- ingamarkaðnum hér á landi. Sem þungavigtarmanni í bíla- breytingum á Islandi hafði þessum tiltekna félaga í tvígang áður verið boðið að gerast aðili að tilraun til markaðssetningar breyttra bíla í Þýskalandi, án þess að hann sinnti því. Á sýningunni notaði hann hins vegar tækifærið til að veita fyrir- tæki okkar ósanngjarna sam- keppni með því að bjóða sambæri- legan bíl á miklu lægra verði, en án þess að hafa þurft að kosta nokkru til markaðssetningar eða undirbúnings skráningar í Þýska- landi. Það hlýtur að vera ákaflega vanhugsað þegar íslendingar fara með undirboðum að skemma fyrir nýjum tækifærum landa þeirra til markaðssetningar á erlendri grundu. í landi þar sem, ef rétt er haldið á spöðunum, er sennilega nægur markaður fyrir ábatasama gæðaframleiðslu margra íslenskra fyrirtækja á þessu sviði. Um við- skiptasiðfræðina sem að baki þessu liggur þarf ekki að fjölyrða; inntak- ið í dæmisögunni um litlu gulu hænuna hefur allavega ekki komst til skila. Þó svo að við höfum séð okkur knúna til að gera þessa athuga- semd við áðurnefnda blaðagrein var það ekki ætlunin að fara út í karp um fréttaflutning af erlendri bílasýningu á síðum dagblaða. Héðan í frá munum við telja tíma okkar betur varið til þess að byggja upp á ný þau viðskiptasamböiyd sem mögulega fóru forgörðum á sýningunni. Vonandi eru aðrir einnig þeirrar skoðunar að sam- vinna en ekki sundurlyndi varðandi þennan stóráhugaverða útflutn- ingsmöguleika er það sem við þörfnumst nú, ef takast á að gera út á þessi fjarlægu mið. Höfundur skrifnr fyrir hönd stjórnar og bluthafa Islenskra farartækja bf. Vitjað neija í Kollavíkurvatni Silungsveiði hefur lengið verið stunduð í vötnum hér á landi. í Kollavíkurvatni í Þistilfirði er veitt niður um ís á vetrum frá tveimur bæjum, Kollavík og Borgum. Jakobína Björg Ketils- dóttir í Kollavík var að vitja um netin á góðum degi núna í apríl. Silungurinn þar er mjög góður en fremur smár. Jakobína gerir úr honum mikið lostæti og er reyktur silungur frá Kollavík þekktur víða um land. Morgunblaöið/Björgvin Þóroddsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.