Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994 13 Skeifukeppnin á Hvanneyri Heimamaður skeifuna Hestar Valdimar Kristinsson Morgunblaðsskeifan kom að þessu sinni í hlut heimamanns þegar hún var veitt að lokinni skeifukeppni á Hvanneyri á sumardaginn fyrsta. Það var Hallgrímur S. Sveinsson sem vann skeifuna, en hann tamdi og sýndi hryssuna Andrá frá Steinum og fékk 81 stig. Hryssan er undan Kjarval frá Sauðárkróki og Flugu 6853 frá Steinum en eigandi er Sæunn Oddsdóttir. Þess má til gamans geta að Hallgrímur er sonur Sveins Hallgrímssonar, fyrrum skólastjóra Bændaskólans á Hvanneyri. í öðru sæti með 77,5 stig varð Ásgerður G. Hrafnsdótt- ir sem sýndi hestinn Ársæl frá Árgerði en hann er undan Gassa frá Vorsabæ og þeirri landskunnu hryssu Bliku 6244 frá Árgerði. Ársæll er í eigu Magna Kjartans- sonar. Ágúst Guðjónsson varð þriðji með 74 stig en hann sýndi Mjölni frá Indriðastöðum undan Reyk frá Hoftúnum og Spurningu frá Indriðastöðum, í eigu Sveins Sigurðssonar þar á bæ. Þorvarður Trausti Magnússon varð fjórði með 73,5 stig á Perlu frá Hjarðar- holti undan Funa frá Stafholts- veggjum og Bleikvindu frá Hjarð- arholti í eigu Jóns Þórs Jónasson- ar. Sigríður Lóa Kristinsdóttir varð fimmta með 71,5 stig á Jör- undi frá Efri-Ási undan Amor frá Keldudal og Blesu 7787 frá Efri- Ási í eigu Sigurjóns Sigurðssonar. Keppnin var jöfn og spennandi og menn sem fylgdust með sögðu að aldrei hafi komið fram jafn góð trippi í skeifukeppninni á Hvanneyri. Einnig virtust sum trippanna bráðefnileg og falleg. Veðrið var ekki eins og best var á kosið meðan á keppninni stóð þótt fallegt væri því vindur var nokkur og hryssingskuldi. Þrátt fyrir það voru trippin vel sýnd undir styrkri stjórn Ingimars Sveinssonar kennara og guðföður hestamennskunnar á Hvanneyri. En eins og hefð er fyrir fór einnig fram gæðingakeppni Grana, hestamannafélags nem- enda og staðarmanná. í A-flokki gæðinga stóð efstur Rekkur frá Kirkjubæ með 7,50, eigandi og knapi Ingimar Sveinsson. Brynja frá Mið-Fossum varð önnur með 7,30, eigandi Gísli Jónsson en knapi Jóhann B. Magnússon. Snót frá Brekkukoti varð þriðja með 7,10, eigandi og knapi Björn Ein- Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Keppnin afstaðin, úrslitin kunn og verðlaunin komin í réttar hendur. Frá vinstri Hallgrímur á Andrá, Ásgerður á Ársæli, Ágúst á Mjölni, Trausti á Perlu og Sigríður Lóa á Jörundi. arsson. í B-flokki sigraði Örn frá Indriðastöðum með 8,10, eigandi Sigurbjörg Jónsdóttir en knapi var Jón Ólafsson. Fengur frá Sigluvík ÁSGERÐUR Hrafnsdóttir lét það ekki aftra sér frá þátttöku í skeifukeppninni að hún handleggs- brotnaði stuttu fyrir keppnina. Hún varð önnur í keppninni i skeifukeppninni, hlaut ásetuverð- laun Félags tamningamanna og Eiðfaxabikarinn fyrir bestu hirðingu á hesti sínum. Góð frammi- staða hjá einhentri stúlku. Morgunblaðsskeifan féll i skaut heimamanns að þessu sinni. Hallgrímur Sveinsson sem tamdi og sýndi Andrá frá Steinum er búsettur á Hvann- eyri og liklega mun þetta í fyrsta sinn sem heima- maður vinnur skeifuna á Hvanneyri. var annar með 8,07, eigendur Guðjón Bergsson og Fanney Ólöf Lárusdóttir sem jafnframt var knapi. í þriðja sæti varð Pílatus frá Eyjólfsstöðum með 8,04, eig- andi hans og knapi var Ingimar Sveinsson. í unglingaflokki sigr- aði með 7,78 Katrín Arna Ólafs- dóttir á Spræki frá Eyjólfsstöðum í eigu Guðrúnar Gunnarsdóttur. Annar varð Sigurður Guðmunds- son með 7,58 á Y1 frá Oddsstöðum í eigu Guðmundar Sigurðssonar. Kristín Pétursdóttir varð þriðja en allar upplýsingar um hestinn vantar í skrána. Vegleg skrá eða skeifudagsblað var gefið út að venju þar sem m.a. nemendur og hestar þeirra eru kynntir á léttu nótunum og endað með ferskeytlu um hvern og einn, ágæt lesning þótt ekki sé kannski alltaf dýrt kveðið. Stöðugt batnar aðstaðan fyrir hestamennskuna á Hvanneyri og nú síðast var byggt gott hring- gerði þar sem Ingimar kennir nemendum frumtamningar að bandarískum sið sem þykir árang- ursríkur. Yínveitingar hins opinbera eftir Leif Sveinsson i. í Bandaríkjum Norður-Ameríku er til stofnun, sem heitir Food & Drug Administration (Fæðu & lyija- eftirlitið) skammstafað F & D. Fyrir skömmu lét stofnunin frá sér fara yfirlýsingu, þar sem fram kemur, að ef sú vitneskja, sem nú er fyrir hendi um skaðsemi áfengis á mannslíkam- ann, hefði verið tiltæk fyrr, þá hefði áfengi aldrei sloppið í gegnum nálar- auga stofnunarinnar. II. Flestir borgarar landsins leggja á lífsleiðinni töluvert af mörkum til samféiagsins, fasteignagjöld og út- svör til sveitarfélaga, en þinggjöld og ýmis fleiri gjöld til ríkissjóðs. Eiga „Nú berjast tveir ein- staklingar um borgar- stjórastólinn í Reykja- vík, þau Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir og Árni Sigfússon. Ég skora á þau bæði að lýsa yfir afstöðu sinni til áfengisveitinga hér í Morgunblaðinu.“ þeir ekki kröfu til þess, að gaum- gæft sé, að þessu fé sé ekki varið til áfengisveitinga, eins hættulegum og F & D í Bandaríkjunum hefur lýst þessum vímugjafa? III. Hver einstaklingur verður að gera það upp við sjálfan sig, hvort hann neytir áfengis og þá hve oft og í hve miklum mæli. Páll postuli segir í fyrra bréfi sínu til Þessalóníkumanna 5:21: „Prófíð allt, haldið því sem gott er.“ Mörgum hefur orðið hált á þessari kenningu Páls, því þeir lásu ekki áframhaldið hjá honum: „Haldið yður frá sérhverri rnynd hins illa.“ (5:22) Ef neytt er áfengis og einstakling- urinn greiðir það úr eigin vasa, við- komandi ekki byrði á samfélaginu, þá er ekkert við því að segja, meðan sala áfengis er leyfð í landinu. IV. Vínveitingar á vegum hins opin- vera, forsetaembættis, ríkisstjórnar Leifur Sveinsson og sveitarfélaga, eru aftur á móti af allt öðrum toga. Nú beijast tveir einstaklingar um borgarstjórastólinn í Reykjavík, þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Árni Sigfússon. Ég skora á þau bæði að lýsa yfir afstöðu sinni til áfengisveitinga hér í Morg- unblaðinu. Ég mun ekki sætta mig við það, að fé því, sem ég greiði til borgarsjóðs Reykjavíkur, sé varið til svo vafasamra hiuta, sem F & D hefur nú lýst. Borgarsjóður Reykja- víkur er sameign okkar Reykvíkinga og meðferð hans er mál hvers ein- staklings í borginni. V. Nú styttist í 50 ára afmæli lýðveld- isins, 17. júní nk. Minnumst þá for- dæmis þeirra Tryggva Þórhallssonar og Vilhjálms Hjálmarssonar, sem ekki veittu áfengi í ráðherratíð sinni. Þessi valmenni þorðu að stíga skref- ið til fulls. Á meðan bíð ég spenntur eftir svörum borgarstjóraefnanna. Á svörum þeirra getur oltið, hver verð- ur borgarstjóri í Reykjavík næstu fjögur árin. Höfundur er lögmaður í Reykjavík. REYKVÍKINGAR! NÚ ERKOMINN NAGLADEKKIN FYRIR SUMARDEKKIN SUMARDEKKIN Á GATNAMÁLASTJÓRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.