Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994 Að vera með í ráðum eftir Valgerði Bjarnadóttur Samstarfið sem fer fram undir merkjum Evrópusambandsins er ein merkilegasta pólitíska tilraun sem gerð hefur verið. Það er því ekki að furða þó áhugamenn um stjórn- mál hafi ákveðnar skoðanir á við- fangsefninu. Menn skyldu sámt varast að upphefja eða fordæma alla starfsemi sem fram fer á sam- bandsins vegum. Sumir gera mikið úr miðstjórnar- valdi framkvæmdastjómar ESB, sem verði æ meira á kostnað lýð- ræðis og sjálfstæðis aðildarríkj- anna. Framkvæmdastjórnin er skip- uð 17 mönnum, einum frá sjö aðild- arríkjum og tveim frá fímm stóru ríkjunum. Ríkisstjómir útnefna framkvæmdastjórana en eftir að þeir hafa tekið við embætti em þeir óháðir ríkisstjómunum, sveija þess reyndar eið að hafa heildar- hagsmuni að leiðarljósi í starfi sínu en ekki hagsmuni einstakra þjóða. Sérstaða framkvæmdastjórnarinn- ar felst í því að hún ein hefur til- lögurétt í þeim efnum sem Rómar- samningurinn tekur til. Hún hefur hins vegar ekkert ákvörðunarvald nema í efnum sem varða reglur um samkeppnismál. Ráðherraráð fer með ákvörðun- arvaldið. Eins og nafnið ber með sér eiga ráðherrar aðildarríkjanna sæti í því. Þegar framkvæmdastjórn hefur samþykkt t.d. tillögu að til- skipun eða reglugerð er hún send Evrópuþinginu og ráðherraráði til umfjöllunar og samþykktar. Evr- ópuþingið getur lagt til breytingar, í sumum málaflokkum getur það stöðvað framgang mála, en í öðrum „Eins og vænta má í samstarfi 12 sjálf- stæðra þjóða eru sjón- armið oft ólík og ágreiningur um tillögur sem eru lagðar fram. Rauði þráðurinn í sam- starfinu er að miðla málum. Menn, sem tala um seinagang og lítil afköst, virðast gleyma því að málamiðlunin er einn af hornsteinum samvinnunnar.“ getur það ekki aðhafst þó ekki sé tekið tillit til tillagna þess. Ráð- herraráð getur afgreitt tillögur í málum sem snerta innri markaðinn með auknum meirihluta, en við aðra lagasetningu þarf samhljóða samþykki ráðsins. Ráðherraráðið getur þó ekki gert breytingar sem framkvæmdastjómin er andvíg nema að það sé einróma ákvörðun ráðsins. Eins og vænta má- í samstarfi 12 sjálfstæðra þjóða eru sjónarmið oft ólík og ágreiningur um tillögur sem eru lagðar fram. Rauði þráður- inn í samstarfinu er að miðla mál- um. Menn, sem tala um seinagang og lítil afköst, virðast gleyma því að málamiðlunin er einn af hom- steinum samvinnunnar. Það er ein- mitt vegna þess að um samstarf sjálfstæðra ríkja er að ræða, ríkja sem ætla áfram að vera sjálfstæð, sem starfið er allt þungt í vöfum og seinvirkt. Tillögur taka oft mikl- um breytingum í meðförum ráð- herraráðsins og sumar tillögur framkvæmdastjórnarinnar daga hreinlega uppi. Cristhoper Tugendhat, Breti sem átti sæti í framkvæmdastjórninni snemma á áttunda áratugnum, skrifaði bók sem heitir „Making sense of Europe" og kom út árið 1986. Hann líkir starfmu við þraut Sisyfosar, sem ýtti bjargi upp á fjall, og þegar toppnum var næstum náð rann það alltaf aftur niður. Ólíkt Sisyfosi, sem alltaf mistókst, segir Tugendhat starfið hafa skilað árangri við og við sem var hvatning til að halda áfram. Hann leggur áherzlu á að menn verði að sætta sig við að samstarfið gangi hægt og ekki megi vænta margra stórra breytinga á skömmum tíma. Maas- tricht hefur sýnt að Tugendhat hafði rétt fyrir sér. Síðustu ár áttunda áratugarins var mikill blómatími í starfsemi Evrópubandalagsins. Undirbúning- urinn að innri markaðnum var í hámarki. Efnahagsástandið var gott og væntingar vegna innri markaðarins gerðu það enn betra. Viðskiptaheimurinn var ánægður, sáttmálinn um aðgerðir í félagsmál- um var samþykktur og verkalýðs- foringjar urðu ánægðir. Evrópu- bandalagið var „smart“. Þetta steig öllum til höfuðs; framkvæmda- stjórninni, stjórnmálamönnum og aðilum vinnumarkaðarins. Nú skyldi keyrt áfram og ekki missa dampinn, hætta að vera bandalag og verða ríkjasamband og taka upp sameiginlegan gjaldmiðil. Stjórn- málamennirnir fjölluðu um tillögur um að stefna að myntbandalagi, viðskiptaheimurinn sagði að það þýddi ekki að vera að stefna að Valgerður Bjarnadóttir einhveiju, það yrði að setja dagsetn- ingar og tímamörk, hvít-bókin um innri markaðinn hafði sýnt að það dygði ekkert annað (ekkert tillit var tekið til þess að hún fjallaði um hvernig ætti að uppfylla 30 ára gömul markmið). Stjórnmálamenn- irnir, vanir að heyra að allir séu betur til þess fallnir að stjórna en þeir, gerðu tilraun til að stjórna þjóðum eins og fyrirtæki. Forseti framkvæmdastjórnarinnar, smitað- ur af ákalli um skilvirkni, setti sam- an tillögur um að auka vald fram- kvæmdastjórnarinnar og minnka völd aðildarríkjanna. Þessar tillögur voru aldrei lagðar fram, meira að segja flestir samverkamenn hans í framkvæmdastjórninni voru þeim andvígir, en þær láku út. Danir sögðu stopp, ekki lengra að sinni, herrar mínir. Þegar menn lögðu við hlustir kom í ljós að fleiri voru líkt þenkjandi. Væntanlega hefur þá einhveijum fundizt sem bjargið hefði nú runnið niður að fjallsrótum. En það er munurinn á lýðræðisríkj- um og alræðisríkjum, að þjóðin ræður í þeim fyrrnefndu en valdhaf- arnir í hinum síðarnefndu. Menn mikla gjarnan fyrir sér hið mikla bákn sem Evrópusambandið er og þann starfsmannafjölda; sem fyllir skrifstofuhallir í Brussey Hjá I framkvæmdastjórninni sjálfri starfa 15.000 manns. Fyrir aðrar aðalstofnanir sambandsins, þ.e. ráðherraráðið, Evrópuþingið og Evrópudómstólinn, starfa samtals tæplega 7.000 manns, ýmist í Brussel, Lúxemborg eða Strass- borg. Starfsmannafjöldi fram- kvæmdastjórnarinnar er oft borinn saman við fjölda borgarstarfs- manna í Edinborg, sem mun vera rétt innan við 17.000. Við íslend- ingar notum mannfjölda oft sem mælistiku til hverskonar mælinga. íbúar Evrópusambandsins eru 340 milljónir. Þær tæpu tuttugu og tvær þúsundir sem starfa fyrir helztu stofnanir Evrópusambandsins jafn- ast á við 17 manna íslenzka skrif- stofu ef mannfjöldi er notaður til viðmiðunar. Ráðum Evrópu verður ráðið inn- an Evrópusambandsins næstu ára- tugina. íslenzkir stjórnmálamenn ákvaðiTa"sínum tfma að fjalla ekki um samstarf við Evrópusambandið umfram samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Sú ákvörðun þjón- aði auðvitað fyrst og fremst þeim sem eru andstæðingar þess að við leitum eftir aðild að Evrópusam- bandinu. I ljós kemur að ákvörðun- in jafngildir því að vera ekki með í ráðum. Höfundur er viðskiptafræðingur og starfar hjá EFTA í Brussel. REIKNILÍKANIÐ FYRIR FISKFRIÐUN eftirKristin Pétursson Veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofn- unar miðast aðallega við svokallaða „friðunarkenningu“ — þ.e.a.s. „draga úr sókn í smáfisk til að byggja upp stofninn“. Aðalstoð þessarar kenningar er stórgallað reiknilíkan með reiknuðum forsend- um. Nokkrir af göllum líkansins skuli nefndir: Gallar reiknilíkansins 1. Fast fæðuframboð. Reiknilík- anið gerir ráð fyrir föstu fæðufram- boðin á hvern fisk. I raunveruleik- anum er fæðuframboð mjög breyti- legt. Fæðuframboð er ráðandi þátt- ur um framleiðslugetu Islandsmiða á þorski hveiju sinni og því er fram- leiðslan breytileg en ekki föst. 2. Fastur dánarstuðull. Reiknilík- anið gerir ráð fyrir föstum „nátt- FORSETAEMBÆTTIÐ telur að við val á Mareedes Benz 320 L, eftir útboð sem Ríkiskaup efndi til um nýja bifreið fyrir forseta íslands hafi einfaldlega verið gerð bestu kaupin sem kostur var á, samkvæmt upplýsingum Sveins Björnssonar forsetarit- ara. I útboðsgögnum Rikiskaupa hafi verið tekið mjög skýrt fram þó að kaupverð réði miklu þá yrði ekki horft eingöngu á það. Framkvæmdastjóri Brimborgar gagnrýndi kaupin í grein í bílablaði Morgunblaðsins sl. sunnudag og benti þar á að verð á Volvo-bifreið, úrulegum dánarstuðli“ (18 fískar af hundraði eiga að deyja árlega). Þessi „dánarstuðull" er í raunveru- leikanum afar breytilegur en ekki fastur 18% vegna þess að umhverf- isskilyrði eru síbreytileg og hafa bein áhrif á dánarstuðul. 3. Margfeldisábrif. Gallarnir tveir (nr. 1 og nr. 2) mynda sam- hliða skekkju þegar umhverfisað- stæður eru aðrar en „meðaltalsað- stæður“. Þar sem breytilegar um- hverfisaðstæður hafa m.a. áhrif á fæðuframboð til aukningar eða minnkunar hefur það áhrif á vaxt- arhraða og dánarstuðul. Slík frávik margfalda upp skekkju í líkaninu þegar umhverfisaðstæður eru ekki skv. einhveiju reiknuðu meðaltali margra ára. 4. Aðrir umhverfisþættir. Reikni- líkanið er einstofna fyrir hvern fiskistofn. Umhverfið skiptir engu máli s.s. sjávarhiti, stærð annarra fiskistofna í hafinu, fjöldi sjávar- sem Brimborg bauð, hafi verið tæp- ar 5 millj. kr. og talsvert lægra en á Benz-bifreiðinni, sem var rúmar 5,8 millj. kr. Krafðist Egill skýring- ar á því af hveiju Benz var valinn en ekki Volvo. Bjami Þórólfsson hjá Ríkiskaup- um, sagði að Brimborg hefði verið sent svarbréf í seinustu viku og hann teldí að nú ríkti góð sátt um málið. Bjamisagði að í útboðsgögn- unum hefði verið tekið fram að við val á bifreiðinni yrði ekki eingöngu horft á verð heldur fleiri hluti sem skiptu máli og kaupandi hafí talið að þetta væru bestu kaupin. spendýra eða sjófugla. Ekkert af þessu hefur áhrif á ráðgjöf reikni- líkansins. Skelfilegar afleiðingar Samkvæmt framansögðu eru meiri líkur á því, að notkun reikni- líkansins leiði til minnkunar fiski- stofna í stað uppbyggingar þegar umhverfisskilyrði versna, en eru ekki skv. reiknuðum meðaltölum margra ára. Hafa skal hugfast að „meðaltalsástand“ margra ára, er nær aldrei til staðar þar sem um- hverfisskilyrði eru ýmist í upp- sveiflu eða niðursveiflu. Þegar umhverfísskilyrði versna (niðursveifla) ráðleggur reiknilíkan- ið áfram „þvingaða uppbyggingu“ (byggja upp stofninn). Þetta veldur: Auknu sjáífáti, minnkandi vaxtar- hraða, lækkaðri meðalvigt eftir aldri, hækkaðri dánartíðni og þorskstofninn minnkar. Þegar svo í ljós kemur að „uppbyggingin“ mistókst (reiknaður fiskur finnst ekki í næsta togararalli) túlkar reiknilíkanið að „of mikill sóknar- þungi“ hafí valdið því að þorsk vant- ar í „bókhald" reiknilíkansins. í raunveruleikanum virðist þetta hafa verið að gerast hér við land sl. átta ár. Þorskveiðin hefði að öllum lík- indum getað verið mun meiri. í raunveruleikanum „regulerar“ náttúran sig sjálf. Ef við drögum úr veiði dregur úr vaxtarhraða og niðursveifla fer fyrr af stað. Þetta gerist því fæðuframboð takmarkar framleiðslu hafsins á þorski. Við niðursveiflu í umhverfísskilyrðum getur aukin veiði minnkað sjálfát og lækkað dánartíðni og er því ekki aukin áhætta heldur minnkuð. Vegna hagstæðra umhverfisskil- yrða að undanförnu og aukins fæðuframboðs, er þorskstofninn stærri nú en reiknilíkanið viður- Kristinn Pétursson „Alvarlegasti hluti þessa máls er hins veg- ar sá að blaðafulltrúar reiknilíkansins (kerfis- ins) munu líklega ekki skilja alvöru málsins í heild fyrr en þeir verða sjálfir gjaldþrota og atvinnulausir vegna þessa reiknaða gervi- heims.“ kennir þar sem allt miðast við „reiknuð meðaltöl“. Mikil þorsk- gengd á grunnslóð er þar að auki einskis metin í mælingum á stærð þorskstofnsins. Menn virðast hel- frosnir í reiknuðum stellingum. Undanfarin fjögur ár hefur verið veitt um 40% af stofnstærð. Ákvörðun á yfirstandandi fískveiði- ári var hins vegar einungis 27% af stofnstærð (175 þús. tonn) vegna hræðsluáróðurs veiðiráðgjafa út frá reiknuðum forsendum en ekki raunverulegum. Hækkun þorskkvóta nú í 40% af stofnstærð (252 þús. tonn) er aukn- ing um 77 þúsund tonn og er minni „áhætta“ en veiði áranna 1990- 1993. Aukning afla um 77 þús. tonn myndi skila 10 milljarða gjald- eyristekjum (20 milljarða þjóðar- tekjum) og er beinlínis bráðnauð- synleg út frá markaðsmálum þorsk- markaða, stöðu atvinnulífsins, til að eyða atvinnuleysi og koma í veg fyrir endanlega eyðileggingu íjölda sjávarþorpa. Aukning þorskkvóta nú er líka mikilvæg fyrir komandi ár því söfnun á þorski virðist alltaf hafa leitt til minnkunar þorsk- stofnsins til lengri tíma litið. Tíma- bundin uppsveifla í dag stækkar stofninn — en sé stækkunin ekki veidd — þá fara líkur vaxandi á auknu sjálfáti — byltingin étur börnin sín, og nýliðun versnar aftur. Hafrannsóknastofnun hefur mælt sjálfát þorsks (haustið 1985) 40 þúsund tonn á mánuði. Nú eru veiðiráðgjafar og yfirmenn þeirra að tala (í alvöru) um að ekki megi auka veiði landsmanna um nokk- urra vikna át þorsksins úr eigin stofni vegna reiknaðrar „áhættu“ í ónýtu reiknilíkani. Fiskveiðistjórn með einfaldri sóknarstýringu hentar uppbygg- ingu fiskistofna og þjóðarhagsmun- um langtum betur en núverandi veiðistjórn með vísan til þeirra stað- reynda sem hér hafa verið raktar og reynslunnar á árunum 1973- 1980. Það er engin hætta fólgin í því að veiða eins og náttúran gef- ur. Fullyrðingar um „hættu- ástand“ í „svörtu skýrslunni“ (okt. 1975) reyndist marklaust bull. Alvarlegasti hluti þessa máls er hins vegar sá að blaðafulltrúar reiknilíkansins (kerfisins) munu lík- lega ekki skilja alvöru málsins í heild fyrr en þeir verða sjálfir gjald- þrota og atvinnulausir vegna þessa reiknaða gerviheims. Sá tími kemur þegar reiknilíkanið verður búið að reikna íslenskan sjávarútveg í svip- aða stöðu og reiknilíkanið reiknaði sjávarútveg í Kanada á. Höfundur er fiskverkandi. Forsetaembættið Bestu kaupin voru gerð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.