Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994 15 Hagfræði andskotans eftir Sigurð Sæmundsson Hvað gera fyrirvinnur stórrar fjölskyldu þegar tekjur dragast saman eða dýrtíð eykst, þannig að endar ná ekki lengur saman? Minnka þær vinnuna og þar með tekjurnar? Varla. Taka þær dýr lán til að fleyta sér næstu mánuði? Kannski. Kaupa þær fólk til að sópa gólfin hjá sér, elda matinn og þvo fötin? Kaupa þær kannski fólk til að vinna fyrir sig störfin svo að öll fjölskyldan geti nú setið saman heima og dáið drottni sínum? Bágt á ég með að trúa því að venjulegar íslenskar manneskjur myndu gripa til allra þessara ráða í einu, kannski myndi einhver reyna að fá lán, eða nota kortið í bötn. En ég er viss um að flestir reyndu að bjarga sér. Draga saman seglin. Glápa bara á RÚV og .hætta kannski að úða í sig amerísku kornflexi og sjóða sér í staðinn ís- lenskan grjónagraut „a la Stein- grimur Hermannsson". Eitthvað myndum við reyna. Við myndum þreyja þorrann og góuna, í von um að bráðum kæmi betri tíð. En hvað hefur gerst? Af rótum þessarar margreyndu íslensku al- múga-hagfræði sem fleytt hefur þjóðinni í gegnum dimmar aldir fátæktar til hagsældar og velmeg- unar síðustu áratugi hafa sprottið hámenntuð afsprengi heimsku og gróðafíknar, hagfræðingar. Pen- ingahagfræðingar, markaðshag- fræðingar, fiskihagfræðingar. Alls konar hagfræðingar sem telja fólki trú um að hvítt sé svart, að kring- lótt sé kantað, að vextir séu arður af peningum en ekki vinnu, að fisk- arnir í sjónum séu nákvæmlega mátulega margir fyrir verksmiðju- togara LÍÚ til að veiða. Hagfræðingarnir hafa talið fólk- inu trú um að betra sé að henda öllum okkar atvinnutækjum til sjáv- ar og sveita, nema tölvunum. Því næst að kaupa ný fyrir erlent lánsfé, svo að tryggt sé að enginn hagnaður renni til samneyslunnar, „í stað blómlegrar út- gerðar og byggðar um land allt, fáum við ein- okun. í stað blómlegs mannlífs og náttúruást- ar þar sem dugmiklu og framsæknu fólki til sjávar og sveita var allt kleift, fáum við ánauð. " heldur lendi á kostnaðarreikning sem vextir til eriendra lánardrottna. Þeir segja okkur að betra sé að ráða erlenda bændur í vinnu og ¦ ALÐA Baldursdóttir vann nýjan Ford Mondeo '94 í bílaleik Shilouettes 12. mars síðastliðinn. Vinningurinn kom sér vel því skömmu áður hafði eldur komið upp í bifreið hennar og eigin- mannsins í sunnudagsbíltúr og bifreiðin eyðilagst. A myndinni sjást frá hægri: Alda Baldurs- dóttir, eiginmaður hennar Þor- steinn Jónsson, Jón Þorsteinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri heildsölu Globus, og Sigurður Kr. Björnsson, markaðsstjóri Glo- bus. -.....^ íslaiKlskostur Arsltátícíir mM Verdtra 1400 kr. a mann 6 1 48 4-9 Spamðu þersporin! ir einmenningstölviir ogtöivunet #BGÐOND Austursttönd 12. Sími612061.Fax612081 láta þá framleiða kjöt og mjölk og ull fyrir okkur, heldur en að íslensk- ir bændur geri slíkt. Þeim á að borga atvinnuleysisbætur. Erlendir skipasmiðir fá líka drjúga vinnu hjá okkur á meðan við borgum milljarða í gjaldþrot íslenskra skipasmiðja og atvinnuleysisbætur iðnaðarmanna okkar. Það hagfræðiundur sem hæst ber um þessar mundir er sjávarútvegs- stefna síðustu ára. Útúrmenntaðir fræðingar hafa riðið húsum allt frá Grímsey í norðri, vestur um og austur um og allt suður á Austur- völl og skelft fólk og hrakið frá heimabyggðum sínum. Þó virðast Grímséyingar og Austurvellingar enn sitja sem fastast þó að nú þjóti um Austurvöll og Jón Sigurðsson. Sigurður Sæmundsson Á fáum árum hefur örfáum stór- útgerðum í togarageiranum tekist að ná undirtökum í glímunni um veiðiréttinn í kringum landið og þar með uppsprettu mestallra tekna landsmanna. Þeim hefur tekist að fá breytt landslögum sér í hag og vantar nú aðeins herslumun til að geta hrósað sigri. i stað blómlegrar útgerðar og byggðar um land allt, fáum við ein- okun. í stað blómlegs mannlífs og náttúruástar þar sem dugmiklu og framsæknu fólki til sjávar og sveita var allt kleift, fáum við ánauð. í stað þingræðis og lýðræðis, fáum við fámennisstjórn auðmanna sem skipta með sér gróðanum af land- inu. Ég skora á allt gott fólk í brjóst- vörn okkar íslendinga, Alþingi, að standa vörð um það sem því er treyst fyrir. Höfundur er formaður Félags smábátaeigenda í Reykjavík. MAZDA 323 f jögurra dyra Verö frá 1.098.000 kr. Taktu þátt i LJÓ5MYNDASAMKEPPNI MAZPA 1995. Glæeileg verðlaun: 1. verðlaun: Nýr Mazda 323 fólksbfll og 3.000 dollarar. 14 gullverðlaun að upphæð 3000 dollara hver og birting myndar í dagatali Mazda 1995. 45 silfurverðlaun að upphæð 500 dollara hver. Auk þess hlýtur einn þátttakandi frá hverju landi viðurkenningarskjal með innsendri mynd haft gull eða silfurverðlaun ekki komið í hlut þátttakanda frá landinu. Skilafrestur er til 30. jum 1994 ; skulu myndirnar þá hafa borist Mazda í Japan eða Ræsi hf. í Reykjavík. Nánari upplýsingar og eyðublöð fást hjá Ræsi hf. og umboðsmönnum um land allt. Myndirnar skulu teknar q litskyggnur (slides) í liggjandi formati. Einkunnarorð keppninnar eru: NjótUi lífsins á Mazda fólksbíl eða senáibú. Öllum ér heimil pátttaka. Magnús Hjörleifsson Ijósmyndari tók þátt í samkeppninni 1985 og 1990 og vann til verðlauna í bæöi skiptin 1985 Ræsir hf. Skúlagötu 59 105 Reykjavík Sími 91-619550 Mazda Photo Contest RO. Box 93, Kyobashi Post Office Tokyo, Japan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.