Morgunblaðið - 23.04.1994, Side 16

Morgunblaðið - 23.04.1994, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994 „Við höfum fengið allt fyrir ekkert“ (JÓN BALDVIN HANNII HANNIBALSSON) Fyrri grein eftir Hauk Helgason í. Á vormánuðum 1962 ritaði ég að beiðni Alþýðusambands íslands fræðslurit um ísland og Efnahags- bandalag Evrópu. í formálsorðum að þessu riti sagði þáverandi for- seti ASÍ, Hannibal Valdimarsson, þessi orð m.a. „Það er sannfæring mín, að Is- land eigi hvorki að sækja um fulla aðild, né aukaaðild að Efnahags- bandalagi Evrópu. Það verður ekki aftur tekið, ef gróðaþyrstu auð- magni Evrópu verður stefnt á lítt numdar auðlindir íslands. Ég heiti á þjóðina að kynna sér þetta stærsta mál íslenskra stjórnvalda vandlega - forðast að láta blekkja sig - hefja málið langt yfir alla flokka og krefjast þess, að það verði ekki afgreitt án þess að þjóðin verði áður spurð, annað hvort með þjóð- aratkvæðagreiðslu eða beinum al- þingiskosningum, sem fyrst og fremst snúist um þetta mál.“ Þessi orð hins mæta stjórnmála- manns voru orð í tíma töluð. Þáver- andi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins vildi að Island sækti um aðild - eða aukaaðild - að Efnahagsbandalagi Evrópu og voru það einkum kratar sem lögðu mikið kapp á málið. Mikil mótmæla- alda reis með þjóðinni og ríkis- stjórnin varð að láta í minni pok- ann. hún heyktist og hætti við áform sín. Það er kaldhæðni örlaganna að nú skuli það vera sonur Hannibals, Jón Baldvin, sem þrem áratugum síðar er aðalhvatamaður þess að „gróðaþyrstu auðmagni Evrópu verði stefnt á lítt numdar auðlindir íslands“ og jafnframt sá maðurinn sem í hittifyrra barðist harðast gegn því á Alþingi „að þjóðin verði áður spurð“. Þegar litið er yfir ferli samnings- ins um þátttöku íslands í EES sést vel að Jón Baldvin hefur ráðið ferð- inni allt frá því að samningsumleit- anirnar hófust. Markmið hans var og er að ísland verði aðili að Efna- hagsbandalagi Evrópu sem nú er kallað Evrópusambandið. Til þess að ná settu marki hefur hann einskis svifist, hann hefur beitt brögðum og blekkingum og margoft hefur hann sagt þjóðinni ósatt. Fyrirsögn þessarar greinar: „Við höfum fengið allt fyrir ekkert" eru þau ósannindi hans sem lengst munu lifa í sögu þjóðarinnar. Þar sem Jón Baldvin var utanrík- isráðherra var ekki nema eðlilegt að hann yrði oddamaður þjóðarinn- ar í samningum sem hófust í mars 1989, en umboð hans var mjög tak- markað. Á hinn bóginn kom fljótlega í ljós að hann hélt óeðlilega á málum. Hann hafði ekki samráð við aðra ráðherra ,í ríkisstjóminni, þegar hann var spurður á ríkisstjóm- arfundum um gang mála gaf hann óljós og loðin svör. Ekki hafði Jón Baldvin heldur samráð við utanríkismálanefnd eins og honum var skylt og lög segja til um, í nóvember 1989 var svo komið að ríkisstjórnin eða réttar sagt ráð- herrar Framsóknar og Alþýðu- bandalagsins sáu sig tilneydda að gera sérstaka samþykkt um „að náið samstarf verði haft innan rík- isstjómarinnar og við utanríkis- málanefnd á öllum stigum málsins“. Við þessari samþykkt skellti Jón Baldvin skolleyrum og hélt áfram að leika lausum hala, sótti jafnvel í sig veðrið og lagði til að hann fengi ótakmarkað umboð til samn- inga. Þá loksins spyrnti meirihluti ríkisstjómarinnar við fæti og synj- aði þessari málaleitan. Þá sneri Jón Baldvin við blaðinu og hóf leynilegar viðræður við Dav- íð Oddsson um myndun nýrrar ríkis- stjórnar ef Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn fengju meirihluta í kosningum til Alþingis 1991. Jóni Baldvin var ljóst að ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins yrðu lausari í taumi - enda varð sú raunin. Fimm dögum eftir að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar var mynduð fékk Jón Baldvin fullt og ótakmarkað umboð til samninga! Auðvitað er það ljóst að Jón Baldvin hefur ekki staðið einn að verki þegar ísland er nú illu heilli orðið aðili að EES. Allir þingmenn krata og nær því allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins studdu hann og er svo að sjá að sumir þeirra hafi verið eins og viljalaus verkfæri í höndum hans. Dyggustu stuðn- ingsmenn Jóns Baldvins í Sjálfstæð- isflokknum voru þeir Davíð Odds- son og Bjöm Bjarnason. 2. Ég ætla í tveim greinum að rifja upp það helsta sem komið hefur á daginn í Evrópu-málunum á und- anfömum ámm. Að mínu viti er slík upprifjun nauðsynleg því oft falla atburðir í gleymsku. Allt frá því að EES-samningur- inn kom til skjalanna hér á landi hefur því verið haldið fram af EES- sinnum að hann snerist eingöngu um verslun og viðskipti. Þannig skrifaði Björn Bjarnason í Flokkstíðindi í nóvember 1991: „í fyrsta lagi felur samningurinn ekki í sér afsal á fullveldi íslands. Hann snýst um verslun og viðskipti (Auðkennt af HH. Tilvitnun úr Morgunblaðinu 13. nóv. 1991). Þessi orð Björns Bjarnasonar em ósönn. Þau em helber ósannindi. Það er að vísu rétt að í samningn- um er fjallað um verslun og við- skipti en megininntak hans snýr að fullveldi og sjálfstæði íslensku þjóð- arinnar. Það er mergurinn málsins. í ræðu sem Jacques Delors, for- maður framkvæmdastjórnar EB, flutti 17. janúar 1989 sagði hann m.a.: „Evrópubandalagið er annað og meira en stórt markaðssvæði. Það er landamæralaust efnahags- og samfélagssvæði, sem stefnir í að verða stjórnmálaleg heild.“ Hluti af þessari ræðu er birtur í plöggum Evrópustefnunefndar Al- þingis frá árinu 1990 og má því ætla að þeir 31 þingmenn sem guldu jáyrði við EES-samningnum hafi vitað hvað þeir vora að gera með atkvæði sínu. EB byggir tilveru sína á Rómar- sáttmálanum, en þar skiptir hið svokallaða fjórfrelsi meginmáli. Ákvæðin um þetta fjórfrelsi í sátt- málanum eru tekin óbreytt í EES- samninginn og er því ljóst að það er ekki eðlismunur á EB og EES - heldur aðeins stigmunur. Með þátt- Haukur Helgason „Þegar litið er yfir ferli samningsins um þátt- töku íslands í EES sést vel að Jón Baldvin hef- ur ráðið ferðinni allt frá því að samningsum- leitanirnar hófust. Markmið hans var og er að Island verði aðili að Efnahagsbandalagi Evrópu sem nú er kall- að Evrópusambandið.“ töku í EES skuldbinda íslendingar sig til að opna landið fyrir óheftum markaði vöruviðskipta, óheftum at- vinnu- og búseturétti allra íbúa aðildarríkjanna, óheftum fjár- magnsmarkaði innan svæðisins og hverskonar þjónustu. Með öðrum orðum: Með aðild okkar íslendinga að EES afsölum við rétti okkar til sjálfsákvörðunar í málum sem varða flutninga á fjár- magni, þjónustu, vöru og fólksflutn- ingum á milli EES-ríkjanna. Með EES-samningnum fengu 370 milljónir Evrópubúa rétt til at- vinnu og búsetu og til að stofna og reka fyrirtæki hér á landi. Með samningnum opnast mögu- leiki fyrir útlendinga til að ná tang- arhaldi á íslenskum náttúmauðlind- um, til að kaupa jarðir hér á landi og hlunnindi sem þeim tengjast, til að kaupa upp starfandi fyrirtæki, fiskvinnslustöðvar svo nokkur dæmi séu tekin. Það er vel þekkt fyrirbæri í EB - og verður einnig í EES - að fjár- sterkir aðilar í einu landinu kaupi upp fyrirtæki í öðru landi. Þannig er nú svo komið í Portúgal að mik- ill hluti af efnahagslífinu er kominn í greipar þýskra auðhringa sem eiga banka og vátryggingafélög, hótel og baðstrendur og margt margt fleira. í þessu sambandi vil ég vitna til orða sem dr. Sigmundur Guðbjarn- arson, þáverandi rektor Háskóla íslands, sagði í einni af kveðjuræð- um sínum við brautskráningu stúd- enta: „ ... ég hef áhyggjur af því að menn átti sig ekki á því hvað fyrir- tækin eru orðin risavaxin sem eru að kaupa upp heilu atvinnugrein- arnar. Ég vík að einu fyrirtæki sem ég þekki aðeins til. Þetta fyrirtæki starfar í sextán löndum Evrópu, í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og í 40 löndum í Asíu. Starfsmenn þess eru yfir 300.000 og veltan á síðasta ári yfir 2.000 milljarðar ísl. króna sem eru tuttuguföld fjárlög íslenska ríkisins. Fyrirtækið keypti á síðasta ári 55 fyrirtæki og mörg þeirra eru vel þekkt. Þetta fjölþjóða- fyrirtæki er ráðandi á matvæla- markaði Evrópu og mjög stórt á ýmsum öðmm sviðum. Það kemur mjög víða við undir ýmsum nöfnum í ýmsum löndum. Það rekur fisk- verslanir og fiskveitingastaði um alla Evrópu og selur auk þess fisk í Bandaríkjunum og Japan og rekur laxeldi í Skotlandi svo eitthvað sé upgtalið." Ég vísa líka til ummæla Sigur- jóns Jónssonar, framkvæmdastjóra í Stykkishólmi. Hann segir svo í bréfi í Morgunblaðinu 19. mars sl.: „Undirritaður rekur' fiskvinnslu og útgerð í Stykkishólmi og er vel kunnugt um þá ásókn í auðlindir okkar og hef fengið nokkur tilboð erlendis frá um fjármagn til fyrir- tækis míns gegn því að ég skuld- bindi mig til að selja þeim sömu aðilum alla mína framleiðslu. Að sjálfsögðu hef ég hafnað öllum slík- um tilboðum ... Eins og alþjóð veit þá er staða íslenskra sjávarútvegs- fýrirtækja svo slæm nú að útlend- ingar þyrftu að leggja fram mjög lítið fé til þess að ná afgerandi tök- um á sjávarútvegi okkar.“ Af þessu sem nú var sagt er ljóst að mikil hætta er á að þýðingar- miklar atvinnugreinar okkar íslend- inga komist í hendur fjársterkra útlendinga. 3. Með EES-samningnum er löjg- gjafarvald Alþingis skert. Við Is- lendingar þurfum að taka á einu bretti við tveimur þriðju hlutum af löggjöf EB. Þessi EB löggjöf nær yfír meir en 10.000 síður miðað við uppsetningu á lagasafni eða ferfalt stærra en íslenska lagasafnið sem gilti áður en við urðum aðilar að EES. Einmitt þessá dagana er ver- ið að leggja fyrir Alþingi hlut af þessari löggjöf EB, sex eða sjö bækur svo þykkar og þungar að borð þingmanna svigna. Margt furðulegt er í þessum lögum, m.a. er fjallað um járnbrautir og skipa- skurði svo dæmi sé tekið. Við þetta bætist að framvegis mun Alþingi þurfa að samþykkja ný EB-lög á hveiju ári - sennilega í tugatali. Alþingi verður ekki heim- ilt að breyta eða fella þessi væntan- legu lög. Löggjöf EES hefur forgang ef hún rekst á við innri löggjöf hinna einstöku ríkja eða eins og Gunnar G. Schram prófessor sagði á sínum tíma í útvarpserindi: „Lög einstakra ríkja verða að víkja.“ Af því sem nú var sagt sést að að sumu leyti verður Alþingi að hálfgerðri afgreiðslustofnun, verður ekki svipur hjá sjón. Með EES-samningnurn er ís- lenska dómsvaldið skert. í vissum tilskildum málum verðum við Is- lendingar að hlíta úrskurðum EES- dómstólsins, en þessi dómstóll er einskonar útibú frá EB-dómstólnum í Lúxemborg. Dómarar frá síð- artalda dómstólnum eru í meirihluta í EES-dómstólnum. Niðurstöðum þessa EES-dóm- stóls verður ekki áfrýjað til æðra dómstigs - nema í einstökum und- antekningartilfellum. Hæstiréttur íslands verður því ekki lengur æðsta dómstig okkar íslendinga í tilgreindum málum. í vissum tilfell- um þyrftum við að leita réttar okk- ar hjá mönnum úti í Lúxemborg! 4. Sem kunnugt er er stjórnarskrá íslands gmndvallarlöggjöf þjóðar- innar. Þessi löggjöf nýtur sérstakr- ar friðhelgi, ef svo mætti að orði komast. Þannig eru allir alþingis- menn - strax í upphafi ferils síns á Alþingi - látnir leggja eið út á eða gefa drengskaparheit um að þeir í hvívetna muni starfa á Al- þingi í samræmi við stjórnarskrána. I 2. grein stjómarskrárinnar seg- ir svo: „Alþingi og Forseti Islands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjómarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðmm landslögum fara með framkvæmda- valdið. Dómendur fara með dóms- valdið." Strax í upphafí viðræðnanna um þátttöku íslands í EES kom sú spurning hvort hugsanlegur EES- samningur bryti í bága við stjórn- arskrána. Til þess að ganga úr skugga um þetta efnisatriði lögðu nokkrir þingmenn á sínum tíma fram tillögu á Alþingi um að kosin yrði nefnd hlutlausra aðila: Tveir frá Háskóla íslands, tveir frá Dóm- arafélaginu og tveir frá Lögfræð- ingafélagi íslands. Jón Baldvin var andvígur þessari tillögu en skipaði þess í stað einkanefnd sína. í þess- ari einkanefnd voru fjórir löglærðir menn, tveir þeirra höfðu áður unnið Lýðveldisgangan 2. áfangi Hraunsholtslæk- ur - Elliðavatn eftir Tómas Einarsson Sunnudaginn 24. apríl verður genginn 2. áfangi Lýðveldis- göngu Ferðafélags íslands. Fyrsta áfanga lauk við Hraunsholtslæk í Garðabæ og nú verður haldið þaðan áleiðis að Elliðavatni um hlaðið á Vífils- stöðum. Sá bær er kenndur við Vífíl, annan þræla Ingólfs Arnar- sonar, er fundu öndvegissúlur hans sem frægt er. Fyrir það gaf Ingólfur honum frelsi. Sam- kvæmt fornum bókum gerðist Vífill hinn merkasti bóndi og út- gerðarmaður og má telja hann brautryðjanda að sjósókn á þessu svæði. Við hann er Vífilsfel! kennt. Árið 1910 var byggður spítali fyrir berklasjúklinga á Vífilsstöðum, en þegar þeirri veiki hafði verið útrýmt var spít- alinn gerður að almennu sjúkra- húsi og nú dvelja þar einkum sjúklingar sem þjást af sjúkdóm- um í öndunarfærum. Leiðin liggur nú frá Vífílsstöð- um eftir svonefndum Flótta- mannavegi, austan við Rjúpna- hæð Qg að Elliðavatni. Skammt frá bænum er Vífilsstaðavatn. Þaðan fellur Hraunsholtslækur. Elliðavatn er um það bil 2 fer- kílómetrar að flatarmáli. Það er gmnnt, 2 metrar þar sem dýpið er mest. Tangi gengur út í vatn- ið sunnanvert. Heitir hann Þing- nes, þingstaður Kjalarnesþings til forna og enn má greina þar rústir af hinum fornu búðum. Við suðausturhorn vatnsins er býlið EUiðavatn, fyrrúm stærsta býlið um þessar slóðir. Var það ekki síst vegna gjöfulla engja, sem vora meðfram vatninu. En um 1930 var byggður stíflugarð- ur við útfall vatnsins vegna vatn- smiðlunar, og þá hækkaði vatns- borðið. Hæsti hluti Þingness varð að hólma og engjamar fóra í kaf að mestu. Ágæt silungsveiði er í Elliðavatni. Benedikt Sveinsson faðir Ein- ars skálds, bjó á Elliðavatni á 7. áratug síðustu aldar og þar fæddist Einar árið 1864. Og enn stendur steinhúsið, sem Benedikt reisti, eitt hið fyrsta sinnar teg- undar hérlendis. Nú er jörðin í eigu Rafmagnsveitu Reykjavíkur en er í umsjón Skógræktarfélags Reykjavíkur. Þar býr nú umsjón- armaður Heiðmerkur. Brottför er í ferðina frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin kl. 13, en hægt er að taka rútuna á leiðinni. (Aðalheimild: íslandshandbókin). Höfundur er kennari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.