Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994 17 með Jóni Baldvin að gerð samnings- ins. Niðurstaða þessara fjórmenn- inga var furðuleg að því leyti að þeir sögðu að EES-samningurinn þryti ekki í bága við stjórnarskrána en segja svo í lok álitsgerðarinnar: „Þá bendum við á að síðar megi eða beri að gera stjórnarskrárbreyt- ingu, e£ fram kemur, að forsendur okkar standisi ekki." (Auðk. af HH). Álitsgerð fjórmenninganna var sem sé hvorki fugl né fiskur. Þegar haft er í huga það sem áður er sagt um hvernig fram- kvæmdavaldið er skert með EES- samningnum, hvernig löggjafar- valdíð er skert og hvernig dóms- valdíð er skert - þá er augljóst mál að samningurinn brýtur í bág við stjórnarskrána. Það voru fleiri lógfróðir menn en þeir fjórmenningarnir sem tjáðu sig um EES-samninginn og stjórn- arskrána. Aðrir^ sérfróðir menn komu við sögu. Ég nefni dr. Guð- mund Alfreðsson þjóðréttarfræð- ing, hæstaréttarlögmennina Ragn- ar Aðalsteinsson, Eirík Tómasson og Jóhann Þórðarson og loks Björn Þ. Guðmundsson prófessor. Allir þessir menn eru taldir vera miklir hæfrieikamenn á sínum sérsviðum og allir voru þeir ósammála fjór- menningunum. Allir voru þessir fræðimenn á einu máli um að EES- samningurinn væri brot á stjórnar- skránni. Þarf frekari vitnanna við? Og það má líka spyrja: Hvað varð um eið- staf eða drengskaparheit þeirra þingmanna sem samþykktu EES- samninginn? Fyrir skömmu síðan greindi Ómar Ragnarsson fréttamaður á Stöð 2 frá aðilum sem stunduðu þá iðju úti á vegum landsins að breyta vegvísum, létu vegvísa sem áttu að snúa í norður snúa í suður eða vestur eða austur. Þetta var illt verk, en það minnir mig á það sem Jón Baldvin og sam- herjar hans hafa verið að gera. I síðari grein mun ég fjalla um kröfuna sem fram kom á sínum tíma um þjóðaratkvæði, um fisk- veiðilögsöguna og þær fíflalegu áróðursmyndir sem nú á dögunum voru sýndar margsinnis í sjónvarpi RÚV á vegum svokallaðrar Sam- starfsnefndar um kynningu á EES- samningnum. Höfundur er hagfræðingur og var aðstoðarmaður Lúðviks Jósepssonar, ráðherra, 1971-74. Tindar - Fjölskyldumeðferð Fjölskyldur unglinga sem eru í vímuefnaneyslu eftír Sigrúnu Hv. Magnúsdóttur Það heyrist oft manna á meðal og í fjölmiðlum, „hvers konar fjölskyldur eru þetta," þegar sést til dauða drukk- inna og ofbeldishneigðra unglinga. Eins er stundum fullyrt að þessir krakkar búi við ástleysi og kæru- leysi. Foreldrar eru sakaðir og þeim kennt um drykkju barna sinna. Enn er haldið áfram: Eru þetta ekki bara vandamál fjöl- skyldunnar, þar sem foreldrar sjálfír eru dauða drukknir eða á fylleríi eða bara að skemmta sér og alveg sama um börnin sín? í þau 15 ára sem ég hef unnið með fólk sem á í erfiðleikum hef ég aldrei hitt foreldri sem ekki vill barni sínu yel. í þau rúm þrjú ár sem unnið hefur verið á Tindum hafa lang flestir for- eldrar þeirra unglinga sem eru þar í. meðferð, verið allir að vilja gerðir að vera með í þeirri fjölskylduvinnu sem boðið er upp á. Það eru gerðar talsvert miklar kröf- ur til foreldra, þvi það eru um 12 fundir, sem eru fastir liðir í dag- skránni, þar sem foreldrar og aðrir aðstandendur eru boðaðír í hópmeð- ferð/ráðgjöf með ungling sem er í meðferð á Tindum. Við á Tindum vinnum þannig að foreldrar koma alltaf með unglingn- um þegar hann kemur í meðferð. Sem betur fer eiga allir unglingar sem komið hafa á Tinda, um 140 talsins, foreldrar eða nána aðstandendur sem eru tilbúnir að styðja unglinginn. En ég tek eftir að þessar fjölskyld- ur eru ákaflega óhamingjusamar. Það er svo margt búið að ganga á áður en leitað er eftir aðstoð. Trúlega er það algengast að fjöl- skyldur reyni að leysa sjálfar vand- ræði og sundrung. En víst eru foreldr- ar með nagandi samviskubit og sköm- mustutilfínningu þegar barnið þeirra er komið á kaf í vímefnaneyslu. Þau hugsa: Hvað gerði ég rangt? Oftast er auðvelt að fínna ástæður, allir for- eldrar hafa jú því miður gert eitthvað rangt í uppeldi barna sinna. Það að vera með samviskubit og vanmátta- kennd vegna ástands unglings sem komin er í ofneyslu vímuefna fellur „Það er ekki foreldrum að kenna að barnið þeirra drekkur. Við þurfum að fara að sjá það að vímefnaneysla er vandi í sjálfu sér, sem taka þarf á sér- staklega." líka í góðan jarðveg í íslensku samfé- algi. Því það er hrópað „hvers konar foreldrar eru þetta?" með vandlæt- ingu. Þeir hrökkva í kút, einangrast og vandamálið eykst. Foreldrar og fjölskyldur þeirra unglinga sem komið hafa í greiningu og meðferð á Tinda eru alla vega fólk. Fólk eins og ég og þú, með menntun eins og ég og þú með tekjur eins og ég og þú, sem sagt fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Það er ekki foreldrum að kenna að barnið þeirra drekkur. Við þurfum að fara að sjá það að vímefnaneysla er vandi í sjálfu sér, sem taka þarf á sérstak- lega. Vissulega er áhugavert að rann- saka hvers vegna sumir ánetjast vímuefni en aðrir ekki, einnig er áhugavert að pæla í því hvers vegna sumir byrja að drekka ungir en aðrir eldri. En það hjálpar ekki unglingnum eða fjölskyldu hans. Hvorki móður sem er logandi hrædd, því sonur sem bara er 16 ára fór út í æðiskasti fyr- ir einum sólarhring, eða sekt föður sem missti stjórn á sér og sló til 15 ára dóttur sinnar þegar lögreglan kom með hana ósjálfbjarga heim. Foreldrar átta sig oft ekki á að unglingurinn er í neyslu fyrr en hún er orðin mjög mikil. Þeir verða ringl- aðir í samskiptum reyna að beita ýmsum ráðum til að hafa stjórn á unglingnum til að bæta ástandið. Verða þá öfgakenndir í viðbrögðum þannig að þeir verða ýmist með yfír- drifna afskiptasemi eða allt of eftir- látsamir. Slíkar örvæntingarfullar til- raunir auðvelda unglingnum að hafa óbeina stjórn á foreldrum sínum og halda áfram neyslu. Fjölskyldum þessara unglinga líður mjög illa og þær þurfa aðstoð. Sigrún Hv. Magnúsdóttir Það hefur verið mjóg ánægjulegt að fá tækifæri til að vera með í upp-. byggingu fjölskylduprógrams Tinda. Finna hvernig von og gleði vaknar að nýju eftir langan tíma vonleysis. Styðjum fjölskylduna á ári fjölskyld- unnar, hjálpum henni að finna styrk sinn og getu í stað þess að einblína á veikleika hennar. Höfundur er félagsráðgjafi og deildarsljóri Tinda, vimuefnadeildar UnglingaheimUis ríkisins. Vori fagnað við Mývata VORHÁTÍÐ við Mývatn nefnist dagskrá sem haldin verður helgina 29. apríl til 1. mai og er lögð sérsök áhersla á mannlif í Mývatns- sveit. Meðal þess sem boðið verður upp á er djasstónlist, dorgveiði- keppni, tónleikar, málverkasýning og minningardagskrá um Jakobínu Sigurðardóttur, rithöfund, sem lést fyrr á þessu ári. Einnig verða leikin á píanó frumsamin lög eftir sr. Örn Friðriksson, prófast og sóknarprest á Skútustöðum í Mývatnssveit. Vorhátíðin hefst í Hótel Reynihlíð með djasskvöldi föstudaginn 29. apríl, þar sem Viðar Alfreðsson, trompetleikari, Kristinn Svavarsson, saxófónleikari, Guðjón Pálsson, píanóleikari, Grímur Sigurðsson, bassaleikari og Karl Petersen, trommuleikari, spila fjörmikla djass- tónlist. A föstudeginum verður einn- ig opnuð sýning í Hótel Reynihlíð á málverkum Ragnars Jónssonar og sýning á handverki eldri borgara í Mývatnssveit, s.s. postulíni, slæðum og dúkum. Keppt í dor gveiði Á laugardagsmorgun klukkan 11 standa Veiðifélag Mývatns, Dorg- veiðifélag íslands og Ferðamálafélag Mývatnssveitar fyrir dorgveiði- keppni úr Mývatni, sem er öllum opin. Keppni lýkur klukkan 16 og verður mestu veiðiklónni veitt verð- laun. Klukkan 14 verður boðið upp á mývetnskt bakkelsi á veitinga- staðnum Hvernum, Reykjahlíð. Hót- el Reynihlíð mun hafa silungs- og kjötrétti á boðstólum um kvöldið. Keppendur í dorgveiðinni geta einnig fengið veiði dagsins matreidda á hótelinu. Minning um skáldkonu Klukkan 21 á laugardagskvöld hefst minningardagskrá um skáld- konuna Jakobínu Sigurðardóttur í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Þar verður lesið; úr verkum hennar og leikið á píanó verk eftir sr. Örn Frið- riksson. Sama kvöld verður haldið „barkvöld" á Hótel Reynihlíð. Tónlistarskóli Mývatnssveitar heldur vortónleika sína í Reykjahlíð- arskóla á sUnnudag kl. 14, en um morguninn er hugvekja og tónlistar- flutningur í Reynihlíðarkirkju. Á Vorhátíð við Mývatn verður fleira gert til afþreyingar og skemmtunar og boðið upp á ýmis útivistartækifæri og matartilboð, svo eitthvað sé nefnt. Fögnum sisiiiri með kynningu á nýium Suzuki Swift GLSi Bílasýning um helgina Sýnuni 1994 árgerðina af Suzuki Swift og Suzuki Vitara. Opið laugardag frá kl. 10-16, sunnudag frá kl. 13-16. # SUZUKt SUZUKS BÍLAR HF SKEIFUNNI 17 SfMI 68 51 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.