Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994 Kvótakerfið - þjóð- félagsóskapnaður eftir Magnús Jónsson Sú ákvörðun stjórnvalda á sínum tíma að afnema frelsi Islendinga til veiða á miðum innan landhelginnar, er líklega mesta breyting sem gerð hefur verið á íslensku þjóðfélagi fyrr og síðar. Afleiðingar þess eru smám saman að koma í Ijós og ný þjóðfé- lagsgerð að myndast. Og sú mynd sem fyrir mér blasir er þess eðlis að ég mun aldrei sætta mig við hana. Frjálsa framsalið Hrygglengjan í núverandi stjórn- kerfi er „frjálst framsal" aflaheim- ilda. Þar sem aflaheimildir eru aðeins í eigu útgerðarmanna hafa í reynd þeir einir þjóðfélagsþegna fengið að gjöf til „frjálsrar ráðstöfunar" lang- stærstu auðlind þjóðarinnar. Eftir situr sjómannastéttin, fiskvinnslu- fólk og raunar allir íbúar sjávar- plássa þessa lands réttlausir og oft bjargariausir í viðskiptum sínum við svokallaða sægreifa. Frjálsa framsal- ið er af höfundum og stuðnings- mönnum kerfisins talið forsenda auk- innar hagræðingar í greininni og nær þá sjóndeildarhringurinn ekki lengra en út að borðstokk skipsins. Þannig hafa menn á grundvelli þessara leik- reglna hagrætt fiskvinnslunni út á sjó, úrelt fiskvinnsluhús og önnur mannvirki í Iandi, sett fiskvínnslufólk og aðra íbúa sjávarþorpanna sem höfðu atvinnu af tengdri starfsemi í landi á hagkvæmar atvinnuleysis- bætur og komið þeim sem reyna að stunda sjó á minni skipum í leigul- iðaánauð. Síðan er hrópað yfír lands- lýð, þegar gróði verður af rekstrin- um, hversu hagkvæmt kvótakerfið sé og hve möguleikarnir sem kerfið býður upp á séu fjölbréyttir. Gamla leiguliðakerfið skárra Eins og fram hefur komið er sú þróun á fleygiferð, að aflaheimildir frist á færri hendur en leiguliðunum fjölgi. Þannig hafa menn leitt að því líkur, að kvótahafarnir verði aðeins fá „hundruð um aldamót og kannski ekki nema nokkrir tugir þegar verður kom- ið svo sem einn áratug inn á næstu öld. Við þær aðstæður er ég viss um að menn taka sögulegu ástfóstri við dönsku einokunarverslunina, er þeir bera hana saman við þá þjóðfélagslegu ánauð sem hér mun ríkja, ef fram heldur sem horfir. Ýmsir þjóðfélags- og mannfræðingar hafa blandað sér í opinbera umfjöllun um þessi mál með athyglisverðum hætti. Flestum þeirra ber saman um að framundan sé gífur- leg breyting á byggða- og þjóðfélags- mynstri ef þessu kerfí verður haldið til streitu. Sögulegur réttur hinna dreifðu byggða til nýtingar auðlinda sjávar er enginn og tilverugrundvöllur þeirra verður að verslunarvarningi örf- árra en stórra lénsherra, sem ekki þurfa einu sinni að búa í landinu. Ég er sammála þeim prófessor við HÍ, sem hefur sagt í viðtali, að munurinn á núverandi lénsfyrirkomulagi og gamla landeigendafyrirkomulaginu í bænda- samfélagi okkar fyrr á öldum sé aðal- lega sá, að bændahöfðingjarnir töldu sig hafa hag af því að leiguliðarnir héldust sæmilega við, en í núverandi kerfi sé ekki slíku til að dreifa. Andstaðan vex Sjómannastéttin, sem í upphafí sætti sig að verulegu leyti við stjórn- kerfið, er smám saman að rísa gegn því. Þegar valkostir þeirra eru orðnir þeir að vinna kauplítið eða kauplaust fyrir einhvern kvótaeiganda, henda afla eða fara á atvinnuleysisbætur, allt vegna stjórnkerfis, sem byggt er á röngum hagfræðilegum og umdeild- um fiskifræðilegum forsendum, gera menn uppreisn. Og stjórnvöld á ís- landi, sem ætla að stjórna fískveiðum í andstöðu við sjómannastéttina, þurfa á jarðsambándiað halda. Meðal almennings, sem ekki hefur beinna hagsmuna að gæta í sjávarútvegi og fiskverkun, gætir vaxandi skilnings og um leið andúðar á því hvert þetta kerfí mun fara með þjóðfélagið að ðbreyttu. Sú staðreynd, að menn geti orðið moldríkir á braski með sameign þjóðarinnar og fjöregg byggðarlag- ánna, fiskveiðiréttinn, sem þeim var úthlutað ókeypis, særir réttlætis- kennd flestra þannig að blæðir úr. Uppreisn eða ný stjóriimálasamtök Eins og fram hefur komið í frétt- um hefur andstaðan við kvótann verið mest á Vestfjörðum frá upp- hafi. Þar hafa menn líka talið að stutt gæti verið í uppreisn gegn kerf- inu og menn segðu raunar stjórnvöld- um stríð á hendur. Ekki batnar svo ástandið þegar stjórnvöld ætla að gera Vestfirðinga, sem búa við bestu fiskimið landsins, að sérstökum bón- bjargarmönnum. Allt á grundvelli svokallaðs þorskbrests, sem er svo skelfilegur að menn veða að flýja miðin til að veiða ekki þorsk! Það er því að vonum að Vestfirðingar skuli hafa forystu um það á Alþingi „að bora holur í kerfið og fylla þær með sprengiefni". Það væri þurfta- verk að taka sér stutt frí úr ganga- gerðinni til að leggja þessum málstað lið og halda síðan sameiginlega upp á samgöngubætur og eðlilegt at- vinnufrelsi á næsta ári. Vonandi tekst að koma þessum óskapnaði fyrir kattarnef eftir póli- tískum leikreglum, þótt ég sé þessa stundina ekki sérlega bjartsýnn á það. Þó var samþykkt flokkstjórnar Alþýðuflokksins í janúar si. lítið skref í rétta átt. Mér er ljóst, að á Alþingi sem nú situr er enn meirihluta fylgi við kvótakerfið. Hins vegar tel ég engan vafa leik á að í næstu kosning- um verður fyrst og fremst kosið um framhald þess. Og eins og áður hef- ur komið fram verður ekki nema að hluta kosið um stjórnkerfi fiskveiða heldur miklu fremur um framtíðar þjóðfélagsgerð hér á landi. Þeir verða vafalaust margir fleiri en ég sem ekki munu styðja neinn þann stjórn- málaflokk, sem nú á fulltrúa á Al- þingi, að óbreyttri stefnu þeirra í þessu máli. Það hafa verið stofnuð stjórnmálasamtök í kringum minna mál en þetta. Sóknarstýring; á grundvelli fræðilegra staðreynda Ein af þeim fullyrðingum sem hvað oftast heyrast frá stuðningsmönnum núverandi kvótakerfís er sú,' að ekk- ert annað sé til sem sé betra til að leysa þetta af hólmi. Svona rök voru líka notuð af ráðamönnum í kommún- istaríkjunum og þetta var vafalaust sagt við Lúther af kaþólikkum og páfa þess tíma. Þetta hafa líka stuðn- ingsmenn allra skömmtunarkerfa á íslandi sagt. Þannig var með innflutn- ingsskömmtunina, sem Viðreisnin lagði af, og þannig hefur verið með skömmtunarkerfið í landbúnaðinum, sem nú er í andaslitrunum. Engin „patentlausn" er til, en ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að sóknarstýríng með aflagjaldi sé mun fýsilegri kostur en það kerfi sem við búum við í dag. Grundvallaratriði er að stjórnvöld hætti að mismuna fyrir- •tækjum í sömu atvinnugrein. Og meðan sú staðreynd liggur fyrir, að enn eru menn að deila um flest grundvallaratriði í fiskifræði, tel ég einfaldlega ekki þekkingarlegar for- sendur fyrir aflamarki, auk þess sem ég tel aflamarkið við flestar aðstæð- ur vera ónýtt stjórntæki. Margar leiðir eru til að takmarka sókn: tog- veiðilandhelgi, svæðalokanir, veiðar- færatakmarkanir, banndagar og ýmsar aðrar almennar leikreglur. Magnús Jónsson „Ég er ekki einn um það að fyrirlíta þetta kerfi meira en allt annað í þjóð- félagi okkar, þótt ég hafi ekki aðra hagsmuni að yerja en að fá að vera íslendingur áfram." íslendingar eiga að taka alþjóðlega forystu í því að stýra sókninni á grundvelli óumdeildra staðreynda um ástand fiskistofna og umhverfisað- stæðna og gera tilraunir á þeim svið- um sem umdeildust eru í fiskifræðun- um. Aflagjaldilð á síðan að nota til að draga úr sókn í ákveðnar tegund- ir þegar þörf þykir. Nauðsynlegt er að rannsóknir og ráðgjöf um áætlaða sókn eða afla verði aðskilin á hliðstæðan hátt og gert var í dómskerfí okkar á síðasta ári. Þannig væru vísindamönnum okkar sköpuð eðlileg starfsskilyrði og þeir leysir úr þeim „faglegu fjötr- um" sem ég tel að stjórnvöld hafi komið þeim í. Eg fæ nefnilega ekki betur séð en að þeim fiskifræðing^im, sem bera ábyrgð á aflaráðgjöfínni, sé nánast gert ókleift að skipta um skoðun, þótt aðstæður og þekkingar- forsendur breytist. Ég er ekki viss um að veðurfræðingar, sem spáðu því fyrir 15-20 árum, að á norður- hvelinu væri að hefjast ísaldarskeið, hefðu talið sér opinberlega fært að skipta um skoðun og fara að spá upphitun á grundvelli aukinnar þekk- ingar á gróðurhúsaáhrifum, ef ríkis- stjórnir flestra landa sem í hlut áttu hefðuverið í óða önn að búa þjóðir sínar með miklum tilkostnaði undir ísaldarástand! Og minnugur sögunn- ar, sem Guðmundur Sigvaldason jarðfræðingur sagði frá í blaðagreín fyrir rúmu ári, af því hvernig sjötíu þúsund manna samfélag var lagt í rúst með brottflutningi allra íbúanna vegna spár um eldgos í nærliggjandi fjalli, þykir mér full ástæða til að koma hér á annarri skipan rannsókna og ráðgjafar en nú er í fiskveiðum. Lokaorð í þessum tveimur greinum mínum um kvótakerfið tel ég mig hafa fært sterk rök fyrir því að það sé ónot- hæft vegna verðmætasóunar, mis- mununar og þjóðfélagslegs eyðilegg- ingarmáttar auk þess sem markmið þess hafa engan veginn náðst. Ég er ekki einn um það að fyrirlíta þetta kerfi meira en allt annað í þjóðfélagi okkar, þótt ég hafi ekki aðra hags- muni að verja en að fá að vera íslend- ingur áfram. En ég vil miklu fremur þurfa að flytja brott af landinu, þeg- ar fiskurinn er búinn, ísöldin er kom- in eða landið orðið óbyggilegt af ein- hverjum raunverulegum ástæðum en að þurfa að flýja vegna stjórnmála- legra móðuharðinda, sem ég óttast að séu framundan verði haldið áfram á sömu braut. Höfundur er veðurstofustjórí og formaður miUiþinganefndar Alþýðuflokksins um sjávarútvegsmál. Stjórnarfrumvarp um breytingu á þjóðminjalögum Breytingar gerðar á þjóð- minjaráði, fornleifanefnd og stöðu þjóðminjavarðar Á ALÞINGI er nú til meðferðar stjórnarfrumvarp um breytinguá þjóð- minjalögum og er megintilgangur þess að gera stjórnkerfi þjóðminja- vörslunnar skýrara og skilvirkara en nú er. í því skyni eru m.a. lagðar til breytingar á ákvæðum gildandi laga er varða þjóðminjaráð, stöðu þjóðminjavarðar og fornleifanefnd, en í henni er fulltrúum fækkað úr fimm í þrjá. í gildandi þjóðminjalögum frá 1989 er kveðið á um að þau skuli endurskoða eigi síðar en að fimm árum liðnum frá gildistöku þeirra, og er frumvarpið að verulegu leyti byggt á tillögum sem þjóð- minjaráð komst að sameiginlegri niuurstöðu um á fundum sínum um þjóðminjalögin síðastliðið haust. Tillögurnar voru kynntar á félags- fundi í Félagi íslenskra safnamanna og á fundi með öllum starfsmönn- um Þjóðminjasafns íslands áður en þær voru sendar menntamálaráðu- neytinu. I greinargerð með frumvarpinu kemur fram að meðal þeirra breyt- inga sem gert er ráð fyrir á þjóð- minjalögunum er að skýrt verði kveð- ið á um að yfirstjórn þjóðmirijavörsl- unnar sé í höndum menntamálaráð- herra, en í gildandi lögum segir að þjóðminjaráð fari með yfirstjórn þjóðminjavörslu í landinu í umboði menntamálaráðuneytisins. Þá er af- numin sú tvískipting á stjórn þjóð- minjavörslunnar sem gildandi lög gera ráð fyrir og felst í því að forn- leifanefnd fari með yfirstjórn forn- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um skatt á skrifstofu^ og verslunarhúsnæði Skatturinn ekki afnuminn einhliða INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarsljóraefm R-listans, sagði á fundi með kaupmönnum fyrir skommu að hún vijji ekki lofa því að Reykjavík- urborg afnemi skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði einhliða komist R-Iistinn til valda. Hún vill að breytingar á skattinum verði gerðar í samvinnu Sambands íslenskra sveitarfélaga og félagsmálaráðuneytis- ins. Árni Sigfússon, borgarstjóri, sagði hins vegar á fundinum að sjálf- stæðismenn vifli afnema skattinn í áföngum. Skattur á verslunar- og skrifstofu- húsnæði var fyrst lagður á fyrir rúm- um áratug. Hann var upphaflega lagður á til bráðabirgða, en hefur ekki enn verið afnuminn. Skatturinn hefur lengi verið umdeildur m.a. vegna þess að hann mismunar at- vinnugreinum. Kaupmenn hafa alla tíð barist gegn honum enda er hann j þungur baggi á versluninni. Um síð- ustu áramót færðist þessi skattur frá ríkinu til sveitarfélaganna og varð það gert í tengslum við afnám að- stöðugjaldsins. Sjálfstæðismenn hafa í kosninga- baráttunni lofað því að afnema skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Árni Sigfússon sagði á fundinum með kaupmönnum að þeir vilji gera þetta í áföngum og að markmiðið sé að hrinda, fyrsta áfanganum í framkvæmd á næsta ári. Ingibjörg Sólrún sagðist treysta því að Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga og fé- lagsmálaráðuneytið finni leiðir til að breyta þessari skattheimtu eins og kveðið sé á um í lögum sem sam- þykkt vofU á Alþingi skömmu fyrir áramót. Hún sagði það ekki rétt sem sjálfstæðismenn haldi fram að ákvæði um álagningu þessa skatts séu ótímabundin. Hún sagði að lög- gjafínn ætlist til þess að teknar verði upp viðræður um þessa skattlagn- ingu milli Sambands íslenskra sveit- arfélaga og félagsmálaráðuneytisins og hún sagðist treysta því að Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson og aðrir for- ystumenn Sambands íslenskra sveit- arfélaga vinni þá vinnu. Ingibjörg Sólrún lagði áherslu á að öll sveitar- félög í landinu fylgist að í þessu efni. „Eg treysti mér ekki til að lofa þvi hér að Reykjavíkurborg einhliða ákveði að afnema þennan skatt án þess að honum sé fundinn neinn far- vegur. Þetta eru 250 milljónir og það er ekkert mjög feitan gölt að flá núna, ef svo má að orði komast. Staða borgarsjóðs er nú einu sinni þannig að borgin skuldar 9,5 millj- arða og borgin stendur frammi fyrir mjög miklum verkefnum, m.a. at- vinnuleysi upp á 3.000 manns í Reykjavík," sagði Ingibjörg Sólrún. leifavörslu og fornleifarannsókna í landinu í umboði þjóðminjaráðs. Samkvæmt frumvarpinu verður hlut- verk fornleifanefndar að fjalla um leyfísveitingar vegna fornleifarann- sókna eins og nú, en að öðru leyti er henni ætlað að annast faglega ráðgjöf en ekki stjórnsýslu. Staða þjóðminjavarðar styrkist nokkuð miðað við núgildandi lög. Óbreytt er að þjóðminjavörður er framkvæmda- stjóri þjóðminjaráðs, en jafnframt er áréttað að hann er forstöðumaður allrar starfsemi Þjóðminjasafns ís- lands. Fulltrúum fækkað Fulltrúum í fornleifanefnd fækkar samkvæmt frumvarpinu úr fimm í þrjá, og verða þeir tilnefndir af Há- skóla Islands, þjóðminjaráði og Fé- lagi íslenskra fornleifafræðinga, en ráðherra skipar formann nefndarinn- ar úr hópi þeirra. Samkvæmt gild- andi lögum eru tilnefningaraðilar Háskóli íslands og Samband is- lenskra sveitarfélaga, en jafnframt sitja í nefndinni ráðherraskipaður fulltrúi í þjóðminjaráði, þjóðminja- vörður og fornminjavörður. Lagt er til að þjóðminjavörður eða staðgeng- ill hans sitji fundi fornleifanefndar með málfrelsi og tillögurétti. Skipan þjóðminjaráðs breytist á þá lund að fulltrúi nefndur af Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga kemur í stað fulltrúa samkvæmt tilnefningu deild- arstjóra Þjóðminjasafns íslands og minjavarða, og fellt er niður ákvæði um að sá fulltrúi sem ráðherra skip- ar án tilnefningar skuli vera forn- leifafræðingur. Hins vegar er gert ráð fyrir að sá fulltrúi verði formað- ur þjóðminjaráðs, en í gildandi lðgum segir að ráðherra skipi formann úr hópi ráðsmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.