Morgunblaðið - 23.04.1994, Page 20

Morgunblaðið - 23.04.1994, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994 Jósafat Hinriksson Töpum við- skiptum til Færejja „SVONA framkoma hrekur skip til Færeyja til að kaupa sér þjón- ustu,“ segir Jósafat Hinriksson, eigandi Vélaverkstæðis J. Hinriks- sonar hf. Breska togaranum Sout- helle var neitað um samskipta- leyfi á fimmtudagsmorgun og fóru þrír starfsmenn vélaverk- stæðis Jósafats um borð til að gera við toghlera í skipinu. Jósafat segir að með banninu hafi tapast hafnargjöld auk annars. Til dæmis hafi vantað toghlera, olíu og nýtt troll. Þegar viðgerðin var langt á veg komin komu menn tollstjóra um borð að sögn Jósafats og tóku skýrslu af starfsmönnum hans og skipstjóranum. Bjöm Hermannsson tollstjóri vildi ekki gefa upplýsingar um máiið í samtaji við Morgunblaðið og kvaðst bíða skýrslu um atvikið. Jósafat segist bíða ákvörðunar toll- stjóra. „Annar sona minna mætir til tollstjóra á mánudaginn. Ég sé til hvað ég geri fram yfir það. Þetta gengur ekki svona lengur við hrekj- um allt of mörg skip til Færeyja í leit að þjónustu," segir Jósafat að lokum. LJÓSMYNDASÝNING Mats Wibe Lund, ljósmyndara, stendur yfir í Kringlunni. Mats sýnir þar loftmyndir af íslensku landslagi sem hann hefur tekið á síðustu 7-8 árum. A sýningunni eru 20 myndir alls stað- ar af landinu, en Mats hefur sérhæft sig í töku ljósmynda úr lofti. Hver mynd er um tveir fermetrar að stærð, en Mats segist hafa ný- lega fest kaup á vélbúnaði sem gerir honum kleift að stækka myndirn- ar svona mikið en ná samt hámarks myndgæðum. Myndirnar á sýning- unni eru til sölu, en þær er einnig hægt að fá í minni stærðum. Sýn- ingin stendur til 30. apríl. Á myndinni stendur Mats Wibe Lund, Ijós- myndari, við eina af myndum sínum. Morgunblaoio/KAA Ljósmyndasýning í Kringlunni íþrótta- og tómstundaráð hefur verið krafið skýringa Hátíð borgarinnar í sam- starfi við Sjálfstæðisflokk - segir Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins SIGRÚN Magnúsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hefur kraf- ið íþrótta- og tómstundaráð skýringa á hátíð, sem haldin var á vegum ráðsins við Þróttheima á sumardaginn fyrsta. Hátíðin hafi verið aug- lýst á vegum íþrótta- og tómstundaráðs en hafi í raun verið í sam- starfi við kosningastjórn Sjálfstæðisflokksins, sem hafi borið hluta af kostnaðinum. í frétt frá Reykjavíkurlistanum segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi einnig auglýst hátiðina í eigin bækl- ingi sem dreift hafi verið til barna í hverfinu. Á hátíðinni hafi verið að minnsta kosti þrír frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins með uppákomur og skemmtiatriði auk þess sem borg- arstjóri fór fyrir skrúðgöngu. Þá seg- ir að Óskar Finnsson veitingamaður og frambjóðandi á lista Sjálfstæðis- flokksins og kosningastjóri í hverfinu hafí verið auglýstur sem grillmeist- ari hátíðarinnar af hálfu ráðsins. Samkvæmt upplýsingum frá Þrótt- heimum hafi veitingahús hans gefíð pylsur með því skilyrði að þáttur frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í hátíðinni yrði auglýstu á vegum Reykjavíkurborgar. Loks segir að í bæklingi Sjálfstæðismanna sem borinn hafi verið út í hverfínu síð- asta vetrardag komi fram að flokkur- inn byði upp á veitingar. Ekki hafi komið fram í auglýsingu íþrótta- og tómstundaráðs að Sjálfstæðisflokk- urinn stæði að skemmtuninni. 200 ár liðin frá andláti Skúla fógeta Minnst með sögn- stund í Viðejqarstofu Á ÞESSU ári eru liðin 200 ár frá andláti Skúla Magnússonar, land- fógeta. Af því tilefni verður hans minnst með ýmsum hætti í dag- skrá Viðeyjar á komandi mánuðum og fyrst nú nk. sunnudag með sögustund á síðdegi í Viðeyjarstofu þar sem flutt verða erindi, er tengjast sögu Skúla. Einnig koma þar fram listamenn, afkomendur Skúla. Hinn 24. apríl nk., sunnudaginn fyrsta í sumri, verður sögustund á síðdegi í Viðeyjarstofu. Hún hefst kl. 14. Þar flytur Lýður Björnsson sagnfræðingur erindi sem hann nefnir Samningamaðurinn Skúli Magnússon. Sr. Þórir Stephensen staðarhaldari í Viðey segir einnig frá skriftastólnum í Viðeyjarkirkju og því hvernig skriftir fóru fram í kirkjum hér á landi í lúterskum sið. Tveir listamenn, afkomendur Skúla og konu hans Guðrúnar Björnsóttur, koma einnig fram. Það eru þeir Helgi Skúlason leikari, sem les ljóð um Skúla fógeta og Skúli Halldórsson tónskáld, er leikur eig- in píanóverk. Loks verður boðið upp á kaffísopa á neðri hæð Viðeyjar- stofu. Aðgangseyrir er enginn og allir eru velkomnir til þessarar síðdegis- samkomu. Bátsferðir verða úr Sundahöfn kl. 13.30 og kl. 13.50. Reiknað er með að farið verði í land aftur ekki síðar en kl. 17. * Alþýðubandalagið gefur út Utfiutningsleiðina Tillögnr um nýtt forrit í hagsljórn ALÞÝÐUBANDALAGIÐ hefur gefið út á bók tillögur sínar um sóknar- aðgerðir í atvinnumálum og nefnist hún Útflutningsleiðin. Ólafur Ragn- ar Grímsson, formaður flokksins, segir að tillögur þessar feli í sér fjöl- breytt samspil margra aðgerða og um sé að ræða nýja nálgun til að leysa vanda þann sem steðjar að í atvinnumálum. Ólafur Ragnar segir að í Grænu bókinni svokölluðu sé að fínna niður- stöður mikillar vinnu frá síðasta hausti. „í þessum búningi er hér á ferðinni viðamikil tillögugerð um nýtt forrit í hagstjórn á íslandi og ítarleg skrá yfir um 350 hugmyndir og tillögur um nákvæmar og afmark- aðar aðgerðir í atvinnu- og efnahags- málum, stjómkerfí og velferðarmál- um. Að undanförnu hafa ýmsir þætt- ir atvinnumála bæst við; kaflarnir um almennan iðnað, landbúnað. orkubúskap og umhverfismál eru ýmist nýir eða þeir hafa tekið miklum breytingum. Nýr kafli hefur bæst við um umhverfísvemd og atvinnuþróun og jafnfamt um þátt fjarskipta og boðkerfa í efnahagsþróun á nýrri öld. Kjaminn í tillögugerðinni er hins vegar sá, að það er engin ein lausn sem dugir, heldur þarf að koma til fjölþætt samspil margra aðgerða, sem að okkar dómi fela í sér algjör- lega nýja nálgun og uppstokkun á þeim vinnubröðgum sem hér hafa tíðkast í skattamálum, starfsemi lánastofnana og samstarfi atvinnu- lífs og stjórnvalda." Ólafur Ragnar segir að Alþýðu- bandalagið hafí sótt margar hug- myndir í rit, sem skrifuð hafí verið í Bandaríkjunum og Evrópu á allra síðustu árum um atvinnuþróun á nýrri öld og jafnframt sótt í smiðju þeirra ríkja, t.d. í Asíu, sem skarað hafí fram úr í hagþróun. „Þessar til- lögur gætu verið grundvöllur nýrrar ríkisstjómar af okkar hálfu og við förum fram á að aðrir stjómmála- flokkar geri slíkt hið sama,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson. Viðskiptin með tonn á móti tonni eru áfram leyfð í sjávarútveginum Deilt um áhrif á skiptakjörin Sjómenn telja að tillögurnar leysi kjaradeiluna frá því í vetur ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, segist ekki telja að nein deila standi á milli sjómanna og útgerðarmanna um hvernig kvótaviðskiptum verði háttað ef tillögur um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða verða samþykktar. Hann segir að framsal kvóta verði áfram heimilt, en samstarfsnefnd sjómanna og útgerð- armanna muni fá til úrlausnar mál þegar bersýnilegt sé að kvóta- framsal hafi áhrif á skiptakjör. „Það kann að vera að það hafí komið einhver misskilningur upp, en ég held að það sé enginn mis- skilningur um efni frumvarpanna eins og þau liggja fyrir. Framsal á aflaheimildum er ekki bannað og þar af leiðandi geta viðskipti með aflaheimildir af þvi tagi átt sér stað. Sjómönnum er hins veg- ar tryggt með frumvarpinu um samstarfsnefndina að þeir þurfa ekki að sæta því að fá bersýnilega ósanngjamt fískverð þegar þeir eru að veiða fisk fyrir aðra. Nefndinni er ætlað að fjalla um ágreiningsefni sem upp kunna að koma milli sjómanna og útgerðar- manna,“ sagði Þorsteinn. Dregið úr kvótaframsali „Tillögurnar banna viðskipti tonn á móti tonni að því marki að ef á að fara að greiða afla með veiðileyfi á slíkt að koma til skipta,“ sagði Helgi Laxdal, for- maður Vélstjórafélags íslands. Hann sagði að þetta feli í sér verulega breytingu frá því sem verið hafi. Útgerðarmenn hafi hingað til komist upp með að láta aðeins hluta fiskverðsins koma til skipta og rýra þannig kjör sjó- manna. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagðist líta svo á að það verði engin önnur afskipti höfð af verðinu önnur en þau að ef upp komi einhver óeðlileg viðskipti þá muni samstarfsnefndin taka á því. Það sé ekkert í fmmvarps- textanum sem kveði á um annað. „Ég hef þann skilning að þetta megi halda áfram. Það er að vísu verið að þrengja umfang fram- salsins með því að gera okkur skylt að veiða meira á hveiju skipi af okkar kvóta úr 25% í 50%. Eins að hindra framsal ef menn hafa flutt að sér eða frá umfram 15% í hverri tegund. Allt hefur þetta áhrif á málið, en að öðru leyti eru engar skorður lagðar á það að menn geti framselt heim- ild og veitt tonn á móti tonni, eða þess vegna að viðkomandi aðili skaffi allan kvótann eða einhvem hluta hans. Það em engin tak- mörk á því,“ sagði Kristján Ragn- arsson. Veikir fiskmarkaðina Talsverð óánægja er meðal for- svarsmanna fískmarkaðanna með þær tillögur sem nú hafa litið dagsins ljós. „Þetta hlýtur að veikja stöðu fískmarkaðanna og seinka þróun í átt að eðlilegri verðmyndun á fiski,“ sagði Logi Þormóðsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja. Hann sagði að það vanti algerlega inn í tillögurnar ákvæði um ábyrgð þeirra sem ráða yfír fískveiðiheim- ildunum. Ekkert sé fjallað um hvemig eigi að ráðstafa aflanum og ná hámarksverði út úr honum. „í rauninni er verið að færa þetta enn betur inn á hendur kvótaeig- endanna. Markmiðið virðist vera að styrkja þá. Þeir virðast fá enn- þá fijálsari hendur til að gera það sem þeim sýnist við aflann. Það er fráleitt að það skuli ekki vera til leikreglur um hvað eigi að gera við aflann af íslandsmiðum,“ sagði Logi. Sumir fiskmarkaðir hafa keypt til sín veiðiheimildir og fengið báta til að veiða fyrir sig. Fisk- markaður Suðumesja á t.d. bát sem miklar veiðiheimildir hafa verið fluttar á. Bátar, sem lagt hafa upp afla hjá markaðinum, hafa veitt þessar heimildir. Með frumvarpinu verður komið í veg fyrir þetta með ákvæði sem kveð- ur á um að ekki megi flytja til skips aflamark sem bersýnilega er umfram veiðigetu þess. Logi sagði greinilegt að þessu ákvæði sé beint gegn þessum viðskiptum Fiskmarkaðs Suðurnesja. Hann sagðist harma að þessar tillögur skuli koma fram því verulegt hag- ræði hafí verið að þessum við- skiptum. Kristján Ragnarsson tók undir það. Helgi Laxdal er hins vegar andstæðrar skoðunar. „Þetta gat ekki gengið svona áfram. Mismunurinn á því sem markaðurinn var að greiða og þessu meðalverði fór bara til kvótaeigandans þannig að sjó- menn fengu ekkert út úr því.“ Kjaradeilan leyst Kristján Ragnarsson og Helgi Laxdal voru sammála um að þess- ar nýju tillögur leysi þær deilur •- sem staðið hafa á milli sjómanna og útgerðarmanna um svokallað kvótabrask, en deilumar ollu því að sjómenn fóru í verkfall í upp- hafi ársins. „Þessar tillögur eru mjög nálægar því sem við höfum verið að tala um. Það er tekið mjög vel undir okkar sjónarmið og ef að þetta fer í gegn óbreytt þá sýnist mér að þetta leysi okkar mál,“ sagði Helgi. Kristján sagði að enn ætti eftir að ganga frá samningum við sjómenn um nokkrar tegundir veiða, en það ætti ekki að þurfa að taka langan tíma þegar þetta deilumál sé úr sögunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.