Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994 23 Deutsche Bank Starfsmönnum bankans kennt um Schneider-hneykslið Frankfurt. Reuter. DEUTSCHE Bank AG, helzti lánardrottinn hrunins fasteignaveldis auðjöfursins Jurgens Schneiders, sem er horfinn, segir að kenna megi háttsettum starfsmönnum bankans um tap bankans á lánum til hans. En bankinn vísar á bug ásökunum um að hafa látið dragast að skýra yfirvöldum frá málinu. „Þegar við vitum hvað gerðist verða starfsmenn að taka afieiðing- unum,“ sagði aðalframkvæmda- stjóri Deutsche Bank, Hilmar Kopp- er, í sjónvarpsviðtali. „Rannsókn málsins er í höndum endurskoðenda og farið verður ofan í saumana á því sem gerðist og án tillits til þess hve háttsettir menn eiga í hlut,“ sagði hann. Síðan Schneider hvarf fyrir hálf- um mánuði „að læknisráði" og fyr- irtæki hans bað um gjaldþrota- skipti hefur komið í ljós að skuldir hans og fyrirtækjasamsteypu hans nema um fímm milljörðum marka. Þar af nemur skuldin við Deutsche Bank 1,2 milljörðum marka. Kopper vísaði á bug þeirri gagn- rýni að yfirvöld hefðu ekki verið látin vita nógu fljótt um hvarf Schneiders þegar bankanum barst bréf frá honum 7. apríl. „Embætti ríkissaksóknara barst einnig bréf 7. apríl og hafðist ekkert að,“ sagði Kopper. Hann sagði að mat á muninum á verðmæti eigna leifanna af Schneidersamsteypunni og skuldum hennar við bankann gæti tekið mörg ár. Þótt lán Deutsche Bank hafi verið tryggð með veði í eignum Schneiders „leiki grunur á að þær séu ekki eins mikils virði og lánin sem hann fékk“. Kopper viðurkenndi að Deutsche Bank hlyti að hafa orðið á nokkur mistök í Schneider-málinu. „Við vorum einnig þolendur í þessu máli Morgunblaðið/Kristinn ÚTFLUTNINGSVERÐLAUN — Sæpiast hf. á Dalvík hlaut Utflutningsverðlaun forseta Islands sem veitt voru í sjötta sinn sl. fimmtudag. Er það í fyrsta skipti sem Útflutningsverðlaun forseta íslands fara til fyrirtækis með höfuðstöðvar og framleiðslu utan Reykjavíkur. í úthlutunarnefnd eiga sæti Guðmundur Magnússon pró- fessor sem er formaður nefndarinnar, María E. Ingvadóttir fulltrúi Útflutningsráðs, Ólafur B. Thors fulltrúi landsnefndar Alþjóða verslun- arráðsins, Sveinn Björnsson fulltrúi forsetaembættisins, Þórunn Svein- björnsdóttir fulltrúi Alþýðusambands íslands. Á myndinni eru frá vinstri Kristján Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Sæplasts, Guðmundur Magn- ússon og forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir. og ég harma þetta mjög,“ sagði hann. „Þetta særir stolt okkar, en jafnvel beztu nemendur koma upp um sig þegar þeir vanrækja heima- vinnuna." Kopper kvaðst aldrei hafa hitt Schneider, en sagði að hann ætti að standa fyrir máli sínu. „Hann ætti að snúa aftur og láta sjá sig,“ sagði hann. Kaffi Heimsverð hækkar Kuala Lumpur. Reuter. TILFINNANLEGUR skortur á kaffi í Asíu hefur leitt til veru- legrar verðhækkunar í álfunni og heiminum á undanförnum vik- um og búizt er við að skorturinn haldi áfram enn um hríð sam- kvæmt heimildum í Kuala Lump- ur, Malasíu. Birgðir frá Víetnam og Thailandi eru á þrotum og nýjar birgðir frá Indónesíu eru lengur að berast á markað en á sama tíma í fyrra samkvæmt heimildunum. Kaffi frá Asíu er aðallega notað til þess að blanda saman við annað kaffi og er ódýrara. Vegna skorts- ins hefur kaffí til afhendingar síðar ekki verið keypt við eins háu verði í London í fimm ár — 1. 625 pund tonnið. í Skútahrauni 9, Hafnarfirði, í dag, laugardag, sunnudag og næstu daga frá kl. 13.00-18.00. Sumarhúsasýnins í I o I --.. „ . .-ur- - ^ jl I Þér gefst einstakt tækifæri til þess að skoða þetta fullbúna hús og önnur hús, sem við erum með í smíðum. Komdu og ráðfærðu þig við fagmenn. Hjá okkur færðu hugmyndir, teikningar, kostnaðaráætlanir, myndir og allar upplýsingar um framleiðslu heilsárssumarhúsanna okkar. ALLIRVELKOMNIR m a r h ú s Skútahrauni 9,220 Hafnarfirði, símar 91 -53755 og 91-50991 Tilkynning um útgáfu markaðsverðbréfa Samvinnusj óður íslands hf. Útboð skuldabréfa í apríl 1994 1. flokkur 1994 A-D Kr. 100.000.000,- Kr. eitt hundrað milljónir 00/100 Útgáfudagur: Gjalddagar: Sölutímabil: Grunnvísitala: Eíningar bréfa: 20. apríl 1994 20.08.1996 25.000.000 kr. 20.12.1996 25.000.000 kr. 20.03.1997 25.000.000 kr. 20.07.1997 25.000.000 kr. 20. apríl 1994 - 20. október 1994 3346 Kr. 250.000,- Verðtrygging og ávöxtun: Ofangreind bréf eru verðtryggð miðað við hækkun lánskjaravísitölu. Ársávöxtun, umfram verðtryggingu, er 6,50% á útgáfudegi. Söluaöilar: Skráning: Umsjón meö útgáfu: Landsbréf hf., Suðurlandsbraut 24, Reykjavík, og umboðsmenn í Lands- banka íslands um allt land. Útboðslýsing liggur frammi hjá söluaðilum. Sótt hefur verið um skráningu bréfanna á Verðbréfaþingi íslands. Landsbréf hf. fl LANDSBRÉF HF. Landsbankinn stendur með okkur j* Suðurlandsbraut 24, 108 Rcykjavík, sími 91-679200, fax 91-678598 < Löggilt verdbréfafyrirtæki. Adili ad Verdbréfaþingi íslands. FERÐALÖÚ OC LmYl5T1994 Stórglæsileg sýning í Perlunni 21. - 24. apríl Opið í dag laugardag kl. 13-18 Sunnuudag kl. 13-18 Island sækjum þah neim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.