Morgunblaðið - 23.04.1994, Side 24

Morgunblaðið - 23.04.1994, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994 * Arlegnr kymiiiigar- dagnr Háskólans ÁRLEG námskynning Háskólans á Akureyri verður í dag, laugar- daginn 23. apríl, í húsakynnum skólans við Glerárgötu 36. Nám í öllum deildum skólans verður kynnt auk þess sem almenningi gefst kostur á að kynna sér rannsóknaraðstöðu skólans. Nemendur og kennarar skólans kynna starfsemi deildanna, en þær eru fjórar, heilbrigðisdeild, kenn- aradeild, rekstrardeild og sjávar- útvegsdeild. Kynning tvegga fyrstnefndu deildanna fer fram í aðalbyggingu skólans við Þing- vallastræti en hinna að Glerár- götu. Þrjár rannsóknarstofur starfa nú í samvinnu við skólann. Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins hef- ur haft útibú á Akureyri síðan 1979 og sinnir það margvíslegum þjónusturannsóknum fyrir fiskiðn- aðinn og hefur eftirspurn eftir þjónustunni farið vaxandi á síð- ustu árum. Hafrannsóknarstofnun hefur haft útibú sitt á Akureyri frá 1991 og hefur það gert um- fangsmikla athugun á lífríki Eyja- fjarðar. Nýjasta samstarfsstofn- unin er Iðntæknistofnun, en starfsmenn allra stofnananna hafa kennsluskyldu við háskólann. 275 nemendur Á yfirstandandi skólaári hafa 275 nemendur stundað nám við Háskólann á Akureyri. Umsóknir um skólavist fyrir næsta skólaár eru famar að berast og hefur mik- ið verið spurst fyrir um nám í skólanum. Bragi kosn- inga sljóri Framsóknar BRAGI V. Bergmann, fyrrver- andi ritsljóri Dags, hefur verið ráðinn kosningastjóri Fram- sóknarflokksins á Akureyri fyr- ir bæjarstjórnarkosningamar í vor. Bragi hóf störf á skrifstofu flokksins sl. þriðjudag og mun starfa þar fram yfir kosningar. Auk hans er Gunnlaugur Guð- mundsson starfsmaður á skrifstof- unni sem er til húsa í Hafnar- stræti 90, 2. hæð. Kosningaskrif- stofan er opin alla virka daga frá kl. 11.00 til 19.00 virka daga og frá 10.00 til 14.00 á laugardögum. Frambjóðendur flokksins verða til viðtals á skrifstofunni milli kl. 17.00 og 19.00 virka daga og á öðrum tímum eftir samkomulagi auk þess sem þeir eru tilbúnir að mæta á fundi og önnur mannamót til að kynna sig og stefnu flokks- ins og svara fyrirspumum. (Fréttatilkynning.) Enskunám í Englandi Við bjóðum enskunám við einn virtasta málaskóla Englands. Skólinn sér þérfyrirfæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Um er að ræða: Alhliða ensku, 18 ára og eldri, 2ja til 11 vikna annir. Unglingaskóla, júlí og ágúst, 13-17 ára, 4ra vikna annir. Viðskiptaenska - 2ja og 4ra vikna annir. Allar nánari upplýsingar gefa Júlíus Snorrason og Linda Ragnarsdóttir í síma 96-21173, Bæjarsíðu 3, 603 Akureyri. innréttingu, hjónaherbergi meö vönduðum skápum, baöherbergi meö góöri innréttingu, allt flísalagt meö iöupotti. Á miöhæö er stofa meö teppi á gólfi, mjög vandaöur arinn, blómaker er steypt upp meö stigauppgöngu. Á neöri hæö eru 3 herbergi meö parketi á gólfum, góöur saunaklefi með sturtu, snyrtingu oggóöu hvíldarherbergi, þvottahús flísalagt meö góöum innréttingum. Lóöerfull _ frágengin meö gróöri. FASTEI6NASALAN Brekkugötu 4, símar 21744 & 21820. Fax 27746. tiu O llCIUOIgl II urtu, /i\ Bæjarsíða 3, Akureyri, sem er einbýlishús á fjórum pöllum samtals 307 fm. Á efri hæö er rúmgott eld- hús meö vandaðri Togarinn Svalbakur EA kominn til heimahafnar Mögiileikar opnast á nýjum verkefnum SVALBAKUR EA-2, nýjasta skip Útgerðarfélags Akureyringa kom til heimahafnar á Akureyri um hádegisbil í gær. Skipið er um 2.400 tonn að stærð og kostaði um 500 milljónir króna. Það var smíðað í Danmörku árið 1989 en er keypt frá Kanada. Það var fátt sem minnti á sum- arkomuna þegar skipið lagðist að bryggju í gærdag en þrátt fyrir norðannepju og hríð safnað- ist saman fjölmenni á togara- bryggjunni þegar skipið lagðist að. Halldór Jónsson bæjarstjóri og formaður stjómar Utgerðarfé- lags Akureyringa sagði félagið í reynd standa á tímamótum. Þau skip sem ÚA hefði keypt á undan- fömum ámm hefðu öll tengst kaupum á veiðiheimildum til að styrka stöðu félagsins og við- halda möguleikum til að nýta vinnslugetu þess. „Nú er þessu öðm vísi farið. Það var orðið tímabært að hefja markvissa endurnýjun á okkar fiskiskipum sem mörg eru orðin nokkuð gömul. Nú hefur fyrsta skrefið verið stigið með kaupum á þessu skipi - sem er stór og öflugur frystitogari og með komu hans opnast möguleikar til þess að takast á við ný verkefni," sagði Halldór. Hann sagði Svalbak einn af stærstu og fullkomnustu togur- um íslendinga og er sérstaklega styrktur til veiða í ís. „Á undan- förnum árum hefur þróunin í veiðum verið sú að sífellt er sótt lengra og dýpra og því nauðsyn- legt að aðlaga veiðitækin að þeim aðstæðum sem eru á hveijum tíma. Með þessu nýja skipi opn- ast möguleikar okkar til veiða á úthafinu og eins á rækju. Með minnkandi aflaheimildum er mik- ilvægt að geta nýtt sér þá veiði- möguleika sem eru utan kvóta,“ sagði Halldór. Svalbakur verður almenningi til sýnins í dag, laugardag frá kl. 13 til 18. Skipstjóri er Krist- ján Halldórsson. ■ KOSNINGASKRIFSTOFA Alþýðubandalagsins á Akureyri verður opnuð í dag, laugardag. Skrifstofan er í Lárusarhúsi, Eið- svallagötu 18, og þar verður opið hús milli kl. 16.00 og 18.00. Fram- bjóðendur verða á staðnum og boðið verður upp á kaffí og með- læti. Skrifstofan verður opin alla daga en fastur opnunartími er milli kl. 16.00 og 18.00. Jón Haukur Brynjólfsson hefur verið ráðinn kosningastjóri. I UM2.300 manns hafa séð ljós- myndasýninguna ísland við alda- hvörf í gamla Hekluhúsinu á Gleráreyrum og er þetta ein fjöl- sóttasta sýning sem haldin hefur verið á Akureyri. Sýningin verður opin frá kl. 14.00 til 18.00 bæði í dag, laugardag og á morgun, en henni lýkur á sunnudag. Jón Árn- þórsson starfsmaður lýðveldishá- tíðarnefndar sagði allt stefna í að gestir yrðu um 3.000 talsins. Atvinnumálanefnd Akureyrar auglýsir Atvinnumálanefnd Akureyrar auglýsir hér með eftir aðilum, fyrirtækjum, og einstaklingum, sem áhuga hefðu á að fá inni með atvinnustarfsemi í Hekluhúsinu á Gleráreyrum. Húsnæði þetta er alls um 3.000 fermetrar með sameiginlegri starfsmanna- aðstöðu og getur hentað mjög vel fyrir ýmisskonar starfsemi. Skriflegum umsóknum skal komið til atvinnumálanefndar Akureyrar, Strand- götu 29, fyrir 30. apríl nk., þar sem fram kemur húsnæðisþörf og lýsing á þeirri starfsemi sem ætlunin er að reka í húsnæðinu. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa atvinnumálanefndar í síma 21701. Atvinnumálanefnd Akureyrar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.