Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994 * Arlegnr kymiiiigar- dagnr Háskólans ÁRLEG námskynning Háskólans á Akureyri verður í dag, laugar- daginn 23. apríl, í húsakynnum skólans við Glerárgötu 36. Nám í öllum deildum skólans verður kynnt auk þess sem almenningi gefst kostur á að kynna sér rannsóknaraðstöðu skólans. Nemendur og kennarar skólans kynna starfsemi deildanna, en þær eru fjórar, heilbrigðisdeild, kenn- aradeild, rekstrardeild og sjávar- útvegsdeild. Kynning tvegga fyrstnefndu deildanna fer fram í aðalbyggingu skólans við Þing- vallastræti en hinna að Glerár- götu. Þrjár rannsóknarstofur starfa nú í samvinnu við skólann. Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins hef- ur haft útibú á Akureyri síðan 1979 og sinnir það margvíslegum þjónusturannsóknum fyrir fiskiðn- aðinn og hefur eftirspurn eftir þjónustunni farið vaxandi á síð- ustu árum. Hafrannsóknarstofnun hefur haft útibú sitt á Akureyri frá 1991 og hefur það gert um- fangsmikla athugun á lífríki Eyja- fjarðar. Nýjasta samstarfsstofn- unin er Iðntæknistofnun, en starfsmenn allra stofnananna hafa kennsluskyldu við háskólann. 275 nemendur Á yfirstandandi skólaári hafa 275 nemendur stundað nám við Háskólann á Akureyri. Umsóknir um skólavist fyrir næsta skólaár eru famar að berast og hefur mik- ið verið spurst fyrir um nám í skólanum. Bragi kosn- inga sljóri Framsóknar BRAGI V. Bergmann, fyrrver- andi ritsljóri Dags, hefur verið ráðinn kosningastjóri Fram- sóknarflokksins á Akureyri fyr- ir bæjarstjórnarkosningamar í vor. Bragi hóf störf á skrifstofu flokksins sl. þriðjudag og mun starfa þar fram yfir kosningar. Auk hans er Gunnlaugur Guð- mundsson starfsmaður á skrifstof- unni sem er til húsa í Hafnar- stræti 90, 2. hæð. Kosningaskrif- stofan er opin alla virka daga frá kl. 11.00 til 19.00 virka daga og frá 10.00 til 14.00 á laugardögum. Frambjóðendur flokksins verða til viðtals á skrifstofunni milli kl. 17.00 og 19.00 virka daga og á öðrum tímum eftir samkomulagi auk þess sem þeir eru tilbúnir að mæta á fundi og önnur mannamót til að kynna sig og stefnu flokks- ins og svara fyrirspumum. (Fréttatilkynning.) Enskunám í Englandi Við bjóðum enskunám við einn virtasta málaskóla Englands. Skólinn sér þérfyrirfæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Um er að ræða: Alhliða ensku, 18 ára og eldri, 2ja til 11 vikna annir. Unglingaskóla, júlí og ágúst, 13-17 ára, 4ra vikna annir. Viðskiptaenska - 2ja og 4ra vikna annir. Allar nánari upplýsingar gefa Júlíus Snorrason og Linda Ragnarsdóttir í síma 96-21173, Bæjarsíðu 3, 603 Akureyri. innréttingu, hjónaherbergi meö vönduðum skápum, baöherbergi meö góöri innréttingu, allt flísalagt meö iöupotti. Á miöhæö er stofa meö teppi á gólfi, mjög vandaöur arinn, blómaker er steypt upp meö stigauppgöngu. Á neöri hæö eru 3 herbergi meö parketi á gólfum, góöur saunaklefi með sturtu, snyrtingu oggóöu hvíldarherbergi, þvottahús flísalagt meö góöum innréttingum. Lóöerfull _ frágengin meö gróöri. FASTEI6NASALAN Brekkugötu 4, símar 21744 & 21820. Fax 27746. tiu O llCIUOIgl II urtu, /i\ Bæjarsíða 3, Akureyri, sem er einbýlishús á fjórum pöllum samtals 307 fm. Á efri hæö er rúmgott eld- hús meö vandaðri Togarinn Svalbakur EA kominn til heimahafnar Mögiileikar opnast á nýjum verkefnum SVALBAKUR EA-2, nýjasta skip Útgerðarfélags Akureyringa kom til heimahafnar á Akureyri um hádegisbil í gær. Skipið er um 2.400 tonn að stærð og kostaði um 500 milljónir króna. Það var smíðað í Danmörku árið 1989 en er keypt frá Kanada. Það var fátt sem minnti á sum- arkomuna þegar skipið lagðist að bryggju í gærdag en þrátt fyrir norðannepju og hríð safnað- ist saman fjölmenni á togara- bryggjunni þegar skipið lagðist að. Halldór Jónsson bæjarstjóri og formaður stjómar Utgerðarfé- lags Akureyringa sagði félagið í reynd standa á tímamótum. Þau skip sem ÚA hefði keypt á undan- fömum ámm hefðu öll tengst kaupum á veiðiheimildum til að styrka stöðu félagsins og við- halda möguleikum til að nýta vinnslugetu þess. „Nú er þessu öðm vísi farið. Það var orðið tímabært að hefja markvissa endurnýjun á okkar fiskiskipum sem mörg eru orðin nokkuð gömul. Nú hefur fyrsta skrefið verið stigið með kaupum á þessu skipi - sem er stór og öflugur frystitogari og með komu hans opnast möguleikar til þess að takast á við ný verkefni," sagði Halldór. Hann sagði Svalbak einn af stærstu og fullkomnustu togur- um íslendinga og er sérstaklega styrktur til veiða í ís. „Á undan- förnum árum hefur þróunin í veiðum verið sú að sífellt er sótt lengra og dýpra og því nauðsyn- legt að aðlaga veiðitækin að þeim aðstæðum sem eru á hveijum tíma. Með þessu nýja skipi opn- ast möguleikar okkar til veiða á úthafinu og eins á rækju. Með minnkandi aflaheimildum er mik- ilvægt að geta nýtt sér þá veiði- möguleika sem eru utan kvóta,“ sagði Halldór. Svalbakur verður almenningi til sýnins í dag, laugardag frá kl. 13 til 18. Skipstjóri er Krist- ján Halldórsson. ■ KOSNINGASKRIFSTOFA Alþýðubandalagsins á Akureyri verður opnuð í dag, laugardag. Skrifstofan er í Lárusarhúsi, Eið- svallagötu 18, og þar verður opið hús milli kl. 16.00 og 18.00. Fram- bjóðendur verða á staðnum og boðið verður upp á kaffí og með- læti. Skrifstofan verður opin alla daga en fastur opnunartími er milli kl. 16.00 og 18.00. Jón Haukur Brynjólfsson hefur verið ráðinn kosningastjóri. I UM2.300 manns hafa séð ljós- myndasýninguna ísland við alda- hvörf í gamla Hekluhúsinu á Gleráreyrum og er þetta ein fjöl- sóttasta sýning sem haldin hefur verið á Akureyri. Sýningin verður opin frá kl. 14.00 til 18.00 bæði í dag, laugardag og á morgun, en henni lýkur á sunnudag. Jón Árn- þórsson starfsmaður lýðveldishá- tíðarnefndar sagði allt stefna í að gestir yrðu um 3.000 talsins. Atvinnumálanefnd Akureyrar auglýsir Atvinnumálanefnd Akureyrar auglýsir hér með eftir aðilum, fyrirtækjum, og einstaklingum, sem áhuga hefðu á að fá inni með atvinnustarfsemi í Hekluhúsinu á Gleráreyrum. Húsnæði þetta er alls um 3.000 fermetrar með sameiginlegri starfsmanna- aðstöðu og getur hentað mjög vel fyrir ýmisskonar starfsemi. Skriflegum umsóknum skal komið til atvinnumálanefndar Akureyrar, Strand- götu 29, fyrir 30. apríl nk., þar sem fram kemur húsnæðisþörf og lýsing á þeirri starfsemi sem ætlunin er að reka í húsnæðinu. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa atvinnumálanefndar í síma 21701. Atvinnumálanefnd Akureyrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.