Morgunblaðið - 23.04.1994, Síða 25

Morgunblaðið - 23.04.1994, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994 25 Kammerhljómsveit Tónlistarskólans Leikur á móti í Kolding á Jótlandi KAMMERHLJÓMSVEIT Tónlistarskólans á Akureyri tekur nú þátt í hljómsveitarmóti sem haldið er í Kolding á Jótlandi. Hljóðfæraleik- ararnir eru á aldrinum 13-19 ára en stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Mótið er haldið að frumkvæði samtaka norrænna tónlistarskóla- stjóra og taka margs kyns hljóm- sveitir þátt, m.a. rokkhljómsveit frá Grænlandi og 80 manns sinfóníu- hljómsveit frá Finnlandi, en alls eru þátttakendur á mótinu rúmlega 900 talsins. Hljómsveitin leikur í Danmerkur- ferðinni m.a. verk eftir Debussy og Grieg auk þess sem hún tekur þátt í frumflutningi tónverks sem danska tónskáldið Butch Lacy samdi af þessu tilefni. Þtjár íslenskrar hljómsveitir taka þátt í mótinu. Auk Kammerhijóm- sveitar Tónlistarskólans á Akureyri er önnur sem mynduð er af nemend- um út tónlistarskólunum á Akra- nesi, Seltjarnarnesi, Garðabæ, Hafn- arfirði og Keflavík og einnig er þar Bossa Nova-band úr Tónlistarskól- anum á Seltjarnarnesi. A_ Þröstur formaðiir IBA ÞRÖSTUR Guðjónsson var kjörinn formaður Iþróttabandalags Akur- eyrar, IBA, á 49. ársþingi banda- lagsins sem haldið var um helgina. Hann tók við formannsstarfinu af Gunnari Ragnars sem verið hefur formaður ÍBA síðustu 5 ár. Vern- harð Þorleifsson júdómaður úr KA var kjörinn íþróttamaður Akur- eyrar 1993 á þinginu. „Ég mun halda áfram að vinna að þeirri stefnu sem mörkuð var fyrir tveimur árum sem er að stuðla að öflugri fræðslustarfsemi fyrir aðildarfélögin en þau er 13 talsins,“ sagði Þröstur. Þá sagði hann að unnið yrði að því að hvetja aimenn- ing til þátttöku í íþróttum og í til- efni af 50 ára afmæli ÍBA yrði efnt til almenns íþróttadags einu sinni í mánuði. Bandalagið verður 50 ára í des- ember næstkomandi og verður í til- efni af því haldin eins konar sögu- sýning í haust þar sem öll aðildarfé- lögin kynna starfsemi sína í máli og myndum. Vernharð íþróttamaður Akureyrar 1993 Vernharð Þorleifsson júdómaður úr KA var kjörinn íþróttamaður Akureyrar 1993. í ,öðru sæti var Hlynur Birgisson kanttspyfnumaður úr Þór, Baldvin Ari Guðiaugsson, Létti, varð í þriðja sæti, Ómar Þ. Árnason, Óðni, í fjórða sæti og Vil- helm Þorsteinsson, KA, í fimmta sæti._________ Gunnar M. Gunnarsson hlaut ÍSÍ- bikarinn sem afhentur er fyrir vel unnin störf að unglingamálum en hann hefur starfað við þjálfun, að dómaramálum, við fararstjórn og margt fleira og þá má nefna að 5 af 6 börnum hans leika með Þór um þessar mundir. Náðu kind sem hafði gengið úti í allan vetur Grýtubakkahreppi. KIND sem gengið hefur úti í vetur var gómuð í svokallaðri Gjögra- skál síðastliðinn sunnudag. Hún var nokkuð horuð en ekki illa á sig komin. Grásleppukarlar sem gera út frá Grenivík sáu kindina af sjó og var ákveðið að ná í hana síðasta sunnu- dag. Farið var á bát frá Grenivík og í land í Keflavík. Nokkuð vel gekk að handsama kindina en hún náðist í svokallaðri Gjögraskál. Kindin virðist hafa verið á vappi í tóftunum í Keflavík í allan vetur en í fyrrasumar gekk hún með tveimur hrútum í Fjörðum. Ekki er talið að hún sé með lambi. Greini- legt er að hana vantar nokkur kíló til að ná meðalþynd en hún var ekki illa á sig komin eftir veturinn. Sveinn bóndi í Hóli, Höfðahverfi, Jóhannsson átti kindina en hann var einn af þeim sem fór eftir henni. Jónas Messur ■AKUREYRARPRESTAKALL: Helgistund á FSA kl. 10.00, sunnudag. Sunnudagaskólinn fer í vorferð að Möðruvöllum í Eyjafirði. Guðsþjónusta kl. 14. Aðalsafnaðarfundur Akureyrar- sóknar í Safnaðarheimili eftir messu. Bilíulestur nk. mánu- dagskvöld kl. 20.30. ■GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og bænastund í dag, laugardag, kl. 13. Messa kl. 14.00. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 17.30. ■ HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks í kvöld kl. 20.30. Vakningarsam- koma, ræðumaður Vörður Traustason. kl. 15.30 á morgun, sunnudag. Biblíulestur og bænasamkoma föstudagskvöld kl. 20. ■ HJÁLPRÆÐISHERINN: Al- menn samkoma og sunnudaga- skóli kl. 14.00. Fundur fyrir kon- ur á mánudag, heimilasamband kl. 16.00 og hjálparflokkur kl. 20.30. Fundur fyrir 7-12 ára börn miðvikudag kl. 17.00. Metsölublað á hveijum degi! Hefurðu hugleitt að útgjöld vegna viðgerða stórauka rekstrarkostnað bifreiða? í könnun breska blaðsins European á gæðum og áreiðanleika bifreiða var Honda í efsta sætinu þar sem aðeins fjórir af hverjum hundrað bifreiðum biluðu. Bilanatíðni bifreiða næsta samkeppnisaðila var fimmfalt hærri. Lág bilanatíðni, mikil ending og sparneytni hljóta að vera mikilvægustu kostir bifreiða þegar til lengri tíma er litið. -klikkar ekki Honda á íslandi • Vatnagörðum • Sími 689900 Hann er bifvélavirki, sérhæfður f Hondaviðgerðum. Hann hefur ekkert að gera.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.