Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994 Paul Hill sýkn- aður af morði Belfast. Daily Telegraph. NORÐUR-ÍRSKUR áfrýjunarréttur hreinsaði í fyrradag Paul Hill af því að hafa myrt breskan hermann árið 1974. Hill var á sínum tíma dæmdur fyrir sprengjutilræði á vegum írska lýðveldishersins IRA í krám í suðurhluta Englands en sýknaður og látinn laus 1989 eftir að hafa setið 13 ár í fangelsi vegna þeirrar ákæru. Hill hélt því fram við réttarhöld að hann hefði verið beittur sálrænum og líkamlegum þvingunum til þess að játa á sig morð á hermanninum Brian Shaw í Belfast. Dómararnir Tsjernobyl-verið Yilja 288 milljarða í aðstoð Vín. Reuter. ÚKRAÍNSK stjórnvöld sögðust í gær ekki hafa efni á að loka Tsjernobyl-verinu og þurfa fjárhagsaðstoð upp á fjóra milljarða dala, jafnvirði 288 milljarða króna, til að geta bætt ör- yggi kjarnorkuvera sinna. Á þriðjudag verða átta ár liðin frá kjamorkuslysinu í Tsjernobyl-verinu, sem kost- aði 31 mann lífið og varð til þess að geislavirkt ryk barst yfir Evrópuríki. Nýir kjarnakljúfar í stað Tsjernobyl-versins Valeríj Shmarov, aðstoðar- forsætisráðherra Úkraínu, sagði á ráðstefnu í Vín að Úkraínumenn þyrftu meðal annars milljarð dala til við- gerða á kjarnakljúfnum sem sprakk í Tsjernobyl fyrir átta árum. Þeir þyrftu einnig fjár- magn frá Vesturlöndum til að smíða nýja kjamakljúfa, sem gætu þegar fram liðu stundir komið í stað Tsjemobyl-vers- ins. Lokun versins frestað Ráðgert var að loka verinu fyrir síðustu áramót en þing Úkraínu ákvað í október að fresta því vegna orkukreppu í landinu, sem fylgdi í kjölfar hruns Sovétríkjanna. sem sýknuðu Hill sögðu að efast mætti um trúverðugleika hans. Játn- ingin gæti út af fyrir sig verið rétt en dómurinn hefði ekki verið sann- færður að hún hefði verið knúin fram löglega. Yrði hann því að njóta efans. Þegar niðurstaðan lá fyrir sagðist Hill vonsvikinn vegna þess hvernig hún hefði verið rökstudd en sagðist líta svo á að hann hefði fengið fulla uppreisn æru. Talið er að Hill geti átt von á allt að 500.000 punda eða 50 milljóna króna skaðabótum fyrir frelsissvipt- ingu í samtals 15 ár. Paul Hill kvæntist í fyrra Courtney Kennedy, dóttur Róberts Kennedy, bandaríska dómsmálaráðherrans og bróður Johns F. Kennedy forseta. Reuter í eldlínu fréttamanna PAUL Hill situr fyrir svörum hjá fréttamönnum eftir að hafa verið sýknaður af morði á breskum her- manni i Belfast. Vinstra megin við hann er kona hans Courtney Kennedy og til hægri dóttirin Cara. Talið að fómarlömb skálmaldarinnar í Rúanda kunni að skipta hundruð þúsunda SÞ harðlega gagnrýndar fyr- ir fækkun friðargæsluliða Genf, Nairobi, Brussel. Reuter, The Daily Telegraph. YFIR 400 friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) héldu í gær frá Rúanda en Oryggisráð SÞ samþykkti á fimmtudag að fækka þeim í 270. Hafa SÞ verið harðlega gagnrýndar fyrir ákvörðun- ina, ekki síst af hálfu hjálparstofnana, sem segja að þúsundir manna til viðbótar kunni að láta lífið í hjaðningavígum ættflokka. Mikil hætta er nú talin á því að farsóttir breiðist út í landinu, þar sem lík liggja hvarvetna. Útilokað er talið að að slá á hversu marg- ir hafa látið lífið í skálmöldinni í landinu en Alþjóða Rauði kross- inn telur að tala látinna geti numið allt frá tugum til hundruð þúsunda. Boutros Boutros-Ghali, aðalritari SÞ, sagði í gær engar horfur á vopnahléi á milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna. Hlutverk hinna 270 starfsmanna SÞ verður m.a. að reyna að koma á vopnahléi og veita aðstoð við að koma hjálpar- gögnum til þurfandi. Friðargæslu- liðar í landinu voru 2.500 fyrir tveimur vikum. Alþjóðanefnd Rauða krossins lýsti því yfir á fimmtudag að það væru mikil mistök ef allar sveitir SÞ héldu á brott frá landinu. Sögð- ust talsmenn Rauða krossins sjald- an eða aldrei orðið vitni að öðrum eins íjöldamorðum og átt hafa sér stað að undanfömu. Þijátíu starfs- menn Rauða krossins eru í Rúanda en vegna átakanna hefur þeim að- eins tekist að hlynna að um 600 særðum. Segja þeir að starf Rauða krossins og Lækna án landamæra sé ekki annað en dropi í hafið. Um 90.000 manns hafa flúið landið á síðustu tveimur vikum. Fjöldamorðin eiga sér ekki aðeins stað í höfuðborginni, morðaldan hefur ekki síður gengið yfir dreif- býlið. í níu þorpum í suðvesturhluta landsins er talið að 16.870 manns hafí verið drepin, aðallega karlmenn og börn. Þá hafa uppreisnarmenn myrt fjölda fólks sem hefur reynt að komast yfír landamærin til Búr- úndí. Reuter Fórnarlömb skálmaldarinnar LÍK óþekktra fórnarlamba fjöldamorða uppreisnarmanna í Rúanda. Tsutomo Hata næsti forsætisráðherra Japans Þykir hógvær og j ar ðbundinn Tókýó. Reuter. LEIÐTOGAR flokkanna átta, sem mynda japönsku samsteypustjóm- ina, komust í gær að samkomulagi um að Tsutomu Hata, utanrikis- ráðherra, verði næsti forsætisráðherra. Formlega verður kosið í embættið á mánudag á þinginu en nær útilokað er talið að Hata verði felldur, þar sem stjórnin hefur meirihluta. Sljórnmálaskýrend- ur spá því að sljórn Hata verði ekki langlíf og segja þær tvær vik- ur, sem tók að velja eftirmann Morihiros Hosokawa, benda til stirð- legs stjórnarsamstarfs. Donald Johnston frambjóðandi í emb- ætti framkvæmdasljóra OECD Hyggst endur- lífga stofnunina DONALD Johnston, sem ríkisstjórn Kanada býður fram í embætti fram- kvæmdastjóra Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) er nú staddur hér á landi til að afla framboði sínu stuðnings. Hefur hann átt fundi með ráðherrunum Friðrik Sophussyni, Sighvati Björgvinssyni og Jóni Baldvin Hannibalssyni. Tsutomo Hata virðist ekki hafa gleymt því að hann var einu sinni venjulegur launþegi. Áður en hann komst inn á þing, starfaði hann hjá rútufyrirtæki við það að kynna skoðunarferðir fyrirtækisins. Hata, sem er 58 ára, hefur verið þingmaður frá 1969. Hann þykir jarðbundinn og hreinskilinn, en þá eiginleika telja margir Japanir góða tilbreytingu frá loðnum svörum gjörspilltra stjórnmálamanna. Hata var áður þingmaður Fijáls- lynda lýðræðisflokksins (LPD) en stofnaði á síðasta ári Sinseito, Jap- anska endurnýjunarflokkinn, til að beijast gegn spillingu í flokki sín- um. Þrátt fyrir að margir teldu gefíð að Hata yrði forsætisráðherra samsteypustjórnarinnar, sem tók við í ágúst sl., lét hann undan þrýst- ingi Hosokawas, og tók þess í stað við embætti utanríkisráðherra. Hlédrægni hans sýndi sig að nýju fyrr í mánuðinum við afsögn Hosokawas. Þrátt fyrir að hann þætti koma helst til greina sem næsti forsætisráðherra, setti hann Reuter Tsutomo Hata ekki fram kröfur um embættið, heldur lagði áherslu á að koma í veg fyrir að samsteypustjómin leystist upp. Hata dregur ekki dul á að hann hafí tekið þátt í pólitískum hrossa- kaupum á meðan hann var meðlim- ur í LPD. Segir hann kerfið hafa kallað á spillingu og að útilokað hafí verið að komast hjá því að bijóta lög. Hann hafí hins vegar sagt skilið við fortíðina og að nú sé tími til kominn að ráðast til at- lögu við kerfíð. Johnston er lögfræðingur að mennt og starfar í Montreal i Que- bec. Hann er formaður Fijálslynda flokksins og var fyrst kjörinn á þing árið 1978. Á fyrri hluta síðasta ára- tugar var hann m.a. efnahagsmála- og síðar dómsmálaráðherra Kanada. Johnston er einn af fjórum sem keppir að því að fá stöðuna en hinir eru Nigel Lawson, fyrrum fjármála- ráðherra Bretlands, Jean Claude Paye, núverandi framkvæmdastjóri OECD og L. Schomerus frá Þýska- landi. Búast má við að skipað verði í stöðuna á ráð- herrafundi OECD í júní- mánuði. Johnston er nú á ferð um öll OECD ríkin og hafa nokkr- ar ríkisstjórnir, þar á meðal Bandaríkjanna og Japan, lýst yfir stuðningi við framboð hans. Hann segir að helsta markmið sitt sé að endurlífga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.