Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994 27 Dagbjartur Helgi Guðmundsson er nýkominn frá Gorazde í Bosníu Ástandið í borginni öm- urlegt fyrir árás Serba „ÁSTANDIÐ í Gorazde var ömurlegt, eins og við var að búast eftir 2 ára umsátur. Það hlýtur að vera enn ömurlegra nú, fólkið var algerlega háð hjálpargögnunum,“ segir Dagbjartur Helgi Guð- mundsson, en hann fór fyrir síðasta hópi Rauðakrossmanna sem komust til og frá Gorazde í Bosníu með matvæli, áður en Serbar hófu atlögu sína að borginni. Dagbjartur er nýkominn heim eftir nær eins og hálfs árs starf sem sendifulltrúi Rauða krossins í lýð- veldum fyrrum Júgóslaviu. Dagbjartur er verkfræðingur og hefur verið í Bosníu, Króatíu og Serbíu frá því í desember 1992. Hann starfaði fyrst sem vörubíl- stjóri í Króatíu og síðar leiðangurs- stjóri en hélt í maí á síðasta ári til Tuzla í Bosníu þar sem hann vann að endurbyggingu geðsjúkrahúss. Að þeirri vinnu lokinni var Dag- bjartur beðinn um að vinna í þrjá mánuði til viðbótar sem leiðangurs- stjóri með aðsetur í Belgrad í Serb- íu. Hlutverk hans var að fara fyrir vörubílum sem fluttu hjálpargögn. í starfi sínu átti Dagbjartur því töluverð samskipti við Serba og segist ekki hafa yfir neinu að kvarta. „Okkar samskipti gengu yfirleitt vel fyrir sig. Þessar ferðir voru auðvitað misjafnar, stundum gengu hlutirnir hratt fyrir sig en í öðrum tilvikum gátu þeir dregist á langinn." Dagbjartur komst fimm sinnum til Gorazde á jafnmörgum vikum og fór fyrir síðustu sveitinni sem komst með hjálpargögn inn og út úr Gorazde á vegum Rauða kross- ins 25. mars sl. „Bærinn bar merki umsátursins, hús sundurskotin og matur, vatn og sjúkragögn af skornum skammti. Gorazde hefur án efa verið fallegur bær, okkur voru sýndar myndir þaðan sem teknar voru áður en stríðið hófst og ég ætlaði ekki að þekkja hann aftur. Það var erfitt að sjá þessa breytingu og ég treysti mér ekki til að horfa á myndina nema í nokkrar mínútur. Af öllum þeim stöðum sem ég kom til, m.a. Sarajevo og Tuzla, var ástandið verst í Gorazde." Dagbjartur á engar myndir frá Gorazde, enda er hjálparstarfs; mönnum bannað að taka myndir í starfi sínu. „Við erum hvorki ferða- menn né fréttamenn og ekki í Bosníu til að taka myndir.“ Hann segir fólkið vera þakklátt fyrir hjálpina og að það beri sig vel þrátt fyrir það vonleysi sem einkenni fórnarlömb stríðsins. Hlutleysi er grundvallarregla Rauða krossins og hvorki getur né vill Dagbjartur tjá sig um allt það sem á daga hans hefur drifið í starfmu. Hann segist þó aldrei hafa verið í mikilli hættu. Dagbjartur bendir á það að eitt af helstu vandamálum starfmanna Rauða krossins, sé hversu starfi Dagbjartur Helgi Guðmunds- son þeirra er ruglað sama við starf Sameinuðu þjóðanna. Starfsmenn SÞ geti látið af hlutleysi sínu og séu sumir vopnaðir. Starfsmenn Rauða krossins verði hins vegar ávallt að gæta hlutleysis, séu aldr- ei vopnaðir og starf þeirra háð leyfi yfirvalda á hveijum stað. Dagbjartur segir að erfitt hafi verið að koma heim. Hann kom í stutt frí um síðustu jól og segir það sama hafa verið upp á teningn- um þá. „Ég vildi auðvitað helst vera þarna ennþá, nú þegar enn meiri þörf er fyrir hálp en áður..“ Nixon sagð- ur dauðvona New York. Daily Telegraph. Reuter. HEILSU Richards Nixons fyrr- verandi Bandaríkjaforseta, sem fékk heilablóðfall sl. mánudag, hefur hrakað mjög síðustu daga. Var hann í djúpu dái i gær og sagður dauðvona. Fregnir herma að hann hafi neitað lækn- um að halda í sér lífi með öndun- arvél. Bjartsýni gætti um að Nixon myndi ná sér því hann brosti til fólks og heilsaði því með handa- bandi á þriðjudag og miðvikudag. Síðan tók honum að hraka á ný og var settur aftur í gjörgæslu. Talsmaður forsetans fyrrverandi sagði í gær að ástand hans væri „mjög alvarlegt." Vegna bólgu- myndunar í heila hefur Nixon misst málið og hægri helmingur líkamans lamast. Dætur Nixons, Tricia Cox og Julie Eisenhower, hafa ekki vik- ið frá sjúkrabeði föður síns undan- farna daga. Nixon er 81 árs og varð forseti frá janúar 1969 en sagði af sér í ágúst 1974 til að koma í veg fyrir ákæru vegna Watergate-hneykslis- ins. Engin annar forseti í sögu Bandaríkjanna hefur sagt af sér meðan hann hefur setið í embætti. Fundnar 3 reikistjöm- ur á stærð • >C • •• 5C við jorðu London. The Daily Telegraph. BANDARÍSKUR stjörnufræðing- ur hefur staðfest tilvist þriggja reikistjarna í öðru sólkerfi, sem eru á stærð við jörðina. Það var Alexander Wolszczan, við rikishá- skóiann í Pennsylvaníu, sem fann stjörnurnar fyrir tveimur árum en honum tókst ekki að staðfesta tilvist þeirra fyrr en honum hafði tekist að nema óreglulegar bylgju- hreyfingar í útvarpssjónauka í Puerto Rico. Reikistjörnurnar eru með öllu óbyggilegar. Stjörnurnar þijár eru í sólkerfi tif- stjörnunnar PSR B1257+12 en hún er 1.200 ljósár frá jörðu. Hundruð stjarna eru nær jörðu en hún og síð- ar kann að koma í ljós að þeim fylgi einnig reikistjörnur. Segir Wolszczan að uppgötvun sín bendi til þess að í Vetrarbrautinni, sem sólkerfi okkar er í, séu tjöldi reikistjarna á stærð við jörðu, sem mannskepnan geri einhvern tíma að nýlendum sínum. OECD þannig að stofnunin verði á ný jafn mikilvægur samráðsvett- vangur fyrir ráðherra og háttsetta embættismenn aðildarríkjanna og hún hafi verið í upphafi. Því miður hafi þróunin verið sú að skrifræðið innan OECD hafi aukist og ráðherrar sýnt starfi hennar sífellt minnkandi áhuga. Hann segir einnig mikilvægt að hann sé sá eini er keppi um stöðuna sem ekki komi frá Evrópu en til þessa hafi allir framkvæmdastjórar OECD verið evrópskir. Þetta hafi leitt til þess að mörg ríki, ekki síst í austur- hluta Asíu, telji áhugasvið stofnunar- innar of einskorðað við Evrópu. Þetta sé mjög miður þar sem t.d. Japanir hafi mikinn áhuga á að efla OECD. Eitt helsta verkefni OECD á næstu árum telur hann vera að aðstoða ríki Mið- og Austur-Evrópu við uppbygg- ingu á efnahagslegum stjórnkerfum sínum, en á því sviði búi OECD yfir mikilli þekkingu. Það þýði hins vegar að skera verði niður á öðrum sviðum starfseminnar og nefnir Johnston að athuga verði hvort að einhvers stað- ar sé OECD að vinna svipað verk og aðrar alþjóðastofnanir, t.d. Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn. Þá komi vel til greina að skera eitthvað niður það mikla pappírsmagn sem stofnunin sendir frá sér árlega. |— Aiit að: 75.000,-krónur! í ókeypis aukahlutum þegar þú kaupir Paradiso fellihýsi. Örugglega bestu kaupin! Sama verð og í fyrra! HOBBV HiÓLHYSl Verð aðeins frá kr. 1.072.600,- fyrir nýtt glæsilegt Hobby hjólhýsi Sama verð og í fyrra! Einn ástsælasti tjaldvagn hér á landi býðst nú með 5% afslætti. Er fullkomnasti tjaldvagninn nú einnig á lang-besta verðinu? Gildir til 15/5. Óbreytt verð frá því fyrra! GÍSLI Jónsson hf Bíldshöfða 14, 112 Reykavík, s. 686644. Umboðsmenn: BSA, Akureyri; Bílasalan Fell, Egilstöðum MÚ FERDUMST VID I INNANLANDS í SUMAR! FRABÆR TILBOÐ A VÖGNUM OKKAR ÆTTU AÐ . ÝTA UNDIR FERDALÖNGUNINA I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.