Morgunblaðið - 23.04.1994, Page 28

Morgunblaðið - 23.04.1994, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994 JMtoguiiftlfiMft Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. NATO setur Serbum úrslitakosti Fastafulltrúar Atlantshafs- bandalagsins (NATO) samþykktu á fundi í Brussel í gær að setja Serbum úrslita- kosti vegna árása þeirra á borg- ina Gorazde í Bosníu. Hafi Serb- ar ekki dregið sveitir sínar í þriggja kílómetra fjarlægð frá borginni á miðnætti aðfaranótt sunnudagsins verða gerðar á þá loftárásir. Það sama á við ef Serbar ráðast á friðargæslu- liða Sameinuðu þjóðanna eða hindra sjúkraflutninga frá borg- inni. Hvort að Serbar hlýti þess- um skilmálum á eftir að koma í ljós. Sprengjukúlum rigndi yfir Gorazde á meðan á fundinum í Brussel stóð og urðu flótta- mannabúðir á vegum Rauða krossins meðal annars fyrir skoti. Þetta eru harkalegustu við- brögð sem umheimurinn hefur sýnt frá því að styrjöldin í fyrr- verandi Júgóslavíu hófst árið 1991 enda hefur sú grimmd, sem Serbar hafa sýnt í baráttu sinni gegn múslimum, vakið upp óhug um allan hinn siðmennt- aða heim. A þeim þremur vik- um, sem liðnar eru frá því að Serbar hófu sókn sína að Gorazde, hafa um fimm hundr- uð manns fallið og fimmtán hundruð særst. Einungis á fímmtudag létu 97 lífið í árásum Serba. Grimmdarverk undanfarinna daga eru þó ekkert einsdæmi. Frá upphafi hefur legið ljóst fyrir að markmið Serba með vígaferlunum væri að mynda eins konar Stór-Serbíu, þar sem ekkert rými er fyrir önnur þjóðabrot. Það hefur líka legið í augum uppi að þeir svífast einskis til að ná því markmiði. Reglulega hafa borist fréttir af skipulögðum fjöldanauðgunum á múslimskum stúlkum, mark- vissri eyðileggingu á kirkjum í Króatíu, þjóðernishreinsunum og fjöldamorðum. Heilu þorpin hafa verið jöfnuð við jörðu og hver einasti íbúi þeirra myrtur. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt við hryllinginn í Gorazde. Það sem er helst nýtt er sá dæmalausi hroki sem Serbar hafa sýnt Sameinuðu þjóðunum og alþjóðlegum sáttasemjurum á undanförnum dögum. Jafnvel Rússum, sem helst hafa sýnt málstað Serba samúð, virðist vera ofboðið. Lýsti sendimaður þeirra, Vítalíj Tjúrkín aðstoðar- utanríkisherra, yfír að hann hefði aldrei á ævi sinni upplifað jafn mörg svikin loforð og í samskiptum sínum við Serba á undanfömum dögum. Það hefur lítið upp á sig leng- ur að gera greinarmun á Serb- um og Bosníu-Serbum. Hernað- ur Bosníu-Serba er ekki ein- angrað fyrirbrigði heldur liður í áætlunum stjórnvalda í Belgrad um Stór-Serbíu. Þeir munu ekki láta staðar numið við Gorazde heldur líklega beina kröftum sínum næst að öðrum bæjum í austurhluta Bosníu, s.s. Srebrenica. Þá er hætta á að þeir muni á ný heija hernað á hendur Króötum og loks Alb- önum í sjálfstjórnarhéraðinu Kosovo. Ef það gerist er hætta á að Albanir og jafnvel Grikkir blandist inn í átökin og að alls- herjarstyijöld bijótist út á Balk- anskaga. Það er ólíklegt að úrslitakost- ir NATO muni nokkru breyta um þróun mála. Vissulega hörf- uðu Serbar frá Sarajevo er þeim var hótað loftárásum. Þar höfðu þeir hins vegar náð fram öllum sínum helstu hernaðarmarkmið- um. Þeir létu ekki staðar numið við Gorazde þrátt fyrir að her- þotur NATO gerðu loftárásir í þrígang og raunar bendir reynslan til þess að lofthernaður muni gera takmarkað gagn í baráttunni gegn Serbum. Hót- anir um loftárásir og yfirlýsing- ar um „griðasvæði“ fyrir músl- ima sýnast í reynd verða mark- laust hjal. Aðildarþjóðir Evrópusam- bandsins, NATO og Sameinuðu þjóðanna eru hins vegar ekki reiðubúnar að lýsa Serbum stríð á hendur. Engin þjóð er reiðubú- in að senda það mikla herlið til Bosníu, sem nauðsynlegt er, ef breyta á vígstöðunni í landinu. Aðstæður eru allt aðrar og flóknari en í Persaflóastríðinu. Hernaður í Bosníu yrði lang- dreginn og mannfall gífurlegt. Hvorki ESB-ríkin né Bandaríkin telja þá mannfórn réttlætan- lega. Það má jafnvel draga í efa að Atlantshafsbandalagið sé reiðubúið að gera alvöru úr hót- uninni um loftárásir. Slíkt kynni að stofna lífi þúsunda ungra friðargæsluliða í Bosníu í hættu og leiða til hefndaraðgerða Serba gegn óbreyttum borgur- um eða starfsfólki hjálparstofn- ana. Sveitir Sameinuðu þjóð- anna voru sendar til Bosníu til að gæta friðar en ekki til að koma á friði eða heyja styijöld gegn Serbum. Það er því ekki síður skylda SÞ og NATO að tryggja öryggi þeirra. Þess vegna munu Serbar lík- lega lítið mark taka á hótunum NATO eða annarra alþjóða- stofnana. Þeir vita af reynslunni að ekkert verður gert til að stöðva einn mesta harmleik í Evrópu frá því að síðari heims- styijöldinni lauk. Lögfræðingnr Samkeppnisstofnunar um samning kau Bankarnir vissu um óli viðræðnanna við kauj FORSVARSMAÐUR viðskiptabankanna fékk boðsendar niðurstöð- ur Samkeppnisstofnunar að morgni mánudagsins 18. apríl, þar sem mælst er til þess að viðræðum við kaupmenn um debetkort verði hætt, þar sem þær stangist á við samkeppnislög, segir Páll Asgrímsson, lögfræðingur Samkeppnisstofnunar. Næsta dag boð- uðu bankar og kaupmenn til blaðamannafundar til að kynna sam- komulag þeirra um greiðsluskiptingu á kostnaði við debetkort, sem gengið var frá á mánudag og þriðjudagsmorgun. Halldór Guðbjarnason, bankastjóri Landsbanka og formaður RÁS-nefnd- ar, sagði í samtali við Morgunblaðið á fimmtudag að slík ábend- ing hefði aldrei borist viðskiptabönkunum. Samkeppnisstofnun mun senda frá sér á mánudag formlegan úrskurð um samkomu- lag banka og greiðsluviðtakenda og samráð viðskiptabanka. Páll segir að afskipti Samkeppnis- stofnunar af tilurð og framkvæmd debetkortakerfisins hafi byijað snemma í desember sl. þegar stofn- unin fékk erindi frá ASÍ, BSRB og Neytendasamtökunum, þar sem hún var beðin um að kanna tiltekna þætti í samstarfi bankanna um deb- etkortakerfið og hvort að meint sam- ráð stangaðist á við lög. „Strax þá fengu viðskiptabankarnir, Samband íslenskra sparisjóða og greiðslu- kortafyrirtækin, bréf þessara aðila til umsagnar. Svar þeirra barst snemma í janúar, þar sem þeir skýrðu sín sjónarmið," segir Páll. „Að því loknu, eða 9. febrúar, tókum við saman greinargerð undir heitinu Samstarf bankanna um debetkort og sendum sömu aðilum til umsagn- ar, þar sem meðal annars var tekið á samstarfi þeirra vegna sameigin- legrar kynningar, markaðssetningar og ýmislegs sem við töldum benda til samráðs um verðlagningu á þjón- ustunni. Það var nokkur dráttur á viðbrögðum við þessari greinargerð okkar, en við fengum svar frá þeim 21. mars í formi sameiginlegrar greinargerðar frá viðskiptabönkun- um og Sambandi íslenskra spari- sjóða. I millitíðinni höfðum við hald- ið fundi með þessum aðilum í tví- gang. Við tókum tillit til nokkurra ábendinga sem komu fram í þeirra svari, og sendum viðskiptabönkun- um og sparisjóðum síðan lokaniður- stöður okkur. Gengið var frá henni og hún dagsett síðdegis föstudaginn 15. apríl, en hún var síðan boðsend forsvarsmanni bankanna að morgni mánudagsins 18. apríl. Niðurstöð- urnar voru í meginatriðum sam- hljóða því sem birtist frá Samkeppn- isstofun á_ miðvikudaginn, en ögn fyllri þó. í greinargerðinni frá 15. apríl var mælst til þess að viðræðum við greiðsluviðtakendur yrði hætt, á þeim forsendum að þær stönguðust á við samkeppnislög. Sömu ábend- ingar höfðu áður komið fram í við- ræðum okkar við bankanna, en ekki með formlegum hætti fyrr en með bréfinu dagsettu 15. apríl. Daginn eftir að þeir fengu bréfið í hendur, boðuðu viðskiptabankarnir til blaða- mannafundar og kynntu samkomu- lagið við kaupmenn." Á fundi með forsvarsmönnum bankanna degi síðar, 20. apríl, gengu fulltrúar Samkeppnisstofnun- ar eftir skýringum á samkomulaginu við kaupmenn í ljósi forsögu máls- ins. Páll segir að þær skýringar hafi verið gefnar að um óundirritað og óformlegt rammasamkomulag væri að ræða. Páll segir hins vegar einu gilda hvort að samkomulagið sé formlegt eða óformlegt, það falli í báðum tilvikum undir samkeppnis- lög. „ Jákvæð áhrif samkeppnishamla“ í niðurstöðum Samkeppnisstofn- unar er samkomulag viðskiptabanka og kaupmanna lýst ógilt á grund- velli 10. greinar samkeppnislaga, sem hljóðar á þann veg að „samning- ar og samþykktir, hvort heldur þær eru bindandi eða leiðbeinandi, og samstilltar aðgerðir milli fyrirtækja á sama sölustigi eru bannaðar þegar þær lúta að eða er ætlað að hafa áhrif á: (a) verð, afslætti eða álagn- ingu; (b) skiptingu markaða eftir svæðum, eftir viðskiptavinum, eða Bankastjóri um bréf i; Bréfið im ekki áben( ólögmæti HALLDÓR Guðbjarnason, banka RÁS-nefndar, segir að bréf Samke um um miðjan dag 18. apríl, og 1 heima hjá sér að kvöldi sama da RÁS-nefndar á þriðjudags- eða n búið að ganga frá samkomulagi v hafi bréfið eingöngu innihaldið bankanna og stofnunarinnar eftir ar um að samstarf banka og kaupi islög. „Eg minnist ekki neinna skr það að viðræður okkar við kaupmei Eíntala og fleirtala eftir Kristján Karlsson í Morgunblaðinu 19. þ.m. víkur Helgi Hálfdanarson sér að kvæði Steins Steinarr, Til minningar um misheppnaðan tónsnilling, í grein sem heitir Vort líf, vort líf. Hann kallar það meðal annars „nístandi gys“, „smekkleysu“, „naglaskaup" og segir: „Með vafasömum rétti hefur verið reynt að kalla þetta gys „góðlátlegt“, og gerir það tóninn í kvæðinu einungis naprari.“ (Ég kem aftur að þessum tóni.) Greinin er bannfæring og tekur þessvegna ekki aðeins til kvæðsins heldur allra sem nærri því hafa komið: tónskáldsins sem gerði við það lag, söngvara sem leyfa sér að fara með það, ríkisútvarpsins sem gerir það sér til „vansæmdar að troða þessu upp í eyru þjóðarinn- ar.“ Eins og vænta má af syndugum manni hefi ég mikinn hug á að komast á þennan lista. Auðvitað er kvæðið hvorki napur- legt né góðlátlegt og ekki heldur gys. Til sahnindamerkis um þetta vil ég leyfa mér að minna Helga Hálfdanarson og aðra sem kynnu að vera sama sinnis á fornafnið „vér“ sem gengur í gegnum kvæð- ið. Steinn notar hvergi eintölu þessa fornafns í kvæðinu, hann segir hvergi ég, þú eða hann. Með öðrum orðum, hann er frá fyrstu línu kvæðisins Vort líf, vort líf að tala í einu og sama orðinu um tvo menn, að minnsta kosti: sjálfan sig og hinn látna. En hversvegna „vér“ en ekki „við“? í raun og veru fjallar Steinn Steinarr kvæðið um hlutskipti listamanns í andsnúnu samfélagi og er þar með almenns eðlis, „opinbert kvæði“ eins og symbólistar myndu hafa kallað það. Þessvegna á hið form- lega „vér“ án efa betur heima í kvæðinu en „við“. í kvæðinu stendur ekki að hinn dáni listamaður hafi verið mis- heppnaður af sjálfum sér, þvert á móti. Og enginn sá neitt annað en aðeins vora sök. „Misheppnaður" er einungis dómur annarra um hina tvöföldu persónu í kvæðinu. Aftur og aftur slær Steinn á sömu strengina: skiln- ingsleysi, laun heimsins. vor list var lítils metin og launin eftir því. Við lestur kvæðisins myndast óðara gæsalappir um orðið mis- heppnaðan í fyrirsögn þess. Og ef við heyrum, hér og hvar, einhvers- konar léttúðugri tón jafnframt al- vörunni í þessu kvæði er skáldið í fullum „rétti“ ef um rétt er að deila, því að hann er alltaf líka að tala um sig. Satt að segja er ekki ólík- legt að kvæðið hefði orðið full sjálf- umþægt án þessa tóns. Steinn var alltof gott skáld til að gæta ekki að því. Háttvísi er í sjálfu sér vafasamur mælikvarði á skáldskap, þó að Helgi Hálfdanarson beiti honum hér, og þó að margur skáldskapur fjalli beint eða óbeint um háttvísi og margt kvæði sé gagnrýni á viðtekna háttvísi. En kvæði Steins um Jón Pálsson látinn skortir ekki háttvísi. Háttvísi þess er fólgin í tvítölu for- nafnsins. Steinn gekk oft langt í því að varsat tilfinningasemi. í þessu kvæði stýrir hann nærri henni í lok- in: mun Herrann hærra setja eitt hjarta músíkalskt. Og samt er þetta ekki tilfinninga- semi, heldur traustsyfirlýsing við tilfinningu sem, eins og endir margra góðra kvæða sýnir, reynist hin eina niðurstaða. Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.