Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994 29 upmanna og banka iögmæti pmenn eftir sölu og magni, (c) gerð tilboða. Samvinna á sama sölustigi um leið- sögn við útreikninga á verði, af- slætti og álagningu er bönnuð". Bankarnir hyggjast sækja um und- anþágu á grundvelli 16. greinar samkeppnislaga, og telja eðlilegt að kaupmenn sæki einnig um undan- þágu sem annar aðili samkomulags- ins. í 16. grein segir að „Samkeppn- isráð getur veitt undanþágu frá bannákvæðum í 10., 11., og 12. gr. Skilyrði slíkrar undanþágu eru að: (a) samkeppni aukist á þeim mark- aði sem um ræðir, (b) vænta megi að jákvæð áhrif samkeppnishamla vegi þyngra en ókostir þeirra við þær aðstæður sem um er að ræða, (c) sérstakar aðstæður séu fyrir hendi sem varða almannaheill". I Samkeppnisstofnunar nihélt idingarum i viðræðna ikastjóri Landsbanka og formaður keppnisstofnunar hafi borist bankan- g hann hafi ekki opnað það fyrr en dags. Því hafi verið dreift á fundi i miðvikudagsmorgni. Þá hafi verið i við kaupmenn að mestu. Auk þess ð frekari umræðugrundvöll á milli ;ir fyrri samskipti, en ekki ábending- ipmanna stönguðust á við samkeppn- skriflegra athugasemda frá þeim um tienn væru ólögmætar," segir Halldór. Halldór segir að í bréfinu sem Sam- keppnisstofnun sendi frá sér, standi meðal annars að „bankar og sparisjóð- ir og greiðslukortafyrirtæki hafa haft samvinnu um kynningu á greiðslu- kortakerfinu. Sumpart hefur verið um að ræða kynningu á eiginleikum deb- etkorta og reglur er varða notkun þeirra. Samstarfið hefur hins vegar gengið lengra og þróast út í sameigin- legar samningaviðræður við greiðslu- viðtakendur og upplýsingamiðlun um kostnað við tékkanotkun og gjöld korthafa vegna notkunar debetkorta. Hætta er á að hinar sameiginlegu við- ræður við greiðsluviðtakendur geti leitt til samræmingar banka og spari- sjóða á þeirri þóknun sem greiðsluvið- takendum verði gert að greiða fyrir debetkortaþjónustuna. Enda þótt að upplýst sé að þessar viðræður hafí ekíri verið að frumkvæði bankastofn- ana, draga þær úr virkri samkeppni í viðskiptum þeirra við greiðsluviðtak- endur." „í bréfinu komu fram atriði sem við höfðum áður svarað, og vörðuðu hluti sem við töldum stofnunina fara rangt með og skilja ekki eins og þeir eru. Þess vegna þurfti að ræða þá í botn, svo að öruggt væri að sá aðili sem fjallaði um málið vissi um hvað það snerist. Ég sé ekkert í þessu bréfi sem segir að stofnunin álíti viðræðurn- ar ólöglegar," segir Halldór og kveðst ekki kannast við að Samkeppnisstofn- un hafi á fundum sínum með bönkun- um bent á að samningaviðræður við kaupmenn stríddu gegn samkeppnis- lögum. Bankarnir hafí einnig gert stofnuninni grein fyrir því miðviku- daginn 19. apríl, að teldi hún eitthvað í samkomulaginu stríða gegn sam- keppnislögum, myndu bankarnir sækja um undanþágu. Beiðnin verði send stofuninni eftir helgi, en hún hafi verið í mótun í gær. „Stofnunin á að vera leiðbeinandi fyrir aðila og ef hún telur eitthvað brjóta í bága við lögin, á hún að leið- beina aðilum við að laga slíkt, en ekki koma fram sem dómari." Morgunblaðið/Sigurgeir Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sumri fagnað með vetri LANDSMENN fögnuðu sumri með ýmsu móti. Náttúran átti bágt með að gera upp á milli vetrar og sumars og því fögn- uðu bömin á Selfossi sumrinu með grænni skrúðgöngu meðan börnin í Vestmannaeyjum léku sér á alhvítri jörð. Deilur um íþróttahús Þróttar DEILUR háfa risið um stað- setningu íþróttahúss sem íþróttafélagið Þróttur fyrir- hugar að reisa við Sæviðar- sund. Ibúar í þremur hús við götuna teHa að húsið skerði verulega útsýni og vilja að hús- ið verði staðsett með öðrum hætti á lóðinni. Skipulagsnefnd borgarinnar hefur hafnað því og er málið nú til meðferðar hjá Skipulagi rikisins. Ranglega var fullyrt í frétt Morg- unblaðsins á fimmtudaginn að borgarráð væri búið að samþykkja byggingu hússins. Hið rétta er að skipulagsnefnd borgarinnar er búin að samþykkja húsið, en borgarráð frestaði hins vegar að taka ákvörð- un í málinu. Nú er beðið eftir niður- stöðu Skipulags ríkisins, en bygg- ingin felur í sér breytingu á skipu- lagi. Áður en framkvæmdir geta hafíst þarf málið einnig að fara fyrir byggingarnefnd borgarinnar. Húsið lækkað Mikil óánægja er meðal nokkurra íbúa við Sæviðarsund með bygging- una. Þeir telja að útsýni frá húsun- um skerðist verulega með henni. Skipulagsnefnd kom á móts við gagnrýni íbúanna og lækkaði húsið. Þeir telja þetta ekki nægilegt og vilja að húsið verði staðsett með öðrum hætti á lóðinni. Sundlaug lokað vegna sýkingar Grindavík. SUNDLAUGINNI í Grindavík hef- ur verið lokað vegna sýkingar sem kom upp í henni aðeins viku eftir að hún var tekin í notkun. Um er að ræða bakteríusýkingu sem klórinn hefur ekki náð að vinna á og lýsir sér í útbrotum á gestum sundlaugarinnar. Að sögn Kristmundar Ásmunds- sonar heilsugæslulæknis er um að ræða sýkil sem lifir í vatni. „Þetta er rakið til tæknilegra örðugleika við að klóra sundlaugina. Það hefur ein- hvern veginn ekki náðst að klóra hana jafnt þannig að stundum er mikill klór en dettur niður þess á milli og við eigum von á mönnum frá söluaðilum til að reyna að ná tökum á klórun laugarinnar. Það fór fyrst að bera á þessu á föstudaginn í síðustu viku en núna eftir helgina kom hrina á heilsugæslustöðina og það er búið að skrá 40 tilfelli. Ég sendi sýni í ræktun og fékk niður- stöðu í morgun (gærmorgun) og á grundvelli þeirrar niðurstöðu tók ég þá ákvörðun að láta loka sundlaug- inni. Þetta hefur ekkert með óhrein- indi að gera aðeins það að ekki hef- ur náðst að klóra laugina jafnt allan tímann," sagði Kristmundur í sam- tali við Morgunblaðið. Engin lyfjameðferð Kristmundur telur ekki vera þörf á lyfjamerðferð en fólk eigi að taka það rólega í 3-4 daga, þvo sér jafn- vel tvisvar á dag og þurrka sér vel. Ef vart verði hita eigi að hafa sam- band við lækni. Hann sagði að unnið verði að sýnatöku og sundlaugin verði opnuð um leið og komist verði fyrir sýkinguna. Jón Thorberg Jensson fram- kvæmdarstjóri sundlaugarinnar sagði að á þeim níu dögum sem sund- laugin hefur verið opin hafði rúmlega 2.800 gestir heimsótt hana. Sund- laugin hefur verið opin almenningi og er frítt i hana fram til næstu mánaðamóta., FÓ Viðskiptaráðherra um aðstoðarbankastjórastöður Seðlabankans Tilvalið að ungir menn fái frania imian bankans Bjarni Bragi Jónsson í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins SIGHVATUR Björgvinsson viðskiptaráðherra segir að það sé hlutverk sitt sem ráðherra að reyna að styrkja Seðlabankann faglega og því hafi hann rætt við starfsmenn innan bankans m.a. um hvernig best yrði staðið að ráðningu aðstoðarbanka- stjóra. Hann sjái ekkert óeðlilegt við það. Þó það sé bankastjórn- ar að ákveða hverjir verði ráðnir þá hafi hann fullt leyfi til að hafa skoðun á því máli. Sighvatur skipaði Bjarna Braga Jónsson aðstoðarbankastjóra, fulltrúa íslands í stjórn Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, um seinustu helgi. Hann ræddi einnig við Má Guðmunds- son, forstöðumann hagfræðideildar og Yngva Örn Kristinsson, forstöðumann tölfræðideildar, sl. föstudag um hugsanlega ráðn- ingu þeirra í stöður aðstoðarbankastjóra en Bjarni Bragi, Már og Yngvi Örn voru allir meðal umsækjenda um stöðu Seðlabanka- stjóra. Sighvatur neitaði því, að hann hefði rætt þessi mál við formann Alþýðubandalagsins, Ólaf Ragnar Grímsson, eða banka- ráðsmann Alþýðubandalagsins, Gunnar R. Magnússon. Aðspurður hvort hann hafi lýst áhuga á að Már og Yngvi Örn yrðu skipaðir aðstoðarbankastjórar seg- ist Sighvatur hafa ráðfært sig m.a. við stjórnendur Seðlabankans og menn sem hann meti mikils, þá Jóhannes Nordal og Jón Sigurðs- son, fyrrverandi seðlabankastjóra, og fundið mikinn áhuga þeirra á að styrkja bankann með þessum hætti. „Mitt mat var það eftir að ég hafði rætt við ýmsa þessara manna að það væri tilvalið að fleiri ungir menn fengju þarna frama, sem eru í störfum við bankann og hafa staðið sig mjög vel. Ég er síð- ur en svo á móti því og um það ræddi ég meðal annars við þá og fleiri," sagði Sighvatur. Viðskiptaráðherra neitaði því að bankaráðinu hefði verið sýnd lítils- virðing þó hann hefði rætt við umsækjendur áður en atkvæða- greiðslan fór fram í bankaráðinu. „Það er skylda viðskiptaráðherra, sem á að veita starfið, að reyna að nota tímann á meðan bankaráð- ið er að skoða sín mál til þess að undirbúa sína ákvörðun. Það hefði verið algerlega ábyrgðarlaust af mér að bíða allar þessar vikur, að- hafast ekkert og ræða ekki nokk- urn mann og ætla ekki að gera það fyrr en niðurstaða bankaráðsins lægi fyrir. Að sjálfsögðu undirbjó ég mína ákvörðun," sagði Sighvat- ur. Forystumenn Sjálfstæðisflokks studdu ákvörðunina „Það er ekkert launungarmál að ég tók ekki endanlega afstöðu fyrr en bankaráðið hafði lokið sinni umfjöllun. Ég hafði hins vegar þeg- ar gert mér ákveðnar hugmyndir nokkrum dögum áður. Þær hug- myndir hefði ég endurskoðað ef það hefði komið upp einhver mjög óvænt staða í atkvæðagreiðslunni í bankaráðinu. Það hefði til dæmis getað tekið þá ákvörðun, sem ég hafði raunar rætt um við formann- inn, hvort ekki væri skynsamlegt að bankaráðið athugaði, að velja úr umsækjendur sem bankaráðið teldi hæfa, þannig að það lægi fyr- ir hverja bankaráðið myndi eicki sætta sig við. Ég gat alveg eins átt von á, að bankaráðið kæmist til dæmis að þeirri niðurstöðu að einhverjir þeirra, sem ég hafði í huga, væru ekki hæfír. Þá hefði ég hugsað mitt mál upp á nýtt en engin slík niðurstaða varð, þannig að þær hugmyndir sem ég hafði gert mér, nokkrum dögum áður en bankaráðið lauk sinni umfjöllun, breyttust ekki við afstöðu banka- ráðsins," sagði Sighvatur. Aðspurður hvort hann teldi að stuðningur sjálfstæðismanna við skipun Steingríms Hermannssonar hefði brugðist í atkvæðagreiðslu bankaráðsins sagðist Sighvatur ekkert geta fullyrt um hvernig at- kvæði féllu í bankaráðinu. „En þS8 er engin ástæða til að liggja á því, að ég hafði rætt þessi mál við for- sætisráðherra og varaformann Sjálfstæðisflokksins. Ég vissi að það var stuðningur við þá ákvörðun mína að að velja Steingrím. Þeir höfðu báðir lýst því yfir við mig. Ég hafði líka sagt þeim frá Eiríki (Guðnasyni) og þeir vissu af því og gerðu ekki neina athugasemd við það. Ég lít því svo á að þessi niður- staða njóti stuðnings Sjálfstæðis- flokksins, eða að minnsta kosti for- ystu hans," svaraði Sighvatur. Ráðherra sagðist ennfremur ekki sjá neina ástæðu til að draga kosn- ingu tveggja fuljtrúa í bankaráðið á Alþingi í stað Ágústs Einarssonar og Guðmundar Magnússonar, sem hafa sagt sig úr ráðinu og sagði Sighvatur að það yrði gert fyrir lok þingsins í vor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.