Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994 31 Ráðherra kynnti sér at- vinnulíf á Sauðárkróki Sauðárkróki. IÐNAÐAR- og viðskiptaráðherra Sighvatur Björgvinsson heimsótti Sauðkrækinga fyrir skömmu. Fyrri hluta dagsins heimsótti ráðherra ásamt föruneyti sínu fjölmörg fyrirtæki í bænum, þar á meðal Stein- ullarverksmiðjuna, Loðskinn, Fiskiðjuna, Rafmagnsverkstæði og Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga, hlýsjávareldið Máka, Tré- smiðjuna Borg og saumastofuna Vöku. Hitti ráðherra forvarsmenn fyrirtækjanna og starfsfólk, og kynnti sér viðkomandi starfsemi og ræddi við starfsfólkið. Ekki fór þó svo að ráðherra næði ekki að komast aðeins í snert- ingu við yfirstandandi Sæluviku, því að hann leit við í Safnahúsinu og skoðaði sýninguna Alþýðulist, þar sem níu skagfirskar handverks- og listakonur sýna verk sín. Að lok- inni ferðinni um bæinn, boðaði ráð- herra til almenns fundar, um at- vinnu- og efnahagsmál í fundar- salnum Ströndinni, en þar var hús- fylli og hvert sæti skipað. í fram- söguræðu, þar sem Sighvatur gerði grein fyrir og kynnti það sem á döfinni er í iðnaðar- og atvinnumál- um hjá stjórnvöldum, ræddi hann meðal annars þá stefnu stjórnvalda að einbeita sér að því að halda við verðbólgulausu þjóðfélagi og að lækka vexti. - Benti hann á í því tilviki að með 2% vaxtalækkun myndu ráðstöfun- artekjur heimilanna hækka um tvo til fimm milljarða á hverju 12 mán- aða tímabili, og væri hér um mun meiri kjarabætur að ræða heldur en gætu fengist í nokkrum kjara- samningum. Þá fjallaði ráðherrann um það, hvar möguleikar lægju helst, til að mæta atvinnuleysi og því efnahags- lega mótlæti sem nú stendur yfír, en þar varaði hann við því efna- hagslega mótlæti sem nú stendur yfir, en þar varaði hann við því að menn væru að byggja loftkastala, heldur beindu kröftum sínum í þá átt að sinna nýsköpun í þeim at- vinnuþáttum sem við kynnum best og betur en aðrir, og nefndi í því tilviki góðan árangur í nýsköpun í fiskvinnslunni. Að lokinni framsöguræðu ráð- herra voru bornar fram fjölmargar fyrirspurnir um hin ýmsu málefni og svaraði ráðherra þeim. Að loknum fundi flaug ráðherra með föruneyti sínu til Reykjavíkur, en þetta er fjórði fundur hans úti á landi, en áður hafa verið haldnir fundir á ísafírði, Akureyri og á Suðurlandi. „„ - BB. Bárður Guðlaugsson, heimsmeistari í „pre dinner" 1993. íslandsmeistaramót barþjóna á Sögu ÍSLANDSMEISTARAMÓT barþjóna verður haldið á Hótel Sögu sunnudagskvöldið 24. apríl nk. Alls munu þrjátíu barþjónar taka þátt í mótinu, sem haldið er á hverju ári. íslandsmeistarinn verður full- trúi Barþjónaklúbbsins á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Jaþan eftir tvö ár. Að þessu sinni verður keppt í blöndun „long drink's" sem eru drykkir með fyllingarefni. Á síðasta heimsmeistaramóti sem haldið var í Vínarborg í Austur- ríki sl. haust varð Báður Guðlaugs- son heimsmeistari í „pre dinner"- kokkteilum og er það í fyrsta skipti sem íslendingar eignast heims- meistara í þessari grein, en 34 þjóð- ir tóku þátt í mótinu. A sama móti varð Margrét Gunnarsdóttir heims- meistari í faglegum vinnubrögðum og er þetta besti árangur sem ís- lenskir bjarþjónar hafa náð á er- lendri grund i þrjátíu ára sögu klúbbsins. íslandsmeistaramótið á sunnu- daginn hefst kl. 18 með því að á annan tug umboðsmanna mun kynna vörur sínar. Kvöldverður verður framreiddur í Súlnasal kl. 19.30 og að honum loknum og eft- ir keppnina verður boðið upp á skemmtidagskrána Þjóðhátíð á Sögu með Ladda, Halla, Sigga Sig- urjóns og Eddu Björgvins. Hljóm- sveitin Saga Klass leikur fyrir dansi fram á nótt. Leiðin liggur hjá Vífílsstöðum eftir svonefndum Flóttamannavegi, austan við Rjúpnahæð og Elliða- vatn. Skammt frá bænum er Vífils- staðavatn. Þaðan fellur Hraunholts- lækkur. Brottför er í ferðina frá Umferð- armiðstöðinni, austanmegin, kl. 13, Morgunblaðið/Björn Björnsson Sighvatur Björgvinsson fjallar um iðnaðar- og atvinnumál á fundi á Sauðárkróki. Siðanefnd Blaðamannafélags íslands Rás 2 brotleg við siðareglur SIÐANEFND Blaðamannafélags íslands telur að Rás 2 hafi með ámæl- isverðum hætti brotið gegn 3. grein siðareglna félagsins með umfjöllun dægurmálaútvarps rásarinnar í janúar um veitingahúsið Kaffi List og launamál fyrrum starfsmanns þess. 12. janúar sl. sendi Rás 2 út síma- viðtal Önnu Kristine Magnúsdóttur starfsmanns Rásar 2, við Augistin Navarro Cortes, framkvæmdastjóra veitingahússins, þar sem bornar voru undir hann staðhæfingar fyrrum starfsmanns kaffihússins, Juan Car- los, sem hafi starfað þar í tæpan mánuð en verið sagt upp án þess að fá laun greidd. Viðtalið við starfs- manninn fór fram á spænsku með aðstoð túlks en viðtalið við veitinga- manninn á íslensku. 16. janúar var málinu fylgt eftir með spjalli við starfsmanninn sem þá hafði að sögn fengið launin greidd eftir að hafa leitað aðstoðar lögfræðings. Eigendur veitingahússins töldu að með umfjölluninni hefði verið brotið gegn siðareglum í fj'órum atriðum Annar áfangi ljð- veldisgöngu FI 2. ÁFANGI lýðveldisgöngu Ferðafélags íslands verður sunndudaginn 24. áprU. I fyrsta áfanga gegnu um 200 manns frá Bessastöðum að Hraunholtslæk í Garðabæ og nú verður haldið þaðan áleiðis að EU- iðavatni um hlaðið á Vífilsstöðum. ogféllst siðanefnd á tvö þeirra. I úrskurði siðanefndar segir að ýmis rök hnigi að því að starfsmaður Rásar 2 hefði getað vandað betur upplýsingaöflun sína og sýnt þeim sem málið snerti meiri tillitssemi með því að bjóða aðstoð túlks eða með því að ræða við aðra forráðamenn veitingahússins sem fullt vald hafa« á íslenskri tungu. Þannig hefði mátt forðast hugsanlegan misskilning um eðli viðtalsins auk þess sem ljóst sé af viðtalinu að viðmælandinn hafi takmarkað vald á íslenskri tungu, eigi í erfiðleikum með að finna réttu orðin og grípi til ensku og spænsku í viðtalinu. „Það krefst meiri kunn- áttu í íslensku að verja orðstír sinn í Ríkisútvarpinu en að reka kaffihús með íslendingum," segir í úrskurði siðanefndar. Maðurinn hafi átt erfitt með að koma sjónarmiðum sínum til skila við viðmælanda sinn en haldi því að fram að deilan snúist um hve mikil laun starfsmaðurinn eigi ógreidd en ekki um hvort hann muni fá greidd laun. Umfjöllun starfsmanns Rásar 2 hafi byggst á þeirri tilgátu að deilu- mál forráðamanna veitingahússins og starfsmannsins sé dæmi um hvernig íslenskir atvinnurekendur nýti sér kunnáttuleysi og bjargar- leysi nýbúa á íslandi. „En upplýs-! ingaöflun og framsetning var ekki nægilega vönduð til þess að hlustend- ur Rásar 2 hefðu möguleika á að meta þá tilgátu í ljósi staðreynda og sjónarmiða málsaðila," segir siða- nefnd sem einnig telur að umfjöllun hinn 16. febrúar um lyktir málsins hafí verið ónákvæm og líkleg til að valda misskilningi. 34 ára Reykvíkingur var sýknaður af ákæru um nauðgun Ekki talin nægileg vís- bending um ofbeldisverk HÆSTIRETTUR hefur sýknað 34 ára gamlan Reykvikiu.tr af ákæru um nauðgun, en Héraðsdómur hafði dæmt hann til 18 mánaða fangelsisvistar. Maðurinn var ákærður fyrir að nauðga konu í húsi við Laugaveg. Konan sagði að maðurinn hefði þröngvað sér til samræðis, en hætt þegar bankað var á útidyr. Hún hefði hlaupið allsnakin út og til vinkonu sinnar, sem bjó skammt frá. Maðurinn neitaði sakargiftum. í dómnum er sagt að framburður kon- unnar sé reikull og í honum gæti ósamræmis. Ekkert sá á fatnaði hennar, sem hún sagði manninn hafa rifið utan af sér. Meirihluti Hæsta- réttar taldi því verulegan vafa leika á um helstu þætti málsins. Sú stað- reynd, að konan hafí hlaupið allsnak- in út, eftir að hafa heyrt barið að dyrum, sé út af fyrir sig ekki nægi- leg vísbending um að maðurinn hafi beitt hana ofbeldi. Þrír með sératkvæði Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Hrafn Bragason, Garðar Gíslason, Gunnar M. Guðmundsson og Hjörtur Torfason og Guðmundur Jónsson fyrrv. hæstaréttardómari. Hrafn skilaði sératkvæði, þar sem hann sagði að sakfelling yrði ein- göngu að byggjast á framburði kon- unnar og vitna. Frásagnir hennar hafi verið reikular og vitni óstöðug. Ákærði hafi hins vegar staðfastlega neitað sakargiftum. Því nyti ekki við sakargagna sem áfellisdómur yrði byggður á. Lýsti Hrafn sig því sam- mála sýknudómi. Sératkvæði Hjartar Torfasonar og Guðmundar Jónssonar var á aðra leið. Þeir bentu á áverka víða um líkama konunnar, sem og framburð' vitna um að neyðaróp hefðu heyrst frá húsinu, auk þess sem vinkona konunnar hefði borið að hún hefði verið mjög miður sín um nóttina. í ljósi þessa yrði að telja sannað, að maðurinn hafi beitt konuna lfkam- legri þvingun í því skyni að knýja hana til samfara. Beri að meta hátt- semi hans sem tilraun til nauðgunar. en hægt er taka rútuna á léiðinni. Fjölskyldufólki verður boðið upp á að ljúka göngunni um kl. 15.30 og fara í rútuna áður en komið er að Elliðavatni en aðrir ganga að Þing- nesi og áleiðis að býlinu Elliðavatni og lýkur ferðinni þar um fimmleyt- ið. MENNING/LISTIR Myndlist Tónlist Tónleikar tveggjakóra Árnesingakórinn í Reykjavík og kór Kvennaskólans í Reykjavík halda sam- eiginlega tónleika i Langholtskirkju sunnudaginn 24. apríl kl. 16. Einsöngvarar á tónleikunum verða Þorgeir Andrésson, Ingunn Ósk Sturlu- dóttir, Stefán Arngrfmsson, Árni Sig- hvatsson og Ingvar Kristinsson. Undirleikari er Bjarni Jónatansson og flautuleik annast Margrét Harpa Guðsteinsdóttir. Stjórnandi beggja kór- anna er Sigurður Bragason. Amerísk söngkona í Norræna húsinu Austurríska sópransöngkonan Anna María Pammer mun halda tónleika í Norræna húsinu ásamt píanóleikaran- um Jóhannesi Andreasen. Á efnis- skránni eru ljóð eftir F. Mendelssohn, W.A. Mozart, G. Pauré og eftir amer- íska tónskáldið Dominick Argento. Anna Maria er fædd í Linz f Austur- ríki og stundaði nám við Hochschule f. Musik und darstellende Kunst í Vfn og lauk þaðan prófi með hæstu ein- kunn árið 1990. Jóhannes Andreasen, sem leikur með Önnu Maríu á tónleikunum í Nor- ræna húsinu er fæddur í Þórshöfn í Færeyjum. Hann lauk prófi frá tónlist- arháskólanum í Vín 1986 og kennir nú við tónlistarskólann í Kópavogi. Þau Anna María og Jóhannes héldu tón- leika í Austurríki í febrúar sl. Tónleikarnir á sunnudaginn hefjast kl. 17 og aðgangseyrir er 400 kr. Söngsmiðjan með aukasýningu Söngleikjadeild Söngsmiðjunnar verður með aukasýningu á söngleikja- veislu sinni í Tjarnarbfói f kvöld laugar- dagskvöld kl. 20. Sýningin er þver- skurður af starfi deildarinnar í vetur. Börnin flytja þætti úr Skógarlífi, ungl- ingarnir gera „sixties"-tímabilinu skil, söngleikjahópur, byrjendur taka hippa- tímabilið fyrir og sýningarhópurinn tekur fyrir Kit-Kat klúbbinn í söng- leiknum „Cabaret". Myndvefnaður í SPRON Sýning á myndvefnaði eftir Þor- björgu Þórðardóttur verður opnuð í Sparisjóði Reykjavíkur og nagrennis, Álfabakka 14 i Mjódd, á morgun sunnudaginn 24. apríl kl. 14. Þorbjörg hefur hlotið ýmsar viður- kenningar. Hún hélt einkasýningu í Norræna húsinu 1992, en auk þess hefur hún tekið þátt í fjölmörgum sam- sýningum. Sýning Þorbjargar stend- ur til 26. ágúst og verður opið frá kl. 9-16 alla virka daga. Sýningum að ijúka í Nýlistasafninu Um heígina lýkur sýningum í Ný- listasafninu, Vatnsstíg 3b. I neðri söl- um safnsins er sýning á veggspjöldum Guerilla Girls, í neðsta sal safnsins er sýning á nýjum verkum eftir Svölu Sigurleifsdóttur, Ingu SVölu Þórsdótt- ur og Wu Shan Zhuan og í efri sölum safnsins er sýning á verkum úr eigu safnsins. Hér er um ný aðföng að ræða og eru flest verkin unnin á þessu ári. Sýningarnar eru opnar alla daga milli kl. 14-18 og þeim lýkur 24. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.