Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994 BORGAR- OG SVEITARSTJORNARKOSNINGARNAR 28. MAI Af hveiju einset- inn grunnskóli? eftir Steinþór Björgvinsson Nú á síðustu misserum hefur um- ræðan aukist um að einsetja grunn- skólann hér á landi. Nú þegar nálg- ast sveitarstjómarkosningar hefur komist fullur skriður á þessa umræðu og hafa báðir framboðslistar til borg- arstjómar tekið þessi mál upp í sinni stefnuskrá, og það meira að segja sem forgangsverkefni. En hvað þýðir þetta hugtak að ein- setja gmnnskólann? Kveiju emm við landsmenn bættir með einsetningu? Þegar stórt er spurt, mætti ætla að fátt væri um svör. Undanfama áratugi hefur grunn- skólinn verið tvísettur hér á stór Reykjavíkursvæðinu og í stærri sveit- arfélögum út um land. Með tvísetn- ingu skóla er átt við það að vegna mikils fjölda nemenda í hveijum ár- gangi miðað við stærð á skólahús- næði þarf að skipta upp í bekki, og kenna sumum fyrir hádegi og öðram eftir hádegi. Einnig þurfa kennarar að kenna meira en einum bekk til þess að uppfylla kennsluskyldu. Kennsla hefst í byijun september og lýkur í endaðan maí. Jólafrí er 15 dagar samtals, páskafrí er 10 dagar samtals, 1. desember, öskudagur em frídagar og þar við bætast svo starfs- dagar kennara. Sumarfrí er 3 mán- uðir. Skólaárið er þó styttra í sveitum. Þetta fyrirkomulag hefur bæði kosti og galla eins og allt. Kostimir „ Arðsemi gæti orðið allt að 20%, og aukning þjóðartekna gæti orðið 0,2 til 0,4% samkvæmt skýrslunni.“ em þeir að bömin fá langt sumarfrí til ráðstöfunar. Ætla má að í jólafrí- inu og páskafríinu væri tilvalið fyrir bömin að vera í næði með foreldran- um. Á þeim tíma sem skólinn er ekki starfræktur á vinnutíma foreldra hafa börnin allt það fijálsræði sem eitt bam getur hugsað sér, eða er það raunin? Það leyfi ég mér að efast um af eigin reynslu. Eins og flestum er kunnugt um neyðast báðir foreldrar bama á gmnnskólaaldri til að vinna utan heimilis til þess að ná endum saman, og er því augljóst að vand- ræði skapast á þeim frídögum skóla- ársins sem falla á hefðbundna vinnu- daga foreldra. Með þessu fyrirkomu- lagi sem verið hefur, hefur verið hægt að nýta skólahúsnæðið mjög vel yfir daginn, það er frá kl. 8 til kl 17, hægt hefur verið að halda fjölda skólastofa í lágmarki, og þar með skólahúsnæði. Með fækkun kennslu- stunda á viku hefur verið hægt að „spara“ mikið í kennslu á „óþurftar" kennsluefni eins og list- og verkgrein- um, svo ekki sé minnst á holla hreyf- ingu! Em þá nokkrir ókostir við tvísetta skóla? Af hveiju em komnar upp raddir um að einsetja gmnnskólann? Því er auðsvarað. Einsetinn skóli er nú þegar í sveitum landsins og í ein- staka sveitarfélögum, en tekur mið af tvísetta fyrirkomulaginu. Tvísetn- ing hefur alltaf staðið í vegi fyrir því að hægt hafi verið að fylgja eftir Iög- boðnu kennsluefni. Éinnig hefur tví- setinn skóli mismunað bömum að nýta sína námsgetu á sem bestan hátt þar sem þau börn sem era eftir hádegi í skólanum em orðin þreytt eftir langan dag. Þetta leiðir af sér námsleiða og getur skaðað eðlileg félagatengsl bama. Sem dæmi era vinir oft á ólíkum tíma í skólanum. Einsetinn skóli með ijölbreyttum við- fangsefnum og ráðrúmi til að sinna samskiptaþroska nemenda, dregur úr vandamálum eins og einelti. Einsetinn skóli gerir kleift að lag- færa þessa vankanta ef vel er að honum staðið. Ö!1 böm í sama ár- gangi mæta á sama tíma í skólann að morgni þegar þau em B?.st upplögð til að takast á við námið. Aðeins einn kennari hefur umsjón með hveijum bekk, sem ætti að gera öll tengsl milli nemenda og kennara virkari, og auka einnig skilning milli kennara og foreldra. Bömin fá fastan samastað fyrir sína vinnu, því hver bekkur hef- ur sína kennslustofu. Vinnuaðstaða kennara batnar að sama skapi. í hádegi koma bömin saman til þess að njóta máltíðar, og auka um leið félagatengslin. Með einsetning- unni er hægt að útrýma starfsdögum Steinþór Björgvinsson. kennara í þeirri mynd sem nú er, með því að undirbúningsvinna kenn- ara yrði unnin eftir að kennslu lýkur á daginn. Hægt væri að fjölga viðtals- tímum foreldra, án röskunar á kennslutíma nemenda. Þessi löngu frí um jól og páska má stytta niður í að vera það sama og flestir foreldrar njóta í sinni vinnu. Með þessu er hægt að lengja viðvera í skólanum yfir árið, án þess að stytta sumarið. Þessi kærkomna lenging á námstíma ætti að gera list- og verkgreinum hærra undir höfði en verið hefur. Álag á foreldra vegna flutninga á bömum sínum í og úr skóla á mismun- andi tímum dags og áð koma þeim í ömggt athvarf meðan þeir ljúka sín- um vinnutíma yrði minna, og áhyggj- ur af bömunum á frídögum skólans sem upp koma á hefðbundnum vinnu- dögum heyrðu sögunni til. Svo ekki sé talað um þá miklu umferð á götum borgarinnar með aukinni slysatíðni sem af þessu hlýst, og allt það ómælda vinnutap sem samfélagið verður fyrir við þetta fyrirkomulag sem nú er við líði. Til að hægt sé að einsetja skól- ann þarf að byggja fleiri kennslustof- Engin byggingarhæf einbýl- ishúsalóð í boði í Reykjavík eftir Guðrúnu Jónsdóttur Fyrir skömmu spurðist ég fyrir um það í borgarráði hvað til væri af bygg- ingarhæfum lóðum til úthlutunar nú í Reykjavík. Spurt var um þrennt í þessu sam- .. bandi, í fyrsta lagi, hversu margar byggingarhæfar lóðir væra ti! fyrir einbýlishús, í öðra lagi fyrir rað- og kveðjuhús og í þriðja lagi fyrir fjölbýl- ishús. Svarið fékk ég á borgarráðsfundi sl. þriðjudag. Þar kemur fram að til ráðstöfunar era tvær lóðir fyrir ein- býlishús og lóðir undir 10 íbúðir í rað- og parhúsum. Engin fjölbýlishú- salóð er hins vegar til fyrir hinn al- menna borgara (byggingameistara). Á sama fundi og ég fékk svarið var samþykkt að verða við umsóknum sem borist höfðu um þessar tvær ein- býlishúsalóðir og 6 íbúðir í keðju- og parhúsum. Þar með eru einbýlishúsa- lóðir upp uraar og eingöngu í boði lóðir fyrir 4 íbúðir í rað- og parhús- um. Þessar lóðir gætu hins vegar verið gengnar út á morgun og þá er ekkert til. Ef svarið er skoðað nánar sést að þetta ástand verður óbreytt næstu mánuðina, eða fram til 30. júlí, en þá verða byggingarhæfar 8 einbýlishúsalóðir og 14 keðju- og rað- húsalóðir, sem ekki hefur nú þegar verið ráðstafað. Byggingarhæfar fjöl- býlishúsalóðir verða hins vegar ekki til fyrir hinn almenna markað fyrr en 1. nóvember. Mér þótti þetta svar fróðlegt, ekki síst vegna þess að mik- ið hefur verið gumað af því að nægar lóðir væru ávallt fyrir hendi hér í borg undir styrkri stjóm núverandi meirihluta. í svarinu er þess einnig getið að Víkurhverfí, þar sem ráðgert er að reisa um 470 íbúðir, hafi verið úthlut- að til samtaka byggingameistara og verði þar ráðstafað lóðum bráðlega innan samtakanna. Fyrstu lóðir verða - byggingarhæfar um miðjan septem- ber. „Það er ekki viðeigandi lengur að vísa mönnum út í móa og láta fólk þurfa að giska á hvar það lendir með dýra framkvæmd og búsetu. “ í sjálfu sér er allt gott um þetta að segja, ef fyrir hendi væra jafn- framt lóðir fyrir hina byggingameist- arana og almenning, sem ekki er í þessum samtökum fárra bygginga- meistara. Eins og málum er hins veg- ar háttað nú hafa samtakamennimir yfirburðastöðu. Ljóst er að vilji menn undirbúa sín- ar framkvæmdir vel og velja sér lóð af öryggi þarf lóðin að vera bygging- arhæf þegar henni er úthlutað. Það er ekki viðeigandi lengur að vísa mönnum út í móa og láta fólk þurfa að giska á hvar það lendir með dýra framkvæmd og búsetu. Þess vegna er mikilvægt að lóð sé byggiugarhæf þegar henni er úthlutað. Höfundur er arkitekt. Guðrún Jónsdóttir Voríð í Kópavogi eftir Pál Magnússon Vorið 1990 tók til starfa nýr meiri- hluti Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokks í bæjarstjóm Kópavogs að afloknum kosningum. Það er núver- andi meirihluta afskaplega hagstætt að bera saman verk hans á því kjör- tímabili sem nú er að ljúka, við verk meirihluta A-flokkanna frá fyrra kjörtímabili. „Frá stöðnun til fram- fara“ er besta lýsingin á því sem gerðist vorið 1990. Það er sama hvert litið er. Það sem við Framsóknar- menn eram hvað stoltastir af er á sviði félags- og fjölskyldumála. Fé- lagsleg uppbygging hefur verið gríð- arleg, t.d. tvöfaldast fjöldi íbúða í félagslega kerfinu og leikskólarými aukist um 85%, bömum á leikskólum hefur fjölgað úr 521 barni í 967 og biðlistar hafa aldrei verið styttri í Kópavogi. Einnig hafa verklegar framkvæmdir verið með þeim hætti að bærinn hefur tekið stakkaskipt- um, ný hverfi byggjast upp hraðar í Kópavogi en annars staðar á land- inu og gömul hverfi eru nú loksins kláruð. „Á þessu kjörtímabili hefur jafn miklu fjár- magni verið varið til íþróttamannvirkja og næstu þrjú kjörtímabil á undan til samans.“ íþróttamál era þó sennilega sá málaflokkur þar sem breytingar hafa verið líkastar byltingu. Uppbygging íþróttamannvirkja Á þessu kjörtímabili hefur jafn miklu fjármagni verið varið til íþróttamannvirkja og næstu þijú kjörtímabil á undan til samans. Nýr meirihluti jók framlag til byggingar Sundlaugar Kópavogs strax að lokn- um kosningum, enda hefði opnun sundlaugarinnar að öðram kosti ver- ið frestað enn einu sinni. Nýja jaug- in var því vígð í febrúar 1991. í Blá- fjöilum var lokið við byggingu skíð- amiðstöðvarinnar í samvinnu við skíðadeild Breiðabliks, sem nú rekur hana. Þessi bygging hefur breytt allri aðstöðu skíðadeildarinnar enda hefur átt sér stað mikil fjölgun í deildinni síðustu fjögur árin. Félagssvæði Breiðabliks Á félagssvæði Breiðbliks í Kópa- vogsdal hefur átt sér stað mikil upp- bygging. Fyrst var þar byggður gervigrasvöllur, sem vígður var í ársbyrjun 1991, síðasta sumar voru gerðir æfingavellir fyrir knattspymu og kastvöllur fyrir fijálsíþróttadeild og verða þessi mannvirki tilbúin til notkunar nú í sumar og eitt glæsileg- asta íþróttahús landsins er í bygg- ingu á félagssvæðinu. Þar er um að ræða fullbúið keppnishús ásamt allri mögulegri þjónustu s.s. gufubaði, ljósabekkjum, þreksal ó.s.frv. Nem- endur í Smáraskóla munu nýta húsið á skólatíma, en íþróttafélög bæjarins munu nýta það á öðram tímum. I húsinu er einnig setustofur. I þessu nýja húsi verður leikinn einn af fjór- um riðlum Heimsmeistarakeppnar- innar í handknattleik 1995. Tennishöll Skammt frá félagssvæði Breiða- ur, og bæta mataraðstöðu nemenda. Það þarf að fá fleiri kennara til starfa. Einhver aukning yrði á öðra starfs- fólki við skólana. Gera þarf samning við kennarastéttina um vinnutíma og launakjör til að þetta megi takast. Er þá ekki út í hött að vera að tala um þessa hluti? Þetta kostar mikið fé, og nú á þessum krepputím- um spyija margir hver er tilbúinn til þess að leggja fé í að bæta úr að- stöðu og bæta nám ungu kynslóð- arinnar? Við höfum komist ágætlega af hingað til. Er nokkur arðsemi í því að ráðast í þetta fyrirtæki? Er ekki nær að byggja eitthvað annað, svo sem stóriðju, eða stórvirk gatnamót? Bæta atvinnulífið og minnka atvinnu- leysið. Svona skoðanir heyrast. Ég segi að við hefðum komist bet- ur af í þessu landi ef grannskólinn væri fyrir löngu einsetinn, því þá ættum við fleiri sjálfstæðari einstakl- inga í dag. Ég bendi á máli mínu til stuðnings að gerð hefur verið úttekt á kostum og göllum þess að einsetja grannskólann á íslandi. Hagfræði- stofnun Háskóla íslands gerði þessa skýrslu árið 1991 að tilstuðlan þáver- andi menntamálaráðherra, og sam- kvæmt þeirri skýrslu mælir allt með því að koma á einsetnum skóla. Meira að segja við núverandi ástand í þjóðar- búinu, bæði með ávinning til mennt- unar og til krafna um arðsemi. Arð- semi gæti orðið allt að 20%, og aukn- ing þjóðartekna gæti orðið 0,2 til 0,4% samkvæmt skýrslunni. Um eittþús- und störf mundu skapast við einsetn- inguna. Þessi niðurstaða fæst þó að allur stofnkostnaður við að einsetja skólann væri tekinn að láni. Hvers vegna var farið út í að auka óhagræð- ið í grunnskólanum með hæpnum röksemdum um spamað, í stað þess að láta reyna á niðurstöður athugana Hagfræðistofnunar? Eg styð það framtak að einsetja fjóra skóla hér í Reykjavík á næsta skólaári í tilraunaskyni. Þetta er von- andi byijunin á að einsetja alla skól- ana, en það má ekki skella þessu á af fullum þunga næsta ár á eftir eins og gert var með lengdu viðveruna. Einsetning skólanna verður að gerast í áföngum með því að taka inn nokkra skóla á ári, á næstu þrem til fjórum áram. Sú framkvæmd sem sett var á í flestum grannskólum Reykjavíkur á síðastliðnu hausti, var ekki nægjan- lega vel undirbúin, vægast sagt, þó náðu skólastjórnendur í nokkram skólanna í samvinnu foreldra að koma nokkra lagi þar á. Einsetning skól- anna verður að vera vel undirbúin, og taka verður mið af árangri þess- ara fjögurra skóla sem byija. Jafn- framt á að skoða það sem vel hefur gefist í öðram löndum í kringum okk- ur, sem hafa áratugareynslu í þessum málum og ætla má að reynist vel í okkar skólastarfi. Höfundur er formaður foreldrafélags Melaskóla. Páll Magnússon bliks1 er nú að rísa sex valla tennis- höll. Það er hlutafélag sem stendur að byggingu mannvirkisins, en Kópa- vogsbær hefur létt undir með félag- inu enda verður sú starfsemi sem þama fer fram bæjarfélaginu mikil auglýsing og tennisíþróttinni á Is- landi mikil lyftistöng. Heyrst hafa fréttir um að bestu tennisleikarar heims munu leika opnunarleikinn í maímánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.