Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994 Breytt ásýnd Kópavogs eftír Sesselju Jóndóttur Kópavogur er einn af þeim kaupstöðum landsins sem byggð- ust upp mjög hratt og varð íbúa- fjölgun mikil strax í upphafi, enda var ekki að ástæðulausu sem Kópavogur var kallaður „barna- bær". Þenslan var mikil og því var frágangur og snyrting gatna hlut- ur sem varð að bíða síðari tíma. Og víst var biðin löng enda var ástand gatnanna í Kópavogi aðal aðhlátursefni íbúa nágrannasveit- arfélaganna og er Kópavogsbrag- ur félaganna í Ríó tríói til vitnis um þetta. Biðin á enda Á undanförnum árum hefur átt sér stað mikil hugarfarsbreyting meðal almennings í umhverfísmál- um og eru gerðar ríkari kröfur á hendur sveitarstjórnamönnum í þessu efni. Kópavogsbúar hafa ekki farið varhluta af þessari bylt- ingu enda var það eitt af kosninga- loforðum Sjálfstæðisflokksins fyr- ir síðustu sveitarstjórnakosningar að bæta ásýnd bæjarins. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur fylgt þessu loforði sínu eftir enda er það hag- ur allra bæjarbúa að umhverfið sé allt hið snyrtilegasta. í þessu sambandi vil ég sérstaklega nefna hið gífurlega mikla umhverfisátak sem átt hefur sér stað eftir að meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs gekk í það af alvöru að ljúka við elstu götur bæjarins og koma þeim í viðunandi horf. Margar aðalgöt- urnar í bænum og jafnframt þær elstu hafa verið algjðrlega endur- hannaðar eins og Digranesvegur og Hlíðarvegur í austurbæ en í vesturbæ Þinghólsbraut og Sunnubraut. Það er stefna Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi að í árslok 1996 verði framkvæmdum á öllum gömlu götunum lokið og þær orðnar eins glæsilegar og þær geta orðið. íbúar við þær eldri götur sem enn er ólokið geta því gengið utandyra á spariskóm nokkru fyrir aldamót. Bæjarbúar þátttakendur Það verður ekki annað sagt en íbúar við gömlu göturnar sem lok- ið hefur verið við á yfirstandandi kjörtímabili hafi tekið gleði sína. Ahugi þeirra á að fegra og ganga frá görðum sínum er aðdáunar- verður og það, ásamt framkvæmd- „Það er stefna Sjálf- stæðisf lokksins í Kópa- vogi að í árslok 1996 verði framkvæmdum á öllum gömlu götunum lokið." um á vegum sveitarfélagsins, gjör- breytir ásýnd gatnanna. Það er því óhætt að segja að íbúar bæjar- ins hafi tekið virkan þátt í að láta gamlan draum rætast. Umhverfi gömlu gatnanna er allt orðið feg- urra og færir löngu tímabæra reisn yfir elstu hverfi Kópavogsi Grænir dagar í Kópavogi Síðastliðið sumar ákvað bæjar- stjórn Kópavogs að efna til „grænna daga" í bænum. Mark- mið þeirra var að planta trjám á opnum svæðum í Kópavogi í nánu sambandi við íbúa bæjarins. Dagar þessir þóttu takast sérstaklega vel og var almenn ánægja með þetta framtak. Vinnuskólinn, hin ýmsu félagasamtök í bænum og ein- staklingar tóku þátt í því að planta Sesselja Jónsdóttír trjám sem óneitanlega hefur haft í för með sér fegurri ásýnd bæjar- ins. Niðurlag Hér að framan hefur aðeins verið fjallað um brot af því sem núverandi meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur staðið fyrir í um- hverfismálum. Þetta hefur hins vegar gjörbreytt ásýnd bæjarins sem gerir það að verkum að í Kópavogi verða ekki öllu lengur símastaurar sem dreyma um það í sólskini að verða grænir aftur — heldur lifandi og falleg tré sem brosa í sólskini. Höfundur er lögfræðingur og skipar 7. sætíá framboðslista Sjálfstæðisflokksins íKópavogi. Hvar er lykillinn að hugmyndum Arna? eftír Margrétí Sæmundsdóttur Þrisyar sinnum á síðasta ári gafst Árna Sigfússyni tækifæri til að samþykkja tillögu Kvennalist- ans um sérstakar ráðstafanir til að fækka slysagildrum fyrir börn í samráði við Slysavarnarfélag ís- lands. í öllum tilvikum drap hann málinu á dreif í félagi við aðra fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Ef málið hefði verið samþykkt strax væru aðgerðir hafnar. Nú, þegar nokkrar vikur er til kosninga, tek- ur hann sig til að flytur nánast samhljóða tillögu í eigin nafni. Betra seint en aldrei. En hvers vegna mátti ekki drífa í málinu strax þegar stungið var upp á því fyrir meira en einu ári? Hvers vegna vildi Árni Sigfússon vísa málinu úr borgarstjórn til borgar- ráðs þegar tillagan var flutt 4. febrúar 1993? Hvað voru menn að hugsa þegar tillaga var tekin fyrir í borgarráði 19. maí? Og hvers vegna var tillagan ekki sam- þykkt þegar hún var ítrekuð af Kvennalistanum 14. desember? Ef Árni Sigfússon og félagar hans hefðu samþykkt tillöguna strax hefði verið hægt að hefjast handa í upphafi þessa árs - árs fjölskyld- unnar. Öll framganga og málatilbúnað- ur sannar enn einu sinni að löngu er tímabært að breyta í borgar- stjórn. Reykvíkingar vilja að unnið sé að góðum málum með hags- „Sem borgarfulltrúi vísaði Árni Sigfússon frá tillögu sem gekk í þá átt að fækka slysa- gildrum fyrir börn." muni borgarbúa í huga - ekki flokkshagsmuni. Ótrúlegt er að slysavarnir fyrir börn skuli gerðar að flokkspólitísku máli, eða það sem verra er, einkamáli bráða- birgðaborgarstjórans. Tillaga mín var flutt undir kjör- orðinu: „Gerum borgina betri fyrir börnin". Tillaga Árna nú heitir: Betri borg fyrir börn. Tillögur mínar vann ég í samráði við Ester Guðmundsdóttur og Herdísi Stor- gaard frá Slysavarnafélaginu og llákon digri, HK í góðum málum Handknattleiksfélag Kópavogs (HK) tók við rekstri íþróttahússins Digraness 1992 og þar hefur verið byggð við húsið félagsmiðstöðin „Há- kon digri" fyrir félagsmenn HK og aðra Kópavogsbúa. í Fossvogsdal eru hafnar framkvæmdir fyrir félagið og er áformað að taka þá í notkun sum- arið 1995. Reiðhöll hestamannafélagsins Gusts Hestamannafélagið Gustur mun sjá um að halda íslandsmót hesta- íþróttamanna næsta sumar á félags- svæði sínu í Fifuhvammsdal. Nú er þar í byggingu reiðhöll í samvinnu bæjaryfirvalda og Gustara. Auk reið- salar verður í þessari höll aðstaða félagsmanna, aðstaða fyrir dýra- lækni og fleira. Tilkoma reiðhallar mun bæta allt starf félagsins, sér- staklega unglingastarfið sem hefur stóraukist hin síðustu ár. 27 holur golfvöllur Nýlega tókust samningar milli Kópavogsbæjar, Garðabæjar og ný- stofnaðs golfklúbbs sem varð til með samruna golfklúbba sveitarfélag- anna tveggja. Þessir samningar tryggja frekari uppbyggingu við níu holu golfvöll í landi Garðabæjar við Vifilsstaði. Byggt verður inn í land Kópavogs og verður þarna í framtíð- inni 27 holu völlur. Styrkir til félaga Á þessu kjörtímabili hefur átt sér stað mesta uppbygging íþróttamann- virkja S sögu bæjarins. En það er ekki nóg að byggja. Starfsemi íþróttafélaganna ber að styrkja og þess er mest þörf þegar illa árar í þjóðfélaginu og erfitt er að sækja styrki til fyrirtækja og einstaklinga. Kópavogsbær hefur á kjörtímabilinu aukið styrki sína til félaganna í bæn- um enda hefur starfsemi félaganna sjaldan verið öflugri. Stefna Framsóknarflokksins Verði stefnu Framsóknarflokksins fylgt áfram er áframhaldandi upp- byggingu íþróttalífsins í Kópavogi tryggð. Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð staðið vörð um æskulýðs- og íþróttastarf um allt land hvort sem er í sveitarstjórnum eða í ríkisstjórn. í Kópavogi hefur Framsóknarflokk- urinn svo sannarlega staðið undir þeim væntingum sem gera má til flokksins í íþrótta- og æskulýðsmál- Höfundur er formaður íþróttaráðs Kópavogsbæjar og skipar 2. sætíð á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi. Margrét Sæmundsdóttir studdu þær mig með ráðum og dáð. Þar var lagt til að borginni yrði skipt í svæði og leitað sam- starfs við Slysavarnafélagið um að gera úttekt á stöðum sem reynst geta hættulegir börnum. Þessu vísaði Árni Sigfússon frá með eigin hendi í febrúar 1993. Nú dirfist hann að koma með nán- ast samhljóða tillögu og kalla „frumtillögur að framkvæmdaá- ætlun átaksverkefnis í Reykjavík". Þetta eru makalaus vinnubrögð sem sýna að nýjasta borgarstjóra Reykjavíkinga er alls ekki treyst- andi þegar á reynir, og fyrr ekki en hann getur sjálfur eignað sér heiðurinn. Merkiiegt að það skuli gerast einmitt þegar meirihluti Sjálfstæðisflokksins er að falla en ekki þegar börnin þurfa á því að halda. Svona mun nýr meirihluti í Reykjavík ekki vinna. Breytt vinnubrögð og sanngirni í málatil- búnaði munu einkenna störf Reykjavíkurlistans undir forystu heiðarlegs borgarstjóra, Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur. Hafí Árni Sigfússon ennþá áhuga á málinu eftir kosningar munum við fagna samstarfi við hann sem oddvita minnihlutans. Höfundur er varaborgarfulltrúi Kvennalistans. Línan milli hægri og vinstri eftir Védísi Daníelsdóttur Bubbi söng um línuna milli hægri og vinstri á hljómleikum fyrir skömmu. I mínum eyrum ómar frá öldum ljósvakans „Hann er fullkominn". Megas kvað líka um kóng sem vildi sigla en að byr hlyti að ráða. Fullkominn er sá maður sem getur afmarkað línu á milli hægri og vinstri og kennt það við flokka. Flestum sem skynbragð bera á litafræði, ber saman um að litbrigðin séu mörg og litagrein- ing erfið. Sjáandi menn sem ekki eru litblindir telja því þessa línu óljósa og blæbrigðin mörg. Því varð Regnboginn fyrir valinu sem merki Reykjavíkurlistans. Regn- boginn tekur mið af grunnlitum og öðrum litum. Við rúmumst öll undir regnboganum. Hverfasamtök Það er stefna Reykjavíkurlist- ans að sem þeir borgarbúar sem áhuga hafa fái tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu borgarinnar og hafi áhrif á flest málefni innan borgarinnar. Þegar vinna sjálf- stæð félög borgarinnar mikið og þarft starf, eins og t.d. fþróttafé- lögin, foreldra- og kennarafélög í skólum og sóknarfélög. Reykjavík- urlistinn vill virkja fleiri í störf af þessu tagi. Því er það markmið að hvetja til stofnunar íbúasam- taka í öllum hverfum borgarinnar. Hlutverk borgarinnar í þessu sam- hengi er að skapa félögum aðstöðu til starfa. Frumkvæði að stofnun slíkra samtaka verður hins vegar að koma frá starfandi félögum eða hverfísbúum sjálfum. íbúasamtök- in verða samtök hverfisbúa en ekki samtök á vegum borgaryfir- valda. Sú hugmynd sjálfstæðis- manna að hafa þetta á vegum borgarinnar var felld með miklum -meirihluta hjá starfandi fólki á vegum Reykjavíkurlistans áður en hún barst á borðið. Þetta snýst um íbúa borgarinnar, ekki borgar- stjórn. Gæfa eða gjörvileiki Föstudaginn 15. apríl birtist grein frá stuðningsmanni sjálf- stæðisflokksins í Morgunblaðinu. Þar var ágæti hverfasamtaka í einu af hverfum borgarinnar reif- að. Góður kunningi minn sem býr í sama hverfí fær hins vegar ekki tækifæri til að vera virkur. Hann er barnlaus, slæmur í fæti og hef- ur ekki einfalt litaskyn. Foreldra- og íþróttafélög höfða því ekki til hans. Hvað starfsemi í þessu hverfi varðar, þá hefur hún eitt- hvað farið framhjá honum. Það hlýtur því að vera Sjálfstæðis- flokkurinn sem er svona virkur í hverfinu. Frjáls félög flokka er eitt af því sem tilheyrir lýðræðinu og virkni af hinu góða. Reykjavík- urlistinn vill hins vegar að allir íbúar hverfis geti haft áhrif, óháð börnum, fjárhag og aldri. Þetta er fjölmennur hópur sem fer stækkandi, sem telur sig áhrifa- lausan. Rödd þessa hóps þarf að geta hljómað líka. Gott er að hafa slíkt vald á aðstæðum, að hægt sé að velja eitt litbrigði regnbog- ans og staðsetja sig þar endan- lega. Gott er að verða aldrei fyrir Védís Daníelsdóttir. „Það er stefna Reykja- víkurlistans að sem þeir borgarbúar sem áhuga hafa, fái tækifæri til að taka þátt í uppbygg- ingu borgarinnar og hafi áhrif á flest mál- efni innan borgarinn- ar." barðinu á örlagaglettum. Heimur- inn er hins vegar fallvaltur og slíkt sjá framsýnir menn. Veruleikinn í dag getur orðið annar á morgun. Sumir njóta þeirrar gæfu í dag að vera vel giftir, gæddir heilsu, gáfum, fegurð, barnaláni, góðum efnum og virðingu í Sjálfsstæðis- flokknum. Það þótti framför þegar kvikmyndir og sjónvarp komu í lit. Reykjavíkurlistinn er svar tímans við svartsýni og sjónum sem sjá í svörtu og hvítu. Regn- boginn er í litum. Höfundur er viðskiptafræðingur og kjósandi R-listans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.