Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 34
+-
34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994
Reykjavíkurbréf undan
pilsfaldi Gr óu á Leiti
eftir Agúst Oddsson
Við lestur Réykjavíkurbréfs Morg-
unblaðsins 19. mars sl. brá mér nokk-
uð við að sjá Gróu á Leiti vera heim-
ildauppspretta höfundar. Bolungarvík
var þar tekin sem dæmi um stað þar
sem alvarlegur hrepparígur hafi haft
j slæma afleiðingu fyrir atvinnulíf stað-
arins. Hið nýja útgerðarfyrirtæki Bol-
víkinga sem jafnframt er almennings-
hlutafélag, Osvör, á að hafa sent afl-
ann frekar úr bænum en að láta frystí-
hús í plássinu, sem er í annarra eigu,
njóta hans. Tekið var fram að svipað
verð hafi verið í boði og á sama tíma
hafi tugir Bolvíkinga verið atvinnu-
lausir. Klykkt er út með að segja að:
„Það verður auðvitað engu bjargað,
þar sem slík viðhorf ráða ferðinni."
Meðreiðarsveinn Gróu á Leiti
Gróa á Leiti hefur nú aldrei þótt
heldri manna meðreiðarkona en
kannski getur hún gagnast þeim sem
vilja sverta byggðarlög í augum þjóð-
arinnar. Ég held að fá, ef nokkur
byggðarlög, hafi verið eins hugleikin
blaðaskríbentum og fréttamönnum
þjóðarinnar undanfarið ár eins og
Bolungarvík. Það væri synd að segja
að öll þau skrif hafi verið okkur hag-
stæð en þó eru þar á undantekning-
ar. Það má vel vera að við eigum alla
þessa neikvæðu umræðu skilið, en að
gefa það í skyn að þeir sem ráði ferð-
inni í stærsta útgerðarfyrirtæki Bol-
ungarvíkur séu haldnir meinfý^ni er
ekki framsetning sem er samboðin
útbreiddasta dagblaði þjóðarinnar. Við
skulum heldur ekki gleyma því að
bæjarsjóður Bolungarvíkur er meiri-
hlutaeigandi í Ósvör. Það skal þó virt
TíÖfundi Reykjavíkurbréfs til virðingar
að hann lét Morgunblaðið þann 24.
rnars birta athugasemd forráðamanna
Ósvarar, þar sem skrifum hans er
mótmælt. Ég hefði þó kosið að at-
hugasemdinni hefði verið valinn meir
áberandi staður en raun bar vitni,
enda fáir sem tóku eftir henni.
Þjónustustig og
sameiningarmál
Bolungarvík er bær sem byggir lifs-
afkomu sína á sjávarútvegi. Bolvíking-
ar hafa byggt upp bæ sinn með háu
þjónustustigi, einu af því hæsta á
Vestfjörðum og jafnvel þó víðar væri
leitað. Hér hefur verið byggð upp fé-
lags- og heilbrigðisþjónusta eins og
. hún gerist best. I Bolungarvík er
þannig háttað að þeim skilyrðum sem
félagsmálaráðuneytið hefur sett fram
til að sveitarfélag geti talist sjálfstæð
eining, er öllum löngu náð og gott
betur. Samt er okkur legið á hálsi
fyrir það að vilja ekki sameinast
byggðunum í kring af því að öðrum
finnst það hagkvæmt. I þessu sam-
hengi má benda á að 75% Bolvíkinga
höfnuðu hugmyndum umdæmanefnd-
ar í haustkosningunum um samein-
ingu. Þetta er á allan hátt skiljanlegt
þar sem tillögurnar voru ekkert annað
en hjómið eitt. Allar nánari útfærslur
vantaði. Enginn vissi né gat sagt hvað
sameiningin hefði í för með sér, hvað
hún hugsanlega gæfi af sér eða tæki
frá íbúunum. Þokukenndar yfirlýsing-
ar stjórnvalda um aðstoð við fjárhags-
lega endurskipulagningu sameinaðra
byggða voru heldur ekki til þess f alln-
ar að auka traust á þessu brambolti.
Sameiningargildran
I umfjöllun um sameiningarmál og
tillögur umdæmanefndar tók ég í
blaðagrein á sl. hausti dæmisögu um
mann sem hyggðist selja öðrum bát.
Kaupandinn fengi það eitt að vita að
hann myndi eignast bát en ekkert um
rekstrarform, kaupverð, fjármögnun,
fjárhagslegar skuldbindingar, kvóta,
skiptingu afla, mannaráðningar
o.s.frv. Það myndi enginn heilvita
maður kaupa sér bát á þessum for-
sendum en samt sem áður átti að
þröngva kaupunum upp á hinn al-
menna borgara. Þannig var kjósend-
um stillt upp við vegg f haustkosning-
unum.
Nýjustu aðförinni í þessari veru er
best lýst með skopmynd Sigmund í
Morgunblaðinu þann 15. mars af
„sameiningargildrunni". Nýlegar til-
lögur ríkisstjórnarinnar ganga út á
að veita skuli 200 milljónir þeim sveit-
arfélögum sem vilja eða ætla að sam-
einast. Innan þessara sveitarfélaga á
svo aftur að veita fyrirtækjum 300
milljónir, ef þau sameinist þannig að
hagræðing verði af. Af þessu er því
ljóst að Bolungarvík, sem hefur alfar-
ið hafnað sameiningu, með þeim
rökstuðningi að ekki sé þörf fyrir
hana og byggir þar á forsendum fé-
lagsmálaráðuneytisins um hvað séu
lágmarkssveitarfélög, fær ekki krónu
af þessum 500 milljóna pakka. Þetta
gerist á sama tíma og Bolungarvíkur-
kaupstaður hefur sennilega veitt hvað
mest fé á landsvísu til varnar kvóta-
sölu út úr byggðarlaginu og til upp-
byggingar atvinnufyrirtækja í byggð-
arlaginu. Er þetta hægt spyr ég? Á
sama tíma situr skríbent Reykjavíkur-
bréfs í marmarahöll sinni og kallar
okkur aumingja og vesalinga sem
stundum hrepparíg til að ná okkur
niður á samborgurum okkar.
Lífróður Bolvíkinga
Bæjarsjóður Bolungarvíkur á meiri-
hluta í útgerðarfyrirtækinu og al-
menningshlutafélaginu Ósvör sem á
að hafa stundað þau óheillaverk að
senda afla út fyrir byggðarlagið til
vinnslu, á sama tíma og frystihús stað-
arins þurfi á honum að halda. Heldur
höfundur Reykjavíkurbréfs þann 19.
mars sl. að okkur sé hlátur í huga
að þurfa að fara leið útgerðarfrúarinn-
ar í Hafnarfirði. Sú ágæta frú benti
réttilega á fyrir skömmu í sjónvarps-
þætti, að hægt væri að reka togara
einn með hagnaði sem Tálknfirðingar
gátu ekki áður. Að vísu gleymdist að
geta þess að útgerðarfrúin hefði ekki
sömu hagsmuna að gæta í landi og
þeir sem jafnframt reka fiskvinnslu
og veita þannig mörg^im vinnu á
staðnum. Hún getur því einfaldlega
selt afla togarans hæstbjóðanda
hverju sinni og þannig tryggt rekstrar-
grundvöllinn betur en annars. Tálkn-
firðingar urðu aftur á móti að gæta
hagsmuna vinnslu sinnar í landi, eins
og við höfum orðið að gera í Bolungar-
vík alla tíð. Það er fyrst núna að við
neyðumst til að selja hluta aflans
hæstbjóðanda, til þess eins að missa
ekíci þann kvóta í burt sem til staðar
er. Við róum nefnilega lífróður þessa
stundina hafi það farið fram hjá ein-
hverjum. Við verðum að tryggja
rekstrargrundvöll togaranna svo þeir
renni okkur ekki úr greipum. Þrátt
fyrir allt þetta hefur 70% af afla
Osvarar verið seldur innanbæjar.
Álög kvótakerfisins
Við, sem búum hér, verðum að lifa
í voninni um að þorskkvótinn, sem er
undirstaða atvinnunnar, aukist á
næstunni. Ef við eigum að fá hlut-
deild í væntanlegri kvótaaukningu
verðum við að hafa kvóta fyrir, ann-
ars fáum við ekkert. Það er það sem
lífróður okkar snýst um. Við neyð-
umst núna til að selja hluta aflans
hæstbjóðanda, til þess að tryggja
rekstur togaranna og halda þannig
kvótanum í byggðarlaginu. Þetta
verðum við að gera hvort sem okkur
líkar betur eða verr. Það er ekki auð-
velt fyrir bæjarstjórn að sitja uppi
með þá tilfinningu að vera meðábyrg-
ir í slíku kerfi þegar að aðrir setja
leikreglurnar. Við höfum einfaldlega
ekkert val.
Ágúst Oddsson
„Ekki hefur verið sýnd
sú fyrirhyggja að
leggja til hliðar til
mögru áranna, heldur
hefur sjávarútvegurinn
verið látinn halda uppi
efnahagslegu flugi
þjóðarinnar þangað til
að í óefni er nú komið."
Á að kaupa sér stundarfrið?
Setjum við skammtíma sjónarmið á
oddinn og beinum þeim ákveðnu til-
mælum til stjórnar útgerðarfyrirtæk-
isins Ósvarar að það selji allan afla
innanbæjar óháð verði, þá erum við í
sama mund að skjóta undan okkur
lappirnar fyrir stundarfrið. Við höfum
því í bæjarstjórn Bolungarvíkur stað-
fastlega gefið það til kynna við stjórn
Ósvarar að hún verði að hugsa um
að halda kvótanum hvað sem það
kostar. Hún verði fyrst og fremst að
hugsa um að reksturinn standi undir
þeim skuldbindingum sem útgerðar-
fyrirtækið hafi gert. Bæjarsjóður og
hin almenni borgari er búinn að leggja
milljónatugi í útgerðarfyrirtækið, sem
myndu glatast ef fyrirtækið yrði gjald-
þrota. Ekki væru þá til fjármunir í
bænum til að kaupa nýjan kvóta eða
ný skip og byggðin hér í hættu sem
aldrei fyrr.
Tilraunadýr gjaldþrotastefnu
Ég held að mál sé að linni hvað
varðar neikvæðan tón til okkar Vest-
firðinga. Bolvíkingar hlutu þann vafa-
sama heiður á nýliðnu ári að vera eins
konar tilraunadýr sjóða og bankakerf-
is, þegar Einar Guðfinnsson hf. var
lýstur gjaldþrota. Greinilegt er að
ekki hefur þeim sömu aðilum litist
nægjanlega vel á útkomuna, þegar
hafðar eru í huga þær björgunarað-
gerðir sem farið hefur verið í á ýmsum
þeim stöðum öðrum þar sem svipað
hefur verið ástatt um og hér. Þar
hefur verið reynt að semja við kröfu-
hafa og gengið vel, þeir aðilar sjálf-
sagt minnugir árangursins við gjald-
þrot EG. Nú á að hjálpa hluta Vestfirð-
inga til sjálfhjálpar en Bolungarvík
er eins og endranær fjarri góðu gamni.
Það er kannski eins gott miðað við
hina neikvæðu umræðu sem hefur
orðið um svo nefndar sértæku aðgerð-
ir ríkisstjórnarinnar nánast um land
allt.
Búmannsraun þjóðarinnar
Að lokum vil ég benda á að sjávar-
útvegurinn hefur verið undirstaða
þeirrar velgengni og góðæris sem ís-
lendingar hafa notið undanfarin ár.
Ekki hefur verið sýnd sú fyrirhyggja
að leggja til hliðar til mögru áranna,-
heldur hefur sjávarútvegurinn verið
látinn halda uppi efnahagslegu flugi
þjóðarinnar þangað til að í óefni er
nú komið. Mjólkurkýrin er ekki lengur
sú sem hún var og þá er hún allt í
einu orðinn baggi á þjóðinni. Eytt
hefur verið langt um efni fram og
hefur þar haltur leitt blindan. Ég held
að á engan sé hallað þó sagt sé að
bæði háir og lágir eigi þar sök á.
Stjórnmálamenn bera þó þar að sjálf-
sögðu mestu ábyrgðina stöðu sinnar
vegna.
„Æ, þetta reddast"!
Ekki er útlit fyrir vaxandi bolfísk-
kvóta næstu árin og hvað er þá til
ráða? Nýtt álver komst aldrei á kopp-
inn og flutningur raforku um sæ-
streng til granna okkar varla í sjón-
máli enn. Ætli við verðum ekki að
hokra hér enn um sinn og nýta það
sem við höfum á betri og skynsamari
hátt en hingað til. Atvinnuleysisvofan
hefur barið að dyrum hér eins og í
grannlöndunum. Þjóðlæg forlagatrú
okkar sem felst í orðunum vinsælu
„æ, þetta reddast" hefur um árabil
svæft árvekni okkar og bægt frá okk-
ur hugsuninni um að fjárhagslegar
þrengingar og atvinnuleysi gæti orðið
okkar hlutskipti. Á sama tíma hafa
grannlönd okkar barist við atvinnu-
leysi árum saman. Er okkur við þjarg-
andi? Vonandi. Það er alla vegana tími
til kominn að láta hlutina heita réttum
nöfnum og skætingsskrif eins og þau
sem urðu tilefni þessa pistils eru ekki
til þess fallin að bæta neitt. Þau verða
í versta falli til að skerpa andstæðurn-
ar milli þéttbýlis og dreifbýlis, nóg er
þó komið af slíkum skrifum að undan-
förnu.
Höfundur er héraðslæknir
Vestfjarða ogforsetí
bæjarstjórnar Bolungarvíkur.
Hvað er veiðileyfagjald?
eftir Skúla
Alexandersson
Hvað er veiðileyfagjald? Á hverja á
að leggja veiðileyfagjald? Hvernig á
að leggja veiðileyfagjald á? Hvaða
gjaldstofn skal nota til álagningar
. vgiðileyfagjalds? Hverjir skuli ráðstafa
gjaldinu og til hverra skal það renna?
Þessum spurningum og ótal mörg-
um öðrum, um veiðileyfagjald, er
ósvarað.
Tillögur eða uppástungur um það
að leggja á veiðileyfagjald í íslenskum
sjávarútvegi hafa þó verið í „notkun"
nokkuð lengi. Sumir þeirra sem hafa
stutt og styðja hið mislukkaða afla-
markskerfi við stjórn fiskveiða hér við
land virðast nota þessa óútskýrðu
uppástungu til að dreifa gagnrýnisum-
ræðu á aflamarkskerfið, framsal kvóta
o.s.frv.
¦ ¦ Augljóst er að óskilgreind uppá-
stunga um það að leggja á veiðileyfa-
gjald er jafn marklaus og sú aðferð
hjá fjármálaráðherra sem þarf að fá
auknar tekjur í ríkiskassann að endur-
taka stöðugt „við þurfum að leggja á
skatt" og hafa ekki fyrir því að út-
skýra hugsanleg áhrif skattsins, gjald-
stofn og innheimtuleið. Fjármálaráð-
herra sem hagaði sér þannig yrði fljótt
að viðundri. Orðið skattur er mark-
„Auðvelt er t.d. að
heyra tón LÍÚ í stefnu
þess hóps Sjálfstæðis-
flokksins sem markar
fiskveiðistefnuna."
laust án útskýringar um áhrif og
álagningarleið. Eins er með orðið
veiðileyfagjald, það er marklaust
nema að svör séu gefin um álagningu
þess og áhrif í tengslum við álagningu
þess.
Þrátt fyrir tómahljóðið hefur um-
ræðan um þetta gjald verið ótrúlega
mikil.
í DV í byrjun desember var gerð
skoðanakönnun. Spurt var: Ertu fylgj-
andi eða andvígur veiðileyfagjaldi í
sjávarútvegi? Starfsfólk blaðsins hefur
trúlega talið sig vera að spyrja alvöru-
spuniingar. En það er erfitt að gera
sér í hugarlund á hvaða grunni sva-
rendur tóku afstöðu.
Það er ekki nema von að spurt sé
svona um þetta gjald í skoðanakönn-
un. Forusta Alþýðuflokksins, ríkis-
stjórnarflokks til nokkurra ára, hefur
notað þetta orð, veiðileyfagjald, sem
stefnu í fískveiðistjórn um árabil. Al-
menningur í flokkunum hefur reyndar
andæft gegn forustunni og viljað láta
flokkinn hafa alvöru fiskveiðistefnu.
Forustunni hefur þó tekist að hanga
á stikkorðinu sem í sumum tilfellum
hefur orðið til þess að Alþýðuflokkur-
inn hefur fengið hrós fyrir að hafa
fiskveiðistefnu! — Það væri meira en
hægt væri að segja um aðra stjórn-
málaflokka.
Þótt stjórnmálaflokkar eigi í efið-
leikum með að útskýra fiskveiðistefnu
sína þá fmnst þó tónn í stefnu flestra
sem utanaðkomandi heyrir þó svo að
flokkurinn vilji ekki útskýra málið.
Auðvelt er t.d. að heyra tón LÍÚ í
stefnu þess hóps Sjálfstæðisflokksins
sem markar fiskveiðistefnuna. For-
usta Alþýðuflokksins nefnir bara sitt
stikkorð „veiðileyfagjald" og heldur
áfram að styðja kvótakerfi sægreif-
anna. Frá forustu þess flokks heyrist
því ekki aðeins tónn frá LÍÚ heldur
laglínan öll.
Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður
og annar formaður Tvíhöfðanefndar,
skrifaði grein f DV í desember sl. Þar
segir hann m.a.: „Veiðileyfagjaldið var
eitt helsta átakaefnið í Tvíhöfðanefnd-
inni." Móthöfuð Vilhjálms í nefndinni
var höfuð Þrastar Ólafssonar, hag-
fræðings og aðstoðarmanns utanríkis-
ráðherra. Starfið í Tvíhöfðanefndinni
var leynimakk fulltrúa stjórnarflokk-
anna.
Skúli Alexandersson
Þessi yfirlýsing Vilhjálms gefur til
kynna að hugmyndir forustu Alþýðu-
flokksins um útfærslu gjaldsins,
álagningu og innheimtu hafi verið
lagðar fram í nefndinni. Að öðrum
kosti hefði varla orðið um „átakaefni"
að ræða.
Aðalfundur Seðlabankans var hald-
inn nú fyrir stuttu. Þar voru haldnar
merkar ræður. Þar var einnig fjöldi
gesta til að hlusta. Einn ræðumanna
var viðskiptaráðherra, Sighvatur
Björgvinsson. Góð hefur ræða Sig-
hvats sjálfsagt verið og fjöimiðlar
gátu hennar. Um efni ræðunnar var
svo sem ekki mikið fjallað utan þess
að það þótti markvert að ráðherra
hafði lagt til að leggja á veiðileyfa-
gjald. Um útskýringu ráðherrans á
því hvernig gjaldið yrði útfært eða
álagt var ekki getið.
Samtök iðnaðarins héldu fund
nokkru síðar. Enn voru haldnar ræður
og enn voru til staðar gestir til að
hlusta. íjölmiðlar gátu þess að við-
skiptaráðherra hefði enn nefnt veiði-
leyfagjald. Forstjóri Þjóðhagsstofnun-
ar flutti ræðu og nefndi veiðileyfa-
gjald og nauðsyn þess að leggja slíkt
gjald á til að jafna væntanlegar sveifl-
ur hjá þjóðarbúinu. Forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar sá ekki ástæðu til að
útskýra sína merku hugmynd frekar.
Ég hefi nefnt hér viðskiptaráðherra
og forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Þeir
hafa báðir talið ástæðu til að leggja
til að lagt verði á veiðileyfagjald.
Finnst ekki jafn háttsettum mönnum
að þeir skuldi hlustendum sínum og
þjóðinni allri skýringu á því hvað þeir
eiga við þegar þeir fjalla um veiðileyfa-
gjajd?
Ég hefi líka nefnt hér aðstoðarmann
utanríkisráðherra. Telur hann ekki
ástæðu til að útskýra „átakaefnið"?
Höfundur erfyrrv. alþingismaður.