Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994 37 SJONARHORN Sækjum landið heim ísland sækjum það heim - segir í hvatningarorðum Ferðamálaráðs, sem nú hvetur fólk til að eyða sumarleyfum sinum hér innan lands. Herferð þessi er tímabær, en hafa ferðamannastaðir landsins verið undir það búnir að taka á móti auknum fjölda ferðamanna? Gistiaðstaða í höfuðborginni Víðtæk hlutlaus úttekt, einskon- ar gæðamat, hefði þurft að fara fram á allri aðstöðu og þjónustu á þeim stöðum sem ferðamönnum er beint að. Slíkar gæðakannanir er gerðar erlendis og þykja nauðsyn- legar svo finna megi veika hlekki í ferðamannaþjónustunni áður en þeir valda skaða. Niðurstöður slíkra kannana eru síðan birtar ferðafrömuðum til leiðbeiningar og ferðamönnum til fróðleiks. Mörg 'undanfarin ár hefur grein- arhöfundur og lítill ferðahópur eytt sumarleyfunum sínum í ferðlög um landið og heimsótt marga þá staði sem ferðamönnum er beint á. Verð- ur hér gerð smá gæðaúttekt á nokkrum þáttum, byggð á eigin reynslu. Þjónusta við ferðamenn hefur stórbatnað á undanförnum árum miðað við það sem áður var. Gisti- staðir eru betri, viðmótið sem mætir gestum er kurteislegt og hlutlaust en ekkert sérstaklega al- úðlegt, en á því eru að sjálfsögðu undantekningar. Matur og verðlag er málaflokkur sem þarf að fá meiri umræðu. Eftir að hafa kynnst ýmsum matsölustöðum víða um landið er það ekkert undrunarefni að erlendir ferðamenn reyni að hafa eins mikið af mat með sér að heiman og þeir geta. Þar sém þessi grein er skrifuð út frá höfuðstaðnum er ekki auð- velt að meta hvernig gistiaðstaða er hér nú. En sem einstaklingur utan af landi, sem leita þurfti gist- ingar hér í bænum á árum áður, vona ég að ekki fyrirfinnist lengur á gististöðum eða gistiheimilum grjótharðar rúmdýnur, blýþungar sængur og ofkynt og loftlaus her- bergi. Erlendir gestir hafa þó kvartað yfir því að hér séu til gisti- heimili sem hafi of fá salerni miðað við fjölda gesta á þessum stöðum. Slíka þætti þarf að kanna, þeir eru mikilvægir. Gistiaðstaða úti á landi Ferðamenn sem ferðast um land- ið og ekki gista í tjöldum reyna flestir að fá gistingu þar sem verð- lag er hóflegt. Edduhótelin verða þá oft fyrir valinu eða bændagist- ingin. Edduhótelin eru yfírleitt þægileg, sérstaklega eftir að rúm- kostur var bættur. Rúmfatnaður gæti víða verið þægilegri, þessi hamraði mætti hverfa. Bændagist- ing er víða ágæt, mörgum finnst hún þægilegri þar sem ekki er ver- ið á gafli hjá húsráðendum. Matur er of dýr Málsverðir skipa miklu máli í ferðalagi. Ef veðráttán er erfið eða aðrir erfiðleikar hafa komið upp, getur góð máltíð bætt það upp. Matstaðir eru hér æði misjafnir. íslenska veitingastaði má aðallega greina í tvo flokka, „góða" veit- ingastaði þar sem matur er að jafn- aði dýr og síðan skyndibitastaði. í höfuðstaðnum eru til veitingastaðir sem selja mat á lægra verði í há- degi en hækka síðan verðið að kveldi. Hér þarf fleiri veitinga- staði, fyrir utan skyndibitastaðina, þar sem hægt er að fá einfaldan góðan mat á hóflegu verði bæði í hádegi og að kveldi. Skyndibitastaðir þurfa eftirlit Skyndibitastaðir eru mest áber- andi allra veitingastaða á lands- byggðinni. Þegar komið er á þessa veitingastaði við þjóðveginn, mætir gestum þessi þunga stæka lykt sem fylgir margnotaðri djúpsteikingar- feiti og megn þráalykt frá marg- brenndum kjötleifum á steikarplöt- um sem ekki eru þrifnar á viðun- andi hátt. (Ofnotuð steikarfeiti er ekki aðeins lyktarslæm, hún getur verið heilsu neytenda skaðleg. Sama er að segja um margbrennd- ar kjötleifar.) Það er áberandi að á mörgum þessum stöðum virðist matseldin, steiking og umhirða látin í hendur unglinga sem eðlilega hafa litla þekkingu á að sjá um slíka staði. Ég minnist hamborgara í veitinga- skála einum á Norðurlandi fyrir Fiskréttir njóta aukinna vinsælda. Auka þarf áherslu á uppbygg- ingu veitingastaða sem sérhæfa sig í sjávarréttum. nokkrum árum sem voru súrir af því að standa í stafla við heitt eld- stæðið áður en þeir voru steiktir. Fiskveitingahús vantar við sjávarsíðuna Ótrúlega lítil áhersla hefur verið lögð á það á landsbyggðinni eða við sjávarsíðuna að setja upp veit- ingastaði sem bjóða upp á einfalda góða fiskrétti. Menn hafa velt fyrir sér hvernig þeim hafi reitt af jap- önsku hjónunum sem komu til lands og tóku sér bíl á leigu til að geta farið um landið og borða fisk- rétti á öllum litlu veitingastöðum í sjávarþorpunum allt í kringum í landið. Erlendir ferðamenn vilja gjarnan borða íslenskan físk og vinsældir fiskrétta hafa einnig aukist hjá innlendum ferðamönnum. Hér á höfuðborgarsvæðinu hefur veit- ingastaðurinn Við Tjörnina unnið sér verðugan sess fyrir mjög góða fiskrétti. Við minnumst einnig frá- bærra fiskrétta á veitingastað við Höfn í Hornafirði. Aftur á móti gleymist seint bragðið af þráa steika fisknum á veitingastað ein- um á Norðausturlandi. En svo minnumst við með mikilli ánægju mjög góðrar fiskmáltíðar og vin- gjarnlegs viðmóts á veitingastað á Vopnafirði. Vingjarnlegt viðmót laðar að ferðamenn Viðmótið sem mætir gestum skiptir máli. Okkur er sérstaklega minnistætt frábært kaffiborð og einstaklega alúðlegar móttökur á Hótel Jórvík á Þórshöfn. Af sömu ástæðu var mjög ánægjulegt að gista á Húsmæðraskólanum á Hall- ormsstað. Gæði þeirra þjónustu sem ferða- menn fá skiptir miklu máli. Alúð- legt viðmót kostar ekkert, en vekur löngun að heimsækja staðinn aft- ur. Vert er að hafa hugfast að gott orðspor fer víða og er ein besta kynning sem ferðamanna- land getur fengið. M.Þorv. t R AÐ A UGL YSINGAR NAUÐUNGARSAIA . . ¦ ¦ ........... ¦ ¦...,¦¦....¦ ... Uppboð + Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins i Hamarstræti 1, 3. hæð, þriðjudaginn 26. april 1994, kl. 14.00, á ef tirf arandi eignum: Bakkavegi 1, ísafirði, þingl. eig. Guðmundur Þór Kristjánsson og Elfnborg Helgadóttir, gerðarbeiðandi Bæjarsjóður fsafjarðar. Hafnarstræti 14, Rateyri, þingl. eig. Allan W. Matthews, gerðarbeið- andi Lffeyrissjóður Vestfirðinga. Hafnarstræti 14, fsafirði, þingl. eig. Vélbátaábyrgðarfélag Isafjarðar, geröarbeiðandi Fjárfestingarfélagið Skandia h.f. Hafnarstræti 19, Flateyri, þingl. eig. Guðbjartur Jónsson, gerðarbeið- andi innheimtumaður ríkissjóðs. Heimabæ, Arnardal, 0001, ísafirði, þingl. eig. Asthildur Jóhannsd. d.b. Marvins, gerðarbeiðandi Bæjarsjóður (safjarðar. Heimabæ, Arnardal, 0101, Isafirði, talinn eig. Jóhann B. Marvins- son, gerðarbeiðandi Bæjarsjóður fsafjarðar. Hlíðarvegi 12, neðri hæð, Isafirði, þingl. eig. Stefán Björgvin Guð- mundsson, Guðlaug Soffía Jónsdóttir og Elva Siguröardóttir, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður rikisins og Bæjarsjóður fsafjarðar. Hlíðarvegi 12, Isafirði, þingl. eig. Kristján Finnbogason og Maria Sonja Hjálmarsdóttir, gerðarbeiðandi Tryggingastofnun riksins. Hlíðarvegi 15, fsafirði, þingl. eig. Einar Garðar Hjaltason og Bergljót Halldórsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbanki isíands, fsafirði. Mb. Eli'as Már ÍS-99, þingl. eig. Elías Már, gerðarbeiðandi Sölumið- stöö hraðfrystihúsanna. Mb. Guðni fS-52, þingl. eig. Konráð Guðbjartsson og Konráð Kr. Konráðsson, gerðarbeiðendur innheimtumaður ríkissjóðs og Lands- banki fslands, aðalbanki. Mb. Sævaldur EA-203, þingl. eig. Nökkvi sf., gerðarbeiðendur Bæjar- sjóður fsafjarðar og Landsbanki fslands, Bíldudal. Mjallargötu 1, 0201, fsafirði, þingl. eig. Gréta Jónsdóttir, gerðarbeiö- endur Byggingarsjóður ríkisins og Bæjarsjóður fsafjarðar. Seljalandi 21, fsafirði, þingl. eig. Halldóra Jónsdóttir, gerðarbeiöandi Landsbanki Islands, fsafirði. Sindragötu 6, 0103, fsafirði, þingl. eig. Handtak sf., geröarbeiðandi lönlánasjóöur. Sindragötu 6, 0203, fsafirði, þingl. eig. Handtak sf., gerðarbeiöandi lönlána,sjóður. Smiðjustíg 3, Suðureyri, þingl. eig. Bima Guðríður Þorieifsdóttir, gerðarbeiðandi Lffeyrissjóður Vestfirðinga. Smárateigi 6, Isafirði, þingl. eig. Trausti M. Agústsson, gerðarbeið- andi Búnaðarbanki fslands, aðalbanki. Stefnisgötu 8, Suðureyri, þingl. eig. Jenný Eygló Benediktsdóttir, gerðarbeiðandi Lffeyrissjóður Vestfirðinga. Sæbóli II, Mýrahreppi, þingl. eig. Elísabet A. Pétursdóttir og Agúst G. Pétursson, gerðarbeiðandi Grávara hf. Arvöllum 6, (safirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd fsafjarðar, gerðarbeiö- andi Bæjarsjóður fsafjarðar. Sýslumaðurinn á fsafírði, 20. april 1994. Sólstofur Seljum mjög vandaðar sólstofur. Fást með sérstöku gleri með háu einangrunargildi, með vörn gegn ofhitun inni vegna sólarorku. Sýning í dag, kl. 10.00-17.00, í Kirkjulundi 13, Garðabæ, ekið inn frá Vífilsstaðavegi. Tæknisalan, sími 656900. ímou Vuokatti á íslandi SkúkQöiu26&13999 Sumarbú- staðasýning Höfum sýningu á hinum frábæru sumarhúsum frá Finnlandiídagog ámorgun. TILKYNNINGAR Tilkynning f rá lögreglustjóranum í Reykjavík Skotvopnanámskeið fyrir árið 1994 verða haldin á vegum embætt- isins sem hér segir. 1. Frá 19.-24. maí 1994. 2. Frá 9.-13. júní 1994. 3. Frá 4.- 8. ágúst 1994. Ekki eru fleiri námskeið fyrirhuguð á árinu. Þeir, sem fyrirhuga að taka þátt, eru vinsam- lega beðnir að skrá sig tímanlega. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Opið hús Kvennalistans íKópavogi í dag, laugardaginn 23. apríl, í Hamraborg 7, 2. hæð, kl. 14-17. Kynning á stefnu Kvennalist- ans í bæjarmálum Kópavogs. Frambjóðendur verða á staðnum ásamt fleiri gestum. Kaffi á könnunni. - Allir velkomnir. ÞJONUSTA Lóðahreinsun í Reykajvík vorið 1994 Umráðamenn lóða í Reykjavík eru hvattir til að flytja nú þegar af lóðum sínum allt, er veldur óþrífnaði og óprýði. Til að auðvelda fólki að losna við rusl eru gárnar við eftirtalda staði: • Ánanaust móts við Mýrargötu. Sævarhöfða móts við malbikunarstöð. Gylfaflöt austan Gufunesvegar. Jafnasel í Breiðholti. Sérstakir hreinsunardagar verða laugardag- ana 7. og 14. maí og verða ruslapokar afhent- ir í hverfabækistöðvum gatnamálastjóra. Næstu tvær vikur eftir hreinsunardagana munu starfsmenn Reykjavíkurborgar fara um hverfi borgarinnar og hirða upp fyllta poka. Rusl, sem flutt er til eyðingar, skal vera í umbúðum eða bundið og hafa skal ábreiður yfir flutningakössum. Umráðamenn óskráðra og umhirðulausra bílgarma, sem eru til óþrifnaðar á götum, «* bílastæðum, lóðum og opnum svæðum í borginni, eru minntir á að fjarlægja þá hið fyrsta, annars má búast við að þeir verði teknir til geymslu um takmarkaðan tíma en síðan fluttir til förgunar. Gatnamálastjórinn í Reykjavík, hreinsunardeild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.