Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 38
Minning Kristján Einarsson, skáld frá Djúpalæk Fæddur 16. júlí 1916 Dáin 15. apríl 1994 Minningabrot við andlát bróður míns, Kristjáns Einarssonar frá Djúpalæk. Það gerast engin undur, þótt gamalmenni deyi, það gerist ekki neitt þótt fölnað laufblað falli, _ þótt feigðarinnar kalli sé gegnt af gamalmennum. Þau gleymast yfirleitt. Þannig orti Kristján frá Djúpa- læk í minningarljóði fyrir mörgum árum. Nú hefur hann sjálfur gegnt þessu kalli. Nafn hans mun þó ekki gleymast heldur lifa í ljóðum hans meðan íslensk tunga verður töluð í þessu landi. Kristján fæddist á Djúpalæk í Skeggjastaðahreppi 16. júlí 1916. Foreldrar hans voru hjónin Gunn- þórunn Jónasdóttir og Einar Eiríks- son. Kristján var næstelstur sex alsystkina. Auk þess átti hann átta hálfsystkini, samfeðra. I bók sem Kristján skrifaði fyrir nokkrum árum og heitir A varínhellunni seg- ir hann frá bernsku- og unglingsár- um sínum á Djúpalæk. Þegar kem- . ur að því að greina^ frá ferming- unni, segir hann: „Ég fékk enga fermingargjöf," en tekur sig á og segir: „og þó, ég eignaðist bróður." Þar sem aldursmunur okkar var 14 ár, og Kristján fór snefnma að heiman í vinnu og skóla, á ég ekki margar minningar um hann frá bernsku minni. Vorið 1937, þegar faðir okkar lést, var Kristján í skóla á Eiðum. Hann kom heim um vorið að loknum prófum. Það sumar vann hann hjá Sigurði bróður okkar við byggingu á íbúðarhúsi hans. Hann flutti steypuefni úr fjörunni á Djúpalæk á byggingarstað. Flutn- ingstæki var hestakerra sem Gram- ur gamli dró. Þetta sumar var ég mikið með Kristjáni og má segja að þar hafí kynni okkar hafíst fyrir alvöru. Hann var hrókur alls fagn- aðar í þeim hópi sem þarna vann að byggingunni, en það voru ná- grannar okkar og vínir. Mér eru minnisstæðir matartímarnir og kvöldin þegar hann hóf að segja sögur, hafðar eftir mönnum sem 'aliir þekktu, og var þá fengin að "Tíáni rödd þess sem söguna átti að hafa sagt. Um sannleiksgildi þeirra er ekki alveg vitað. Um haustið fór Kristján í Menntaskólann á Akureyri en var þar aðeins einn vetur. Fór þar sam- an að peninga skorti til frekara náms, heilsa var veil og svo hitt að vestur í Hörgárdal var heima- sæta sem hann hafði kynnst á Eið- um veturinn áður, Unnur Friðbjarn- ardóttir frá Staðartungu. Kynni þeirra leiddu til hjónabands og ástríkrar' sambúðar allt til dauða- dags Kristjáns. Nú liðu nokkur ár án þess að ég sæi Kristján en einn dag koma boð frá Saurbæ, bæ sem er norðar í sveitinni en Djúpilækur; er Kristján staddur Jjar og biður um að verða sóttur. Astæðan fyrir því að hann var þarna var að hann hafði fengið far frá Akureyri með færeyskri skútu sem var á leið austur í Finna- fjörð til veiða. Ég fór þessa leið til að sækja hann ásamt bróðursyni okkar, jafnaldra mínum, og man ég að þegar við hittum Kristján þá spurði hann okkur hvor væri bróðir sinn. Ég sagði honum að það væri ég og var nokkuð stoltur af að eiga þetta upprennandi skáld fyrir bróð- ur. Næsti minnisverði atburður er þegar fyrsta ljóðabókin hans, Frá nyrstu ströndum, barst heim í sveit- ina. Hún var keypt á nánast hverj- um bæ og allir fundu eitthvað við sitt hæfi í ljóðum hans, enda yrkis- efnið að langmestu leyti sótt heim á bernskuslóðir og til fólksins sem þar bjó. Að sjálfsögðu greindi menn á um gæði þeirra; einn valdi þetta ljóð sem það besta, annar hitt. En eitt var víst: Ströndungar höfðu eignast skáld. Um haustið 1948 flutti ég til Akureyrar og var þá til húsa hjá Kristjáni. Þá hagaði svo til að Unn- ur kona hans lá í gifsi á sjúkrahús- inu á Akureyri þar sem hún lá í þrjú ár vegna berkla í baki. Mér er minnisstætt þegar ég fór í fyrsta sinn með Kristjáni að heimsækja Unni þar sem hún lá í gifsinu frá mjöðmum að hálsi, með gítarinn sinn ofan á sænginni, brosandi og falleg þrátt fyrir aðstæður. Það þurfti ekki glöggt auga til að sjá þá ást og hlýju sem var á milli þeirra hjónanna. Heima var móðir okkar sem hafði ætlað að vera bú- stýra Kristjáns en hún veiktist af mænuveiki, svonefndri Akureyrar- veiki, og lá í rúminu þegar þarna var komið. Kristján vann þá vakta- vinnu á kolsýruverksmiðjunni Sindra. Hann orti mjög mikið á þessum árum og mest á næturvökt- unum. Þetta var býsna erfitt líf, með sjúkling heima og annan á sjúkrahúsi. Við bjuggum þarna saman um veturinn og gekk það ótrúlega vel. Ég minnist þess að Kristján fór á hverjum degi upp á sjúkrahús að heimsækja konu sína, og veit ég að það gerði hann öll þessi ár. Um vorið seldi Kristján íbúðarhús sitt og móðir okkar fór á sjúkra- hús. Við fluttum í leiguhúsnæði og bjuggum þar saman um skeið. Brids Umsjón Arnór G. Ragnarsson íslandsmótið í tvímenningi ¦ * Níutíu para undankeppni fyrir íslandsmótið í tvímenningi var spil- uð í gær og í fyrradag. Þegar lokið var tveimur lotum af þremur var ljóst að mörg af þekktari bridspör- um landsins verða ekki með í úr- slita-keppninni, sem hefst í dag og lýkur síðdegis á morgun. 25 pör komast áfram úr undankeppninni, íslandsmeistarar fyrra árs og kjör- dæmameistararnir, samtals 32 pör. Norðurlandsmót eystra - ¦ Parakeppni Það er mikið að gerast í brids-lífí noðanlands þessa dagana. Eins og öllum brids-áhugamönnum er kunn- ugt stendur Bridsfélaga Akureyrar fyrir miklu afmælismóti um miðjan maímánuði og það mun einnig ann- ast framkvæmd á íslandsmótinu í parakeppni dagana 12.-13. maí. Og enn stækkar mótaskráin því Brids- samband Norðurlands eystra ætlar að standa fyrir Norðurlandsmóti eystra í parakeppni, hinu fyrsta á þessu svæði og gera að árlegum við- burði í framtíðinni. Mótið verður haldið í Hamri laugardaginn 30. apríl og hefst kl. 10. Spilaður verður Baró- meter og er keppt um silfurstig. Keppnisstjóri verður Páll H. Jónsson. Þátttökutilkynningar berist fyrir kl. 20 miðvikudaginn 27. apríl til: Páls H. Jónssonar, hs. 96-21695, vs. 96-12500 og Hauks Jónssonar, hs. 96-25134, vs. 96-11710. Þátttökugjald er kr. 1.500 á spil- ara og greiðist á staðnum. Þetta mót gefur öllu bridsáhuga- fólki sem byrjað er að æfa sig af krafti undir íslandsmótið í para- keppni, kjörið tækifæri til að sýna árangur æfinganna í keppni. Bridsfélag kvenna Sl. mánudag var þriðja kvöldið af fjórum í hraðsveitarkeppninni spilað og er staða efstu sveita þannig: Sveit stig Karólínu Sveinsdóttur 1895 Sigrúnar Pétursdóttur 1872 Lovísu Jóhannsdóttur 1872 Höllu Ólafsdóttur 1845 Öldú Hansen 1842 ElínarJóhannsdóttur 1806 Nokkru síðar fluttum við báðir suð- ur á land, Kristján ásamt konu sinni, sem þá var komin til heilsu, í Hveragerði, en ég í Reykjavík. Á þessum árum höfðum við töluvert samband. Eftir 1962, er við höfðum báðir flutt aftur til Akureyrar, varð samband okkar þó mest. Það varð fastur liður að heimsækja Unni, Kristján og Kristján yngri, en hann fæddist árið 1959 er þau bjuggu í Hveragerði. Það var aldrei spurning, ef eitt- hvað var að angra mig, hvert ég átti að fara til að ræða hin við- kvæmustu mál. Kristján var minn trúnaðarvinur; hann kunni að hlusta og gef a góð ráð. Sérstaklega vil ég þakka honum stuðning og yndislegt minningarljóð sem hann orti fyrir þremur árum þegar ég missti son minn í sjóinn. Kæri bróðir, þótt ég gráti þig ekki á torgum, hef ég misst minn besta og traustasta vin. En eins og þú segir í minningarljóðinu um son minn: Hvað gapar að gráta og sakna? Oss goð hafa örlög spunnið. Óboðað kallið því kemur að kerti vort út sé brunnið. Við Kristján sátum oft og rædd- um um menn og málefni sem tengd- ust heimasveit okkar og fólkinu þar. í minningunni verða heimahag- ar bernskunnar oft sveipaðir töfra- ljóma sem varla stenst í raunveru- leikanum. Djúpilækur og allt sem tengdist honum og sveitinni var Kristjáni alltaf mjög hugstætt. Ljóð hans, sérstaklega í fyrstu bókunum, bera þess glögg merki. „Allt sem ég ann við þennan bæ er bundið og bernskusporin liggja kringum hann." Sérstaklega fannst mér fjaran á Djúpalæk höfða. mjög sterkt til hans. Bróðir, þetta eru nokkur minn- ingarbrot sem koma í hugann við fráfall þitt. Ég þakka þér fyrir allt. Ég veit að þín bíða vinir í varpa, í þeirri ferð sem þú hefur nú hafið. Ég votta Unni, Kristjáni, Nóru og öllum ættingjum og vinum dýpstu samúð. Innileg kveðja frá bróðurn- um sem þú eignaðist vorið sem þú fermdist. Þórhallur Einarsson. í litlu súðarherbergi í gulu húsi trillukarls neðst við Gránufélags- götu á Akureyri sat hann og orti um sálina, sem sitrar í gegnum gis- in þök tilvistarinnar og fínnur ekki farveg. Þarna ræddi hann einnig við vini sína og kunningja um önnur djúp rök tilverunnar. Hann var heimspekingur í eðli sínu, eins og öll góð skáld eru í raun og sann- leika. Mestur var hann i orðræðum; mælskur, fyndinn og ljós í tali og gjarnan meira skáld þannigen í Ijóð- um sínum. Hann var gleðigjafi í öllu dagfari. Það kom líka fram í ljóðum hans, bæði fyndnum kvæð- um og dægurljóðum, sem hann samdi fyrir bænarstað manna, sem spiluðu á harmonikur. Kristján Einarsson frá Djúpalæk var öndvegisskáld unglingsára minna og mitt skáld allar götur síð- an. Ég hafði aldrei þá og ekkí síðan komist eins nærri skáldskapnum holdi klæddum eins og í Kristjáni frá Djúpalæk. Tími og vegur skildi okkur að langtímum saman. En þessi ár á Akureyri voru ómetanleg. Hann „numdi" mál náttúrunnar og „numdi" tungur fjalla eins léttilega og við kunningjar hans komumst malbikaðar götur á leiðarenda. í landi skáldskapar var hann harður húsbóndi sjálfum sér og agasamur við aðra, sem betur fór. Hópurinn á Akureyri samanstóð af honum, Heiðreki Guðmundsyni frá Sandi, Rósberg G. Snædal og síðar Einari frá Hermundarfelli. Hann einn lifír þá félagana. Ég, kornungur maður- inn, fékk að vera einskonar áheyrn- arfulltrúi. Þorsteinn Jónatansson var heldur ekki fjarri því góða gamni, sem hópurinn ástundaði. Vísurnar, sem látnar voru fljúga um borð á þessum árum, og alvöru- málin sjálf, kvæðin, þessi gullni söngur við djúpan og kyrrlátan fjörðinn, voru lesin og yfirfarin og gagnrýnd svo, að gagnrýnendur lausmálsuppeldis dagsins í dag hefðu orðið fölbleikir á vangann hefðu þeir verið heyrendur í holti nær. Sjálfur var ég hissa hvað þeir þoldu hver öðrum. En skáldskapur þeirra var ekki steyptur í sama mót. Þetta voru sterkir einstakling- ar í list sinni og gátu hver úr sínu horni talað frjálsum röddum þótt þeir ættu það sameiginlegt að vilja lesa hver fyrir annan. Kristján frá Djúpalæk fór mjög fyrir hópnum án þess hann gerði hið minnsta til- kall til þess. Þetta var bara svona. Um skáldskapinn almennt var það að segja, að hópurinn fann mjög til þess, að hann var staðsettur norðan fjalla. En hann var ekki verri fyrir það. Þeir lögðu ekki í vana sinn að yrkja fyrir Skandinavíu. A þessum árum vann Kristján frá Djúpalæk í verksmiðju á Oddeyri, sem m.a. framleiddi íblöndun í gos- drykki. Ég tengdist þá Efnagerð Akureyrar í gegnum heildverslun Valgarðs Stefánssonar, sem fram- leiddi og seldi gosdrykki og átti því oft erindi við Kristján. Mig minnir að kynni okkar hafi hafist þarna. Hvað sem því líður var ég óðar en varir kominn í félag við skáldin þrjú og það hélst óbreytt um langan ald- ur. Þótt þessi tími á Akureyri sé það sem nú kallast fortíðarefni og þyki ekki par fínn, a.m.k. í pólitík, þar sem hverju barnaheimilinu er hlaðið ofan á annað, verður að segj- ast eins og er, að annar tími hefur varla orðið kærari fjölmörgum sem nú eru við aldur. Og víst er um það, þótt öllu verði hent til að ryðja veg fyrir nýjar athafnir, tekst hinu fortíðarlausa fólki ekki að sigra heiminn; varla heldur útnárana hér í Atlantshafinu. Kristján frá Djúpalæk orti ekki kvæði sín af stórlæti. Hann var í rauninni hljóðlátur maður sem kaus frekar að dunda sér við hýra iðju en stunda hin stóru mannamót. Hann vildi skoða og þenkja í stað þess að linna ekki öskrum um eigið ágæti. Eitt sinn sagði hann við mig, eftir að hann var kominn aftur til Akureyrar og hafði gerst veiðivörð- ur við Fnjóská, að í grasrótinni á bökkum árinnar væru heilir heimar til að skoða. Mér er þetta minnis- stætt af því þetta var svo líkt Krist- jáni. Hann gaf sér tíma'til að hlusta og sjá það, sem var að gerast í næsta nágrenni hans. Jafnframt hafði hann augu og huga heimspek- ingsins til að sjá og skynja hið stærra samhengi hins skilvitlega umhverfis. Kristján frá Djúpalæk flutti burt frá Akureyri og bjó lengi í Hvera- gerði. Þá var talað um að þar væri skáldanýlenda og víst var um það, að um tíma bjuggu margir lista- menn í Hveragerði. Helstu skáld þar á tímum Kristjáns voru þeir Jóhann- es úr Kötlum og Kristmann Guð- mundsson. Góður kunningsskapur var á milli þessara þriggja manna og var ferskeytlan látin ganga á milli eins og skotflaugar. Kom þá í ljós, að Kristmann var ekki síðri við að beita ferhendunni en ljóðskáldin, sem fengust alla daga við ljóðagerð. Eftir að ég var fluttur suður buðu þau Kristján og Unnur kona hans mér austur til sín, þar sem ég gisti í tvær nætur. Þetta varð ógleyman- legur tími. Seinna kvöldið kom Jó- hannes úr Kötlum í heimsókn og var margt spjallað á því kvöldi. Hins vegar brá mér svo við, alræmdum kjaftaskinum, að mér varð tregt tungu að hræra innan um skáldin tvö. Kristján frá Djúpalæk verður ekki heimtur úr helju en ljóð hans standa eftir. Þau bera vitni djúphugulum manni, sem orðaði margt í kvæðum sínum, sem seinni tíma fólk hélt að það væri að uþpgötva sem ný sann- indi. Svo er um kvæðið Slysaskot í Palestínu. Kristján frá Djúpalæk hafði ákveðnar pólitískar skoðanir, en þær viku smám saman fyrir mannlegum sjónarmiðum, vettvangi þar sem kennisetningar og strang- trúnaður er varasamur. Hann var að því leyti eins og Tryggvi Emils- son, að hann þekkti Iíf smælingj- anna og fann til með þeim. Hann vildi rétta hlut þeirra og viðhalda bærilegu lífi fyrir allan þorra fólks. Ríkir þóttu honum ekki spennandi fólk og má það til sanns vegar færa. En ég held að hann hafí ekki haft á tilfinningunni, að hagur eins eða neins batnaði við að svipta aðra eignum sínum. Allt skyldi sækja fram til betra lífs. Á æviskeiði Krist- jáns frá Djúpalæk urðu mikil um- skipti í þjóðlífinu. Sumt var honum að skapi eins og stórum betri al- mennur efnhagur. Annað féll honum miður, einkum á sviði menningar- mála, þar sem menn bjuggu á sí- fellt minna föðurlandi. Kristján frá Djúpalæk var ekki langskólagenginn. Eflaust hefðum við eignast annan Kristján ef svo hefði verið. Hann gekk í Eiðaskóla og síðan ekki söguna meir. Þegar talað er um menntun skálda, verður að hafa í huga að hún takmarkast ekki við skólagónguna eina. Bæði hlýtur geðslag slíkra manna, og ekki síður leit þeirra langa ævi að nýjum dagsláttum, að verða til þess, að hugur þeirra eflist að vitneskju og vitund um menn, lönd og atburði sem verður að ígildi menntunar. Annars gætu þau ekki kveðið betur en páfinn, eins og stundum er sagt um þá sem vel gera. Og Kristján frá Djúpalæk gerði vel. Hann var að því leyti gegnheilt skáld, að þótt hann lifði á tímum, þegar gilti að játa engan undanslátt í pólitík og gefa andstæðingum aldrei nein grið, gætti þeirra viðhorfa aldrei í ljóðum hans. Hann hélt skáldskap sínum hreinum. Hann var að því leyti hinn mesti kjarkmaður. Hann galt þess eflaust líka. Þótt okkur fjölmörgum þætti mikið til Kristjáns frá Djúpa- læk koma, og mörgum skáldum úr sama skoðanahópi væri hampað mikið, ríkti yfirleitt umtalsverð þögn um Kristján. Hann var jafnvel rit- stjóri Verkamannsins á Akureyri um tíma. Engu að síður virtist eins og aðstandendur þess blað læsu ekki skáldskap hans. Kannski var þó þögnin fyrst og fremst vitnis- burður um, að skáldskapur Krist- jáns varð ekki notaður í þágu rétt- trúnaðar. Akureyri er fallegur og hlýlegur staður, þar sem gott er að vera. Eðlilegt var að þau hjónin, Kristján frá Djúpalæk og Unnur Friðbjarn- ardóttir frá Staðartungu í Hörgár- dal, flyttust þangað að nýju og yndu lífi sínu vel þar síðustu áratugina. Þar ólu þau upp soninn Kristján sem mér er sagt að hafi orðið þeim til mikillar gleði, enda vel menntur og gáfaður piltur, eins og hann á kyn til. Undir það síðasta var Kristján frá Djúpalæk orðinn þreyttur og lasinn en Unnur hugsaði um hann af stakri nærgætni. Er gott til þess að vita, að skáld kærleikans og umhyggjunnar skuli hafa fengið hægt andlát í návist þeirra, sem alla tíð voru honum kærastir. Maður syrgir ekki en sættir sig við orðinn hlut. Mikið svipleiftur samtíðar er liðið hjá. Skáld er gengið. Ég votta þeim sem eftir lifa samúð mína og þykist vita að skáldaþing verið sett að nýju von bráðar, þar sem hin upphafna tilfinning sem felst í góð- um kvæðum er mikils metin enda í ætt við himininn. Indriði G. Þorsteinsson. Hann var svo gefandi og djúpvit- ur, alvarlegur í fasi, stundum eins og honum þætti lífið aldeilis frá- munalega leiðinlegt, en undir kúrði kímnin og hann var einn af þeim sjaldgæfu mönnum sem eru fyndnir í frásögnum en brosa aldrei sjálfir af sögum sínum. +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.