Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994 39 Hann var sannur alþýðumaður með fasi lávarðar, trúr vinur, lífs- könnuður en stundum óþolinmóður við umhverfi sitt. Hann var af Guði gerður skáld og hann vildi vera metinn sem slíkur, en það stóð stundum í menntaklíkunni að gera það. Heimur skáldsins getur verið nap- ur, en Kristján frá Djúpalæk veitti yl á báðar hendur. Honum stóð rétt á sama þó að menntasnobbin á meðal skálda fussuðu út af skáldi sem orti texta við dægurlög, þjóðin þakkaði honum með því að læra textana og syngja þá við raust í hvert sinn sem dansinn dunaði. Kristján frá Djúpalæk var vinur minn. Það var dýrt orð en fallegt núna þegar ég hugsa um gamlar stundir. Hann sagði eitt sinn við mig í viðtali, að við hefðum hangið saman á löppunum í Persíu fyrir margt löngu, „þú ert nú ósköp arabalegur, elskan mín, og svo er nú ýmislegt í fari þínu allan þinn feril sem bendir til þess að þú hafir einhvern tíma verið hengdur upp á fótunum." Kristján var algerlega sannfærð- ur um að eilífðin næði bæði aftur á bak og áfram. Þetta væri hringur eins og annað. Hann var hlustari, mannleg þrenging kom honum við og oft sátum við á tali tveir og töluðum djúpt. Þegar illa áraði hjá mér orti hann mér ljóðabréf. Þar segir meðal annars: Sjá, ðll við höfum augu tvö, með öðru sést það eitt, sem jörðin elur verst, en aftur Tiinu - bezt. Þá lízt mér ráð að loka snart því ljósopi, sem skynjar svart, en opna hitt, sem eygir bjart. - Og af þeim lit mun flest. Og ég hef lært það, Jónas minn, að jafna þannig reikninginn við guð og menn, og gafst það vei. - Þvi gleðst ég eins við líf og hel. Að sjá allt glæst, í sælli trú. Hið sama skyldir þú. Fölskast æsku-eldur, árin fara geist. Að höfði manns, að hjarta manns, þau hnýta bleikra laufa krans, sem engin ósk fær leyst. En, bróðir, vit - Þú veginn leggur sjálfur. Nú stakk hann mig af og ég stend einn á veginum og byrjaður að sakna hans. Það verður skemmtilegra í himnaríki þegar þeir eru þar allir, skáldmennirnir sem settu lit á guf- una í Hveragerði og hver veit nema við Kristján frá Djúpalæk eigum eftir að hanga saman á löppunum, einhversstaðar, einhverntíma, í framtíðarlífunum. Þá verður vinur minn laus við óttann sem fylgdi honum alla tíð og hann orti um í ljóðinu, Hönd óttans:; Hún fylgir mér hvert sem ég flý um höf eða álfur og flytur mér dapra sögu og fram í draumsins sólvermda söngvarjóður seiðir hún skuggans mögn. Ég veit að hún skilur ei við mig fyrr en í dauðans voldugu grafarþögn. Ég vildi að hann gæti ljóðað til okkar úr þögninni. Jónas Jónasson. Vinur minn, Kristján frá Djúpa- læk, er horfinn frá okkur eftir lang- varandi veikindi og byrjaður nýtt lífshlaup. Það er ekki ætlun mín að skrifa langt mál um Kristján enda ekki fær um það, aðeins þakka hon- um þau löngu og góðu kynni, sem við áttum. Eg kynntist ekki Krist- jáni fyrr en ég kom til Akureyrar og hann nýlega fluttur frá Hvera- gerði. Aðeins einu sinni minnir mig að ég hafi séð hann meðan ég átti heima í Vopnafirði, þó að ekki væri langt á milli æskustöðva okkar en Kristján flutti ungur frá Djúpalæk. Ég man fyrst þegar ég sá Krist- ján hér á Akureyri. Hann starfaði þá við blaðið Verkamanninn og kom í fyrirtækið þar sem ég starfaði til að fá auglýsingar í blaðið, þá hóf- ust kynni okkar og héldust óslitið eftir það. Það vildi svo til að við bjuggum í sama húsinu í fimmtán ár og nú sit ég í borðkróknum hans og hripa þessar línur. Það var alltaf gaman að tala við Kristján bæði frá gömlum tíma og um nútímann. Hann var vel greindur og víðlesinn, glaðsinna, glettinn og spaugsamur. Oft fór ég niður til Kristjáns er mér leið eitthvað illa og ekki brást það að hann hressti mig við. Það var gott að búa við Kristján og hans fjölskyldu í Skarðshlíð 19. Aldrei bar þar skugga á enda Unnur kona hans einhver sú elskulegasta kona sem ég hefi kynnst, svo og sonur þeirra, alltaf ljúfur og góður dreng- ur. Kristján var þjóðkunnur maður og margir stinga sjálfsagt niður penna og skrifa um hann. Eg sagði í upphafi að ég ætlaði ekki að rita æviferil hans eða að ræða um skáld- ið Kristján. Ég og fjölskylda mín þökkum honum fyrir allt sem hann gérði fyrir okkur. Guð blessi minn- ingu hans. Við sendum eftirlifandi eiginkonu, syni, tengdadóttur og öðrum ættingjum hans samúðar- kveðjur. Stefán'G. Sveinsson og fjölskylda. Guðmann Högna- son — Minning Okkur systkinin langar að minnast afa okkar, Guðmanns Högnasonar, sem jarðsettur var í dag, föstudag, í nokkrum orðum. Svo lengi sem við munum eftir okkur hefur það verið fastur þátt- ur í tilveru okkar að fara upp í sumarbústað ömmu og afa á Þing- völlum og að fara með allri fjöl- skyldunni í Hlíðarvatn. Sumarbústaður þeirra á Þing- ¦völlum hefur verið þeirra annað heimili fjöldamörg sumur, enda þau bæði miklir náttúruunnendur. Við hlökkuðum alltaf mikið til þegar ákveðið var að nú skyldum við vera nokkra daga með þeim í sumarbústaðnum. Afi var mikið fyrir trjárækt og veiðiskap og stunduðum við hvort tveggja af kappi þegar við gistum hjá þeim. Við áttum bæði okkar eigin blett í lóðinni og var það á okkar ábyrgð hvernig umhirðan á honum var. Þau hafa grætt lóðina mikið upp. Sést þar alúðin sem lögð hefur verið í verkin í hverju tré. Það besta var þó veiðin í Þingvalla- vatninu. Á hverjum degi var farið niður að vatni. Þar átti afi sína uppáhaldsstaði og kenndi okkur hnúta og margt annað sem tengd- ist veiðiskapnum. Hann benti okk- ur á bestu staðina og dró fyrir okkur fiskinn þegar við ætluðum ekki að hafa það sjálf. Fjölskylda okkar hefur farið á hverju sumri í veiðiferð í Hlíðar- vatni á afmælisdegi ömmu. Þar komum við saman, Kristján föður- bróðir okkar og fjölskylda hans, við og afi og amma. Þar var mik- il spjallað og mikið veitt. Þegar við vorum yngri og ekki eins dug- leg og pabbi og nenntum ekki að fylgja honum eftir vorum við oft með afa og ömmu nálægt kofan- um. Það var alltaf hægt að leita til hans um hjálp þegar girnið hafði flækst, flugan slitnað af eða allt sat fast í botni. Hans verður saknað um ókomin ár en við getum huggað okkur við það að það sem við söknum eru gleðistundirnar sem við áttum saman, þær lifa í minningunni. Guðmann Bragi, Árný Björk. Sigurður Eiríks- son — Minning Fæddur 3. apríl 1903 Dáinn 17. apríl 1994 í dag laugardaginn 23. apríl er kvaddur frá Lágafellskirkju Sig- urður Eiríksson fyrrverandi bóndi að Lundi í Mosfellsdal. Hann lést á Reykjalundi 17. þ.m. rúmlega 91 árs að aldri, en þar hefur hann dvalið síðustu árin við mjög góða aðhlynningu eins og allir sem þar dvelja. Sigurður var fæddur að Jötu í Hrunamannahreppi 3. apríl 1903 og ólst upp í Skipholti hjá móður sinni Helgu Þórðardóttur, en faðir hans Eiríkur Jónsson var bóndi í Efra-Langholti og fjallkóngur á Hrunamannaafrétti í 45 ár. Sig- urður eignaðist nokkur hálfsystk- ini, samfeðra, en sum þeirra dóu í bernsku. Hann fluttist svo með móður sinni til Reykjavíkur árið 1920 og ráku þau heimili saman um árabil og vann hann þá ýmsa almenna verkamannavinnu. Árið 1938 kvæntist Sigurður svo Guðrúnu Herselíu Jónsdóttur ættaðri úr Dalasýslu og sama ár tóku þau við rekstri þvottahússins Grýtu og ráku það um 12 ára skeið. Árið 1950 festa þau kaup á jörðinni Lundi í Mosfellsdal og hefja þar búskap. Þau hjónin höfðu bæði mikið yndi af hestum og riðu mikið út meðan aldur og heilsa leyfði. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en þau ættleiddu tvö börn, Helgu Sigrúnu, hún eignað- ist þrjú björn og er búsett í Reykja- vík, og Þórð Gunnar sem nú er búsettur á Lundi í sambúð með Úrsulu Kristjánsdóttur og eiga þau tvo drengi, en áður var Þórð- ur kvæntur Ragnheiði Ólafsdóttur og eignuðust þau þrjú börn. Sigurður varð fyrir því mikla áfalli að missa konu sína langt fyrir aldur fram árið 1957. En hann hélt áfram búskap með börn- um sínum og aldraðri móður, en hún dvaldi hjá honum til dauða- dags árið 1966. Sigurður var orð- lagður fyrir snyrtimennsku og dugnað við öll heimilisstörf, enda þurfti hann á því að halda eftir lát konu sinnar, því í viðbót við það sem fyrir var, tók hann í fóstur son Helgu dóttur sinnar, Sigurð Gylfason, þá ungbarn að aldri, og ól hann upp að mestu einn og mun það teljast mikið afrek við þær aðstæður. Sigurður Gylfason er nú búsettur í Svíþjóð í sambúð með Aðalheiði Ingadóttur og eiga þau einn dreng. Ég undirrituð kynntist Sigurði ekki fyrr en hann var orðinn aldr- aður og nokkuð farinn að heilsu, en hann átti við heilsuleysi að stríða um langt árabil og var með- al annars alveg blindur síðustu tuttugu árin. Eg undraðist oft hvað hann fylgdist vel með öllu og virtist stundum betur heima í hlutunum en við sem frískari vor- um. Síðustu árin sem hann var í Lúndi var hann oft mikið einn og orðinn mjög lasburða því hann vildi ekki fara þaðan fyrr en í fulla hnefana. Hann sagði mér eitt sinn að sér leiddist aldrei því það væri svo margt gott í útvarpinu, slík sálarró er mikil guðsgjöf þegar heilsan fer. Ég votta fjölskyldu Sigurðar samúð mína. Ásgerður Gísladóttír. Olafía higibjörg Þor~ gilsdóttir — Minning Fædd 23. september 1913 Dáin 2. október 1993 Mig langar með örfáum orðum að kveðja elskulega vinkonu mína hana Lóu sem lést 2. október 1993. Ólafía I. Þorgilsdóttir eða Lóa eins og hún var alltaf kölluð var fædd á Nesjum á Miðnesi 23. sept- ember 1913. Fjölskylda hennar fluttist síðan að Þórshamri í Sand- gerði og þar ólst Lóa upp í stórum systkinahóp. Lóa giftist árið 1936 Jónasi Þorbergi Guðmundssyni frá Vest- mannaeyjum. Hann lést 1. október 1979. Þau bjuggu mest allan sinn búskap í Eskihlíð 12b í Reykjavík. Þeim varð tveggja barna auðið, Oddný fædd 1940, búsett í Svíþjóð og Þorgils fæddur 1948, búsettur í Reykjavík. Lóa eignaðist 6 barna- börn og tvö langömmubörn. Ásamt því að vera húsmóðir var Lóa lengst af útivinnandi. Fyrstu árin vann hún við fiskvinnslustöð en síðan við kjötvinnslu hjá Sláturfé- lagi Suðurlands í meira en tvo áratugi. Það er margs að minnast gegn- um 45 ára vinskap. Það var árið 1948 er ég hóf mín fyrstu búskap- arár í Eskihlíðinni í sama stiga- húsi og Lóa og fjölskylda að við kynntumst. Þau urðu strax okkar bestu vinir og eru enn þann dag í dag. Ég gat alltaf leitað til Lóu ef ég þurfti aðstoð hvort það var að sauma eða prjóna því allt lék í höndunum á henni. Þegar barna- börnin og langömmubarn voru komin hjá mér sendi hún þeim gjafir sem hún prjónaði sjálf. Það var alltaf gaman að hitta Lóu og rabba við hana. Hún las mikið og fylgdist vel með öllu sem var að gerast fram á síðasta dag. Hún var mikil félagshyggjukona. Lóa var glæsileg kona sem hafði mjög gaman af fallegum fötum og gætti þess alla tíð að líta vel út. Hún var mjög hlý og trygglynd. Hún hafði í mörg hom að líta því hún átti stóran ættingjahóp sem hún unni mikið. Á síðari árum held ég þó að hugur hennar hafi oftast verið hjá barnabörnunum í Svíþjóð. Vin- skapur okkar Lóu hélst óslitinn öll þessi ár og tókum við þátt í gleði og sorgum hvor annarrar. Elsku Lóa, ég og fjölskylda mín söknum þín mikið. Við vorum heppin að fá að kynnast þér og þökkum þér og fjölskyldu þinni ómetanlega vináttu í gegnum árin. „Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjar- veru hans, eins og fjaílgöngumað- urinn sér fjallið best af sléttunni." (Kahlil Gibran). Kristín Sveinsdóttir. Jón V. Hjaltalín, Brokey — Minning Rúm hálf öld er síðan leið okkar Jóns lá saman. Hann var þá í kaupstaðarferð og kom við á sýslu- skrifstofunni, þar sem ég var starfandi þá. EÍcki man ég erindið, en handtakið var einlægt og það nægði mér. Það var upphaf þeirra kynna sem hafa borið okkur báð- um mikinn ávöxt gegnum árin. Eg man líka foreldra hans, virðu- leg hjón sem tekið var eftir. Umræðuefnið síðar var um landsins gagn og nauðsynjar, eyðslu og skaðsemi tóbaks og áfengis. Við vildum báðir fara vel með það sem Drottinn léði okkur til ávöxtunar og ekki spilla líkam- anum með eituráhrifum sem við gátum ekki séð annað en væri eins og segir í helgum fræðum, aðeins til spillingar. Ég fann að Jón velti mjög fyrir sér ýmsu sem betur mætti fara og hugaði vandlega að hverju máli sem honum veittist til með- ferðar. Á götunni mættumst við og tók- um tal saman og eftir að þau hjón- in fluttust hingað í bæinn hitt- umst við oftar og sérstaklega í hópi aldraðra og umræðuefnin væru næg. Allt sem hann bar fyr- ir brjósti var einmitt hvernig hægt væri að gera okkar kæra ísland að betra landi og þá ekki síst hug- arfarslega. Oft benti hann mér á ýmsilegt sem betur mátti fara og varð til skrifa minna um það í Morgunblaðinu. Þau hjón, Ingibjörg og hann, voru samhent. Það fann ég og með syni þeirra hefi ég starfað á félagslegum vettvangi og hann er með góðar einkunnir úr foreldra- húsum. Jón hélt andlegri reisn til sein- ustu stundar. Við hittumst nokkr- um dögum áður en hann kvaddi. Virtist mér þá lítið fararsnið á honum, en þrátt fyrir það var hann tilbúinn til ferðar. Hann dró ekk- ert úr því, þakklátur fyrir góðan byr í okkar valta og veraldlega heimi. Þakklátur fyrir störfin að baki og leiðsögn gegnum lífið. Við vissum að svo sem sáð er svo mun uppskorið. Það var aðal atriðið. Þökk fyrir allt, góði vinur. Já, þökk fyrir einlæga samleið. Arni Helgason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.