Morgunblaðið - 23.04.1994, Page 40

Morgunblaðið - 23.04.1994, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994 Guðrún Magnúsína Krist- jánsdóttir frá Hvanneyri, Vestmannaeyjum Fædd 2. janúar 1919 Dáin 15. apríl 1994 í dag fer fram frá Landakirkju útför ástkærrar móðursystur minnar Guðrúnar M. Kristjáns- ; dóttur frá Hvanneyri í Vestmanna- eyjum. Magga frænka eins og við kölluðum hana var yngsta barn hjónanna Kristjáns Einarssonar Eyfellings og Guðbjargar Guð- mundsdóttur frá Batavíu hér í Eyjum. Hin voru Ingibjörg, f. 1911, d. 1930, Guðmundur, f. 1915, d. 1986, og Sigurborg móð- ir mín, f. 1916, d. 1981. Það var vor í lofti föstudags- morguninn 15. apríl sl. Af ein- hveijum ástæðum var ég vaknaður fyrir kl. 6 þann morgun og sofn- aði ekki aftur. Konan hafði á orði af hveiju ég væri farinn 'á ról og klæddur þetta snemma. Ég svar- aði því til að þetta hlyti að vera birtan úti. Um leið og ég hafði hellt upp á kaffíkönnuna og sestur inn í eldhús leitaði Magga frænka mjög sterkt á huga minn. Ég vissi að hún var búin að vera slæm síð- ustu daga en samt hvarflaði það - ekki að mér að hún væri öll. Það var svo skömmu eftir að ég mætti til vinnu í Kertaverksmiðjunni að Kiddi frændi hringdi og sagði mér tíðindin. Magga frænka hafði sagt skilið við þennan heim um sexleyt- ið þennan sama föstudagsmorgun. Þegar Magga frænka er öll langar mig til að minnast hennar með fáum orðum. Það er margs að minnast og fyrir margt að þakka. Fyrstu minningamar eru að sjálfsögðu tengdar miðpunkti fjölskyldunnar sem var á Hvann- eyri við Vestmannabraut. Afí og amma, foreldrar Möggu, byggðu Hvanneyrina árið 1912 og hefur húsið það alltaf skipað sérstakan sess í huga ættingjanna. Magga var sú síðasta af fyrstu kynslóð Hvanneyrarættarinnar. Lífíð gengur þó sinn vanagang og næsta kynslóð tekur við. í hugskoti minninganna man ég alltaf eftir þegar fjölskyldan kom saman á Hvanneyri á að- fangadagskvöldi jóla. Þar var oft fjölmennt og enn í dag skilur maður ekki hvernig allt þetta fólk komst þar fyrir. I þá daga sátu sáttir þröngt, annað en gengur og gerist í dag í víðáttubijálæði alls- nægtanna. Ungur að árum kom til Eyja vestan frá Aðalvík Egill Axel Árnason. Hann kom á vertíð eins og algengt var með menn á þeím tímum. Egill var glæsilegur maður og felldu þau Magga hugi saman. Eftir komuna til Eyja lauk Egill námi í vélstjóm og stundaði sjó- sókn. Hann átti hlut í mb. Metu VE með Emil Andersen og fleirum. Hann var orðlagt snyrtimenni og traustur vélstjórnandi. Fyrstu bú- skaparár Möggu og Egils vom á Hvanneyri og þar var frumburður þeirra Kristján fæddur. Magga frænka var aðeins sex ára þegar hún missti föður sinn, Kristján afa, árið 1925. Þá dó Ingibjörg systir hennar úr berklum þegar Magga var 11 ára. Hún var ung send í vist og byijaði fljótt að vinna til að létta undir með fjölskyldunni eins og algengt yar meðal unglinga á þessum árum. Magga og Egill eignuðust fímm böm. Þau em: Kristján, f. 5. júlí 1939, kvæntur Ágústu Þyrí Frið- riksdóttur. Þeirra böm em: Þröst- ur Egill og Logi Jes; Egill, f. 23. nóvember 1947, kvæntur Ernu Jóhannesdóttur. Þeirra börn em: Huginn MagnúSj Jóhannes og Davíð; Kristinn Árni, f. 29. júní 1950. Hans börn em: Elvar Freyr og Sindri frá fyrri sambúðum. Þá komu tvíburarnir Hrönn og Heið- • ar, f. 1. janúar 1955. Hrönn á Egil Þorvarðarson en Heiðar er ókvæntur. Ég man fyrst eftir Möggu og Agli í Verkó, sem vom verka- mannabústaðir á Heiðarveginum. Þau áttu heima á Heiðarvegi 42. Ég var á fímmta ári þegar tvíbur- amir fæddust. Þar með vom böm- in orðin fímm svo að fjölskyldan þurfti að fara að stækka við sig. Um 1960 festu þau kaup á glæsi- legu húsi á Hólagötu 19. Þar man ég best þegar fjölskyldan kom saman á nýársdag. Þar var fagnað nýju ári, afmæli tvíburanna og afmæli Möggu. í gosinu 1973 fluttust þau til Reykjavíkur. Okkar fjölskylda var í Keflavík og þrátt fyrir þá röskun sem af eldgosinu leiddi var sambandið náið og _ef eitthvað var varð það nánara. Ég minnist heimsókna Möggu og Egils til okkar og skipti þá ijar- lægðin ekki máli. Ekki frekar en þegar við heimsóttum þau á Vest- urgötuna í Reykjavík. Um þetta leyti var Egill orðinn veikur af þeim sjúkdómi sem síðar sigraði hann hinn 9. janúar 1976. Egill var fæddur hinn 18. júní 1911. Þessar fátæklegu línur um Möggu frænku verða ekki skrifað- ar án þess að nafn móður minnar Sigurborgar komi þar eitthvað við sögu. Það vom miklir kærleikar á milli þeirra og samrýndari systur er erfítt að fínna. Þær áttu báðar afturkvæmt til Eyja að gosi loknu en Guðmundur bróðir þeirra sneri ekki aftur heim. Gosið hafði mikil áhrif á líf þeirra eins og á hundmð annarra. Þær vom þó fljótar að aðalgast breyttum tímum og ég man alltaf hve ánægðar þær voru að snúa heim á ný. Skömmu eftir andlát Egils flutti Magga frænka í blokkina við Hásteinsveginn. Þar var hún þangað til fyrir nokkmm áram að hún flutti í nýja íbúð aldr- aðra við Kleifahraun. Þar leið henni vel og undi vel við sitt. Ekki verður látið hjá líða í þess- um orðum að minnast ferðar þeirra Möggu frænku og móður minnar með undirrituðum til Bandaríkjanna sumarið 1979. Um þá ferð mætti skrifa heila bók. Það var yndislegt að hafa þær hjá okkur Margo er við gistum hjá tengdaforeldmm mínum sumar- langt eins og oft áður. Margo fór með krakkana á undan eins og venjan var og þegar ég fór út var ákveðið að þær kæmu með og yrðu í þijár vikur. Frá þessari ferð em einhverjar bestu minningar sem ég á um þær báðar. Það var gaman að fylgjast með keppni þeirra um það hvor þeirra yrði fljótar brún þegar þær lágu úti í sólinni í steikjandi hita. Þær komu dasaðar inn og það var eins og hver dagur væri sá síðasti í sól- inni. Þó var hápunktur ferðarinnar þegar við fómm að versla í mið- borg Milwaukee. Það minnti mig á þegar krakkar komast í leik- fangaverslun. Það var skipt í lið. Magga fór með mér og mamma fór með Margo. Þótt verslanimar væra á sjö til átta þúsund fer- metra gólffleti, þá skeiðuðu þær þetta eins og unglingar. Eftir u.þ.b. Ijögurra tíma vem þama dugði ekki einn innkaupavagn á hvora heldur þurfti tvo. Við Margo vomm að reyna að hafa áhrif á skynsemi innkaupanna, en þetta vom sko þeirra penjngar sem þær sjálíar höfðu unnið sér inn og Magga frænka sagði að endingu: „Og þegiðu svo Runólfur." Þetta sagði hún á sinn sérstæða hátt. Það gat enginn móðgast þegar Magga frænka sagði einhveijum að þegja. Ég man alltaf þegar tengdamóðir mín spurði þær hvað þær ætluðu að gera við allan þenn- an fatnað? Magga var fljót til svara: „Segðu henni bara að það sé rosaíega gott að vita af því að þetta er til.“ Þar með var þetta mál útrætt. Síðan kom tízkusýn- ingin. Þær vom heilan dag að máta og sýna hvor annarri. „Hvernig fínnst þér þetta, Bogga?“ „Hvemig fínnst þér þetta, Magga?“ o.s.frv. Þetta kall- aði eðlilega á meiri innkaup því þær höfðu aðeins komið með litlar ferðatöskur með sér en nú þurfti að kaupa fleiri. Ekki bara töskur heldur kistur. Hafí þær skemmt sér vel í ferðinni held ég þó að sá sem hafði mest gaman af öllu hafí verið undirritaður. Það vakti síðan mikla athygli við heimkomu þeirra hve töskunum hafði fjölgað. Hin síðari ár hefur fjölskyldu- boðunum fjölgað og alltaf verið siður að segja sögur úr þessari ferð. Magga frænka skipaði heið- ursess hjá okkur í boðum þessum og alltaf var hún miðdepillinn og gaf hinum yngri ekkert eftir. I ágústmánuði 1991 var haldið hér í Eyjum ættarmót Hvanneyrarfjöl- skyldunnar. Þriggja daga skemmt- un í tilefni þess að þá vom liðin 100 ár frá fæðingu ömmu. Þá var Magga frænka í essinu sínu og hrókur alls fagnaðar ásamt Siggu mágkonu sinni. Hinn 2. janúar sl. var haldið hátíðlegt 75 ára afmæli Möggu á heimili sonar hennar Egils og tengdadóttur Ernu. Þar vom sam- ankomin fjölskyldan og vinir og vandamenn hennar. Hún var hress en hafði þó látið á sjá. Hún veikt- ist um miðjan des. sl. Ég mun sakna þess að geta ekki hringt í hana og spjallað. Ég mun einnig sakna þess að nú hringir hún ekki oftar, og heimsóknimar verði ekki fleiri. Samtölin við Möggu frænku höfðu mikið gildi fyrir mig. Ég gleymdi því aldrei, Magga mín, hve mikill styrkur þú varst mér þegar móðir mín lést í sept. 1981. Þegar þú tókst mig afsíðis og faðmaðir mig eins og umkomulít- inn hvítvoðung og sagðir mér bara að gráta, gráta eins og ég gæti því ég hefði svo gott af því. Það færðist yfír mig mikil ró og friður og sársaukinn varð minni. Fyrir það verð ég þér ævinlega þakklát- ur. Magga frænka var einstök per- sóna. Skopskynið frábært og lund- in ljúf. Hún sá alltaf björtu hliðarn- ar á öllu, og fólki leið vel í návist hennar. Hún var sátt við Guð og menn. Elsku Kiddi, Egill, Kristinn, Hrönn og Heiðar og þið öll. Sorg ykkar er þungbær en minningin Fædd 8. mars 1900 Dáin 13. apríl 1994 Auðvitað hlaut að koma að því að Sigríður kveddi þennan heim jafnt sem aðrir, þrátt fyrir að vera orðin ómissandi fastur punktur í Grettisgötuíbúaflómnni, og hálf- gert forsögulegt fyrirbæri í augum okkar yngri nágranna hennar. Og nú þegar leiðir skilja em mér fáein smáatriði í huga við þessi tímamót sem ég hef nokkra þörf fyrir að minnast stuttlega á. Þessi gamla, hressa og kærleiks- ríka kona var enginn venjulegur nágranni á Grettisgötunni. Ekki var það yfírgangurinn þar. Og ekki var það frekjan í bílastæðunum. Ónei. Og ekki heldur var það stórstein- steypuyfirgangurinn eins og lenska er líka að verða í okkar gamla og látlausa hverfí. Það var enn síður. Þar voru það bara kleinurnar og kaffíð. Þegar maður heimsótti Sigríði í gamla litla húsið hennar á Grettis- götuna var eins og að koma að minnsta kosti 50 ár aftur í tímann. Húsið hennar var talandi dæmi um hvernig venjulegt alþýðufólk bjó lengst af út þessa annars stórfurðu- legu öld. Það glæddi þetta litla hús lífí hversu velkomnir allir vom þar. Þannig var það bæði gamaldags og um ástríka móður, tengdamóður og ömmu verður ekki frá ykkur tekin. Við Margo, Sóley og Andri sendum ykkur og fjölskyldum ykk- ar samúðarkveðjur og biðjum al- góðan Guð að styrkja ykkur á sorgarstund. Elsku Magga frænka mín. Það vom forréttindi að hafa þekkt þig, forréttindi sem við era gefín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alit og allt. (V. Briem.) Drottinn blessi minningu frænku minnar. Á náð ég legg mig lausnarans. Lífíð mitt er í valdi hans. Gæzkan þín hefur grát minn stillt. Guð, far þú með mig sem þú vilt. Honum einum ég hef mig geymt. Hans náð hefur mér ekki gleymt, rauðgóður, sem mér sést nú hjá, er sálu minni mest liggur á. (Hallgrímur Pétursson) Runólfur Gíslason frá Hvanneyri, Vest- mannaeyjum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. nútímalegt í senn. Og ekki síst hversu mikil einlæg gleði þar var innandyra. Allir sem ég vissi um vom svo hjartanlega velkomnir þar og alltaf vom góðgerðir bornar þar fram. Slíkum heimilum fer því mið- ur hraðfækkandi hér á landi. Það gerir tíðarandinn. Og það er líka meiri og afdrifaríkari breyting á samfélagi okkar en flesta gmnar. Við lifum nú á þeim stórundar- legu tímum að það má enginn vera að neinu. Og kröfunum um flest í heimi hér er best lýst í orðunum; strax. Á þessari meginreglu var undantekning. Sigríður Dýrleif Jónsdóttir og öll hennar kynslóð var svo sannarlega ekki þannig. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að þessi gömlu gildi verði seinna upp tekin þegar mín og næstu kyn- slóðir verða búnar að brotlenda bróðurparti siðmenningarinnar, og við verðum stödd í sögunni á þeim stað þar sem mannskepnan mun verða að staldra við og hugsa sinn gang í tilverunni. Á 23. öldinni munu fræðimenn trúlega skrifa þykkar og lærðar bækur hvernig í ósköpunum á því stóð að þessar eftirstríðsárakyn- slóðir 20. aldarinnar urðu svona snarvitlausar í ytrabyrðis-lífsgæða- kapphlaupinu. Og hvernig þessar gjörólíku kynslóðir gátu eiginlega (V. Briem.) Sigríður Dýrleif Jóns- dóttir — Minning í dag verður borin til grafar frá Landakirkju í Vestmannaeyjum Guðrún Magnúsína Kristjánsdótt- ir. ( Magga á Hvanneyri eins og hún ( var ávallt kölluð lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja hinn 15. apríl eftir stutta sjúkrahúslegu. Magga hafði alltaf verið heilsuhraust og hafði á orði við okkur er við heimsóttum hana á sjúkrahúsið að þetta væri í fyrsta skipti sem hún hefði verið flutt á sjúkrahús, fyrir utan þau ( skipti er hún átti börnin. Magga var ung er hún giftist Agli Axel . Árnasyni og áttu þau saman fimm ' myndarleg böm. Egill var hrifinn burt árið 1976, langt um aldur fram eftir veikindi. Magga var sérlega létt og skemmtileg í umgengni og alltaf var stutt í hláturinn. Síðustu árin sátum við oft í heimsóknum hjá henni í léttu spjalli og aldrei gátum við fundið þann aldursmun sem á okkur var. Hjá Möggu var ekkert til sem hét kynslóðabil. Bestu ( stundir sem við áttum með Möggu var er þær systur, hún og Sigur- borg (Bogga á Hvanneyri) vom í kaupstaðarferð og gistu ásamt okkur hjá foreldrum Gísla. Var þá farið í skemmtilegar bæjarferðir og kom þá sérstaklega í ljós hversu samrýndar þær systur voru, allt þurftu þær að gera eins og allt i fóm þær saman. Ekki leið sá dag- ur að þær hittust ekki eða töluðu saman í síma. Var það því mikið áfall fyrir Möggu er hún missti systur sína skyndilega árið 1981. Magga var sérstaklegá félags- lynd kona og kom það vel í ljós í veikindum hennar hvað hún átti marga og góða vini. Mikið þökkum við fjölskyldan fyrir að hafa feng- ið að vera þátttakendur í fjöl- skylduboðum þeim er börn Möggu og Boggu systur hennar héldu og við síðan komum inn í. Þar var Magga alltaf með í öllu sem gert var bæði í spilum og leik. Með Möggu er gengin heilsteypt og góð kona. Fjölskyldu Möggu, börnum, tengdabörnum og barna- bömum, vottum við okkar dýpstu samúð. Megi góður guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Elsku Magga, við þökkum þær góðu stundir sem við áttum saman. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Gísli og Þura. búið í sama samfélaginu; mín kyn- slóð og kynslóð Sigríðar. Tvö atvik sem lýsa kynnum mín- um af þessum næsta nágranna mínum á Grettisgötunni, henni Sig- ríði, eru mér ofarlega í huga nú á þessari stund. í fyrsta lagi þá hefi ég ekki hitt eldri og „lengri“ né heldur langlífari jurtaætu en Sig- ríði. En Sigríður var einmitt ömgg- lega ein af fyrstu alvöru grænmetis- ætum þessarar þjóðar. Því þrátt fyrir að Hún vildi helst aldrei ræða þau mál þá skilst mér að hún hafi verið grænmetisæta í að minnsta kosti hálfa öld. Og geri aðrir betur. Þegar ég spurði hana eitt sinn af hverju hún hefði lagt niður kjöt-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.