Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994 41 Tryggvi Jónsson, Arnarstapa - Minning 4 i < Fæddur 20. ágúst 1911 Dáinn 13. apríl 1994 Látinn er afi okkar Tryggvi Jóns- son frá Arnarstapa í Breiðuvik. Afi fæddist að Haga í Staðarsveit, en fluttist með foreldrum sínum, Jóni Sigurðssyni og Guðrúnu Sigtryggs- dóttur í Pétursbúð á Arnarstapa. Börn þeirra: Haraldur, f. 1908, d. 1984; Trausti, f. 1909, d. 1928; Víg- lundur, f. 1910; Tryggvi, f. 1911; Sigurást, f. 1914; Hreiðar, f. 1916; Ársæll, f. 1918; Margrét, f. 1919, og Skarphéðinn Trausti, f. 1922. Afi var sannur sjómaður þótt hann hafí líka reynt margt annað. Hann fór sem bústjóri á kúabúið í Laxnesi 1947 sem Jónas Sveinsson læknirrak ásamt fleirum og keypti jörðina Markholt í Mosfellssveit. En 1950 fluttist fjölskyldan aftur til Ólafsvík- ur þegar Víglundur bróðir hans missti bátinn sinn Björn Jörundsson. Það má segja að hann og Víglund- ur bróðir hans hafi verið brautryðj- endur í útgerð í Ólafsvík á þessum tíma og keyptu sér báta og gerðu út, t.d. Snæfellið, Fróða, Jökul, Stapafellið og Jón á Stapa. Þegar hann hætti útgerð_ fór hann á ha- frannsóknaskipið Árna Friðriksson. En alltaf stóð hugurinn til Arnar- stapa og 1969 fékk hann Eyrina og gerði hana upp, keypti sér trillu og fór að verka aflann sjálfur. Stundaði hann trilluútgerð allt fram á síðasta dag. Hann tók virkan þátt í hrepps- nefndarmálum og barðist fyrir bættri hafnaraðstöðu á Stapa. Árið 1937 giftist hann ömmu okk- ar Sigríði Salbjðrgu Guðmundsdótt- ur, f. 13. mars 1916. Börn þeirra: Svanborg, f. 1940, börn: Sigríður Heiða og Ruta Bragadætur; Guðrún, f. 1940, gift Konráði Gunnarssyni, börn: Sigurlaug, Tryggvi, Sölvi, Jóna, Kári og Agnes; Ólafur, f. 1942, d. 30. janúar 1990, kvæntur Sjöfn Sölvadóttur, börn: Anna Sigríður og Trausti Ægir, barn Sjafnar Sölvi Fannar. Áður átti Ólafur soninn Bárð; Lárus, f. 1946, kvæntur Ólöfu Svavarsdóttur; Jón, f. 1959, börn: Iðunn og Tryggvi. Árið 1974 fékk amma heilablóð- fall og þurfti oft að dvelja á sjúkra- húsum. Hún átti erfitt með að kom- ast um þetta gamla hús og byggði afi þá Staðarbakka. Það var fallegt bæjarstæði og naut hún útsýnisins til jökulsins og hafnarinnar. Afi var mjög stoltur af ömmu, því hún var dugnaðarkona og mjög skipulögð. Þegar þau bjuggu í Ólafs- vík og afi var í útgerð þurfti oft að húsa sjómenn og dvöldust þeir þá hjá þeim og kom þá í ljós hæfni hennar sem eiginkonu, móður og ekki síst sem húsfreyju. Amma dó 25. desember 1982 á heimili dóttur sinnar Guðrúnar sem annaðist hana vel í veikindum henn- ar. Ég veit að þeim leið vel á Stapa og kom það okkur líka vel, því það var svo stutt fyrir okkur að fara í heimsókn og fá að verða eftir. Áttum við þar góðar stundir og gaman var þegar Trausti og Gerða mættu með harmonikkuna og stiginn var dans í stofunni. Þau voru félagslynd og samheldin hjón. Þegar amma dó fór afi á milli- landaskip hjá Eimskip. En á seinni árum fór hann til sólarlanda á vet- urna og naut hann þess. Sagði hann okkur oft skemmtilegar sögur úr ferðum sínum. Elsku afi, við minnumst þín 511 með virðingu, hlýju og þakklæti fyr- ir liðnar samverustundir. Guð geymi þig- Systkinin í Ólafsvík, Sigurlaug, Tryggvi, Sölvi, Jóna, Kárí og Agnes. Látinn er í Reykjavík föðurbróðir okkar Tryggvi Jónsson, skipstjóri, Arnarstapa á Snæfellsnesi. Tryggvi var sonur hjónanna Guðrúnar Sig- tryggsdóttur og Jóns Sigurðssonar útvegsbónda og kaupfélagsstjóra á Arnarstapa. Tryggvi var fjórði í röð niu systkina, sem upp komust. Þau voru: Haraldur, sem er látinn, Trausti, sem er látinn, Víglundur, Sigurást, Hreiðar, Ársæll, Margrét og Skarphéðinn Trausti. Tryggvi kvæntist Sigríði Guðmundsdóttur og eignuðust þau fimm börn, þau Svan- borgu, starfsmann á Landspítala, Guðrúnu sem rekur ferðaþjónustuna Snjófell á Arnarstapa, Ólaf skipstjóra sem er látinn, Lárus afgreiðslumann hjá Skeljungi og Jón kvikmyndagerð- armann. Með Tryggva Jónssyni er genginn svipmikill fulltrúi horfins tíma í at- vinnusögu íslensku þjóðarinnar. Á Arnarstapa voru landgæði ekki þess eðlis að þau gætu framfleytt miklum fjölda fólks. Hins vegar voru gjöful fiskimið við túnfótinn og ungir, dugmiklir menn beindu sjónum sín- átið hér forðum daga, þá svaraði hún því til að kjötið og það þunga dót hefði farið sífellt verr í sig svo hún bara einfaldlega hætti að borða það. Og hvað borðar þú þá eigin- lega? spurði ég í forundran minni „Það eru allir alltaf að spyrja mig að þessu, - hvað ég borði. Nú, auðvitað borða ég bara allan niögu- legan annan mat!" Og gamla konan var greinilega orðin þreytt á þess- ari hundleiðinlegu umræðu sem við jurtaæturnar höfum sýknt og heil- agt yfir okkur. Eins óg til dæmis eilífðarspurningarnar á okkur: „Hvað éturðu á jólunum?" - „Lang- ar þig ekki í kjöt þá?" Þessa um- ræðu þekkti Sigríður greinilega mjög vel. í annan stað þá get ég heldur ekki gleymt því atviki þegar ég vann við að stækka húsið mitt ögn til vesturs fyrir nokkrum árum, í áttina að húsi Sigríðar og í ljós kom að þessi litli grunnur sem ég tók þá var uppfullur af klöpp svo við tók tæplega tveggja vikna loft- pressuvinna nánast undir svefnher- bergisglugganum hjá Sigríði. Við kunningjarnir byrjuðum þá klukkan átta á morgnana á loft- pressunni og hættum ekki fyrr en klukkan tíu á kvöldin, - dag eftir dag, næstum samfellt í tvær vikur. Ég hefði ekki verið hissa á því þó íbúarnir í hverfinu hefðu tekið sig saman og hreinlega hent mér út úr hverfinu. Það hefði bara alls ekki komið mér á óvart. Því það var örugglega ekki líft í næstu húsunum við mig á meðan á þessum stórframkvæmdum stóð. Mest af öllu fannst mér að Sigríður hlyti að líða fyrir þetta, því loftpressu- vinnan var langmest samhliða aust- urgafli hússins hennar. Eg bjóst á hverjum degi við lögg- unni í heimsókn til okkar og þess vegna lögbanni á þetta styrjaldar- ástand í hverfinu. Ég bara skildi ekki hvað einkum og sérílagi Sigríð- ur gat þolað þennan hávaða kvört- unarlaust. Enda þegar leikurinn á loftpressunum stóð sem hæst einn daginn þá kom hún út í garð og vildi fmna mig. Ég var ekki í nein- um vafa um hvert erindið væri. Hugsaði bara sem svo hvernig við ættum nú að klára það sem eftir væri úr því Sigríður væri loksins búin að fá meira en nóg af djöful- ganginum. En viti menn. Hún var að færa okkur loftpressuverkamönnunum nýjar kleinur sem hún bakaði gagn- gert fyrir okkur, þar sem hún vor- kenndi okkur svo mikið. Það datt af okkur andlitið. Og þá vorum við búnir að halda vöku fyrir henni í hálfa aðra viku allan liðlangan dag- inn með loftpressunni. Oft og mörg- um sinnum hefur mér verið hugsað til þessa atviks sem umfram flest annað lýsti persónu og manngerð Sigríðar Dýrleifar Jónsdóttur. Og þannig var líka þessi góða kona. Ég votta afkomendum hennar og öðrum aðstandendum samúð mína nú á þessari kveðjustund, þótt líklega aðeins tímabundin sé. Hún er jafnsár fyrir það þegar önn- ur eins ljúfmenni eiga í hlut og sú sem kvödd er í dag. Magnús H. Skarphéðinsson. um gjarna til sjávar þegar að því kom að velja sér ævistarf. Svo var einnig með Tryggva Jónsson. Hann hóf ungur, ásamt Víglundi, bróður sín- um, að róa til fiskjar með föður þeirra sem hélt úti litlum bátum frá Arnar- stapa. Þeir bræður héldu síðan suður á bóginn, til Reykjavíkur, þar sem þeir luku námi í siglingafræðum og hlutu skipstjórnarréttindi. Síðan hófu þeir eigin útgerð frá Arnarstapa á trillum eða dekkbátum. Var við brugðið dugnaði og harðfylgi þeirra bræðra við sjósókn og alla vinnu, og má enn finna marga hörkuduglega sjómenn í ættinni. Þegar bátar stækkuðu, reyndist illt að gera út frá Arnarstapa vegna erfiðrar hafnaraðstöðu. Fluttu þá bræðurnir starfsemi sína til Ólafsvík- . ur. Þar gerðist Víglundur með tíman- um umsvifamikill útgerðarmaður og fiskverkandi, en Tryggvi hélt sér við sjóinn og varð einn mesti aflaskip- stjóri sem þessi þjóð hefur átt. Bátar Tryggva fóru stækkandi með árun- um, og varð Jón á Stapa, sem nefnd- ur var í höfuðið á föður þeirra bræðra, stærsti bátur hans. En það er ekki stærð bátsins, sem ræður hversu mikið aflast, heldur er það maðurinn í brúnni sem úrslitum ræð- ur um aflamagn. Sú reynsla og þekk- ing sem Tryggvi aflaði sér á Arnar- stapa undir handarjaðri föður síns varð honum drjúg til að ná tökum á þeirri flóknu list sem fískveiðar á Islandsmiðum eru. Þar að auki var Tryggvi, eins og fyrr er sagt, hörku- duglegur maður, sem hvergi hlífði sér við vinnu og ætlaðist til hins sama af öðrum. Eins og venjan er, og við er að búast þegar afburðaskip- stjórar eiga í hlut, þá völdust löngum til Tryggva úrvals áhafnir. Þeir eru ófáir sjómennirnir sem fengu sína fyrstu leiðsögn í sjómennsku hjá Tryggva Jónssyni. Þeir búa að henni alla ævi og miðla þessari þekkingu sinni áfram til nýrra kynslóða sjó- manna á fslandsmiðum og víðar. Oftar en einu sinni varð Tryggvi aflakóngur á vertíð og fiskaði þá eitthvað á annað þúsund tonna á bátum sem margir hverjir voru innan við eitt hundrað tonn að stærð. En þetta var fyrir tíma kvóta, kvóta- skerðingar og aflaleysis. Tryggvi Jónsson lifði mikla breyt- ingatíma í sögu þessarar þjóðar, sem á svo mikið undir sjávarútvegi. Skömmu áður en Tryggvi fæddist var farið að setja litlar aflvélar í opna róðrarbáta, en nú, rúmum átta- tíu árum síðar, eiga íslendingar einn nútímalegasta flota fiskiskipa í heim- inum. Þess má geta að Tryggvi var með fyrstu mönnum hér á landi til þess að nota fiskileitartæki og kraft- blökk við síldveiðar. Sjómennskuferil sinn hóf Tryggvi á litlum mótorbát- um á Stapa og þegar aldurinn tók að færast yfir, héldu þau hjónin til æskuslóða hans þar sem þau byggðu sér hús og hann hóf útgerð á lítilli trillu. Og viti menn, gamli aflakóng- urinn hafði engu gleymt af því sem hann hafði lært í æsku um fiskimið í grennd við Stapa og aflaði enn vel. Þegar til Stapa var komið, vann Tryggvi ötullega að því að láta einn stærsta draum æsku sinnar rætast, en það var að bæta hafnaraðstöðu á Arnarstapa. Fékk hann því fram- gegnt ásamt fleiri góðum mönnum, að sjóvarnargarður var stækkaður og höfnin bætt til muna. Tryggvi var að mörgu leyti afar sérstæður maður og minnisstæður þeim sem honum kynntust. Fáir voru kjarnyrtari en hann og á stundum minnti ræða hans helst á texta ís- lendingasagna. Margar sögur eru til um það hvernig Tryggvi komst að orði við ýmis tækifæri, og eiga marg- ar þeirra eflaust eftir að lifa lengi. Náttúran undir Jökli er einstæð. Þar er allt dregið sterkum línum og hreinum og skiptast á og sameinast myndir, sem geta orðið ofurlítið kald- ar, öðrum, sem eru í hlýjum litum og ljúfum. Þannig var Tryggvi Jóns- son. í honum mátti fínna andstæður hins kalda og hins ljúfa, þó svo að ljúfmennskan hafi ávallt verið sterk- ari þáttur í eðli hans, sem kom svo greinilega í ljós eftir því sem á ævina leið. Okkur er t.d. sérstaklega minn- isstæð ein ferð okkar og barna okkar til Tryggva ekki alls fyrir löngu. Þó margt væri um manninn voru mót- tökur höfðinglegar og gestum boðið í ógleymanlega sjóferð. I huga okkar eru Tryggvi og Arnarstapi tengd órjúfaníegum böndum. Á Arnarstapa var reist stytta eftir Ragnar Kjart- ansson myndlistarmann til minning- ar um bróður Tryggva, Trausta, sem lést ungur, og afa okkar og ömmu, foreldra þeirra bræðra. Kannske er það tilviljun en styttan minnir óneit- anlega örlítið á Tryggva, þó svo fyrir- myndin sé sjálfur Bárður Snæfellsás. Jafnframt er þetta myndverk í miklu samræmi við náttúruna á Stapa, og má jafnvel fmna svipað form á hæsta tindi Stapafells. Eflaust er skýringin á þessu sú, að hinn ágæti myndlistar- maður, Ragnar heitinn Kjartansson, hafí orðið fyrir áhrifum, bæði af fólki og landslagi á Arnarstapa, og þess finni stað í hinu svipmikla listaverki. Tryggvi Jónsson var styrkur þátt- ur þeirrar taugar er tengdi okkur við Arnarstapa. Það verður öðruvísi um að litast á Stapa án Tryggva Jónssonar. Samt sem áður mun Arn- arstapi og Jökullinn ávallt minna okkur á Tryggva og þessi minning dýpkar skynjun okkar á landinu und- ir Jökli, náttúru þess og byggðum. Sigurður, Guðrún Erna, Valdimar, Birna, Dröfn og Sólveig Hreiðarsbörn. Hann afí á Stapa er dáinn. Núna sé ég hvaða forréttindi eru að vera með elstu barnabörnunum og þekkja afa sinn og ömmu betur. En núna eru þau bæði farin. Þegar við vorum litlar var alltaf mikið líf og fjör á Stapa hjá afa og ömmu, fullt af barnabörnum, Einu sinni þegar ég var 11-12 ára og var að fara að ná í sand fyrir páfagauk- inn minn hitt ég hóp af útlendingum sem voru á leið að Hellnum og vant- aði leiðsögn. Mér fannst ég alveg kjörin í verkið en gleymdi að láta vita af mér, skildi sandfötuna eftir við klettana. Svo þegar ég kom til baka var hópur af fólki að leita að mér og mamma sagði að afi væri að setja út bátinn til að leita. Ég varð alveg ofboðslega hrædd um að afi væri reiður við mig og faldi mig bak við ömmu, bað hana að segja afa ekki að ég væri komin. Þegar afi kom heim var hann mjög brúna- þungur, sagði mér að tala við sig. Það var ekkert verið að æsa sig yfir þessum heimskupörum, en hann sagði hvað hann og allir hefðu verið hræddir um að ég væri dáin. En svona var hann afi alltaf góð- ur. Ég veit að henni systur minni þykir leitt að geta ekki fylgt honum svo ég skila kveðju frá Ástralíu fyrir hana. Rut Bragadóttir. Ég kveð þig núna, kæri bróðir minn, með klökkum huga krýp við beðinn þinn og bið að drottins ljúfa líknarhönd leiði þig að glæstri sæluströnd. Þú áttir sterka og stórbrotna sál starfsama hönd sem ei þekkti tál, en innst í hjartanu ástúðin bjó þú öðrum gast miðlað af kærleik og ró. Ásta. Tryggvi frændi er dáinn. Því fylg- ir mikill söknuður að kveðja slíkan mann, frænda og vin. Þótt ég hafi um langan tíma fylgst náið með veik- indum hans og dáðst að þreki hans og jákvæðu lífsviðhorfi og séð að kraftar hans voru á þrotum, vonaði ég að við fengjum að hafa hann hjá okkur eitt sumarið enn á Arnarstapa. Tryggvi var maður sem gaf um- hverfi sínu svo mikið af bjartsýni sinni, framtakssemi, dugnaði og góðri greind. Hann var dulur maður, en tryggur og trúfastur vinur. Það var mér til mikilla heilla og ánægju að vinátta okkar og frænd- semi endurnýjaðist á ættarmóti sem haldið var á Arnárstapa 1984, þar sem komu saman niðjar Jóns Sig- urðssonar og Guðrúnar Sigtryggs- - dóttur, en Margrét móðir mín var dóttir þeirra 'og systir Tryggva. Það var gott að heimsækja Tryggva á heimili hans að Staðar- bakka. Þangað komum við oft og fengum hlýjar móttökur og dætur okkar hjóna, hændust mjög að Tryggva, og með eiginmanni mínum og honum varð gagnkvæm og góð vinátta. Seinna varð þessi samgangur . meiri er móðir mín byggði sumarhús- ið Berghól á Arnarstapa þar sem við höfum dvalið undanfarin sumur. Þar áttum við saman margar skemmti- legar samverustundir. Á Arnarstapa er kominn stór frændgarður sem dvelur þar lengri eða skemmri tíma og ríkir þar gott frændaþel. Megi blessun fylgja minningu frænda míns og niðjum hans sem erft hafa dugnað hans og framsýni. Innilegar samúðarkveðjur frá manni mínum Jóni Ingólfi Magnús- syni, sem dvelur nú erlendis. Eg og dætur mínar þrjár og móðir mín þökkum og blessum minningu Tryggva frænda. Elien Margrét Larsen. Hann Tryggvi vinur minn á Stapa er þá farinn og sækir mig þá víst ekki framar í rútuna á Búðir. Mikið mun ég sakna hans, en þykist vita að hann hafi verið tilbúinn að leggja í hann. Á hverju vori hringdi ég í Tryggva og spurði hvort hann nennti að fá mig í heimsókn. Og aldrei brást að hann segði mér blessaðri að koma og biði mín glaðbeittur á rauða bíln- um sínum við vegamótin þegar ég kom með rútunni vestur. Ég var oft alveg uppgefin eftir langan vetur í námi eða starfi og farin að dreyma það á nóttunni að geta komist í smá frí til Tryggva, þaðan sem ég kom alltaf endurnærð. Svaf oft fram á miðjan morgun og Tryggvi þá nátt- úrulega löngu farinn í róður. En fylgdist alltaf með þegar bátinn hans dró nær landi og setti þá upp kartöfl- ur til að hafa með nýveidda fiskinum og bakaði "stafla af pönnukökum. - Að þessu hló hann og kallaði að það væru jól hjá okkur á hverjum degi. Og við gátum talað um svo margt eða setið og fylgst með veðrinu á Jöklinum og fuglunum sem Tryggvi þekkti svo vel og hélt verndarhendi yfir. En best þekkti hann auðvitað haf- ið og oft kíktu yngri sjómenn í kaffi og vildu fá að vita hvernig hann færi að því að vera svona fiskinn. Hvort hann gæti bent á staði á korti eða hefði hann kannski draumkonu? Tryggvi varð þá alveg sérlega glett- inn til augnanna eri sneri bara út úr með einhverri hógværð og aldrei heyrði ég hann gefa upp leyndarmál- ið á bak við aflasældina. Mikið er ég þakklát fyrir þennan tíma og allar góðu minningarnar. Eg kveð þig, Tryggvi minn, með virktum. Elsku Nonni og Lalli, inni- . legustu samúðarkveðjur til ykkar og J allra ástvina. María Ellingsen. ( ? ? ? Minning Albert Guð- mundsson Þakkarorð. Kæri Albert. Mig langar innilega að fá að þakka þér öll góðu ráðin á fyrsta og síðasta fundi okkar í Paris á liðnu sumri. Ég hafði ekki trúali, að þú værir svona hlýr og velviljaður drengur fyrr en á reyndi. Þakka þér ógleymanlega stund. Hvíl í friði. Kristinn Magdal Jónsson, Árósum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.